Sveitastjórnarkosningar í Frakklandi - sýna að keppnin er milli Sarkozy og Le Pen

Sá þessa frétt í gær, að í sveitastjórnarkosningum hefði bandalag flokks Sarkozy og miðjuflokksins "UDI" fengið 30% fylgi á móti FN eða Front Nationale 25,7%. Sósíalistar Hollande fengu einungis 22%. Urðu því í 3-sæti.

  • Þ.e. áhugavert að UMP flokkur Sarkozy neyðist til að slá sér saman með miðjuflokknum UDI, til að fá meira fylgi en FN.
  • Og þ.e. áhugavert að Sósíalistar lendi í 3-sæti.

Skv. fréttinni - verður aftur kosið á milli tveggja efstu. Þá gæti komið hugsanlega önnur útkoma.

En þ.e. ekki víst að kjósendur sósíalista - - kjósi hægri flokkana. Enda er Sarkozy víst afar hataður á vinstri væng stjórnmála í Frakklandi.

Sarkozy answers comeback critics with strong local poll result

This is a turning point for Nicolas Sarkozy,” said Bruno Cautrès, a researcher in political sciences at SciencesPo. “People thought he looked bored, that he was not engaged or not motivated enough. But last night he showed who was the boss. He spoke like a true party leader.”

Það áhugaverða er að skoðanakannanir - - hafa sýnt svipaða röð þegar spurt er um það hvern vilja Frakkar fá sem næsta forseta.

Þá viðist blasa við að Hollande lendi í 3-sæti og því ekki í 2-umferð kosninganna.

Og að kosið verði milli Sarkozy og Marine Le Pen.

2017 gæti orðið mjög dramatískt ár fyrir Evrópu, vegna þess að Marine Le Pen hefur lofað að taka Frakkland út úr evrunni.

Þ.e. erfitt að sjá evruna hafa það af.

Að auki hefur hún lofað því að taka um ákaflega þjóðernis-sinnaða atvinnustefnu, þ.e. berjast fyrir hagsmunum "fransk" iðnaðar í samkeppni við iðnað í öðrum löndum.

Og beita genginu til þess að skapa frönskum iðnaði samkeppnis-stöðu á útflutningsmörkuðum.

 

Niðurstaða

Ég held að það sé full ástæða að fylgjast áfram með franskri pólitík. En þar virðist stefna í að keppnin verði milli tveggja frambjóðenda á hægri væng stjórnmála - - að Hollande falli út í fyrstu umferð, ef marka má skoðanakannanir nú, þegar kosið verður til forseta 2017.

Þ.e. ekki einungis miklir hagsmunir í húfi fyrir Frakkland - heldur fyrir Evrópu alla. Því ef Marine Le Pen mundi verða fyrir kjöri og geta hrint stefnu sinni í framkvæmd. Þá mundi það leiða til jarðskjálfta á pólitíska sviðinu í V-Evrópu allri.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 46
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 865
  • Frá upphafi: 846621

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 799
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband