NyTimes virðist hafa afhjúpað ótrúlega stórfellt svindl sem selur: menntunargráður, frá diplómum upp í doktora, einnig falsaða hæfnistitla svo sem flugmannsskýrteini

Maður hefur heyrt um -Nígeríusvindl- en þetta svindl er skv. rannsókn NyTimes rekið frá borginni Karachi í Pakistan, af hálfu fyrirtækis þar í landi er nefnist - Axact. Starfsemi fyrirtækisins, sem byggist á sölu falsaðra hæfnis eða menntunarskýrteina, jafnvel vottorða.

Rekur mikinn fjölda af vefsvæðum, sem -þykjast vera háskólasvæði, eða annað skólatengt sem hentar sölu falsaðra skírteina í það skiptið.

Þau vefsvæði -gjarnan nota nöfn, sem vísvitandi séu búin til svo þau hljómi traustvekjandi eða þannig að þau líkist nöfnum þekktra menntastofnana, sbr. að neðan "Columbiana University." Sem að sjálfsögðu er ekki til.

Á vefsvæðum þeirra, séu að sögn blaðamanna NyTimes -gjarnan komið fyrir "promotion vids" þ.s. leikarar þykjast vera háskólaprófessorar - eða þákklátir fyrrum stúdentar.

Og sölumenn fyrirtækisins, sem séu oftast nær í Pakistan -beiti mjög ósvífnum aðferðum þ.s. öllum brögðum sé beitt til að fá fólk til þess að -kaupa falsaða pappíra. Oft dýrum dómum.

Þeir vísvitandi blekki fólk -sem langt í frá alltaf átti sig á að það sé að kaupa "falsaða vöru" eða í tilivkum selja til þeirra sem kaupa falsaða pappíra í fullri vitneskju.

Þeir ganga svo langt að selja fölsuð vottorð sem líkja eftir raunverulegum vottorðum sem unnt er að fá í Bandaríkjunum og kosta þar 100 Dollara fyrir þúsundir Dollara, til viðskiptavina sem séu gjarnan blekktir til þeirra kaupa.

Þessi starfsemi virðist ekki vera ólöglegt innan Pakistan og fyrirtækið virðist a.m.k. forðast að beita sér innan eigin lands; forsvarsmenn átta sig greinilega á því að þeir þurfa að eiga einvhers staðar í heiminum griðarstað.

  • Þessi starfsemi velti að því er best verði séð ótrúlegum upphæðum.
  • Og geti verið umfangsmesta svindlið af þessu tagi í heiminum öllum.

Fake Diplomas, Real Cash: Pakistani Company Axact Reaps Millions

 

Niðurstaða

Megin hættan af þessu svindlfyrirtæki -getur legið í því að innflytjendur frá 3-heims löndum, beiti slíkum pappírum fyrir sig- til þess að blekkja innflytjendayfirvöld. Svo getur þetta fólk komist í störf sem það á alls ekkert erindi í.

Það eru til nú nokkur þekkt dæmi þess, að fólk hafi komist á grunni falsaðra pappíra fyrirtækisins í vel launaðar ábyrgðarstöður --> Jafnvel sérfræðistöður þ.s. þekkingarleysi viðkomandi gat hafa valdið verulegu tjóni.

"In Britain, the police had to re-examine 700 cases that Mr. Morrison, the falsely credentialed police criminologist and Rochville graduate, had worked on. “It looked easier than going to a real university,” Mr. Morrison said during his 2007 trial."

Dæmi herra Morrison er sennilega það ótrúlegasta fram að þessu sem hefur komist í hámæli.

Þ.e. aldrei að vita, en hugsanlegt er að einstaklingar á Íslandi hafi keypt "fölsuð réttindi" eða skírteini af Axact.

 

Kv.

 


Rússland gæti lent í fjármögnunarvandræðum -fyrr en reiknað var með sem möguleika

Þetta er skv. greiningu Sergei Guriev: Russia’s Indefensible Military Budget. Það sem prófessor Guriev bendir á -séu vísbendingar um umtalsvert yfirskot á fjárlögum rússneska ríkisins, þegar kemur að kostnaðarliðnum -hernaðarmál. Á hersýningu þann 9. maí, sýndi rússneski herinn sitt nýjasta vopn:

T-14 Armata

Prófessor Guriev -segir að Rússland hafi ekki efni á þeim hernaðarútgjöldum sem þegar hafi verið -samþykkt.

Ekki þegar olían kostar 66 Dollara fatið.

  1. "According to just-published budget data, during the first three months of 2015, non-defense spending amounted to 16.5% of quarterly GDP, as planned; but military expenditure exceeded 9% of quarterly GDP – more than double the budgeted amount."
  2. "In other words, Russia has already spent more than half of its total military budget for 2015. At this rate, its reserve fund will be emptied before the end of the year."

Skv. samþykktum ráðgerðum útgjöldum - átti hallinn á ríkisútgjöldum að vera, 3,7% af þjóðarframeleiðslu.

Sem skv. mati Guriev, þíddi að -varasjóður ríkisins mundi endast í ca. 2 ár.

  • "With the (reserve)fund amounting to only about 6% of GDP, Russia can maintain a 3.7% deficit for less than two years before it either has to withdraw from Ukraine to gain relief from Western sanctions, or undertake a major – and, for Putin, politically dangerous – fiscal adjustment."

En með -hressilegu yfirskoti á sviði hermála- þá dugi varasjóðurinn jafnvel ekki út þetta ár.

  1. Próf. Guriev veit ekki -af hverju kostnaður við hermál reynist 2-falt meiri en ráð var fyrir gert.
  2. En stingur upp á þeim möguleika, að um sé að ræða -kostnað við það að fjármagna svokallaðan "uppreisnarher í A-Úkraínu" og kostnað við fjárhagslegt uppihald svæða undir stjórn "svokallaðra uppreisnarmanna" í A-Úkraínu.

Sá kostnaður sé þá að -sliga rússnesku fjárlögin.

 

Niðurstaða

Þetta þíðir ekki -ríkisþrot. Þar sem um er að ræða -rúbblukostnað. Heldur það, að þegar ríkið hefur tæmt sinn varasjóð. Þá þarf það að finna aðrar leiðir til að -fjármagna hallann á ríkisrekstrinum. Ef það ætlar að viðhalda hallanum.

  • Tæknilega gæti ríkið fjármagnað sig með útgáfu skuldabréfa, sem það tæknilega getur -þvingað innlenda aðila til að kaupa. Það væri "financial repression." Á endanum gæti sú aðferð, þurrkað úr -auð stórs hluta elítunnar í landinu. Það væri ósennilegt að hún mundi ekki beita sér gegn þessum valkosti.
  • Tæknileg leið 2, væri að fjármagna hallann með prentun. Það mundi þó án nokkurs vafa kynda undir verðbólgu, og á enda leiða til óðaverðbólgu. Því að verðbólga er þegar ca. 16%. Við slíkar aðstæður er engin leið að fjármögnun með prentun, mundi ekki kynda undir verðbólgunni og halda síðan stöðugt áfram að hita undir henni svo lengi sem fjármögnun með prentun væri fram haldið.
  • Eða eins og próf. Guriev nefndi, ríkisstjórnin gæti -skorið útgjöld niður. Ef hernaðarútgjöldin væru þá ekki skorin -mundi það bitna á félagslegum útgjöldum af mikilli hörku. Er væri afar líklegt til þess að kynda undir óánægju meðal almennings.

Pútín stendur þó klárt frammi fyrir erfiðum valkostum.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. maí 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 270
  • Sl. viku: 352
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 334
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband