Kvarta yfir fréttaflutningi RÚV af átökunum í A-Úkraínu

Ástæðan að ég get ekki annað en - borið blak af "uppreisnarmönnum í A-Úkraínu" í þetta sinn. Er hvernig frétt RÚV er orðuð: Flugskeytum skotið á flóttafólk í Úkraínu

"Fjöldi almennra borgara lét lífið þegar uppreisnarmenn skutu á bílalest flóttamanna sem flúði borgina Luhansk í Austur-Úkraínu í morgun."

Þannig var fréttin lesin í útvarpinu - - að "uppreisnarmenn hefðu drepið konur og börn í bílalest."

Þetta virðist lauslega byggt á frétt Reuters: Dozens killed in attack on convoy, Ukraine says; rebels deny firing rocket

  • Það sem ég hef við svona fréttaflutning að athuga - - er að segja frá þessu með þeim hætti, eins og að frásögn stjórnvalda í Úkraínu - - sé algerlega pottþétt hin sanna útgáfa.

Ég er alls ekki að halda því fram - - að sú frásögn, sé örugglega "ósönn."

Einfaldlega að benda á, óvissuna - þegar stríðsátök geisa.

  1. Þegar skothríð og sprengjuregn er í gangi, verða gjarnan mistök - - t.d. vegna misskilinna skilaboða, eða misskilinna fyrirskipana. En hermenn gera mistök eins og aðrir.
  2. Það eru dæmi, um "friendly fire" mistök.

Svo það má - - alls ekki fyrirfram útiloka möguleikann, eigin mistök úkraínska hersins.

Sem talsmenn hans, mundu líklega "kenna uppreisnarmönnum um" frekar en að "viðurkenna eigin mistök."

  1. Sem þíðir alls ekki, að það sé endilega e-h sérlega ólíklegt, að uppreisnarmenn hafi skotið á þá bílalest, eins og fréttin heldur fram.
  2. Enda ekki endilega verið augljóslega auðvelt, að greina úr fjarlægð "eina bílalest" flutningabíla á vegum úkraínska hersins, frá annarri slíkri - - sem flutti e-h annað, t.d. hergögn. 

En uppreisnarmenn, örugglega vilja skemma sem flestar bílalestir úkraínska hersins sem þeir geta, og örugglega reyna hvað þeir geta, að ná sem flestum þeirra.

Ég hafna því alls ekki - - að það geti mjög vel verið, að uppreisnarmenn hafi framkvæmt þennan verknað, ekki vitandi að í þessi tiltekna bílalest - væri ekki verið að flytja hergögn eða vistir til hersins.

Ég einfaldlega - - bendi á, að setja það upp sem fullyrðingu, án nokkurs vafa, að uppreisnarmenn séu sekir um þann verknað, sé "forkastanlegt." Ekki dæmi um gott jafnvægi við fréttaflutning!

 

Niðurstaða

Menn mega ekki gleyma óvissunni í átökum. Að báðir aðilar ljúga - hafa ástæðu til þess, því frásagnir eru einnig hluti af vopnabúri þeirra, sem takast á. Ég er að tala um "áróður." Menn verða því ætíð, að taka frásögnum aðila sem eiga í stríði - - með fyrirvara. Alls - alls ekki, taka slíkar frásagnir upp hráar án gagnrýni.

Það þarf langt í frá alltaf vera, að slíkar frásagnir séu ósannar. 

En stundum gegnir sannleikurinn sínu hlutverki, ef það hentar að segja hann - í það skiptið.

Það þarf ætíð að gera ráð fyrir því, að frásagnir "séu ósannar" á sama tíma og þær einnig geta verið "sannar."

Sem auðvitað framkallar þessa áhugaverðu óvissu - fyrir utanaðkomandi. Sem eru að leitast við að skilja hvað er í gangi.

 

Kv.


Það getur komið að því, að Obama sendi her inn í Írak og landsmenn taki þeim sem frelsandi englum

Punkturinn er sá, að Írakar eru að kynnast því "helvíti" sem stjórn últra öfgasinnaðra Íslamista í "Islamic State" hreyfingunni - býður upp á. Eins og við sjáum í fréttum, þá eru milljónir Íraka á flótta. Liðsmenn IS stunda fjöldamorð á minnihlutahópum, sérstaklega "kristnum" og svokölluðu "Yazidi" fólki. Þeir virðast vera "forvitnileg leyf" af trúarbrögðum "fyrri tíma" á þessu landsvæði. Hvorki kristnir né múslimar.

  • Það er búið loksins að mynda þá "breiðfylkingarstjórn" sem til stóð að mynda.
  • Maliki virðist hafa sætt sig við, að stíga til hliðar.

Ríkisstjórn Íraks, hin nýja, kvá vera í samn. viðræðum, við tiltölulega hófsama vopnaða hópa Súnní Íraka, sem sumir a.m.k. gengu í lið með "IS." Um það væntanlega, að stinga rýtingnum í bakið á "IS."

Þ.e. þetta sem getur skapað bakgrunn fyrir endurkomu Bandar.hers til Írak.

En ef hún fer fram með þeim hætti:

  1. Að herinn er ekki sendur fyrr en ný ríkisstjórn Íraks hefur formlega farið fram á, að hann sé sendur þangað. 
  2. Og á sama tíma sé ljóst, að hinni nýju stjórn, hefur tekist að fá til lið við sig, a.m.k. hluta af vopnuðum hópum "Súnníta."

Þá væri endurkoma Bandar.hers með ákaflega ólíkum hætti, miðað við það með hvaða hætti - Bush sendi bandar. her inn í landið.

Og móttökurnar, gætu loksins verið þær - sem Bush hélt að þær yrðu.

Þ.e. að hermennirnir fái mjög varmar móttökur, verði tekið sem "frelsandi englum."

 

Niðurstaða

Það hafa fjölmargir Ameríkanar, sagt það hafa verið mistök að hafa sent herinn alfarið heim frá Írak. En vandi við það, að ef bandar.her hefði verið áfram í landinu, að þá hefði hann óhjákvæmilega - stutt ríkisstjórn landsins. Og vandinn við það, var sá að hún varð orðin, ákaflega óvinsæl -svo vægt sé orðað- meðal Súnní Araba er byggja landið og Kúrda. Það hve hratt ISIS sótti fram, virðist hafa verið vegna þess, að fj. vopnaðra hópa íraskra Súnní Araba - gekk í lið með þeim. Þannig að sigur ISIS var ekki síst borinn uppi, af uppreisn Súnní Araba hluta landsm. gegn ríkisstjórn landsins. Í því samhengi, ef Bandar.her hefði varið ríkisstjórnina - þá er líklegt að árásir íraskra Súnní Araba á Bandar.her hefðu hafist að nýju. Bandar. hefðu lent í nýju "skæru stríði."

Þessu komst Obama alfarið hjá - - með því að kveðja liðið heim. 

Efa þó að hann hafi verið það vitur, að hafa séð þetta fyrir. En þ.e. önnur saga.

En punkturinn er sá, að eins og hlutir hafa æxlast síðan, sé það loksins möguleiki að Bandar.her geti nú fljótlega snúið til baka, með stuðningi hófsamra afla meðal allra helstu hópa er byggja Írak.

Þá er það "ekki innrás" - heldur "aðstoð."

Í því samhengi, gætu þær viðtökur, sem Bush dreymdi um á sínum tíma, raunverulega komið fram.

 

Kv.


Bloggfærslur 18. ágúst 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 247
  • Frá upphafi: 847361

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 244
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband