Hefur hið nýja vinstri lausnir sem eru nothæfar gagnvart vandamálum þeim sem fylgja heimsvæðingunni svokallaðri?

Við þekkjum þau vandamál sem hafa gerst sífellt meir áberandi: Kjör miðstéttafólks eru í hnignun í gervöllum hinum Vestræna heimi -ekki bara í Bandaríkjunum, þau hafa besta falli staðið í stað eða hnignað, meðan að kjör sérfræðihópa hafa batnað verulega, og samtímis er gríðarleg aukning í velmegun þeirra sem eru eigendur í fyrirtækjum eða stunda fjárfestingar; ofan í þetta, eru verkamenn að sjá beina tekjurýrnun - þeir eru að auki að sjá starfsöryggi hraka og áunnin réttindi eiga sífellt meir á högg að sækja, og eru víða hvar í hnignun.

Að einhverju leiti má líta á kjör - - Jeremy Corbins, sem formanns Verkamannaflokksins breska, sem andsvar eða mótmæli við þessari þróun.

Stefán Ólafsson - sem við þekkjum, hann er ekki í nokkrum vafa, hverjum það er að kenna - af hverju þessi þróun hefur verið í gangi sl. 15-20 ár. Að sjálfsögðu, hægri mönnum að kenna.

Þarna á blogginu hans, má sjá marga pistla eftir hann - þ.s. hann mótmælir þeirri þróun sem ég vísa til - og veifar skýringu sinni, að þetta sé allt hægri mönnum að kenna.

Ég reikna með því að -Jeremy Corbin- sé Stefáni vini okkar, fullkomlega sammála.

 

Ég hef að sjálfsögðu allt aðrar skýringar, m.ö.o. - - uppbygging Asíu, einkum Kína

Það þarf að hafa í huga, að þessi þróun - hefur verið að gerast í öllum hinum Vestræna heimi, og það burtséð frá því - hvort hægri eða vinstri stjórnir hafa verið við völd.

Ég er að tala um ekki einungis V-Evrópu, Bandaríkin og Kanada, heldur að auki - S-Kóreu, Japan, Nýja-Sjáland og Ástralíu.

Ég hef fjallað um þetta áður - en rökin eru sára einföld.

  1. Íbúar Vesturlanda nálgast ef til vill samanlagt 1,5 milljarð.
  2. Í Kína einu saman búa ef til vill ca. svipað margir.
  3. Við höfum Indland, ekki alveg komið eins langt í hagþróun en samt á uppleið.
  4. Við höfum restina af SA-Asíu stór þjóðfélög eins og Indónesía, Malasíu, jafnvel Bangladesh, Tæland - - kannski samanlagt kringum hálfur milljarður manna.
  5. Afríka hefur liðlega milljarð manna.

Það sem við þurfum að muna, er að kringum 1990.

  1. Var hagrþóun risa þjóðfélaganna Indlands, Kína - miklu skemmra komin. Og það efnahagslega -take off- sem hófst í mörgum löndum Afríku ca. 2000, var þá ekki hafið.
  2. Síðan þá, hefur samkeppni um -auðlindir- og um -framleiðslustörf- í heiminum. Vaxið geigvænlega.

Við erum virkilega að tala um það - - að 3.000 milljón manns, eru í löndum í hagþróun.

 

Þetta leitar beint til gamla lögmálsins, framboð vs. eftirspurn

  1. Munið eftir þeim þætti - - - að ef framboð vex gríðarlega.
  2. Þá lækkar verðið - - - ef framboðið vex hraðar en eftirspurnin.

Þetta tel ég vera ástæðu þess, að kjör verkafólks á Vesturlöndum eru í hnignun.

Þegar 3.000 milljón manna þjóðfélög fara á hreyfingu, að þá vex gríðarlega framboð af vinnu-afli í boði á hnettinum.

Og sú gríðarlega aukning á framboði - - knýr fram verðlækkun.

---------------------

Þetta aukna framboð - - tel ég einnig hafa áhrif á öðrum sviðum.

  1. Þannig hafi einnig orðið gríðarleg aukning á eftirspurn eftir fjárfestum, þ.e. fjárfestingum, þegar svo mörg lönd eru að bjóða ný fjárfestingartækifæri.
  2. Það þíði, að -samnings aðstaða fjárfesta hefur batnað stórfellt- sem skýri sennilega, hvers vegna lönd eru að bjóða fyrirtækjum og fjárfestum - - > Sífellt hagstæðari kjör.
  • Sem auðvitað, eykur hagnað fjárfesta, og þar með þeirra auð - þ.e. samfélögin fá minna til sín, stærra hlutfall gróða lendir hjá fjárfestunum sjálfum.
  • Þetta skýri miklum hluta - af hverju verkafólk verði fátækara < - - > Samtímis að gróði hinna ofsaríku hafi aldrei sennilega verið meiri.
  • Við sjáum þetta einnig í þeirra hegðan, þ.e. þeir verða sýfellt hrokafyllri.
  • Sífellt minna tilbúnir til að - veita til samfélaganna, láta fé af hendi rakna til sameiginlegra sjóða.

---------------------

Sérfræðingastéttir - virðast einnig vera að græða á þessu, a.m.k. enn - þ.s. að enn sem komið er, þá sé þróunin að leiða fram aukna eftirspurn eftir þeirra þekkingu.

  • En ég hugsa, að það muni koma sá tími, að löndin sem eru að þróast - fari að skóla nægilega mikinn fjölda eigin sérfræðinga.
  • Sem líklega lengra séð inn í framtíðina, muni einnig leiða til - aukins framboðs af sérfræðingum, þannig að -framboð vs. eftirspurn- þá snúist gegn þeim einnig, í stað þess að virka með þeim.

---------------------

En fjárfestirinn líklega heldur áfram að vera kóngurinn á hæðinni.

Það virðist vera að byggjast upp ný auðsstétt - sem sé svo ofsalega svakalega auðug, að sá auður er ekki á færi venjulegs manns að skilja.

Það gæti alveg farið hugsanlega svo, að það sé að þróast - - ný aðalsstétt.

 

Það er að sjálfsögðu engin furða, að það séu að spretta upp mótmæli gegn þessari þróun

Vandinn er - - að ég er alls ekki viss að lausnir dæmigerðra vinstri manna, muni virka - fremur en áður.

En Corbin er eftir allt saman - vinstri maður eins og vinstri menn voru á 8. áratugnum.

  1. Það sem geri hann ferskan -í vissum skilningi- sé að hann hélt sér alltaf í sínu fari.
  2. Heimurinn sé aftur á móti, að snúa sér í hring - og að einhverju leiti að leita að nýju í smiðju, hins gamla vinstri.
  • Menn kalla hann "authentic" eða "alvöru" vegna þess að hann skipti aldrei um skoðun, m.ö.o. hann leitaði aldrei málamiðlana.
  • Þ.e. e-h í tísku núna, að horfa með aðdáun á einstaklinga, sem hafna málamiðlunum.

Þeir eru nú titlaðir með aðdáun -authentic- eða -alvöru- þ.e. menn sem meina þ.s. þeir segja, ekki -gerfi.-

En þ.e. allt og sumt sem þessir einstaklingar eru - -> Þ.e. einstaklingar, sem halda á lofti hugmyndum, sem séu róttækar -sannarlega,- en þegar þeir hafna -venjulegri pólitík- eru þeir að hafna -málamiðlunum.-

Sumir þessara -virðast vonast til þess- að geta komist hjá þeim, með því að -höfða beint til fjöldans.

M.ö.o. séu þetta fyrirbærið "demagogues" - sem mætti nefna -upphrópendur- eða -æsingamenn.-

Við höfum séð marga slíka áður.

---------------En punkturinn, hvað geta þeir gert?

Ég sé í reynd í þeim lausnum sem haldið er á lofti.

Ekki nokkurt sem líklegt sé til að - snúa þessari þróun við.

Ef maður horfir t.d. á Jeremy Corbin: Þá vill hann afnema skólagjöld, ríkisvæða járnbrautir í Bretlandi, hætta niðurskurði í ríkisútgjöldum + auka seðlaprentun.

  • M.ö.o. - klassísk verðbólguleið.

Endurvakning stefnu Verkamannaflokksins frá árunum - fyrir Thatcher.

En á 8. áratugnum var einmitt í Bretlandi tíð gjarnan mikillar verðbólgu.

 

Meðan að við búum enn við opið hnattrænt viðskiptakerfi

Þá gildir það enn - - að verkamenn í Kína, keppa beint við verkamenn í Evrópu. Það á einnig við verkamenn í vaxandi mæli, í enn fátækari löndum.

  • Aukin seðlaprentun í Evrópu, breytir því ekki.

Samtímis, þá hafa fyrirtæki gríðarlegan fjölda valkosta - að fjárfesta annars staðar en í Evrópu. Það rökrétt heldur áfram, að þrýsta á lönd að veita þeim mjög hagstæða fjárfestingar samninga, þannig að - löndin bera lítið út bítum.

  • Sem þíðir að þeir ofsaríku, halda áfram að verða enn auðugari - og enn hrokafyllri.

Og mig grunar, að sá tími muni renna í garð -að hnattvæðingin bitni á sérfræðingum, þegar sérfræðingar menntaðir í ný-iðnvæðandi löndum, fara í vaxandi mæli að koma inn.

----------------

  1. Það er alveg augljóst, að hið hnattvædda viðskiptakerfi.
  2. Er að skapa nýja tekjuskiptingu, milli landa í þróun - - og landa sem hafa þróast.
  • M.ö.o. - kjör á Vesturlöndum lækka.
  • Kjör í ný-iðnvæðandi löndum batna.

Ég kem ekki auga á að - lausnir vinstri manna.

Muni forða þeirri útkomu.

  1. Það er auðvitað, að vegna þess að -einlægir vinstrimenn- eins og Stefán Ólafsson (þó hann sé haldinn þeirri ranghugmynd að vera miðjumaður) - - > Virkilega trúa því, að öfug þróunin sé stefnu hægri manna að kenna.
  2. Svo þeir geta básúnað það, með svo miklum sannfæringarkrafti - - > Að unnt sé að snúa þessu öllu við, ef þeirra -vinstristefna- er tekin upp.

Nú er í tísku - að falla í stafi af aðdáun yfir mönnum með sannfæringarljóma.

Sem halda fram róttækum leiðum - hafna málamiðlunum sbr. hafna venjulegri pólitík.

Ég er aftur á móti algerlega viss.

Að Stefán (ég hef reyndar útskýrt þetta allt fyrir honum á hans eigin bloggi) og aðrir hans skoðunarbræður - - > Greina vandann kolrangt.

Það séu ekki - vondir hægri menn sem séu að valda þessu.

Heldur - hnattvæðingin sjálf.

 

Er unnt að leysa þetta innan samhengis hnattvæðingarinnar?

Það má alveg hugsa sér - - sérstaka skattheimtu á hnattrænt starfandi fyrirtæki.
Er mundi fara í að standa undir rekstri alþjóða stofnana.

Það má hugsa sér - - sérstakan skatt á skattaskjól, er væri samþykktur sameiginlega af meirihluta þjóða heims - er einnig mundi fara í rekstur alþjóða stofnana.

En gríðarlegur kostnaður t.d. fylgir vaxandi flóttamanna-vanda. Og það kostar mikið fé að mæta þeim vanda. Einnig til að aðstoða lönd eins og í Sahel svæðinu í Afríku, þ.s. fátækt er líkleg til að vera gríðarleg áfram.

  • Lönd heims, gætu sameiginlega ákveðið innan ramma S.Þ.
  • Að sækja í þennan auð, sem auðmenn fela í skattaskjólum út um hvippinn og hvappinn.

Að sjálfsögðu - yrði veruleg andstaða.

Auðmenn mundu beita sér á ríkisstjórnir - um að hafna slíku.

Sérstaklega fókusa á þær sem hafa - neitunarvald.

----------------

En sú hætta getur skapast - - að sú krafa komi fram.

Að snúið verði baki við þessu - - opna viðskiptakerfi.

Og tekið upp í staðinn - - kerfi með lokuðum blokkum.

  1. Það mundi sannarlega, ekki bæta lífskjör - sú útkoma.
  2. Fyrstu áhrif væru sennilega, að framkalla mjög djúpa heimskreppu eins og á 3. áratugnum.
  3. En smám saman, mundi nýtt jafnvægi skapast.
  • Kjarnorkuvopn - sennilega koma í veg fyrir nýja heimsstyrrjöld.
  • En þau mundu ekki forða því - að ný heims blokkavæðing, leiði fram - > Vaxandi spennu og vopnavæðingu.

Það sé vegna þess, að í dag - þá eru margir þættir innan -heims-væðingarinnar- sem stuðla að auknu samstarfi í hnattrænu samhengi.

En ef kerfið brotnar upp í blokkir, þá fækkar ástæðum -til að vinna saman.-

En hver blokk um sig, mundi sennilega stærstum hluta vera sjálfri sér næg.

  1. Þjóðir mundu skipta sér í lið.
  2. Og ríkjandi þjóðir innan hverrar blokkar, mundu drottna yfir sinni blokk.

Vegna þess að hver blokk fyrir sig væri sjálfri sér næg.

Mundi sennilega verða -ívið jafnari dreifing á framleiðslustörfum en í dag.

Og það gæti stuðlað að nokkurri endurkomu -starfsöryggis.

  1. En kjör yrðu mjög líklega - heilt yfir lægri.
  2. Alþjóðlegt samstarf yrði sennilega - mjög erfitt, jafnvel ólíklegt.
  • Sem þíddi sennilega m.a. niðurbrots samstarfs, um að forða - hnattrænni hlýnun.

----------------

Ég er ekki að segja að þetta fari þannig pottþétt.

Einungis að benda á þá hættu.

Að það getur gerst.

Að almenningur snúist gegn - hnattvæðingunni.

 

Niðurstaða

Það getur vel verið framundan sé bylgja á nk. árum, af róttækum vinstri stjórnum. Sem muni gera tilraunir til þess -að beita hefðbundnum vinstri aðferðum. Á birtingarmyndir -heimsvæðingarinnar- sem hrjá í dag Vestræn þjóðfélög.

Hinn bóginn hef ég ekki trú á að -leiðir hins hefðbundna vinstris muni virka.

En m.a. bendi ég á, að margir vinstri menn, kenna bakara fyrir smið, þegar þeir halda því fram - að um sé að kenna, vondri hægri stefnu eða vondum hægri mönnum.

En ekki - heimsvæðingunni sjálfri.

Það má vera - með réttum skilningi, þ.s. að það sé sjálf heimsvæðingin sem valdi þessu.

Þá sé unnt að gera tilraun - til að bregðast við hnattrænum risafyrirtækjum, að hnattrænir fjárfestar feli auð í skatttaskjólum - með hnattrænum hætti.

En það ætti að vera mögulegt - að setja alþjóðalög og reglur, og meira að segja að leggja á alþjóðlegan skatt.

  • En ef sú tilraun mundi fara út um þúfur.
  • Gæti fyrir rest, sjálf alþjóðavæðingin -beðið skiprot.
  • Þegar þjóðir mundu snúa við henni baki, og ákveða þess í stað -að brjóta niður sjálft kerfið.

Slíkt kerfis niðurbrot hefur áður gerst.

Þ.e. árin rétt fyrir Seinni Heimsstyrrjöld - sem auðvitað felur í sér ábendinu, um mögulega endurtekningu heimssögunnar.

 

Kv.


Bloggfærslur 13. september 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 284
  • Frá upphafi: 847460

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 281
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband