Það skrítna er, að ég er í vissum skilningi, feginn að sprengjutilræðið í Tyrklandi beindist gegn meðlimum pólitísks flokks Kúrda - ekki t.d. meðlimum AKB flokksins

Ég þarf auðvitað að útskýra hvað ég á við. Eftir allt saman er þetta hræðilegur glæpur, sjá mjög athyglisvert video sem barst á vefinn sem sýnir ungt fólk haldast í hendur og kyrja í sameiningu - síðan springur fyrri sprengjan: - - Videóið er víst hindrað í að virka af einhverjum kóða, en þið getir klikkað þ.s. stendur "YouTube" í glugganum, þá kemur það.

Sjá að auki fréttir:

Explosions During Peace Rally in Ankara, Turkey’s Capital, Kill Scores

Bombs kill 95 at pro-Kurdish rally in Turkish capital

Twin blasts at Turkish peace rally kill at least 95

 

Málið er, að ég held að þetta tilræði muni mjög styrkja málstað Kúrda innan Tyrklands

Þetta er í annað sinn, sem mannskæð hryðjuverkaárás er gerð á útifund stjórnmálaflokks Kúrda:

4 dögum eftir mannskæða árás - heimila Tyrkir loks notkun flugvalla í Tyrklandi til árása á ISIS.

Í júlí 2015 voru 30 manns - einnig ungmenni, aðgerðasinnar á vegum "Peoples' Democratic Party (HDP)" myrtir í hryðjuverka-árás sem ISIS samtökin stóðu fyrir, í bænum Suruc nærri landamærum Tyrkalnds við Sýrland.
Það unga fólk, hafði í huga að aðstoða Kúrda handan landamæranna, við uppbyggingu og hreinsunarstarf - eftir að tekist hafði að stöðva árás ISIS á Kobani.
En orrustan um Kobani - vakti heimsathygli, og flugher á vegum Bandaríkjanna, beitti loftárásum til að draga máttinn úr árás ISIS, samtímis að vopn voru send til verjenda.
Með þessu samstarfi, tókst Kúrdum í Sýrlandi að stöðva atlögu ISIS, hindra fall Kobani.

Hvað um það, þá virðist sem að ISIS hafi komist á snoðir um útifund HDP í Suruc, og skipulagt það sprengjutilræði.
__________________

Það hefur ekki enn komið í ljós - hvort að ISIS ber ábyrð á hinu mannskæða sprengjutilræði í Ankara, sem einnig beinist gegn - HDP.

 

Höfum í huga, að síðan undir lok ágúst, hefur Tyrkland verið með skipulega atlögu gegn Kúrdum

Það sem þarf að muna í þessu samhengi, er að HDP flokkurinn - er í augum Erdogan hindrun sem þarf að ryðja úr vegi. En í kosningum snemma á þessu ári, þá náði HDP inn á tyrkeneska þingið í fyrsta sinn - - fékk 11%.
Það leiddi til þess, að AKB flokkur Erdogans - missti sinn þingmeirihluta.

Í september þá rauf Erdogan þing, og hóf nýja kosningaherferð.

Mjög sterkar vísbendingar þess efnis eru, að Erdogan sé að reyna -allt- til þess að eyðileggja hinn pólitíska flokk Kúrda: Virðast hafnar nornaveiðar gegn helsta pólitíska flokki Kúrda í Tyrklandi.

  1. Það hefur verið ráðist að flokks skrifstofum HDP, þær brenndar - af múg. Og lögregla ekki skipt sér af.
  2. Það eru í gangi tilraunir til þess að - ákæra formann flokksins fyrir ákaflega vafasamar sakir - augljós pólitísk réttarhöld.

Ég stórfellt efa þó, að Erdogan tengist þessu sprengjutilræði.
Vegna þess - að ég er á því, að það hafi algerlega öfug áhrif.
M.ö.o. sé það ekki Erdogan sem græði á því - hann sé öruggleg nægilega skynugur til að skilja slíkt.

Augljóst grunar mig - ISIS.
Sérstaklega vegna þess að það virðist hafa verið - sjálfsmorðssprengjutilræði.

  1. Eins og flestir ættu að muna, þá hóf Erdogan stríð gegn Verkamannaflokki Kúrdistan undir lok ágúst, og að auki hefur látið flugher landsins - rigna sprengjum á stöðvar hersveita sýrlenskra Kúrda, en sá flokkur sem ræður Kúrdahéröðunum í Tyrklandi, tengist PKK.
  2. Á sama tíma, er hann með áróður uppi um að, HDP pólitískur flokkur Kúrda, séu svikarar við Tyrkland. Vill tengja þann flokk við PKK. Grunur hefur verið uppi, að réttarhöld yfir formanni HDP, sem ekki eru enn hafin - ekki enn ljóst hvort verða. En fjölmiðlar hafa sagt frá rannsókn svæðis saksóknara gegn honum, og þeim - hlægilegu ákærum, sem um er að ræða:
    Turkey opens criminal inquiry on Kurdish political leader: "DHA, Turkey’s main secular news agency, reported late on Wednesday that the state prosecutor in Diyarbakir, the regional capital of Turkey’s predominantly Kurdish populated south-east, had opened an investigation into Mr Demirtas on charges ranging from humiliating the Turkish people to insulting the president and producing propaganda for a terrorist organisation."
  • Marga hefur grunað, að Erdogan hafi hafið stríð gegn PKK, í pólitískum tilgangi.

En það að á svæðum í Kúrdistan, ríki öryggis ástand - inn í suma bæi á svæðum Kúrda er ekki lengur unnt að ferðas, eða fara til eða frá, án sérstakrar heimildar.
Gæti hugsanlega - - hindrað fjölda Kúrda í því að kjósa.

Erdogan sennilega heldur, að fyrst að það að HDP komst inn á þing, batt enda á þingmeirihluta AKB flokksins.
Þá muni sá þingmeirihluti, snúa til baka - ef honum tekst a bola HDP af þingi.


Nú ætti að skiljast hvað ég meina með fyrirsögninni

En ég er að meina, að það ætti að hefjast samúðarbylgja innan tyrknesks samfélags, vegna tilræðisins á laugardag.
Að þetta tilræði, gæti eyðilegt tilraun Erdogan til að - bola HDP af þingi.

  1. En núna virkilega þarf Tyrkland á því að halda.
  2. Að stjórnarskipti verði í landinu.

Það er aldrei að vita, hve langt slík bylgja gæti náð.

 

Niðurstaða

Mig grunar að Erdogan bölvi þeim sannarlega í sand og ösku, er frömdu sprengjutilræðið í Ankara á laugardag. Ekki vegna þess að hann hafi hina minnstu samúð eða meðaumkun með því fólki er lét lífið. Þar sem í hans augum séu þetta allt andstæðingar - eða óvinir, sem er sennilega nær lagi hvernig hann lítur sína andstæðinga í landspólitík.

En hann sennilega skilur mæta vel, hvaða áhrif þetta tilræði sennilega mun hafa.
Að þetta tilræði líklega, snarlega dragi úr líkum þess, að herferð hans gegn HDP pólitísku flokki Kúrda, komi til með að hafa árangur þann sem Erdogan vonast til.

Ég skal ekki taka það af Erdogan, að hann hefur gert góða hluti fyrir Tyrkland. Þá meina ég, að enginn hefur gert meir fyrir efnahag Tyrklands en hann. En seinni ár, hefur hann fyllst stöðugt meiri hroka, og gegnsærri valdafýsn -> Áframhald hans við völd, virðist stórfelld hætta orðin við sjálft lýðræðið í Tyrklandi.

Þannig að það sé lýðræðinu í Tyrklandi nú nauðsynlegt, að hann tapi kosningunum nú í haust, sem hann sjálfur boðaði til.

Þetta tilræði gæti einmitt hugsanlega leitt fram þá útkomu.

 

Kv.


ISIS leggur undir sig ný svæði í Norður héröðum Sýrlands

Skv. fréttum erlendra fjölmiðla, hefur ISIS brugðist við ástandi mála með sínum hætti - en ef marka má fréttir, hafa Rússar beint megin þunga árása sinna, gegn öðrum uppreisnarmönnum.
Þeir sem fylgjast vel með átökum innan Sýrlands -> Vita að ISIS fram að þessu, mun oftar ræðst að uppreisnarmönnum, en hermönnum Sýrlandshers.

  • Það virðist svo sem, að ISIS fylgist náið með því, þegar hörð átök geysa milli annarra uppreisnarhópa - - og hersveita sem berjast til varnar stjórnvöldum í Damascus.
  • Síðan leggi ISIS til atlögu - - þegar ISIS metur mestar líkur á landvinningum.
  • Oftast nær, virðist ISIS velja - að leggja til atlögu við aðra uppreisnarmenn, og þrengja frekar að þeirra svæðum.

Þannig hafa uppreisnarmenn - - verið milli 2-ja elda síðan 2013, er ISIS lét á sér kræla innan Sýrlands, þ.e. milli árása ISIS og árása hersveita er styðja stjórnina í Damascus.

  1. Og það virðist nú endurtaka sig eina ferðina enn.
  2. Að ISIS notfærir sér átök uppreisnarmana og liðsmanna hersveita er styðja stjórnvöld í Damaskus.

Islamic State closes in on Syrian city of Aleppo; U.S. abandons rebel training effort

ISIS Makes Gains in Syrian Area Bombed by Russia

As Russia steps up Syria bombardment, Isis gains ground

Það er kaldhæðið, að ISIS vinni ný lönd í Sýrlandi - samtímis og hafin er atlaga af hálfu Rússa, sem Pútín segir beint gegn ISIS

  1. Skv. fréttum - hefur ISIS hafið hraða framrás í átt að borginni, Aleppo. Tekið 6 þorp er voru á valdi uppreisnarmanna.
  2. Höfum í huga - önnur stærsta borg Sýrlands.
  3. Fall hennar í hendur ISIS, væri svakalegt áfall.
  • Skv. fréttum, féll þekktur íranskur hershöfðingi í grennd við Aleppo, að sögn Írana var hann drepinn, í árás liðsmanna ISIS - en ekki sagt akkúrat hvernig það atvikaðist.
  • Þetta bendi til þess, að ISIS liðar - séu samtímis að ráðast að uppreisnarmönnum; og hersveitum sem styðja stjórnina í Damascus. Það að íranskur hershöfðingi féll, bendi til þessa.

Það væri virkilega - - kaldhæðið, ef sú hreyfing sem fyrst og fremst græði á harðnandi átökum milli uppreisnarmanna, og fylkinga er styðja stjv. í Damascus - - > Verði einmitt ISIS.

Ef ISIS nær öllu Halab héraði - - sennilega mundi ISIS meir en 2-falda þann mannfjölda sem ISIS stjórnar. En það hérað er, þéttbýlt. Eins og ég sagði, Aleppo næst stærsta borgin.

---------------------------

"The intense fighting in the area also claimed the life of Iran’s most senior commander in Syria, Brigadier General Hossein Hamedani — a linchpin figure in the war effort of President Bashar al-Assad."

  1. "According to Rami Abdulrahman, head of the Syrian Observatory for Human Rights, a monitoring group, the bombings this week have “facilitated” Isis’ advances.
  2. "“[They] are now around 7km away from the outskirts of [Aleppo]. And close to the industrial zone,” he said."

"Isis said its forces had overrun the Aleppo Infantry Academy, a key military base north-east of the city, on Thursday evening."

"It puts Isis in striking distance of supply routes north to Turkey through the nearby towns of Tal Rifaat and Azaz. It also opens up a southern front for rebel forces defending the town of Marea to the north, a key staging post on the same supply line."

---------------------------

Skv. þessu, eru flutningaleiðir milli Tyrklands og svæða innan Sýrlands á valdi uppreisnarmanna - - í hættu.
En ef vopnasendingar komast ekki lengur til þeirra, þá gæti ISIS -hugsanlega- gersigrað uppreisnarmenn, og náð öllum þeim svæðum er þeir stjórna.

  1. Það mundi hugsanlega henta Rússum, ef ISIS mundi - sigrast á uppreisnarmönnum.
  2. Og verða eina fylkingin er eftir stæði, sem væri að berjast við herlið Írana - Rússa og leyfarnar af stjórnarher Sýrlands.
  3. En slík staða, gæti - - veikt mjög mikið, andstöðu út á við, gagnvart aðgerðum Rússa. Og styrkt fylgi við þá söguskýringu - að stjórnin í Damascus sé nauðsynlegur tálmi gagnvart ISIS.
  4. Samtímis, að ISIS - - væri mjög líklega að skapi, að verða eina aflið í boði, fyrir þá sem hata Assad nægilega mikið - til að vera tilbúnir í að berjast með hverjum sem er, ef það þíðir að sú blóðhemd sem viðkomandi dreymi uum gegn Assad eða stuðningsmönnum Assads, geti náðst fram.

Þetta gæti varpað nýju ljósi á það - af hverju Rússar, virðast nær eingöngu beina árásum sínum gegn öðrum uppreisnarmönnum.
Þó rússn. fjölmiðlar og rússn. stjv. - tali eins og að sérhver árás, sé gerð á ISIS.

Það virðist einfaldlega vera - áróður. Eða - spinn.

 

Niðurstaða

Átök í Sýrlandi taka nýja stefnu, nú þegar ISIS virðist hafa hafið stórsókn í átt að 2-stærstu borg Sýrlands. En þó svo að ISIS ráði stórum landsvæðum innan Sýrlands.
Hefur ISIS ekki enn náð neinum af þéttbýlustu svæðum Sýrlands.
En Halab hérað er einmitt eitt af þeim þéttbýlu svæðum, sem ISIS dreymir um að ná á sitt vald. Fall þess héraðs -ef það fellur í krumlur ISIS liða- mundi sennilega 2-falda þann fólksfjölda, sem lútir stjórn ISIS innan Sýrlands.

  1. Sókn ISIS virðist beint samtímis gegn - verjendum Damascus stjórnarinnar.
  2. Og uppreisnarmönnum.

M.ö.o. sé ISIS að færa sér í nyt, átök þeirra aðila - er veikja báðar fylkingar samtímis.
Bersýnilega ætlar ISIS að ganga milli bols og höfuðs -líklega í fyllstu merkingu þess orðalags- á fylkingum beggja aðila, í Halab héraði.

Virkilega kaldhæðið ef ISIS er sá aðili sem einna helst græðir nú, á fókus árása Rússar - og auknum bardögum hersveita er styðja stjv. í Damascus, og herliðs uppeisnarmanna.

 

Kv.


Bloggfærslur 10. október 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 533
  • Frá upphafi: 847254

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 508
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband