Mér finnst alltaf jafn sérkennileg hin hægri sinnaða umræða innan Bandaríkjanna - sem heldur því fram að Bandaríkin séu stödd í nær óleysanlegum skuldavanda

Það sem margir virðast gleyma er hið gríðarlega forskot sem þeirra gjaldmiðill veitir þeim. Þá vísa ég til þeirrar staðreyndar að ca. 80% allra alþjóða viðskipta fara fram í USD.

En það gefur gjaldmiðlinum - dýpt sem enginn annar gjaldmiðill hefur. Ekki einu sinni evran.

Gríðarleg útbreiðsla dollars, stærð hans innan alþjóðakerfisins, veitir bandarískum stjórnvöldum svigrúm til - - fjármögnunar með seðlaprentun, umfram svigrúm annarra ríkja.

Þá meina ég, bandarísk stjórnvöld geta prentað í mun meira mæli, án þess að auka svo heildar magn dollara í umferð - að veruleg aukning verðbólgu af hljótist.

Það skýri án efa að stórum hluta, af hverju gríðarleg prentun "US Federal Reserve" sl. ár, hefur ekki framkallað umtalsverða mælda verðbólgu.

  • Síðan þarf að hafa í huga, að sú verðbólga - dreifðist um allt "dollarakerfið."
  • Það mátti sjá hana, í hækkun "hráefna" í dollurum á heimsmarkaði - meðan prentunaraðgerð stóð yfir.
  • Þar er nefnilega að útbreiðsla Dollars um allan heim, leiðir til þess - að allur heimurinn deilir þeirri verðbólgu sem prentun "US FED" framkallar, með Bandaríkjamönnum.
  • Nú þegar prentun hefur hætt að mestu - þá er ekki furðilegt að sú verðbólga í verðlagi á hrávöru á alþjóðamörkuðum sem sú prentun skóp - - sé að dragast til baka.

Það er engin önnur þjóð í þeirri aðstöðu - að geta flutt út eigin verðbólgu að stórum hluta.

Annað atriði tengt Dollarnum, sem veitir Bandaríkjunum forskot - einmitt vegna þess að helstu hrávörur heims eru seldar á alþjóðamarkaði í Dollar.

Þá geta Bandaríkin, keypt alla þá hrávöru sem þau vanhagar um, í ath. - eigin gjaldmiðli.

Þetta er ákaflega þægilegt, því það þíðir - að Bandaríkin þurfa ekki í strangasta skilningi að nota nokkurn annan gjaldmiðil en sinn eigin, í viðskiptum heima eða erlendis.

Svo má bæta því við, að vegna útbreiðslu Dollars, þá eru bandarísk ríkisbréf einnig ákaflega eftirsótt af fjármálastofnunum út um heim allan, því þau veita þægilegt mótvægi við það lausafé sem þau almennt þurfa að eiga í Dollar.

  1. Það kom ákaflega rækilega í ljós í fjármálakreppunni, að fjármálaheimurinn lítur á bandarísk ríkisbréf sem - -akkeri.
  2. En í hvert skipti sem óróleiki fór vaxandi, þá þíddi það alltaf - að fé leitaði í bandar. ríkisbréf.

Það mundi fjármálaheimurinn ekki gera, af hann teldi stöðu bandaríska ríksins ekki fullkomlega örugga!

Fyrir bragðið, þá þarf alríkið ekki að skuldasetja sig í öðrum gjaldmiðlum.

 

Ég get ekki ímyndað mér þá raunhæfu sviðsmynd að bandaríska alríkið komist í alvarlegar skuldakröggur!

Af umræðunni í Bandaríkjunum - virðast menn í dökkum framtíðarspám einkum vera að horfa til "MedicAid" og "MedicCare" - sem sannarlega eru ekki full fjármögnuð til framtíðar.

En ég sé í reynd ekkert raunverulega alvarlegt vandamál - allar hinar dökku spár, miða út frá framreikningi.

Þá eru menn að ímynda sér framtíðar skuldastöðu Alríkisins, út frá þeirri hugmynd - að engar breytingar séu gerðar á kerfinu til þess að draga úr kostnaði, og samtímis gjarnan miðað út frá - framtíðar spám um hagvöxt, sem ég tel óraunhæft svartsýnar.

Til þess að gerbreyta þeim sviðsmyndum, þarf ekki meir en - - heldur betri hagvöxt en slíkar spár gera ráð fyrir.

Og kerfishagræðing að koma til sem er vel framkvæmanleg.

  • Megin hættan, ef einhver er, sé póltísk.
  • Að flokkarnir á þingi, geti ekki náð samkomulagi um -millilendingu.
  1. En gríðarleg útbreiðsla dollarsins í alþjóðakerfinu.
  2. Ásamt því að Bandaríkin geta keypt allt sem þau vanhagar um í eigin gjaldmiðli.
  3. Og að auki, þeirra skuldir eru þær mest eftisóttustu í fjármálaheiminum.

Ætti að þíða að alríkið geti alltaf - hvað sem gerist - reddað sér fyrir horn með því að auka við útgáfu ríkisbréfa.

Þó -tæknilega geti þingið neitað að lyfta svokölluðu skuldaþaki- þannig lokað slíkri smugu.

Þá væri það vægt sagt furðulegt - að þvinga fram ríkisþrot, þegar engin efmahagsleg ástæða er fyrir því.

Þegar ekkert bendi til þess, að markaðurinn sé ekki til í að - þyggja öll þau ríkisbréf sem útgefin eru.

  1. Fyrir utan, að alríkið getur ávalt, látið "US Federal Reserve" prenta fé, til að kaupa bréf af markaðinum - - ef menn telja ástæðu til.
  2. Bréfin eru þá keypt á markaðsvirði, því verði sem markaðurinn krefst, en síðan þegar þau eru komin í eigu Seðlabankans - - þá á þar með ríkið í reynd þær eigin skuldir.
  3. Ég kem ekki auga á nokkra neikvæða hlið á því - - að "US FED" afskrifi pent síðan slík bréf, þar með einnig þá prentun sem fór í að kaupa þau, og afnemi að auki þær skuldir alríkisins.

Bandaríski dollarinn er í raun og veru, ankeri heims hagkerfisins. Það sást vel á hegðan alþjóðafjármálamarkaðarins í heimskreppunni sem nýverið gekk yfir.

Og bandarísk ríkisbréf, virðast í dag sú eign, sem aðilar leita skjóls í ef eitthvað á bjátar - - frekar en að kaupa gull t.d.

Hafandi það í huga, virðist afskaplega fjarri því - að dollarinn sé rúinn trausti eða að nálgast slíka stöðu.

En það traust - - stendur auðvitað í beinum tengslum við traust heimsins á bandaríska hagkerfinu, sýnir eiginlega að heimurinn trúir enn á styrk Bandaríkjanna.

Þó svo að virðist a.m.k. sumir Bandaríkjamenn séu full bölsýnir.

 

Niðurstaða

Mín skoðun er sú að staða Bandaríkjanna sé að mörgu leiti afskaplega öfundsverð. Fyrir utan þau margvíslegu þægindi sem Bandaríkin hafa af stöðu dollarsins. Þá má einnig við bæta - að bandaríska hagkerfið virðist enn þrátt fyrir allt vera megin ankeri heims hagkerfisins. Þó svo að hagvöxtur í Bandaríkjunum sé ekki lengur sambærilegur við tímabilið milli 1950-1980. Þá virðist samt sem áður hagvaxtargeta mun betri en flestra stórra þróaðra hagkerfa.

Mér virðist að "fracking" æðið sem hófst rétt eftir 2000, sé að mjög verulega að endurreisa þá hagvaxtargetu sem Bandaríkin - virtust mörgum hafa tapað þegar kreppan hófst 2007. Ég er á því, hafandi í huga að á nk. áratug stefni í að hægi mjög verulega á hagvexti Kína. Meðan að ég tel líklegt að á nk. áratug muni Bandaríkin auðsýna verulega betri hagvöxt en áratugina tvo þar á undan. Að sú sýn margra á hraða hlutfallsega hnignun Bandaríkjanna - muni ekki rætast.

Á sama tíma muni hinn bætti hagvöxtur, skila þeirri útkomu að alríkið verði líklega á nk. áratug rekið með - afgangi. Ekki halla. Og því á ég von á að skuldastaðan muni þvert á móti verulega mikið lagast á 3. áratug þessarar aldar.

Á sama tíma, á ég fastlega von á - - að umtalið um "hnignun Bandaríkjanna" muni deyja út.

Það má vera að Kína nái samt heildar hagkerfis umfangi - - stærra en Bandaríkin.

En það muni ekki leiða til - - yfirtöku Kína á heims hagkerfinu, vil ég meina.

 

Kv.


Bloggfærslur 11. febrúar 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 470
  • Frá upphafi: 847121

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 446
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband