Stjórnendur Rússlands tala um nýja iðnvæðingu með það markmið að skipta út innflutningi fyrir innlenda framleiðslu

Það er áhugavert í þessu samhengi að rifja upp herforingjastjórnina í Brasilíu sem sat frá 1964 er brasilíski herinn tók völdin í klassískri herforingjabyltingu - til 1984. Þetta var hvort tveggja - afskaplega hægri sinnuð stjón, og þjóðernissinnuð.

Með það í huga, er áhugavert að bera saman iðnvæðingarprógramm brasilísku herforingjanna og þær hugmyndir sem hafa skotið rótum í Rússlandi - um nýja iðnvæðingu.

En brasilíska iðnvæðingin - var einmitt klassísk "import substitution" þ.e. að A)Beita tollvernd, og B)Lágu gengi - - > Til þess að skapa forsendur fyrir iðnvæðingu, með áherslu á framleiðslu neysluvarnings.

Þá er ég að tala um; útvörp, sjónvörp, ísskápa, þvottavélar, hin klassísku nútíma heimilistæki með öðrum orðum -heimilistölvur voru ekki til- og bifreiðar.

By the early 1960s, domestic industry supplied 95% of Mexico’s and 98% of Brazil’s consumer goods. Between 1950 and 1980, Latin America’s industrial output went up six times, keeping well ahead of population growth. Infant mortality fell from 107 per 1,000 live births in 1960 to 69 per 1,000 in 1980, [and] life expectancy rose from 52 to 64 years. In the mid-1950s, Latin America’s economies were growing faster than those of the industrialized West.

Brazilian military government

Import substitution industrialization

 

Á 8. áratugnum litu málin fljótt á litið vel út

Á þeim árum var gjarnan talað um - brasilíska kraftaverkið. En undiir lok áratugarins voru öll löndin í A-Ameríku ásamt Mexíkó, er fylgt höfðu þessari línu - komin í alvarleg efnahagsvandræði. Hin svokallaða, suður ameríska kreppa. Sem stóð eiginlega nær allan 9. áratuginn. Hún endaði ekki fyrr en flest löndin voru búin að fá skuldir endurskipulagðar.

  1. Ég held að sjálf grunn hugmyndin, að byggja upp iðnað innan þess er voru að mestu lokuð hagkerfi fyrir samkeppni að utan; hafi verið brengluð.
  2. En þó að iðnaðurinn byggðist hratt upp - framleiðsla væri hafin með ríkisstyrkjum, hagstæðum lánum - og öflugri tollvernd.
  3. Þá virðist samkeppnisumhverfi það sem iðnaðurinn starfaði í - hafa verið óskilvirkt. Og lítt hvetja til -nýunga- eða þess að fyrtækin bættu vörugæði. Eða lækkuðu verð.
  4. Fyrir utan að það virðist lítt hafa hvatt til þess að þau sjálf væru rekin með skilvirkni sem leiðarljós.

Þegar iðnaðurinn var að byggjast upp - var hagvöxtur hraður um tíma.

Munum að hagvöxtur var einnig hraður í Sovét - meðan að iðnvæðing var í gangi.

Mér skilst að það hafi einnig verið mikið um "crony capitalism" þ.e. að aðilar tengdir inn í herforingjastjórnina - fengu úthlutuðum styrkjum, og ódýrum lánum - til að hefja rekstur.

Slíkir hafi siðan beitt áhrifum sínum innan stjórnarinnar - til þess að hindra uppbyggingu samkeppnisumhverfis.

  • Á seinni hluta 8. áratugarins kom í ljós að varningurinn var ósamkeppnisfær - - sá útflutningur sem síðar átti að skapa jákvæðan viðskiptajöfnuð, varð því aldrei.
  • Það byggðist upp stöðugt vaxandi viðskiptahalli brasilíska hagkerfisins, þegar fyrirtækin keyptu íhluti að utan - - án þess að útflutningur byggðist upp á móti.
  • Brasilía gat einungis boðið sína klassísku hrávöru á móti.

Flest af þessum fyrirtækjum lögðu upp laupana í kreppunni á 9. áratugnum.

 

Til samanburðar er áhugavert að íhuga Japan

Japan byggði upp iðnað sinn einni að baki -tollvernd. En ég tel að lykilmunurinn sé sá, að japanska iðnvæðingin sem hófst af krafti undir lok 6. áratugarins - - > Hafi verið útflutningsdrifin frá upphafi.

  • Þetta var stefna ríkisstjórna Japans eftir stríð.
  • Fókusinn var sem sagt alltaf á að fyrirtækin kepptu á mörkuðum í öðrum löndum.

Þau nutu þá þess að hafa - varðan heimamarkað. En vegna þess að þau - störfuðu einnig á alþjóða markaði.

Þá hafi stóru japönsku risafyrirtækin er upp byggðust - orðið skilvirk.

Þau hafi ekki komist upp með annað en að hafa í boði varning er stóðst samanburð í verðum og gæðum.

Meira að segja, þá náðu þau árangri í skilvirkni, er gaf þeim um tíma - samkeppnisforskot.

 

 

Niðurstaða

Hvort ætli að Rússland sé líklegra að líkjast Brasilíu hægri sinnuðu og þjóðernissinnuðu herforingjanna? Eða Japan áranna eftir 1950?

Mig grunar að Rússland endurtaki Brasilíu.

Það kemur til; 1)Hugsunin að baki þeirri iðnvæðingu sem nú er rætt um, virðist afskaplega svipuð og hugsun var að baki brasilísku iðnvæðingunni, 2)Stjórnarfarið í Rússlandi er til muna líkara stjórnarfari í Brasilíu 8. áratugarins, en stjórnarfari Japans á 6. og 7. áratugnum, 3)þegar er til staðar fyrirferðar mikill hópur auðugra "kapítalista" í Rússlandi sem eru bæði "ríkistengdir" og "flokkstengdir" sem líklegir eru til þess að fara fyrir slíkri iðnvæðingartilraun, 4)þá séu líkur á að "crony capitalism" brasilísku iðnvæðingarinnar endurtaki sig einnig í Rússlandi, 5) að þeir ríkistengdu og flokkstengdu aðilar sem þá fari fyrir iðnvæðingunni notfæri sér tengsl innan kerfisins eins og gerðist í Brasilíu til þess - að takmarka samkeppnisumhverfi innan Rússlands.

Þannig að líklega fari eins, að upp rísi fyrirtæki sem sannarlega framleiði neysluvörur - en sá varningur verði einnig eins og útkoman varð í Brasilíu - ósamkeppnisfær við erlendan varning, einungis fær um að halda velli meðan að Rússlands markaðurinn helst lokaður.

Á endanum skapi sú iðnvæðing líklega - - engan nettó arð fyrir samfélagið, né hagkerfið.

Fyrir einhverja rest - - verði iðnaðurinn líklega einnig, eins og í Brasilíu, að myllusteini fyrir hagkerfið og þjóðfélagið.

  1. Það er áhugavert að íhuga hrunið í S-Ameríku, og hrunið sem síðar varð í A-Evrópu.
  2. En bæði "import substitution" iðnvæðingin og "ríkisrekstrar-iðnvæðing" A-Evrópu, hrundi fyrir rest.
  3. Í báðum tilvikum, var það skortur á skilvirkni - er á enda leiddi til hruns.
  • En mig grunar að einkarekstur "per se" sé ekki endilega skilvirkari en ríkisrekstur, ef um er að ræða "einökunarstöðu"/"fákeppnisumhverfi" - - > Það sé sjálft samkeppnisumhverfið sem leiði fram skilvirkni.
  • Megnið af iðnaðinum í S-Ameríku var eftir allt saman, einkarekinn. En í fákeppnisumhverfi eða einokunarstöðu.

 

Kv.


Bloggfærslur 11. janúar 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 236
  • Sl. viku: 362
  • Frá upphafi: 847003

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 342
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband