Samningur ESB og Tyrklands - besta von ESB til að koma böndum á flóttamannakrísuna! En það eru ótal leiðir fyrir þann samning að hrynja!

Eins og fram hefur komið í fréttum - hafa ESB aðildarlönd og Tyrkland undirritað samkomulag, sem til stendur að komi böndum á straum flóttamanna í gegnum Tyrkland til Grikklands.
Sem hefur verið megin leið flóttamanna til ESB aðildarlanda sl. ár a.m.k.

EU and Turkey agree deal to return migrants

Europe gambles to stem migrant flow

What’s in the E.U. Deal With Turkey? Controls, Concessions and Swaps

EU, Turkey seal deal to return migrants, but is it legal? Or doable?

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/turkey_physio-2006.jpg

Með því að loka á strauminn frá Tyrklandi - er vonast til þess að klofningur meðal ESB aðildarríkja, verði ekki frekar til trafala!

  1. Tyrkir fá 6 milljarða evra árlegan stuðning við flóttamnnabúðir innan Tyrklands - þ.s. eru a.m.k. 2,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna.
  2. Þeir fá að auki -- opnun á kafla 33 í aðildarviðræðum ESB og Tyrklands, sem Frakkland hafði -fryst- fyrir töluverðu síðan, en sá kafli fjallar um framlög og styrki - þ.s. Tyrkland mundi augljóst verða nettó styrkþegi og mjög stór sem slíkur - hafði Frakkland fryst þann kafla, ekki síst skv. kröfu fransks landbúnaðar.
    Þannig fá Tyrkir -- formlega endurræsingu viðræðna.
    En áfram verða frystir þeir 5-kaflar sem Kýpur neitar að losa, nema að Tyrkir fallist á tilslakanir gagnvart Kýpur - sérstaklega þegar kemur að hugsanlegri sameiningu eyjarinnar.
    **Kýpur heldur því enn sínu taki á Tyrkjum. Þannig að þó viðræður geti hafist, þá standa Tyrki enn frammi fyrir þeirri pyllu, að þurfa - ef þeir vilja raunverulega aðild, á einhverjum enda að semja við stjórnvöld Kýpur.
  3. Vilyrðið sem aðildarlöndin veita Tyrklandi um opnun á frjálsar ferðir íbúa Tyrklands um ESB aðildarlönd - felur enn í sér að Tyrkland þurfi að uppfylla öll 72 skilyrðin sem aðildarríkin höfðu sett á sínum tíma.
    **Það sé því eiginlega ekki eftirgjöf af hálfu aðildarríkjanna.
  4. Síðan felur samningurinn það í sér - að Tyrkir fá samþykki aðildarríkjanna fyrir því, að þau taki við frá Tyrklandi -- sama fjölda sýrlenskra flóttamana og verða á næstunni sendir aftur til baka til Tyrklands, vegna þess að þeir komu til Grikklands ólöglega.
    **Þetta gildi þó einungis um þá flóttamenn - sem koma til grísku eyjanna eftir undirritun samningsins.
    **Næstu daga verður mikið að gera á grísku eyjunum næst Tyrklandi - þegar það þarf að koma á skráningarkerfi fyrir flóttamenn, sem virkar - yfirheyra þá sem koma, svo unnt sé að skilgreina hverja má senda til baka til Tyrklands --> Svo kerfið standist flóttamanna-sáttmála SÞ.
    **Aðildarlöndin hafa samþykkt, að senda þegar um helgina nokkur þúsund starfsmenn -- það verður bersýnilega mjög mikið að gera í flugi til eyjanna tveggja á laugardag.
  5. Og síðar þegar þau skipti hafa farið fram, og það kerfi er farið að virka þannig að þeir sem sleppa í gegnum Tyrkland til grísku eyjanna þrátt fyrir tilraunir tyrkneskra yfirvalda að stöðva þá. séu greindir síðan sendir aftur til Tyrklands þeir sem skv. sáttmála SÞ má senda aftur til baka -- þá hafa aðildarríkin samþykkt að hefja móttöku umsamins fjölda flóttamanna beint frá flóttamannabúðum innan Tyrklands.
    **Þ.e. fyrir utan þá sem ESB samþykkir að taka við í skiptum fyrir einhverja sýrlenska flóttamenn sem sendir eru aftur til Tyrklands.


Á sunnudaginn mun hefjast mikil törn á grísku eyjunum, þegar hefja skal skráningu og greiningu flóttamanna - sem streyma inn eftir að samkomulagið er tekið gildi

  1. "“Sunday will be a stretch,” a Greek interior ministry official said. “It will take several weeks to get going even with help from EU partners.”"
  2. "Mr Juncker admitted it was "a Herculean challenge" for Greece and "the biggest task the European Commission has ever faced"."
  • "Greece also requested 4,000 extra staff — including 2,500 from other EU countries — to help it man borders and detain and handle an estimated 10,000 arrivals per week, who must be processed individually according to the terms of the deal."

Ég hugsa að gríski ráðherrann hafi líklega á réttu að standa - að engin leið sé til þess að kerfið komist í gagnið um helgina.
En það sé mjög mikilvægt fyrir aðildarríkin - að stoppa upp í gatið.
Og það sé forsenda þess að samningurinn sé -löglegur- að hver og einn flóttamaður sé yfirheyrður og þannig greindur -- sem verður mikið verkefni í ljósi þess fjölda sem áætlað er að muni áfram streyma að af gríska ríkinu.

Á hinn bóginn þegar Tyrkir hafa fengið fyrir sinn snúð.
Þá líklega munu þeir reyna meir að stöðva strauminn.

Þannig að ekki er víst að þeir verði þetta margir sem grísk stjv. óttast.


Hætturnar fyrir samkomulagið eru sennilega mestar frá aðildarríkjunum sjálfum

Viðkvæmasti parturinn sé mjög sennilega sá hluti - sem felur það í sér að aðildarlöndin skipti sín á milli sýrlenskum flóttamönnum -- sem þeir taka við skv. samkomulaginu frá Tyrklandi.

Rétt að ryfja upp að samkomulag milli aðildarríkjanna um skiptingu flóttamanna sín á milli, sem gert var 2015 -- féll um leið og skiptin áttu að hefjast. Þegar Ungverjaland neitaði að taka þátt.

Síðan þá er komin ný -pópúlísk- öfgahægri stjórn í Póllandi -- og hún væri vís til þess ekki síður, að taka harða afstöðu til slíkra skipta.

  • Ef samkomulagið hrynur - þá hefur Tyrkland enga ástæðu til þess, að samþykkja að taka aftur til baka þá flóttamenn sem komast í gegnum Tyrkland ólöglega til ESB aðildarlanda.

Og í ljósi þess að lönd Norðan við Grikkland eru með landamæralokanir.
Þá mundi á Grikklandi á skömmum tíma skella fullkomlega stjórnlaus krísa.

Hrun Grikklands gæti blasað við á skömmum tíma. Sem gæti verið nægilega alvarleg til þess, að fjöldi Grikkja sjálfir gerist flóttamenn. Þannig að ný flóttamannakrísa skelli á - ofan í þá sem fyrir er.

  • Við gæti tekið fullkomlega óviðráðanlegt krísu ástand fyrir ESB, og það gæti leitt til þess að ESB sjálft liðaðist í sundur á skömmum tíma.

 

Sá möguleiki er til staðar að flóttamenn streymi aftur í gegnum Líbýu

Það væri ekki endilega ógn við samkomulagið við Tyrkland - en það gæti skapað nýja ógn fyrir innra samstarf ESB aðildarríkja.
En það styttist óðum í forsetakosningar í Frakklandi - 2017.
Og ef flóttamannastraumur myndast á ný í gegnum Ítalíu svo áfram Norður - síðan til Frakklands.

Þá gæti Hollande neyðst til að setja girðingar á landamærin við Ítalíu.
Austurríki - Sviss og jafnvel Króatía - gætu gert hið sama.

  1. Sá möguleiki er til staðar -- að Ítalía og Frakkland, mundu taka sig saman um hernaðaraðgerð í Líbýu.
  2. En stjórnvöld á Ítalíu hafa verið með slíka í undirbúningi um nokkurt skeið.

Gallinn er að Líbýa hefur ekkert virkt stjórnvald.
Þannig að smyglarar geta starfað þar óáreittir mitt í lögleysunni.
Þar með er ekki heldur til staðar neitt stjórnvald sem unnt er að semja við.

Slík hernaðaraðgerð gæti orðið raunhæfur möguleiki við slíkar aðstæður.
Sérstaklega í ljósi þess, að afar ósennilegt er að Bandaríkin fáist til þess, á kosningaári.

 

Niðurstaða

Nýja samkomulagið getur enn fullkomlega fallið um sjálft sig - en vegna þess hve mikilvægt þ.e. fyrir ESB að það gangi upp, og Tyrkland vill það einnig.
Þá reikna ég með því að mikið verði á sig lagt á næstunni af beggja hálfu að láta það ganga upp.

Spurning hvernig ESB glýmir við það - ef og þegar einhver aðildarlönd, gera tilraun til þess að skorast undan því - að taka við flóttamönnum skv. samkomulaginu.
Það verður að koma í ljós - mér virðist þetta megin ógnin við samkomulagið.

Spurning hvort að það verður evrópsk hernaðaraðgerð í Líbýu á þessu ári?

 

Kv.


Bloggfærslur 19. mars 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 256
  • Frá upphafi: 847397

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 253
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband