Litlar 1.070 milljón í árslaun

Ég rakst þá frétt í FT að forstjóri Renault/Nissan væri að fá launahækkun, upp í litlar 7,2 milljón evra eða 1.070 milljón krónur í árlaun.

Sennilega hærra en hjá nokkrum íslenskum forstjóra.

En þ.e. þó líklega slatti með árslaun yfir 100 milljón.

http://www.nipponnews.net/media/wp-content/uploads/2010/03/Carlos_Ghosn_Nissan_Tokyo_HY_0213.jpg

Þetta minnir mann á klassísku deiluna um það hvort einhver geti verið þetta mikils virði. Hvað Carlos Ghosn varðar þá er rétt að halda á lofti að hann hefur gert Renault/Nissan að sannkölluðu stórveldi á sviði bifreiðaframleiðslu.

Hann varð fyrst forstjóri Renault 1996 en þá var Renault í fjárhagsvandræðum - Gosn framkvæmdi klassískar aðgerðir í formi kostnaðarlækkana, hann einnig endurskipulagði starfsemi fyrirtækisins - tókst að snúa við starfseminni á rúmu ári í smávægilegan hagnað. En síðan hefur Renault fyrirtækið -skilst mér- ekki verið rekið með tapi.

1999 tók hann afdrifaríka ákvörðun þegar Nissan fyrirtækið japanska rambaði á barmi gjaldþrots, og lét Renault kaupa ráðandi hluta eða 36,8%. Þetta var upphafið að sameiningarferli Nissan og Renault.

Þetta var hrein yfirtaka, og tók hann sjálfur yfir stjórn mála á Nissan í Japan. Var þar a.m.k. 2 ár við það verk að endurskipuleggja Nissan.

"When he joined the company, Nissan had a consolidated interest-bearing net automotive debt of more than $20 billion and only three of its 46 models sold in Japan were generating a profit."

Gosn hjó og hjó, axaði þ.s. skilaði tapi, seldi margt annað sem ekki tengdist beint bílaframleiðslu - er sagður hafa haft mjög umtalsverð áhrif á japanskan fyrirtækja kúltúr. Honum tókst að endurtaka verkið með Nissan sem hann vann með Renault - þ.e. að ná Nissan í hagnað á 12 mánuðum, síðan í góðan hagnað á 3.

Í dag er þetta 4-stærsta bílaframleislufyrirtæki í heimi, er framleiðir bifreiðar meira eða minna um allan heim - á t.d. AvtoVAZ sen framleiddi á árum áður Lada bifreiðar í Rússlandi. Nissan bílar eru að auki framleiddir í S-Ameríku og Indlandi, fyrir utan Evrópu og Bandaríkin, ásamt auðvitað Japan. Og auðvitað að Renault bifreiðar eru framleiddar í Evrópu.

  • Þetta sé með öðrum orðum, raunverulegur afreksmaður.
  • Sennilega er besta nýlega ákvörðun hans, framleiðsla Nissan Leaf og sambærilegra Renault bíla sbr. Renault Zoe og Renault Fluence, sem einnig eru rafbílar.
  • Þessi framleiðsla skili hagnaði ólíkt mörgum fyrri tilraunum til að framleiða rafbíla fyrir almenning.

Renault Zoe rafbíll

Renault Fluence rafbíll

Í dag skilst mér að samruni framleiðslu Renault/Nissan sé komin það langt - að algerlega úrelt sé að tala um lélega Reanult og góða Nissan.

Framleiðsluaðferðir hafi verið gersamlega samræmdar - þeir nota sömu vélarnar, sömu undirvagnana, samnýta annað kram!

Sjá t.d. nýjustu jepplingana:

Renault Kadjar

Nissan Qashqai

Nissan Qashqai

Mér skilst að þeir séu svo líkir - að tæknilega sé unnt að framleiða þá á sömu framleiðslulínunni, þ.e. sami undirvagn, sömu vélar, sömu festipunktar fyrir hurðir - bretti - stuðara og annað; þannig að unnt sé að bolta mismundandi parta og annð verður Nissan en hitt Renault.

Það er þannig sem framleiðendurnir ná því að skila hagnaði í dag - - að lágmarka fjölda svokallaðra "platforms" sem íslenskast sennilega "undirvagn" - sem og véla enda afskaplega dýrt orðið að þróa þær skv. nýjustu mengunarkröfum - undirvagnar einnig feykilega dýrir vegna krafna um styrk í árekstrum og öryggi farþega, og auðvitað um þætti eins og aksturseiginlega og skort á hávaða innanborðs.

Svo að hámarks nýting náist út úr þeim gríðarlegu fjárfestingum sem liggja að baki nýrri vél eða nýjum undirvagni.

 

Niðurstaða

Ég sleppi því að ákveða formlega hvort Gosn á það skilið að fá rúman milljarð í árslaun. En segi þó að hann á há laun skilið frekar en margir aðrir. En hvað Renault/Nissan er í dag má nær algerlega færa á hans reikning.

 

Kv.


Sveitastjórnarkosningar í Frakklandi - sýna að keppnin er milli Sarkozy og Le Pen

Sá þessa frétt í gær, að í sveitastjórnarkosningum hefði bandalag flokks Sarkozy og miðjuflokksins "UDI" fengið 30% fylgi á móti FN eða Front Nationale 25,7%. Sósíalistar Hollande fengu einungis 22%. Urðu því í 3-sæti.

  • Þ.e. áhugavert að UMP flokkur Sarkozy neyðist til að slá sér saman með miðjuflokknum UDI, til að fá meira fylgi en FN.
  • Og þ.e. áhugavert að Sósíalistar lendi í 3-sæti.

Skv. fréttinni - verður aftur kosið á milli tveggja efstu. Þá gæti komið hugsanlega önnur útkoma.

En þ.e. ekki víst að kjósendur sósíalista - - kjósi hægri flokkana. Enda er Sarkozy víst afar hataður á vinstri væng stjórnmála í Frakklandi.

Sarkozy answers comeback critics with strong local poll result

This is a turning point for Nicolas Sarkozy,” said Bruno Cautrès, a researcher in political sciences at SciencesPo. “People thought he looked bored, that he was not engaged or not motivated enough. But last night he showed who was the boss. He spoke like a true party leader.”

Það áhugaverða er að skoðanakannanir - - hafa sýnt svipaða röð þegar spurt er um það hvern vilja Frakkar fá sem næsta forseta.

Þá viðist blasa við að Hollande lendi í 3-sæti og því ekki í 2-umferð kosninganna.

Og að kosið verði milli Sarkozy og Marine Le Pen.

2017 gæti orðið mjög dramatískt ár fyrir Evrópu, vegna þess að Marine Le Pen hefur lofað að taka Frakkland út úr evrunni.

Þ.e. erfitt að sjá evruna hafa það af.

Að auki hefur hún lofað því að taka um ákaflega þjóðernis-sinnaða atvinnustefnu, þ.e. berjast fyrir hagsmunum "fransk" iðnaðar í samkeppni við iðnað í öðrum löndum.

Og beita genginu til þess að skapa frönskum iðnaði samkeppnis-stöðu á útflutningsmörkuðum.

 

Niðurstaða

Ég held að það sé full ástæða að fylgjast áfram með franskri pólitík. En þar virðist stefna í að keppnin verði milli tveggja frambjóðenda á hægri væng stjórnmála - - að Hollande falli út í fyrstu umferð, ef marka má skoðanakannanir nú, þegar kosið verður til forseta 2017.

Þ.e. ekki einungis miklir hagsmunir í húfi fyrir Frakkland - heldur fyrir Evrópu alla. Því ef Marine Le Pen mundi verða fyrir kjöri og geta hrint stefnu sinni í framkvæmd. Þá mundi það leiða til jarðskjálfta á pólitíska sviðinu í V-Evrópu allri.

 

Kv.


Bloggfærslur 24. mars 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 253
  • Sl. viku: 354
  • Frá upphafi: 846995

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 336
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband