Pútín hvetur Bandaríkin til að stilla saman strengi landanna gegn ISIS í Sýrlandi

OK - mörgum finnst þetta aðlaðandi hugmynd, að aðstoða stjórnvöld í Damascus - með beinni hernaðaríhlutun í átök þar í landi. Á hinn bóginn hefur sú hugmynd alvarlega galla, sem aðilum er laðast að þessari leið - annað af tvennu, líta fram hjá eða hafa ekki kynnt sér.

Russia calls on US to co-operate with its military in Syria

 

Assad er ekki -jihadisti- sem gerir hann skárri kostinn!

Þetta er hugmyndin í hnotskurn.

  1. En þetta lítur algerlega framhjá því atriði - að stríðið í Sýrlandi hófst með fjölda uppreisn stórs hluta íbúa, uppreisn sem ekki hefur hætt - þó að margir utanaðkomandi hópar hafi blandað sér síðan í málið.
  2. Að auki lítur þetta framhjá óskaplegri grimmd herafla Assads, er hefur meira eða minna lagt borgir og bæi landsins í rúst með sprengju-regni. Höfum í huga -margir sem eru hrifnir af stuðningi við Assad gjarnan samtímis gagnrýna stjv. í Úkraínu þ.s. liðlega 7.000 mann hafa látið lífið- en síðan stríðið hófst hafa yfir 300.000 manns eða ca. jafngildi allrar ísl. þjóðarinnar látið lífið, mjög sennilega langsamlega flestir almennir borgarar - og langsamlega flestir þeirra látið lífið vegna sprengjuregns stjv. **Þetta sýnir mikinn mun á grimmd átakanna í þessum tveim löndum, einnig hve stjórnarher Sýrlands er til mikilla muna - skeytingarlausari um mannfall almennings.
  3. Svo má ekki gleyma 8 milljón manns á faraldsfæti, þeirra heimili sennilega eru eyðilögð - fólk sem hefur kynnst hryllingi stríðsins þarna.
  • Það sem mér finnst magnað - - > Hvernig fólki dettur í hug, að almenningur geti fyrirgefið stjórnvöldum þessi ósköp?
  • Þ.e. sætt sig við að verða aftur stjórnað af Assad?

Ég hef enga trú á öðru en að landið yrði að herseta með varanlegum hætti.

Ef ætti að tryggja völd Assads yfir því öllu.

Og samtímis, væri slíkt setulið undir stöðugum árásum - íbúar mjög líklega litu það sömu augum og t.d. Lýbanir litu setulið Ísraela á 9. áratugnum.

-----------------------

Þó að ISIS sé sannarlega hræðileg hreyfing - - er langt langt í það, að sú hreyfing hafi drepið nándar nærri þetta marga Sýrlendinga.

Með þessa 2-valkosti þ.e. "evil vs. evil" ekki "evil vs. lesser evil."

Er einhver furða að margir kjósi að - leggja á flótta?

 

Það þarf auk þeirra galla er ég hef nefnt, að nefna að síðan 2013 hefur stríðið í Sýrlandi umhverfst í - - trúarstríð Shíta vs. Súnníta

Það má greina 4-fasa í því:

  1. Upphafleg uppreisn, sem hefst samtímis og mótmæli geysa um Mið-Austurlönd tengt svokölluðu "arabísku vori" - eftir mótmæli á götum úti í nokkra mánuði, sem mætt var með miklu harðræði lögreglu, þannig að hundruð óvopnaðra borgara láta lífið. Hefst klofningur innan stjórnarhers Sýrlands - er verulegur hluti liðsafla, gengur í lið með því sem í upphafi voru götumótmæli - > Vopnuð átök brjótast út ca. sept. 2011.
  2. Margvíslegir "jihadista" hópar byrja síðan að mæta á svæðið þegar átök hafa staðið í nokkra mánuði. Þeir eflast hratt - virðast þegar hafa notið stuðnings utanaðkomandi afla, sennilega Arabaríkjanna v. Persaflóa. Þegar árið rennur fram, ráða þeir stærri svæðum en - upphaflega uppreisnin, þ.e. svokallaður frjáls sýrl. her.
  3. ISIS mætir á svæðið 2013, framan af fer ekki mikið fyrir þeirri hreyfingu. En sú hreyfing ræðst að -uppreisnarmönnum- það ár, fyrst og fremst. En þegar svo var komið, voru stór landsvæði undir stjórn kraðaks hópa, þ.e. uppreisnin var orðin mjög klofin, margir hóparnir smáir. Það gerir -ISIS- mögulegt að beita klassískri aðferð -defeat in detail- þ.e. velja sér fyrst veikustu hópana einn af öðrum, taka þá yfir eða drepa, taka af þeim vopnin - þeir sem kjósa að lifa, efla raðir ISIS. Svo trappar ISIS sig upp, eftir því sem hreyfingin eflist, og ræðst á öflugari hópa - tekur yfir þeirra vopn og í mörgum tilvikum einnig, liðsmenn. **Þannig virðist ISIS hafa komist yfir nokkuð af bandar. vopnum sem CIA hafði látið einhvera þeirra hópa hafa er gáfust upp fyrir ISIS.
  4. ISIS eflist hratt, Íranar bregðast við með því að - - kalla til bandamenn sína, hið lýbanska Hesbollah. Og hefur sú hreyfing síðan - - barist með sveitum Assads.

Punkturinn er að - - þegar við höfum ISIS á annan kannt, bersýnilegan stuðning margra arabaríkja við fjölda -jihadista- hópa er berjast við Assad.

En Hesbollah á hinn kannt - - ásamt stuðningi Írans við stjv. í Sýrlandi.

Þá hefur stríðið öðlast mjög sterkan - - trúar stríðs undirtón.

-------------

Hættan er m.ö.o. að ef Vesturlönd færu að styðja Assad, í bandalagi við Írani.

Að þá færu Arabar að líta á þ.s. svik við málsstað sinnar trúar.

Og Súnní Arabar eru til mikilla muna fjölmennari í Mið-Austurlöndum, heldur en Shia Múslimar.

  1. Ég tel það blasa augljóst við, að Súnní Íslam haturshreyfingar af margvíslegu tagi, mundu græða mjög stórfellt á slíku bandalagi við Assad. Þar á meðal ISIS að sjálfsögðu.
  2. M.ö.o. að ef menn hafa þá stefnu að efla ISIS sem mest, og aðra hættulega Súnní Íslam haturshópa, þá væri það mjög skilvirk leið að slíku markmiði - - að ákveða að styðja Assad með beinum hætti, eins og Pútín leggur til.

Rétt að árétta að langsamlega flestir þeirra ca. 40 milljón Múslima er eiga heima í Evrópu, eru Súnní Íslam.

Menn verða að skilja - að hatursbylgjan meðal Súnní Múslima er mundi myndast, mundi einnig ná til Súnní Múslima er búa meðal vor á Vesturlöndum, þar á meðal í Evrópu.

 

Það þarf allt allt aðra nálgun á þetta mál!

Samningur við Íran gæti verið upphafið. En áður en unnt er að hefjast handa. Þarf að - afkúpla þetta trúarstríð milli Saudi Araba og bandamanna þeirra við Persaflóa, og Írans - sem staðið hefur nú yfir samfellt síðan á 9. áratugnum,

Stríðið í Sýrlandi - er eiginlega hreint "proxy war" milli þeirra fylkinga, orðið í dag.

Það verði að gera með einhvers konar - friðar samkomulagi milli arabaríkjanna við Persaflóa, og Írans.

Líklega þarf að leysa Sýrlands málið - - með skiptingu Sýrlands, þ.e. Íran fái að halda sneið, með sennilega bandamanni Írans -Assad- áfram við völd.

Meðan að Arabaríkin fái - svæðin sem ISIS nú ræður yfir.

  1. Eftir að slík skipting væri í höfn.
  2. Væri sennilega unnt að fá Arabalöndin sjálf, til þess að - safna saman í eitt púkk, dágóðum heralfa, svo að þau gangi milli bols og höfuðs á ISIS.

Ég held að Vesturlönd sjálf.

Ættu alls alls ekki, undir nokkrum kringumstæðum, að senda þangað fjölmennt lið.

 

Niðurstaða

Með öðrum orðum er ég að segja, að bein hernaðaraðstoð við Assad. Sé líklega sú hinn allra versta hugmynd, sem er inni í umræðunni. En þvert ofan í þ.s. fylgismenn halda fram - yrðu áhrifin algerlega þver öfug. Að stórfellt efla fylgi við hættulegar haturshreyfingar meðal Súnní Múslima.

Ef menn hafa áhuga á að - - starta aftur styrrjöldunum milli íbúa Norður strandar Miðjarðarhafs og Suður strandar Miðjarðarhafs. Væri stuðningur við Assad sennilega öflug leið að slíku takmarki.

Spurning hvort að Pútín - sé að leggja þetta fram. Í von þess að Vesturlönd væru svo heimsk, að falla með slíkum hætti - á eigið sverð?

 

Kv.


Bloggfærslur 12. september 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 53
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 318
  • Frá upphafi: 847494

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 314
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband