Mér finnst alltaf jafn sérkennileg hin hægri sinnaða umræða innan Bandaríkjanna - sem heldur því fram að Bandaríkin séu stödd í nær óleysanlegum skuldavanda

Það sem margir virðast gleyma er hið gríðarlega forskot sem þeirra gjaldmiðill veitir þeim. Þá vísa ég til þeirrar staðreyndar að ca. 80% allra alþjóða viðskipta fara fram í USD.

En það gefur gjaldmiðlinum - dýpt sem enginn annar gjaldmiðill hefur. Ekki einu sinni evran.

Gríðarleg útbreiðsla dollars, stærð hans innan alþjóðakerfisins, veitir bandarískum stjórnvöldum svigrúm til - - fjármögnunar með seðlaprentun, umfram svigrúm annarra ríkja.

Þá meina ég, bandarísk stjórnvöld geta prentað í mun meira mæli, án þess að auka svo heildar magn dollara í umferð - að veruleg aukning verðbólgu af hljótist.

Það skýri án efa að stórum hluta, af hverju gríðarleg prentun "US Federal Reserve" sl. ár, hefur ekki framkallað umtalsverða mælda verðbólgu.

  • Síðan þarf að hafa í huga, að sú verðbólga - dreifðist um allt "dollarakerfið."
  • Það mátti sjá hana, í hækkun "hráefna" í dollurum á heimsmarkaði - meðan prentunaraðgerð stóð yfir.
  • Þar er nefnilega að útbreiðsla Dollars um allan heim, leiðir til þess - að allur heimurinn deilir þeirri verðbólgu sem prentun "US FED" framkallar, með Bandaríkjamönnum.
  • Nú þegar prentun hefur hætt að mestu - þá er ekki furðilegt að sú verðbólga í verðlagi á hrávöru á alþjóðamörkuðum sem sú prentun skóp - - sé að dragast til baka.

Það er engin önnur þjóð í þeirri aðstöðu - að geta flutt út eigin verðbólgu að stórum hluta.

Annað atriði tengt Dollarnum, sem veitir Bandaríkjunum forskot - einmitt vegna þess að helstu hrávörur heims eru seldar á alþjóðamarkaði í Dollar.

Þá geta Bandaríkin, keypt alla þá hrávöru sem þau vanhagar um, í ath. - eigin gjaldmiðli.

Þetta er ákaflega þægilegt, því það þíðir - að Bandaríkin þurfa ekki í strangasta skilningi að nota nokkurn annan gjaldmiðil en sinn eigin, í viðskiptum heima eða erlendis.

Svo má bæta því við, að vegna útbreiðslu Dollars, þá eru bandarísk ríkisbréf einnig ákaflega eftirsótt af fjármálastofnunum út um heim allan, því þau veita þægilegt mótvægi við það lausafé sem þau almennt þurfa að eiga í Dollar.

  1. Það kom ákaflega rækilega í ljós í fjármálakreppunni, að fjármálaheimurinn lítur á bandarísk ríkisbréf sem - -akkeri.
  2. En í hvert skipti sem óróleiki fór vaxandi, þá þíddi það alltaf - að fé leitaði í bandar. ríkisbréf.

Það mundi fjármálaheimurinn ekki gera, af hann teldi stöðu bandaríska ríksins ekki fullkomlega örugga!

Fyrir bragðið, þá þarf alríkið ekki að skuldasetja sig í öðrum gjaldmiðlum.

 

Ég get ekki ímyndað mér þá raunhæfu sviðsmynd að bandaríska alríkið komist í alvarlegar skuldakröggur!

Af umræðunni í Bandaríkjunum - virðast menn í dökkum framtíðarspám einkum vera að horfa til "MedicAid" og "MedicCare" - sem sannarlega eru ekki full fjármögnuð til framtíðar.

En ég sé í reynd ekkert raunverulega alvarlegt vandamál - allar hinar dökku spár, miða út frá framreikningi.

Þá eru menn að ímynda sér framtíðar skuldastöðu Alríkisins, út frá þeirri hugmynd - að engar breytingar séu gerðar á kerfinu til þess að draga úr kostnaði, og samtímis gjarnan miðað út frá - framtíðar spám um hagvöxt, sem ég tel óraunhæft svartsýnar.

Til þess að gerbreyta þeim sviðsmyndum, þarf ekki meir en - - heldur betri hagvöxt en slíkar spár gera ráð fyrir.

Og kerfishagræðing að koma til sem er vel framkvæmanleg.

  • Megin hættan, ef einhver er, sé póltísk.
  • Að flokkarnir á þingi, geti ekki náð samkomulagi um -millilendingu.
  1. En gríðarleg útbreiðsla dollarsins í alþjóðakerfinu.
  2. Ásamt því að Bandaríkin geta keypt allt sem þau vanhagar um í eigin gjaldmiðli.
  3. Og að auki, þeirra skuldir eru þær mest eftisóttustu í fjármálaheiminum.

Ætti að þíða að alríkið geti alltaf - hvað sem gerist - reddað sér fyrir horn með því að auka við útgáfu ríkisbréfa.

Þó -tæknilega geti þingið neitað að lyfta svokölluðu skuldaþaki- þannig lokað slíkri smugu.

Þá væri það vægt sagt furðulegt - að þvinga fram ríkisþrot, þegar engin efmahagsleg ástæða er fyrir því.

Þegar ekkert bendi til þess, að markaðurinn sé ekki til í að - þyggja öll þau ríkisbréf sem útgefin eru.

  1. Fyrir utan, að alríkið getur ávalt, látið "US Federal Reserve" prenta fé, til að kaupa bréf af markaðinum - - ef menn telja ástæðu til.
  2. Bréfin eru þá keypt á markaðsvirði, því verði sem markaðurinn krefst, en síðan þegar þau eru komin í eigu Seðlabankans - - þá á þar með ríkið í reynd þær eigin skuldir.
  3. Ég kem ekki auga á nokkra neikvæða hlið á því - - að "US FED" afskrifi pent síðan slík bréf, þar með einnig þá prentun sem fór í að kaupa þau, og afnemi að auki þær skuldir alríkisins.

Bandaríski dollarinn er í raun og veru, ankeri heims hagkerfisins. Það sást vel á hegðan alþjóðafjármálamarkaðarins í heimskreppunni sem nýverið gekk yfir.

Og bandarísk ríkisbréf, virðast í dag sú eign, sem aðilar leita skjóls í ef eitthvað á bjátar - - frekar en að kaupa gull t.d.

Hafandi það í huga, virðist afskaplega fjarri því - að dollarinn sé rúinn trausti eða að nálgast slíka stöðu.

En það traust - - stendur auðvitað í beinum tengslum við traust heimsins á bandaríska hagkerfinu, sýnir eiginlega að heimurinn trúir enn á styrk Bandaríkjanna.

Þó svo að virðist a.m.k. sumir Bandaríkjamenn séu full bölsýnir.

 

Niðurstaða

Mín skoðun er sú að staða Bandaríkjanna sé að mörgu leiti afskaplega öfundsverð. Fyrir utan þau margvíslegu þægindi sem Bandaríkin hafa af stöðu dollarsins. Þá má einnig við bæta - að bandaríska hagkerfið virðist enn þrátt fyrir allt vera megin ankeri heims hagkerfisins. Þó svo að hagvöxtur í Bandaríkjunum sé ekki lengur sambærilegur við tímabilið milli 1950-1980. Þá virðist samt sem áður hagvaxtargeta mun betri en flestra stórra þróaðra hagkerfa.

Mér virðist að "fracking" æðið sem hófst rétt eftir 2000, sé að mjög verulega að endurreisa þá hagvaxtargetu sem Bandaríkin - virtust mörgum hafa tapað þegar kreppan hófst 2007. Ég er á því, hafandi í huga að á nk. áratug stefni í að hægi mjög verulega á hagvexti Kína. Meðan að ég tel líklegt að á nk. áratug muni Bandaríkin auðsýna verulega betri hagvöxt en áratugina tvo þar á undan. Að sú sýn margra á hraða hlutfallsega hnignun Bandaríkjanna - muni ekki rætast.

Á sama tíma muni hinn bætti hagvöxtur, skila þeirri útkomu að alríkið verði líklega á nk. áratug rekið með - afgangi. Ekki halla. Og því á ég von á að skuldastaðan muni þvert á móti verulega mikið lagast á 3. áratug þessarar aldar.

Á sama tíma, á ég fastlega von á - - að umtalið um "hnignun Bandaríkjanna" muni deyja út.

Það má vera að Kína nái samt heildar hagkerfis umfangi - - stærra en Bandaríkin.

En það muni ekki leiða til - - yfirtöku Kína á heims hagkerfinu, vil ég meina.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

´Ætli það sé ekki best að ég útskýri þetta fyrir þér eins og annað Einar minn.

Það sem gildir í raun hérna er í hvað miklum mæli aðrar þjóðir eru tilbúnar til að eiga af dollurum. Hlutur dollarans fór hæst í rúm 70% einhverntíma um 2000.Þetta hlutfall hefur síðan verið að lækka og er núna einhversstaðar um 62%.Þar sem verlun hefur verið að aukast hefur þessi lækkun á hlutfalli ekki orðið til að dollurum í umferð hafi fækkað.

Verðhækkanir á alþjóðamarkaði eru því góðar fyrir dollarann af því að þá þarf meira að þeim til að stunda alþjóðaverslun.

Þetta hefur bústað efnahaginn hjá Bandaríkjunm gríðarlega,enda ekki skrítið þar sem þeir hafa í töluverðum mæli getað bara prentað blað í seðlabankanum og fengið fyrir það Land Crusier frá Japan af því að Japani vantaði pening fyrir olíu. Bandaríkjamenn hafa svo aldrei þurft að hafa áhyggjur af þessum dollar aftur,af því að hann hringsólar bara um heiminn.Svo hækkar verðlag og þá geta þeir prentað meira og keyft annan Crusier.

En nú gerist það að vörur hætta að hækka of allir eru frekar blankir og kaupa þá minna.Þá verður allt í einu engin eftirspurn eftir dollurum og þá er engin hagur í að prenta dollara af því að það vill enginn taka við þeim,það er orðið nóg af dollurum á ferðinni í heiminum.

Nú koma fram á völlinn ríki sem segja,við erum hætt að nota dollara í okkar viðskiftum, t.d. Rússar og Kínverjar sem eru nokkuð stórar þjóðir.Þarna eru líka hin Brics ríkin sem samtals hafa álíka stóran efnahag og Bandaríkin og Evrópa saman lagt.

Auðvitað geta þau ekki hætt alveg að nota dollara ,en kannski minnkað það um helming.Þetta er þegar komið í gang.

Nú mæta Putin og Xi með dollarana sína til bandaríkjanna og segja ,Við höfum ekkert með þessa dollara að gera lengur,við viljum fá þessu skift í rúblur og Evruerog juan.

Nú fyllast bandaríkin allt í einu af dollurum og gjaldeyririnn sem bandaríkjamenn fá fyrir vöruútflutning sinn fer nú í að leysa út þessa dollara.

Úr þessu verður svo verðbólga, jafnvel heiftarleg . Árið 2014 stefndi í að verða fyrsta árið í áratugi þar sem bandaríkjamenn þyrftu að innleysa fleiri dollara en þeir geta prentað,en órói á gjaldeyrismörkuðum ásamt hlutabréfabólu í Bandaríkjunum hefur sennilega orðið til þess að það hefur sloppið fyrir horn.Í óróanum sem varð leituðu menn í dollarann af gömlum vana,en eiga væntanlega eftir að borga það dýru verði.

Árið 2015 verður væntanlega vendipunktur í þessum efnum nema eitthvað mikið gerist og þá fer þetta að svíða illilega.Vonandi gerist þetta samt rólega þannig að bandaríkjamenn nái að ráða við undanhaldið.

Það er þessi seðlaprentun ásamt reyndar gríðarlegri skuldasöfnun sem hefur gert Bandaríkin að heimsveldi

Þegar þeir missa þennan póst og þeirra peningar verða eins og peninga annara ,þá hætta Bandaríkin að vera heimsveldi.

Það gerist með tvennum hætti,í fyrsta lagi verða þau að draga saman herinn og í öðru lagi hættir dollarinn að vera tæki sem hægt er að nota til að kúga aðrar þjóðir.

Það er ekkert skrýtið að þeir verji þennan gjaldmiðil sinn ,hvað sem það kostar. En teningunum er kastað,það verður ekki aftur snúið.

Þetta er líka ástæðan fyrir að rússar eru að selja bandarísku skuldabréfin sín og kaupa allt gull sem þeir koma höndum yfir.

Kínverjar eru á sama tíma hættir að auka bandaríska skuldabréfaeign og reyndar hefur hún verið að dala aðeins,en kaupa gull af ennþá meiri krafti en rússar.

Sama gildir um Kasakstan og hugsanlega fleiri þjóðir í austri.Mér sýnist reyndar að þetta séu þjóðirnar í samtökum miðasíuríkja sem haga sér með þessum hætti.

Nokkur orð um seðlaprentun síðustu ára.

Þú ert væntanlega að tala um Quantitative easing sem hefur verið í gangi undanfarið. Það er smá misskilningur að það hafi ekki valdið verðbólgu.

Verðbólgan hefur orðið á hlutabréfa og fasteignamarkaði ,og það ekkert smá. Ein ástæðan fyrir þessu er sú að peningurinn hefur ekkert farið úr landi eins og venjulega,það hefur engin eftirspurn verið eftir honum erlendis.

Hlutabréf hafa hækkað gríðarlega í verði án þess að hagtölur fyrirtækjanna hafi gefið tilefni til þess. Reyndar hefur hækkunin orðið slík að verðið er komið langt yfir það sem áður var "All time High"

Meira segja IMF hefur varað við þessu að peningurinn fari ekki nema að litlu leyti út í hagkerfið heldur valdi verðbólgu á hlutabréfa og fasteignamarkaði.

Laun eru til dæmis ekki farin að hækka ennþá eftir áralangar lækkanir.  Menn bíða spenntir eftir þessu ,því það þykir vera merki um að það sé að nást raunverulegur árangur. 

Bandaríkjamenn geta því ekkert safnað skuldum endalaust frekar en aðrir,þeir geta það bara meðan einhver vill taka við dollurunum.

 

Borgþór Jónsson, 12.2.2015 kl. 05:01

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Einar Björn

Enn sem komið er er Bandaríkjadalur sá gjaldmiðill sem mest er notaður í alþjóðlegum viðskiptum, en það er smám saman að breytast.  Rússar, Kínverjar og fleiri stórir aðilar eru að hverfa frá USD hægt og bítandi.

En það sem er að gerast innan landamæra Bandaríkjanna er enn alvarlegra.  Obama reynir að telja almenningi trú um að atvinnuleysi sé á niðurleið, en sú fullyrðing hans er röng og hann veit betur.  Staðreyndin er sú að fjöldi mans er búinn að vera atvinnulaus það lengi að það er ekki talið með lengur og fjölmargir hafa gefist upp á að leita sér að vinnu.  Þar til viðbótar hefur fjöldi þeirra sem hafa verið í 100% dregist saman allverulega þar sem fyrirtæki eru með því að færa vinnuhlutfall launþega sinna niður, lækka þar með launin og á sama tíma spara sér að þurfa að borga tryggingar vegna Obamacare sem virðist ætla að sliga marga.  Hið raunverulega atvinnuleysi telja sérfræðingar, þ.e. þeir sem þora að segja það upphátt, vera um 23%.  Á sama tíma eru 46 milljónir Bandaríkjamanna á svo kölluðum matarmiðum, sem ríkið útvegar þeim til þess að fólk geti dregið fram lífið.

Laun þeirra sem enn hafa vinnu hafa ekki hækkað heldur dregist saman.  Afleiðingar þessa eru augljósar.  Mörg þúsund verslunum hefur verið lokað, fleiri hundruð ef ekki þúsund verslunarmiðstöðvar vítt og breytt um Bandaríkin hefur verið lokað eða í þann mund að loka, vegna þess að stórverslanir sem hafa fyllt mörg bil í þessum verslunarmiðstöðum eru horfnar.

Ef þú ferð í verslun í Bandaríkjunum til að versla föt eða annað og skoðar hvar varan er framleidd kemur í ljós að í fæstum tilfellum er varan framleidd í USA.

Skatttekjur Bandaríska alríkisins koma að mestu leiti frá almenningi og einkum millistéttinni.  Nú hafa skatttekjur ríkisins verið að dragast saman undanfarin ár þar sem millistéttin er á miklu undanhaldi og fólk að færast í stórum stíl yfir í það sem við getum kallað stétt hinna fátæku.

Með minnkandi tekjum og hækkandi útgjöldum eru litlar líkur á að ríkið geti greitt niður skuldir sem hafa margfaldast í tíð Obams.  Sagt er að Obama hefur aukið skuldir ríkisins meira en allir forverar hans samanlagt, jafnvel Buch yngri bliknar í samanburði við Obama og þótti hann nú samt drjúgur í skuldasöfnuninni.

Skuldir Bandaríska ríkisins eru taldar vera 18 trilljónir dollara - 18.000.000.000.000 - og vextir af þessari upphæð eru 0%.  Ákveði Seðlabanki Bandaríkjanna að hækka vexti, þá er voðinn vís. 

Hér er bara stiklað á stóru, en vandinn er mun stærri en við fáum séð í fljótu bragði.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.2.2015 kl. 16:39

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kjaftæði, skuldir USA eru smám saman að koma í bakið á þeim.

Taktu eftir hvað hann Boggi hér fyrir ofan sagði um Kínverja.  Kínverjar sjá alveg hvað stefnir í.  Þeir hafa verið að selja skuldabréf sem þeir eiga frá USA til allra sem vilja kaupa au til þess að sitja ekki eftir með svarta pétur.

Á meðabn sóa bandaríkjamenn stórum fjárhæðum í bull, eins og td einhverjar flugvélar sem enginn á eftir að geta notað.  F-þrjátíuogeitthvað.  Kosta 200.000.000 dollara stykkið, að minnsta kosti.  Og það er bara framleiðzlukostnaður per unit.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.2.2015 kl. 16:45

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tómas Ibsen Halldórsson, Óttalegt kjaftæði er þetta. ÞAð er alls enginn voði þó að "Fed" hækki vexti um hálft prósent t.d. eða um heilt prósent jafnvel.

Síðan skv. nýjustu mælingu eru laun farin að hækka. Þ.e. ekkert undarlegt við það að launahækkanir hafi staðið í stað - - fram að þessu. Þ.s. atvinnuleysi þarf að minnka að nægilegu marki, áður en -launaþrýstingur skapast.

Sá tími er einfaldlega kominn núna.

Tölur sýna svart á hvítu að atvinnuleysi - fer sannarlega minnkandi.

Það benda langsamlega fleatar tölur til þess, að hagvöxtur í Bandaríkjunum sé hafin og það fyrir alvöru á þessu ári. En þ.e. eginlega alfarið öruggt að lækkun olíuverðs muni bæta hálfu til einu prósenti við vöxt í Bandaríkuunum - - þó ekkert annað atriði komi til.

Um leið og vöxtu glæðist - - fer ríkissjóður að skila afgangi.

Vaxtahækkin - - skiptir engu máli fyrir ríkissjóð. Öfugt því sem þú heldur fram, vegna þess að "flestar skuldir" eru fjármagnaðar - vel fram í tímann.

Vaxtahækkun mun einungis skila áhrifum - hægt og rólega. Þar sem, að ríkissjóður - - mun vera kominn í tekjuafgang. Mun hann þurfa mun síður að gefa út ný bréf.

Þ.e. - - enginn neikvæður skuldaspýrall framundan.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.2.2015 kl. 23:13

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur, sú sviðsmynd sem Boggi dregur upp er ákaflega fjarstæðukennd. Ég kalla hana draumóra. Ég stend við þá fullyrðingu að Dollarinn sé ca. 80% alþjóðaviðskipta.

    • En þessi sviðsmynd er -ákaflega heimskuleg- vegna þess að ekkert land í heiminum mundi tapa meir á því, að dollarinn mundi gengislækka og það verulega, en Kínverjar sjálfir.

    • Það mundi þíða það klassíska, að stórfellt mundi draga úr innflutningi varning til Bandaríkjanna - - sem mundi leiða til gríðarlegrar Kreppu í Kína ásamt óskaplegu atvinnuleysi.

    • Á sama tíma, mundu bandarísk útflutningsfyrirtæki, verða ákaflega samkeppnishæf.

      • Þvert ofan á skrítnar fullyrðingar - - yrði stórfelld gengislækkun Dollars, ákaflega góðar fréttir fyrir - - > Skuldastöðu ríkissjóðs Bandaríkjanna.

      • En þetta er grundvallar atriði, ef þú skilur það ekki ertu ekki viðræðuhæfur um efnahagsmál, en t.d. 30% gengislækkun skv. þessari ímynduðu afar fjarstæðukenndu sviðsmynd, mundi leiða til þess  - - að skuldir bandar. ríkisiins mundu einnig verða minna virði sem því samsvaraðir.

      Ef það væri svo - - að Bandaríkin yrðu að selja varning til annarra landa í gjaldmiðli annarra landa, eins og mörg önnur lönd.

      Með lágan dollar, þá væru þau þar með kominn - - - í sömu st9ðu og Kína hefur viðhaldið og grætt mikið á, árum og árum saman, þ.e. að halda sínu gengi tiltölulega lágu svo að útflutningur sé tiltölulega samkeppnishæfur, sem síðan leiði til þess að - - þitt land safnar gjaldeyrissjóðum.

        • Mér finnst afar sérstakt, af hverju þið teljið - - að það ástand sem Kína hefur notað til að stóðgræða á - - - ef Bandaríkin mundu þrýstast í samskonar, þá mundi það einhverra hluta vegna - - verða Bandar. til tjón.

        • Þvert á móti, með lágan dollar, mundi Bandaríkin í stað þess að vera land með viðskiptahalla - - verða að landi með viðskipta-afgang.

        -----------------------------

        Vegna þess að Kína mundi sjálft tapa óskaplega á því að leiða fram gengislækkun Dollar -- í samræmi við þá sviðsmynd sem Boggi teiknar upp.

        Þá getur þú alveg treyst því, að Kína muni ekki, þá meina ég - alls ekki. Grípa til aðgerða sem stuðli að slíkri útkomu.

        Þeim þvert á móti - - henta ákaflega vel, gengishár dollar, svo að kaupmáttur Bandar.manna haldist hár.

        Svo þeir haldi áfram að kaupa af kínv. útfl.iðnaði í gríðarlegum mæli.

          • Ég sé ekki af hverju -lág gengi dollars- leiddi til hnigunar getu Bandar. til að halda uppi stórum flotum, eða risa her.

          ----------------------------

            • Að Rússland noti e-h annað en Dollar.

            Skiptir alls engu máli. En Rússland er ekki stærra hagkerfi en svo, að þ.e. ca. svipað að verðmæti og hagkerfi Ítalíu.

            Ef Rússland fer að hengja sig á gjaldmiðil Kína - - væri það sú aðgerð, að samþykkja að verða leppríki Kína.

            En þ.s. máli skiptir um notkun annarra landa á gjaldmiðil Kína - - er að Kína hefur ekki gefið upp á bátinn, að stjórna alfarið - - flæði hans út fyrir eigin landamæri.

              • Kína gerir -sérstaka gjaldmiðilsskipta samninga- við einstök lönd.

                • En það þíðir þá - - að Kína og eingöngu Kína, ræður þá algerlega yfir framboðinu.

                Það er þá algerlega upp á náð og miskunn Kínverja!

                Rússum er velkomið að gerast -leppríki Kína.

                  • Engar líkur á að Indland kjósi slíka vegferð.

                    • Eða Brasilía.

                      • Eða S-Afríka.

                      Ég afgreiði hugmyndir Bogga - um það að þessi lönd sameiginlega skipuleggi að nota kínv. gjaldmiðilinn - - sem "draumóra."

                      Líkur þeirrar útkomu séu - ca. engar.

                        • Ég hafna alfarið skoðun þinnig á skuldastöðu Bandar.

                          • Stend við allt sem ég sagði.

                          Kv.

                          Einar Björn Bjarnason, 12.2.2015 kl. 23:36

                          6 Smámynd: Borgþór Jónsson

                          Þú ert eitthvað að misskilja þetta.Gjaldmiðlaskiftasamningur er frekar gagnsætt orð.

                          Rússar eru ekki að hengja sig á Kína.Til dæmis um daginn gerðu Rússland og Egyftaland með sér Gjaldmiðlaskiftasamning upp á 4.5 milljarða dollara.

                          Þar kemur kínverski gjaldmiðillinn hvergi nærri,heldur gjaldmiðlar þessara tveggja ríkja.

                          Síðan þegar Kína og Egyftalannd gera slíkan samning kemur rúblan eða danska krónan þar hvergi nærri. 

                          Upphæðin er ekki stór enda viðskifti þessara landa líklega ekki mikil,en hann er bara einn af fjölmörgum samningum  verið að þreifa sig áfram með  um allan heim.

                          Þarna minnkaði þörfin fyrir dollara um 4.5 milljarða dollara.

                          Ég reikna með að rússnesk Kínverski samningurinn sé miklu stærri í samræmi við meiri viðskifti þessara landa.

                          Sá samningur er heldur ekki í yuan heldur skiftast þessi ríki tæknilega séð á vissri upphæð af gjaldmiðlum.

                          Kína heldur nú á einhverri upphæð af rúblum ,og þar með minnkar þörf þeirra til að halda á dollurum sem áður voru nauðsinlegir til að þeir gætu borgað Rússum.

                          Ég á ekki von á að þeir hafi burðast með rúblur og yuan milli landanna heldur sé þetta gert rafrænt.

                          Nú veit ég ekki hvernig þessir samningar eru ,enn ef ég væri að gera slíkan samning mundi ég ákeða upphæðina með tilliti til viðskifta þess ríkis sem kaupir minna af hinu og að öllum líkindum er það gert þannig.Þess vegna er upphæðin ákveðin í samningnum.

                          Afgangurinn getur svo verið í Evrum eða dollurum eða einhverri annari mynt sem menn kjósa.

                          Kínverjar eru að gera slíka samninga út um allar trissur og einnig Brics ríkin sín á milli.Þessi ríki eru engin léttviktarríki þegar þau koma saman.

                          Þegar ríki hefur gert slíkan samning minnkar þörf þess til að halda á dollurum af því að nú fer hluti viðskifta þeirra, sem áður var í dollurum fram í þeirra eigin mynt.

                          Allir eru mikið glaðir af því að það er ekki ókeypis að nota dollara.

                          Hvað verður nú um dollarana sem Egyftar og kínverjar þurfa ekki lengur á að halda? Kannski kaupir eitthvað annað ríki þá,en hafandi í huga að þörf fyrir dollara er almennt að minnka er alveg eins víst að þeir endi í Bandaríkjunum,sem er ekki gott fyrir bandaríkjamenn.

                          Það er sennilega best að skýra þetta með samlíkingu.

                          'I gamla daga þegar við vorum með ávísanahefti og skrifuðum peninga þurftum við alltaf að fylgjast með að skrifa ekki meira en við áttum.

                          Jón á Hofi á milljón á reikningnum og byrjar á að skrifa ávísanir,en þá fattar hann allt í einu að helmingurinn af ávísunum verður aldrei innleystur heldur safnast saman í skúffunni hjá Hannesi á Horninu.Hann verður alls hugar feginn og skrifar strax út eina og hálfa milljón og fer til Kanarí.

                          Nú drepst Hannes á Horninu eftir 40 ára banalegu, hafandi tekið við fjölda svona ávísana gegnum árin, og ættingjarnir fara að róta í skúffunni og finna ávísanirnar. 

                          Ættingjarnir eru með bíladellu og vilja ekkert eiga svona ávísanir heldur kaupa Range Rover.Þeir fara nú með ávísanirnar hans Jóns á Hofi í bankann og heimta peninga.

                          Nú er Jón á Hofi í vandræðum af því hann getur ekki borgað þessu fólki með ávísunum heldur þarf að draga saman neysluna eða safna skuldum til að geta borgað með peningum.

                          Hann gæti líka farið í gjaldþrot ,selt eignir eða neitað að borga,en ef hann gerir það vilja menn ekki taka neinar ávísanir frá honum aftur.

                          Þetta er ekkert flóknara en svona þó að það séu alls konar krúsidúllur í fjármálakerfinu.Ef þú prentar peninga þarftu að vera maður til að innleysa þá.

                          Ef þú skrifar ávísun án þess að eiga verðmæti fyrir henni lendirðu í vandræðum. Lífið er bara svona ömurlegt.

                          Bandaríkjamenn eru þó heppnir að einu leyti,þeir eru ekkert svo óskaplega skuldugir við erlend ríki,þannig að þeir eiga ágætis möguleika að fást við þetta ef þróunin verður ekki mjög hröð.

                          En ég er sannfærður um að dagar bandaríska heimsveldisins séu bráðum taldir og þeir færist aftur niður á það stig að vera venjulegt stórveldi eins og Kína ,Rússland og bráðum Indland.

                          Ég held að engir,nema kannski ISIS,vilji rústa US enda yrði jarðskjálftinn sem fylgdi því alveg óskaplegur,en það er  að renna upp fyrir sífellt fleirum að það þarf að draga úr þeim einhverjar tennur.

                          Lætin sem við höfum orðið vitni að undanfarin ár stafa svo af því að þeir vilja ekki fara til tannlæknis.

                          Þessir atburðir sem við erum að horfa á í dag eru ekkert sem er bara að gerast sí svona.Að Baki þessu liggur langur undirbúningur Hjá Putin.

                          Það má segja að fyrstu merki um þetta komi fram í frægri ræðu sem Putin hélt á Öryggisráðstefnu í Munchen árið 2007.

                          Á þessum árum er hann að borga niður skuldir Rússlands við IMF og lýkur því fyrir kreppuna 2009.Rússland er laust við þá stofnun sem er ein aðal svipa bandarískra stjórnvalda á aðrar þjóðir

                          Þar átti sennilega drýgstan hlut snilli  Alexei Kudrin sem varð svo að segja af sér 2011 vegna ágreinings við Putin og Mededev um ríkisfjármál.

                          Nú var skuldastaða Rússlands góð og Putin leitar lags við Kínverja 2009 um að herja á dollarann.Kínverjar hafna þessu enda samskifti þeirra við bandaríkjamenn góð á þeim tíma.

                          Putin dundar sér við að nútímavæða herinn og býður færis.

                          Nú er þetta samstarf komið á eftir allskonar leiki og sennilega víðtækara en Putin reiknaði með í upphafi.

                          Það er ekki gott að segja hvernig þetta endar,en ég er þess fullviss að það verður barist til síðasta blóðdropa.

                          Putin er ekki sérlega sveigjanlegur maður,eða eins og einhver bandariskur stjórnmálamaður orðaði það í viðtali sem ég sá um daginn." Maðurinn hefur engan bakkgír"

                          'A móti honum er svo heimsveldi sem er ekki á því að fara halloka fyrir svona plebba.

                          Ég vil benda mönnum á sem vilja skilja þá atburði sem eru í gangi í dag ,að hlusta á þessa ræðu því að ræturnar liggja þar.

                          Þar talaði Putin hreint út í 45 mínútna ræðu og John McCain sem sat á fremsta bekk var augljóslega ekki skemmt.

                          Daginn eftir byrjar heiftúðug áróðursherferð gegn Putin í vestrænum fjölmiðlum sem stendur enn,en hann hafði fyrir þessa ræðu notið stuðnings vestrænna stjórnmálafla.

                          Þessar breytingar gerast ekki yfir nótt,þær gætu tekið 5 til 15 ár,en þær gerast.

                          Borgþór Jónsson, 13.2.2015 kl. 03:24

                          7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

                          Einar Björn ég er þér algerlega ósammála, en tíminn mun leiða hið rétta í ljós.

                          Tómas Ibsen Halldórsson, 13.2.2015 kl. 10:17

                          Bæta við athugasemd

                          Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

                          Um bloggið

                          Einar Björn Bjarnason

                          Höfundur

                          Einar Björn Bjarnason
                          Einar Björn Bjarnason
                          Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
                          Mars 2024
                          S M Þ M F F L
                                    1 2
                          3 4 5 6 7 8 9
                          10 11 12 13 14 15 16
                          17 18 19 20 21 22 23
                          24 25 26 27 28 29 30
                          31            

                          Eldri færslur

                          2024

                          2023

                          2022

                          2021

                          2020

                          2019

                          2018

                          2017

                          2016

                          2015

                          2014

                          2013

                          2012

                          2011

                          2010

                          2009

                          2008

                          Nýjustu myndir

                          • Mynd Trump Fylgi
                          • Kína mynd 2
                          • Kína mynd 1

                          Heimsóknir

                          Flettingar

                          • Í dag (28.3.): 3
                          • Sl. sólarhring: 3
                          • Sl. viku: 36
                          • Frá upphafi: 845414

                          Annað

                          • Innlit í dag: 3
                          • Innlit sl. viku: 33
                          • Gestir í dag: 3
                          • IP-tölur í dag: 3

                          Uppfært á 3 mín. fresti.
                          Skýringar

                          Innskráning

                          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                          Hafðu samband