Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki gefið Framsóknarflokknum betri gjöf, en að mynda stjórn með Bjartri Framtíð og Viðreisn!

Ég er að segja, að ef Sjálfstæðisflokkurinn gerir þetta, Björt Framtíð og Viðreisn samþykkja. Þá reikna ég fastlega með hressilegri fylgisaukningu Framsóknarflokksins!
En ég er nær algerlega viss, að þessi ríkisstjórn - verður fullkomlega lömuð af innri deilum!

  1. En þessi ríkisstjórn verður augljóslega ekki mynduð, nema að BF og Viðreisn, nái fram í stjórnarsáttmála, loforði Sjálfstæðisflokksins að það verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort skal hefja aðildarviðræður að nýju.
  2. En þó svo að slíkt næðist fram inn í stjórnarsáttmálann, er það ekki endilega það sama og að af slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu verði - en þingið mun þurfa að samþykkja að halda hana formlega.
  3. Og þar sem að í 32-sæta meirihluta, hefur sérhver þingmaður stjórnarinnar neitunarvald, og sumir þingmenn Sjálfst.fl. eru mjög andvígir aðild.
  4. Þá er ég ekki að sjá, að sennilegt sé að meirihluti náist fram innan þingliðs stjórnarinnar, fyrir tillögu um að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu.
  5. Auðvitað, rökrétt beita þá þingmenn BF og Viðreisnar stöðvun á mál Sjálfst.fl. á móti - ef þeirra mál eru stöðvuð af einstökum þingmönnum Sjálfst.fl.

Hin athyglisverða spurning er þá gæti komið upp!
Er hvað stjórnarandstaðan gerir?

En tæknilega gætu t.d. 3-þingmenn Samfylkingar, og/eða þingmenn úr þingliði Pírata - stutt við tillögu Viðreisnar og BF - um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokks a.m.k. greiða henni einnig sitt atkvæði.
--Gæti hún þá náð samt fram þrátt fyrir andstöðu einhverra þingmanna Sjálfstæðisfl.

  • Hinn bóginn, væru þeir þingmenn þá að bjarga jafnvel -- lífi stjórnarinnar!
  • Mundu flokkar er frekar vilja að vinstri stjórn verði mynduð -- hjálpa við að halda lífinu í slíkri hægri stjórn?

Óttarr_Bjarni Ben_Benedikt

Vegna innri klofnings og deilna gæti þessi ríkisstjórn orðið að "de facto" minnihlutastjórn!

Verið þá háð stjórnarandstöðunni um stuðning við einstök mál!
Það væri þá endurtekning á sjónarspilinu er Íslendingar urðu vitni að í tíð Vinstri stjórnar Jóhönnu og Steingríms.

  • En á sama tíma, grunar mig, að það væri alltaf sterk freysting til staðar hjá a.m.k. Pírötum og Samfylkingu, jafnvel VG að auki -- að vilja fella stjórnina.

M.ö.o. sé a.m.k. ekki augljóst -- að þeir flokkar hjálpi stjórninni að koma sínum málum í gegn.

 

Útkoman gæti þá orðið sú, að stjórnin setji nýtt Íslandsmet í lömun og aðgerðaleysi

  1. Eiginlega græðir Framsókn í báðum tilvikum --> En ef Sjálfstæðisfl. eins og VG í tíð vinstri stjórnar, færi með virkum hætti að vinna í því að koma Íslandi inn í ESB.
    --Þá rökrétt lekur ESB andstætt fylgi yfir til Framsóknar.
  2. Ef vinstri flokkarnir í stjórnarandstöðu velja frekar að hjálpa ekki stjórninni, í von um að hún falli -- Framsókn hjálpar ekki við það að stuðla að ESB aðild.
    --Þá verða flokksmenn BF og Viðreisnar stöðugt pyrraðri -- þeir blokka mál Sjálfst.fl. þá á móti --> Nettó útkoma, fullkomin lömun!
    **Í þessu tilviki gæti Framsókn grætt jafnvel enn fleiri atkvæði.

Sigurð Inga --> Mundi ég ráðleggja að halda áfram að vera jafn kurteis og málefnalegur og honum er tamt! Að tala landsföðurslega!
--> En að hann skapi trausta ímynd á sama tíma og það logar allt sundur og saman í deilum meðal annarra hægri flokka, mundi sennilega með öflugum hætti stuðla að því að Framsókn græddi þreytta og leiða hægri sinnaða kjósendur!

 

Niðurstaða

Ég vil meina að Sjálfstæðisflokkur sé að taka mikla áhættu með því, að stofna til ríkisstjórnar þar sem fyrirséð er mikil hætta á sundrung og deilum, samtímis að þingmeirihluti gerir einstökum þingmönnum flokkanna þriggja það mögulegt - að stöðva mál að vild fullkomlega.
--Ég bendi á að Samfylking fékk á sig fylgishrun í kjölfar Vinstristjórnar Jóhönnu og Steingríms, sem eins og þekkt er - logaði í nær stöðugum innri deilum kjörtímabilið á enda.

En rökrétt verða kjósendur leiðir - reiðir og pyrraðir á stjórn, þ.s. stjórnarheimilið reglulega logar stafna á milli.
--Svo erfið er þessi stjórn líkleg að verða hvað innra samstarf varðar, að hún sennilega virkar sem -- minnihlutastjórn, sem verði háð stjórnarandstöðu um framgang einstakra mála.

Það setur þá stórt spurningamerki, hvort að vinstri flokkarnir mundu hjálpa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokk? Eða nota tækifærið til að hefna sín fyrir kjörtímabil vinstri stjórnarinnar? Að sjálfsögðu mundi Framsókn ekki aðstoða BF og Viðreisn með þeirra mál!

Ég held að góðar líkur séu á útkomu, er mundi leiða fram umtalsverða smölun á fylgi af hægri væng, yfir til Framsóknarflokksins. Framsókn þyrfti fyrst og fremst að gæta sín á því, að deilur blossi ekki upp innan Framsóknarflokksins sjálf á sama tíma, en ef friður er innan Framsóknar á sama tíma og Framsókn gætir sín að halda málflutningi málefnalegum!

Þá mundi Framsókn geta grætt mjög umtalsverða fylgisaukningu í stjórnarandstöðu í þetta sinn!

 

Kv.


Trump verður líklega fremur valdamikill forseti, a.m.k. fyrstu 2. árin

Ég segi þetta vegna þess að: A)Repúblikanar héldu meirihluta í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings og Öldungadeild Bandaríkjaþings - þannig að Trump hefur feril sinn í bestu þinglegu stöðu sem forseti er líklegur að standa frammi fyrir. B)Óvæntur sigur Trumps, hefur án efa skotið Repúblikönum á þingi skelk í bringu, þ.e. þeim sem voru með gagnrýni á Trump -- tel ég að óvæntur sigur Trumps, geri það ólíklegt a.m.k. fyrst um sinn, að þingið verði Trump óþægur ljár í þúfu. C)Trump virðist ætla að taka með sér inn í Hvítahúsið, þéttan hóp stuðningsmanna sem hann treystir og deila megin dráttum sömu eða svipuðum skoðunum og Trump. Þeir styðja þá hvern annan -- það styrkir Trump í að fylgja sinni stefnu fram þó að á móti geti það verið veikleiki slíks teymis -> Að allir hugsi eins.

Þessi sterka staða sem Trump líklega hefur a.m.k. til að byrja með!
Getur stórum hluta flogið frá honum síðar meir!
En sú útkoma er þó háð því --> Akkúrat hvað Trump velur að framkvæma!

T.d. spruttu upp nokkuð víðtæk mótmæli í 12 stórum bandarískum borgum, strax þegar vitnaðist að Trump hefði náð kjöri --> Sú mótmælahreyfing er með hótanir um að viðhalda stöðugum mótmælum út forsetatíð Trumps: Anti-Trump protest leaders say preparing for long fight.
Ef stefna Trump síðar meir verður óvinsæl -- gæti sú hreyfing náð verulegu velgengni.

  • Síðan hafa Kínverjar varað Trump við því, að eyðileggja Parísarsamkomulagið um aðgerðir gegn hlínun lofthjúpsins - “It is global society’s will that all want to co-operate to combat climate change,” - "The Chinese negotiators added that “any movement by the new US government” would not affect their transition towards becoming a greener economy": China warns Trump against abandoning climate change deal.
  • Kína hefur einnig sagst ætla mynda viðskiptabandalag Asíuþjóða - í kjölfar þess sem talið er öruggt, að Trump hætti við samning við Asíuþjóðir og S-Ameríkuþjóðir um sameiginlegan viðskiptasamning.

M.ö.o. er eins og Kína sjái sér nú hag af að -- taka nánast nákvæmlega öfugan pól í hæðina og talið er líkleg stefna Trumps stjórnarinnar!
**Það hlýtur eiginlega vera að Kínverjar haldi að þeir muni græða á því!

 

Nú veit enginn hvað Trump ætlar að gera, enda hans stefnuyfirlýsingar í kosningabaráttunni fullar af atriðum er stangast á!

  1. Augljósa ábendingin er sú, að ef stefna Trumps verður verulega óvinsæl, t.d. ef hún skapar sýnilega neikvæðar afleiðingar er almenningur finnur fyrir. Þannig að stuðningur meðal almennings minnki, samtímis og andstöðu vaxi fiskur um hrygg.
  2. Þá gæti þingið þ.e. þinghópur Repúblikana í deildunum tveim - hætt að vera þægur ljár í þúfu fyrir Trump.
  3. En ef almenningur snýr baki við Trump - þá er sennilegt að pólitískur reikningur þingmanna Repúblikana breytist, þ.e. í stað þess að vera hræddir við Trump - verði þeir hræddir við almenning.

Það virðist ljóst - að Repúblikanaflokkurinn er að reyna að ná stjórn yfir stefnu Trumps.
Repúblikanaflokkurinn, vill að Trump fylgi hans efnahagslega módeli þ.e. "supply side" en láti vera að -> A)Standa við yfirlýsta stefnu Trumps um alþjóðaviðskipti. B)Leggi áherslu á sparnað í ríkisrekstri--frekar en eyðslu, sem Trump hefur lofað t.d. að verja fé til uppbyggingar innviða "infrastructure" innan Bandaríkjanna - til að skapa störf.--Ég persónulega efa að Trump muni láta að stjórn!

 

En segjum að Trump standi við allar sýnar helstu stefnuyfirlýsingar!

Þá er ég fullkomlega viss að almenningur snýr baki við Trump - þó ekki samstundis. Fyrstu viðbrögð gætu verið aukinn stuðningur við hann! En þegar afleiðingar stefnunnar koma fram, þá snúist almenningi örugglega hugur!

  1. Eins og ég hef margbent á, þá skapar Trump heimskreppu - þ.e. kreppu í Bandaríkjunum sem og í ekki síst Kína --> Ef hann lætur verða af hótun svo sem, 45% verndartoll á vörur innfluttar frá Kína.
    --Þar um geti ekki verið hinn minnsti vafi, að háir tollamúrar samstundis valda kreppu, þ.e. efnahagssamdrætti í Bandaríkjunum síðan eða mjög fljótlega, einnig efnahgsstjóni í þeim löndum sem tollamúrum væri beint gagnvart.
  2. Ég get ekki ímyndað mér önnur viðbrögð almennings, en að hann snúist gegn Trump - þegar afleiðingarnar verða ekki fjölgun starfa og bætt kjör -- heldur verulega stórfelld kjaralækkun og bylgja af atvinnuleysi er auki það verulega umtalsvert.
  3. Síðan auðvitað, mundi það gera nánast hverja einustu erlenda þjóð - foxvonda út í Bandaríkin og Trump sérstaklega, ef Trump ýtir heiminum í kreppu. Þ.e. efnahagstjón fyrir öll ríki heims, þar á meðal - aukning atvinnuleysis líklega alls staðar.
    --Þá fer örugglega sterk and amerísk alda um heiminn.
  4. Samskiptin við Kína gætu orðið ákaflega slæm í kjölfarið.

Í því samhengi að almenningur snúi baki við Trump!
Gætu nánast öll hans völd fjarað undan honum!

M.ö.o. gæti hann hafið sinn feril með mikil völd!
En endað hann sem nánast áhrifalaust og fyrirlitið rekald.

Þetta þíðir auðvitað að Trump hefur líklega stefnuglugga!
Það er, ca. 1 - 1 1/2 ár.
En eftir 1 1/2 ár fer Fulltrúadeildin að hugsa um endurkjör!Þá verður hún tregari í taumi, án þess að nokkurt annað komi til!

-- --> M.ö.o. ef Trump hefur sinn feril af krafti!
Getur hann komið megninu af þeim lagabreytingum sem hann vill innleyða í verk!
Þar á meðal þeim breytingum á stefnu Bandaríkjanna "for good or for worse" sem hann vill innleiða!

 

Niðurstaða

Ég er sammála öllum aðvörunum um hættuna af Trump fyrir Vesturlönd. En kjör hans er risastór hætta fyrir það frjálslynda heimsskipulag sem Bandaríkin sjálf komu á fót. Samtímis að ef hann fylgir einnig hugmyndum sínum fram um stefnubreytingu gegn bandamönnum Bandaríkjanna - þá gæti skollið á öryggis krísa í Evrópu á nk. ári! Og auðvitað í Asíu einnig.

M.ö.o. gæti hann lagt niður nánast allt kerfið sem Bandaríkin byggðu.
Þeir sem græða stórfellt á þeirri útkomu, mundu verða Kína sérstaklega, og Rússland að einhverju verulegu leiti.

Ef hann auk þess skapar nýja heims kreppu -- þá gæti staðan í heims málum orðið virkilega óþægileg eftir ekki lengri tíma en t.d. 2. ár!

  • Tjónið sem hann gæti valdið á einungis einu kjörtímabili - gæti orðið það mikið að Bandaríkin mundu hugsanlega aldrei getað náð því að jafna sig af því af fullu.

Ég er því ekki hissa --> Að Pútín sé kampakátur!
_______________
Fyrir Ísland gæti skapast stórhættuleg öryggiskrísa innan nk. 2-ja ára. Auk þess að ef Trump skapar heims kreppu, þá að sjálfsögðu mundi verða djúpt hrun í ferðamennskunni hér.

 

Kv.


Bloggfærslur 12. nóvember 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 47
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 297
  • Frá upphafi: 847438

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 293
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband