Rússland gæti lent í fjármögnunarvandræðum -fyrr en reiknað var með sem möguleika

Þetta er skv. greiningu Sergei Guriev: Russia’s Indefensible Military Budget. Það sem prófessor Guriev bendir á -séu vísbendingar um umtalsvert yfirskot á fjárlögum rússneska ríkisins, þegar kemur að kostnaðarliðnum -hernaðarmál. Á hersýningu þann 9. maí, sýndi rússneski herinn sitt nýjasta vopn:

T-14 Armata

Prófessor Guriev -segir að Rússland hafi ekki efni á þeim hernaðarútgjöldum sem þegar hafi verið -samþykkt.

Ekki þegar olían kostar 66 Dollara fatið.

  1. "According to just-published budget data, during the first three months of 2015, non-defense spending amounted to 16.5% of quarterly GDP, as planned; but military expenditure exceeded 9% of quarterly GDP – more than double the budgeted amount."
  2. "In other words, Russia has already spent more than half of its total military budget for 2015. At this rate, its reserve fund will be emptied before the end of the year."

Skv. samþykktum ráðgerðum útgjöldum - átti hallinn á ríkisútgjöldum að vera, 3,7% af þjóðarframeleiðslu.

Sem skv. mati Guriev, þíddi að -varasjóður ríkisins mundi endast í ca. 2 ár.

  • "With the (reserve)fund amounting to only about 6% of GDP, Russia can maintain a 3.7% deficit for less than two years before it either has to withdraw from Ukraine to gain relief from Western sanctions, or undertake a major – and, for Putin, politically dangerous – fiscal adjustment."

En með -hressilegu yfirskoti á sviði hermála- þá dugi varasjóðurinn jafnvel ekki út þetta ár.

  1. Próf. Guriev veit ekki -af hverju kostnaður við hermál reynist 2-falt meiri en ráð var fyrir gert.
  2. En stingur upp á þeim möguleika, að um sé að ræða -kostnað við það að fjármagna svokallaðan "uppreisnarher í A-Úkraínu" og kostnað við fjárhagslegt uppihald svæða undir stjórn "svokallaðra uppreisnarmanna" í A-Úkraínu.

Sá kostnaður sé þá að -sliga rússnesku fjárlögin.

 

Niðurstaða

Þetta þíðir ekki -ríkisþrot. Þar sem um er að ræða -rúbblukostnað. Heldur það, að þegar ríkið hefur tæmt sinn varasjóð. Þá þarf það að finna aðrar leiðir til að -fjármagna hallann á ríkisrekstrinum. Ef það ætlar að viðhalda hallanum.

  • Tæknilega gæti ríkið fjármagnað sig með útgáfu skuldabréfa, sem það tæknilega getur -þvingað innlenda aðila til að kaupa. Það væri "financial repression." Á endanum gæti sú aðferð, þurrkað úr -auð stórs hluta elítunnar í landinu. Það væri ósennilegt að hún mundi ekki beita sér gegn þessum valkosti.
  • Tæknileg leið 2, væri að fjármagna hallann með prentun. Það mundi þó án nokkurs vafa kynda undir verðbólgu, og á enda leiða til óðaverðbólgu. Því að verðbólga er þegar ca. 16%. Við slíkar aðstæður er engin leið að fjármögnun með prentun, mundi ekki kynda undir verðbólgunni og halda síðan stöðugt áfram að hita undir henni svo lengi sem fjármögnun með prentun væri fram haldið.
  • Eða eins og próf. Guriev nefndi, ríkisstjórnin gæti -skorið útgjöld niður. Ef hernaðarútgjöldin væru þá ekki skorin -mundi það bitna á félagslegum útgjöldum af mikilli hörku. Er væri afar líklegt til þess að kynda undir óánægju meðal almennings.

Pútín stendur þó klárt frammi fyrir erfiðum valkostum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Sæll Einar.

Stundum finnst mér þú ekki nógu jákvæður gagnvart rússum.

Bloomberg telur að varasjóðir rússneska ríkisins endist í ca 3 ár ef enkkert annað gerist á tímabilinu,enginn sparnaður og engin frekari áföll.

Ég held að þetta sé nokkuð rétt,en það sem menn virðast oft gleyma er að varasjóðirnir eru tveir. Þeir eru því ekki 88 milljarðar dollara eins menn tala oftast um ,heldur 120 milljarðar dollara eða jafngildi þess í rúblum.

Einnig virðast menn ekki reikna með innstreymi í sjóðina ,en þó það hafi lækkað um sennilega 40% frá meðaltali fyrri ára er það ennþá verulegt.

Sjóðirnir gætu því jafnvel enst meira enn 3 ár.

Varðandi lántökur rússneska ríkisins held ég að þú vaðir heiftarlega í villu og svima.

Þú gefur þér að skuldabréfakaup af rússneska ríkinu sé glatað fé.

Fátt er fjær sanni. 

Fyrst er að telja að rússneska ríkið er mjög lítið skuldsett

Næst er að telja að rússneka ríkið á óvenjulega mikið af eignum sem eru auðveldar í sölu.

Þriðja sem hægt er að horfa til að skattar eru mjög lágir í Rússlandi. 13% tekjuskattur 18 % söluskattur og 20% fyrirtækjaskattur.

Lítilsháttar breytingar á þessum sköttum eru miklar fjárhæðir.

Ég er þess fullviss að ef rússneska ríkið hæfi skuldabréfaútgáfu mundu þau bréf renna út eins og heitar lummur og engin þörf á "arm twisting" að hætti Obama í því samhengi.

.

Í fljótu bragði sýnist mér að það væri áhættulaust að skuldsetja rússneska ríkið um ca 600 milljarða dollara,rússneski ríkissjóðurinn væri samt skuldlítill miðað við flest önnur vestræn lönd.

Þetta ætti að duga til að fjármagna núverandi hallarekstur í um áratug ár eða meira.

Staðreyndin er sú að Rússland er mjög fjárhagslega sterkt fjárhagslega  aðförin að því hefur algerlega mistekist.

Þessa dagana erum við svo að sjá að pólitíska aðförin er að renna út í sandinn.

Spurningin er bara sú hvort Bandaríkin grípa til lokaúrræðisins sem alltaf er notað þegar þarf að kúga aðrar þjóðir,sem er hernaður.

.

Borgþór Jónsson, 19.5.2015 kl. 20:05

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mjög einfeldningslegar túlkanir eins og oft áður - - > En eina ferðina enn, að þá "á rússn. ríkið ekki gríðarlega gjaldeyrisvarasjóði" því þegar tekið er tillit til "skulda ríkisfyrirtækja" þá skulda þau mun hærri upphæðir í gjaldeyri en ríkið á í formið fjársjóða - - > Og þ.e. rangt að ríkisskuldir Rússl. séu bara um 13% þó það séu opinberar tölur, en rétt tala er nær 50% -vegna gjaldeyrisskulda risastórra ríkisfyrirtækja sem skulda verulega hærri upphæðir í gjaldeyri samanlagt en rússn. ríkið.

    • En þær skuldir falla á ríkið, ef þau fyrirtæki standa ekki undir þeim.

    • Og greiðslur af þeim skuldum nk. 3 ár nema hærri upphæðum en eru til staðar í "gjaldeyrssjóði" Seðlabanka Rússlands.

    Gjaldeyris-staða Rússlands - - er m.ö.o. neikvæð /ekki jákvæð.

    Þess vegna erum menn að tala um, líkur á gjaldþroti Rússlands.

      • Þ.e. auðvitað þess vegna, sem ríkispappírar Rússlands, mundu alls ekki seljast -eins og þú heldur fram.

      • Heldur þurfa að -beita þvingunum, eins og ég geri ráð fyrir, svo þeim verði út komið.

      Pútín getur auðveldlega komið sér úr þessari klemmu.

      Með því að semja við Vesturveldi.

        • Rússland er mjög nærri alvarlegum fjárhaglegum kröggum, hugmyndir þínar um styrk Rússlands - fantasíukenndar.

        Pútín kom sér sjálfur í þennan vanda - - hann veit vel hvernig hann getur komið sér úr honum; þ.e. gefa eftir uppreisnina í A-Úkraínu.

        Samþykkja m.ö.o. að fram fari kosningar í A-Úkraínu, áður en samkomulag um nýja valdaskiptingu taki gildi. Svo þar verði annað fólk þar við völd en vinir Pútíns.

        Pútín -geri sínum stuðningsmönnum í A-Úkraínu ljóst- að Rússland verði að hugsa um sjálft sig; þeir njóti ekki frekar stuðnings.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 19.5.2015 kl. 23:08

        3 Smámynd: Borgþór Jónsson

        Ég bara skil ekki af hverju þú ert ekki að ná þessu,þetta er ekki flókið og flestir eru búnir að átta sig á þessu.

        Vandi Rússlands er ekki skuldavandi heldur óþægilega há greiðslubyrgði. Bæði Rússneski ríkissjóðurinn og Rússland í heild eru mjög lítið skuldsett miðað við önnur ríki á Vesturlöndum.

        .

        Ef við berum saman Rússland og Frakkland sem eru álíka stór hagkerfi ,Frakkland verandi aðeins stærra,þá áttarðu þig kannski um hvað er að ræða.

        Frakkland er með skuldsetningu á ríkissjóði upp á 96%,sennilega aðeins hærra af því að hann er rekinn með tapi sem er fjármagnað með lántöku

        Rússland er með 13% skuldsetningu,örugglega lægra í dag vegna þess að þeir hafa þurft að borga erlendar skuldir og fjármagna hallann enn sem komið er með eigin sjóðum.

        .

        Erlendar heildarskuldir Rússlands eru 559 milljarðar dollara.

        Erlendar heildarskuldir Frakklands eru 5378 milljarðar dollara ,eða tæplega tífaldar skuldir Rússlands.

        .

        ViðskiftaHALLI Frakklands verður 60.000 milljónir dollara á þessu ári ef heldur áfram eins og fyrsti ársfjórðungur.

        Jákvæður viðskiftajöfnuður Rússlands verður 156.000 milljónir dollara ef heldur áfram eins og fyrsti ársfjórðungur.

        Allar skuldir Frakklands eru ca 185% af þjóðarframleiðslu

        Allar skuldir Rússlands eru ca 27% af þjóðarframl.

        Staða Frakklands er frekar dæmigerð fyrir V Evrópu,sum ríki eru verr sett en önnur betur.

        Hvort heldur þú að fjárhagsstaða Frakklands eða Rússlands sé betri ?

        Hvort fyrirtækið mundir þú heldur vilja eiga ?

        Hvoru fyrirtækinu mundir þú frekar lána pening ?

        .

        Bollaleggingar þínar um að heildarskuldbindingar Rússneska ríkissjóðsins séu 50% eiga ekki við neinar staðreyndir að styðjast,þar sem heildar skuldir landsins eru innan við 27% og þar af er einhver hluti sem hefur engin tengsl við Rússneska ríkið.

        Þar má telja skudir einstaklinga og einkafyrirtækaj og skuldir fyrirtækaj é erlendri eigu.

        Þú virðist einhvern veginn vera fastur í að skuldir rússa hafi verið gjaldfelldar,en svo er ekki ,hluti þeirra er bara ekki endurnýjaður þegar þær gjaldfalla.

        Hluti þessara skulda er vegna erlendra fyrirtæja sem koma til með að endurnýja þau lán eftir þörfum,þau hafa engan áhuga á ða láta dótturfyrirtækin lenda í kröggum.

        Hluti þessara lána er vegna fyrirtækja sem hafa engin tengsl við ríkið og hluta þeirra er hægt að endurnýja ,vegan þess að þau eru ekki háð viðskiftaþvingunum.

        Einhver hluti þessara lána er í eigu banka í löndum sem eru ekki að beita rússa viðskiftaþvíngunum.

        Hluti þessara lána er til allt að 7 ára.

        .

        Niðurstaðan er sú ,að af 120 milljörðum sem gjaldfalla á þessu ári koma senilega um 80 milljarðar til greiðslu þar af hafa 38 milljarðar þegar verið greiddir á fyrsta ársfjórðungi.

        .

        Þegar horft er til þessara hluta er ekki hægt að horfa algerlega framhjá meira en 100 milljarða gjaldeyrisafgangi af viðskiftum,ef menn vilja á annað borð fá rétta útkomu.

        Sama gildir um varasjóði rússneska ríkisins,það er ekki hægt að horfa framhjá innstreymi í sjóðina þó það hafi minnkað er það samt sem áður verulegt.

        Þessir sjóðir voru stofnaðir 2008 og hefur innstreymið verið að meðaltali um 20 milljarðar dollara á ári frá stofnun í þessa tvo sjóði.

        Þetta hefur væntanlega lækkað í 12 milljónir dollara ,en það er ekki hægt að horfa fram hjá þeim ef menn vilja fá rétt útkomu.

        Ef menn vilja ekki fá rétta útkomu geta menn náttúrlega bara skáldað tölur af vild.

        .

        En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.

        Ef það má vera þér einhver fróun það hefur hagur fátækastas fólksins í Rússlandi versnað verulega og um 20% landsmanna eiga í í miklum erfiðleikum við aðná endum saman.

        Borgþór Jónsson, 20.5.2015 kl. 11:34

        Bæta við athugasemd

        Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

        Um bloggið

        Einar Björn Bjarnason

        Höfundur

        Einar Björn Bjarnason
        Einar Björn Bjarnason
        Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
        Apríl 2024
        S M Þ M F F L
          1 2 3 4 5 6
        7 8 9 10 11 12 13
        14 15 16 17 18 19 20
        21 22 23 24 25 26 27
        28 29 30        

        Eldri færslur

        2024

        2023

        2022

        2021

        2020

        2019

        2018

        2017

        2016

        2015

        2014

        2013

        2012

        2011

        2010

        2009

        2008

        Nýjustu myndir

        • Mynd Trump Fylgi
        • Kína mynd 2
        • Kína mynd 1

        Heimsóknir

        Flettingar

        • Í dag (23.4.): 1
        • Sl. sólarhring: 4
        • Sl. viku: 32
        • Frá upphafi: 846656

        Annað

        • Innlit í dag: 1
        • Innlit sl. viku: 32
        • Gestir í dag: 1
        • IP-tölur í dag: 1

        Uppfært á 3 mín. fresti.
        Skýringar

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband