Ítalía aftur í efnahagskreppu - 14 tínd ár, hvað verða þau mörg?

Það kom fram á Financial Times vefnum, að Ítalía sé ca. statt þar í dag, efnahagslega séð, þ.s. Ítalía var fyrir 14 árum síðan - - "From 2000 until the peak, real GDP grew only 1.3 per cent a year and, since then, has shrunk 1.3 per cent a year – taking the economy back down to the size it was 14 years ago." - - og nú í ljósi þess að landið er aftur komið í kreppu, eftir að hafa mælst með smávegis hagvöxt síðasta ársfjórðung 2013. Þá standa spjótin á Mattheo Renzi forsætisráðherra!

Italy's economy slides back into recession

Renzi under pressure as Italy falls back into recession

Renzi’s economic strategy questioned as GDP shrinks

http://www.giornalettismo.com/wp-content/uploads/2014/03/matteo-renzi-tasse-maggio.jpg

Hann hefur gefið sig út fyrir að vera maðurinn sem tekur til hendinni, talað digurbarkalega um þörfina á breytingum, og sannarlega hefur hann breytt einu - - þ.e. ítalska þinginu. Eða nánar tiltekið, efri deild.

  • Efnahagsumbætur - - hafa látið á sér standa fram að þessu.
  • Eina efnahagsaðgerðin sem heyrst hefur um fram að þessu - - er launahækkun til lágtekjufólks, sem gildir bara þetta ár, þ.e. €80. En skv. frétt, sé það ekki að mælast í neyslu.
  • Fólkið sitji á þeim aurum vegna efnahagslegrar óvissu.

Fram að þessu virðist ekki hafa verið kynnt til sögunnar, nein sérstök - - ný efnahagsstefna.

Og varðandi spurninguna um halla á ríkissjóði, þá heldur efnahagsráðherra því fram, að engar nýjar sparnaðarráðstafanir þurfi til - - þó svo að miðað við fyrstu 6 mánuðir ársins sýni samdrátt virðist ekki sérlega líklegt; að áætlaður hagvöxtur ársins upp á 0,8% komi til að sjást.

Í reynd þarf Ítalía hagvöxt á seinni parti, til þess eins að standa á sléttu.

Þannig að heildarútkoma ársins sé "0."

Miðað við það að meðalvöxtur á Ítalíu árin 2000-2007 var 1,3%. Þá virðist afar ólíklegt að seinni partur árs geti sýnt þannig vöxt að dugi til þess að heildartalan fyrir árið verði 0,8%.

  1. En vandi Renzi er sá, að hann tók yfir þá ríkisstjórn er var fyrir, sem reyndist ófær um ákvarðanatöku undir Enrico Letta.
  2. En spurning hvort að það sé ekki að koma í ljós, að Mattheo Renzi, ráði ekkert betur við stjórn, samsetta út flokkum til hægri og vinstri - - sem áður voru ekki séu sammála um megindrætti stefnunnar, og eru ef til vill það ekki enn.

Það geti hafa hugsanlega verið mistök af honum, að neyða ekki frekar fram kosningar.

Samdráttur er að sjálfsögðu ekki gott mál, með skuldastöðu upp á um 135%.

“A state like ours, that needs some €400bn each year to service its debt, has significant limits in the use of fiscal policy,”

Að greiða af þeim, kostar mikið fé - ár hvert.

Ég hef áður heyrt þá tölu, að til þess að lækka þær skuldir - - þurfi Ítalía hagvöxt að lágmarki 3%.

Eða viðhalda ákaflega hárri prósentu í afgang af fjárlögum í afgang ár hvert, í ákaflega langan tíma.

Þá er það miðað við, lágar hagvaxtartölur í líkingu milli 0,5-1,5%.

En þá er einnig miðað við það, að verðbólga sé ekki lægri en 0,5%. Það áhugaverða er, að skv. EUROSTAT mælist meðalbólga evrusvæðis nú, 0,4%. 

Sem þíðir að sennilega hefur löndum í verðhjöðnun fjölgað. 

Euro area annual inflation down to 0.4%

Það verður forvitnilegt að fylgjast með því á næstunni, hvort að ríkisstjórnin gerir tilraun til þess, að leiða í lög umtalsverðar umbætur sérstaklega á vinnulöggjöf á Ítalíu.

En skv. Renzi, voru umbætur á þinginu, forsenda þess að unnt væri að framkvæma hraðar lagabreytingar. 

Hann hefur nú fengið - spark í rassinn. 

Nú þarf hann að taka til hendinni, eða hann reynist fyrir Ítali - - enn einn gagnslausi pólitíkusinn.

 

Niðurstaða

Án hagvaxtar geta skuldir Ítalíu ekki gert annað en að vaxa. Nema að ríkisstjórnin hefji stórfellda sölu ríkiseigna. Þá er tæknilega unnt að lækka skuldirnar nokkuð. En spurningin sem menn beina að stjórninni - - er auðvitað. Hvað ætlið þið að gera?

Enn virðast vera fá svör við því.

 

Kv.


Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna, segir 730þ. af íbúum A-Úkraínu hafi flúið land síðan átökin hófust

Skv. "UNHCR" sem stofnunin telur áreiðanlegar, er fjöldi flóttamanna í Rússlandi 730þ. en innan landsins 117þ. - sem nálgast samanlagt að vera 850þ. Miðað við 6,5 milljón íbúa í héröðunum Luhansk og Donetsk áður en átökin brutust út - - þíðir þetta að um 11% hafi flúið land, um 1,8% séu flóttamenn innan Úkraínu. Með öðrum orðum að flóttamenn nálgist 13% af heildarfólksfjölda.

Til samanburðar við stríðið í Sýrlandi, þ.s. 18 millj. áður en átök hófust, er fj. flóttamanna 2.884þ. - - sem sagt, að tæp 17% hafi flúið land. Með flóttamönnum innan landsins, sé alveg fjórðungur landsmanna flúnir að heiman.

11% vs. 17% eru vísbendingar, harmleikurinn er verri í Sýrlandi. En skv. þessum tölum, er hræðsla almennings við átökin, orðin afskaplega umtalsverð í A-Úkraínu. Verulegur fjöldi hafi kosið að yfirgefa þau svæði - sem barist er um þessa dagana og vikur.

Það er auðvitað algerlega rökrétt af óvopnuðum borgurum að koma sér af hættusvæðum.

About 730,000 have left Ukraine for Russia this year - UNHCR

Skv. fréttum, standa yfir harðir bardagar í Luhansk og Donetsk héruðum, nærri Donetsk borg og Luhansk borg. En stjórnarherinn sé að berja á sveitum uppreisnarmanna - - meðan hringurinn um þessi 2-höfuðvígi er stöðugt þrengdur.

Ukraine keeps up anti-rebel offensive with nervous eye on Russia

Russia troops build up on Ukraine border

  • Ef marka má frétt Financial Times, þá eru hersveitir Rússa nú staðsettar í verulegum fjölda, óvenjulega nærri landamærum Úkraínu.
  • Og þetta séu "hágæðasveitir" þ.e. það besta lið sem rússn. herinn ræður yfir.

"The battalions that have been deployed are predominantly those which have been at the forefront of a sweeping modernisation programme undertaken by Russia’s military in recent years and are among the best equipped and trained in the Russian army."

Kringum 20þ. hermenn - - þetta sé þó ekki eins mikill liðsafnaður við landamærin og í apríl, er fjöldinn var áætlaður um 40þ.

Það sé samt áhugavert að rússn. hermönnum sé aftur að fjölga meðfram landamærunum. Þannig séð, má vera að 20þ. - - sé einfaldlega nægur fjöldi.

  • Ef Pútín vill koma uppreisnarmönnum til aðstoðar.

Þannig séð, þarf ekki það að vera "slæm tíðindi" fyrir her Úkraínu, að borgarar séu að hafa sig brott, frá þeim svæðum sem um er barist.

Því það dregur úr mannfalli þeirra eftir allt saman - - sem gæti leitt til þess, að her Úkraínu verði síður tregur, til að beita þungavopnum á varnarlínur uppreisnarmanna, þegar bardagar hefjast um sjálf höfuðvígin, þ.e. Luhansk borg og Donetsk borg.

Það óhjákvæmilega leiði fram- -mikið tjón á byggingum.


Niðurstaða

Fjöldi flóttamanna sýnir að stríðið í Luhansk og Donetsk héröðum, er að valda almenningi búsifjum. Það má auðvitað deila um það - akkúrat hver ber ábyrgð. Uppreisnarmenn og stuðningsmenn þeirra, segja að stjórnarherinn beri alla ábyrgð. Á móti má benda á, að sá mannlegi harmleikur, hefði sannarlega ekki gerst, "ef uppreisnarmenn hefðu ekki hafið vopnaða uppreisn." 

Þetta er einnig töluvert skylt deilunni um það, hvort það eru Ísraelar eða Hamasliðar sem bera ábyrgð á miklu manntjóni borgara þar, sem nálgast 1.800. Ísraelar eru sannarlega að beita stórskotaliði, skriðdrekum og loftárásum - - tja, alveg eins og her Úkraínu. Það má auðvitað benda á móti á það, að Hamasliðar viðhafa "mun harðsnúnari eða -combative- stefnu gagnvart Ísrael en Heimastjórn Palestínumanna" Ísraelar fari fyrir bragðið mun mildari höndum um svæði á Vesturbakkanum. Þó ástandið sé ekki endilega - gott þar heldur. Sé það ekki neitt í líkingu við ósköpin á Gaza.

  • Þannig er alfarið -tel ég- réttmætt að benda á að "baráttuaðferðir skipta máli." 
  • Menn eiga ekki að vera mjög hissa á, að vopnaðri uppreisn sé mætt með "vopnum."

Ef t.d. Palestínumenn einskorðuðu sig við "friðsama baráttu" þá er ég viss um, að manntjón yrði almennt mun minna, og sama skapi tjón almennra borgara á byggingum.

Það sama vil ég meina að eigi við Luhansk og Donetsk. Að ef til vill, áttu uppreisnarmenn, aldrei að hefja vopnaða uppreisn. Þó að óvopnuð barátta fyrir þeirra málstað, hefði aldrei getað verið örugg um sigur með þeim aðferðum, er alveg ljóst að slíkar leiðir - - hefðu komið mun skár út fyrir almenning.

 

Kv.


Bloggfærslur 6. ágúst 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 247
  • Frá upphafi: 847361

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 244
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband