Það getur komið að því, að Obama sendi her inn í Írak og landsmenn taki þeim sem frelsandi englum

Punkturinn er sá, að Írakar eru að kynnast því "helvíti" sem stjórn últra öfgasinnaðra Íslamista í "Islamic State" hreyfingunni - býður upp á. Eins og við sjáum í fréttum, þá eru milljónir Íraka á flótta. Liðsmenn IS stunda fjöldamorð á minnihlutahópum, sérstaklega "kristnum" og svokölluðu "Yazidi" fólki. Þeir virðast vera "forvitnileg leyf" af trúarbrögðum "fyrri tíma" á þessu landsvæði. Hvorki kristnir né múslimar.

  • Það er búið loksins að mynda þá "breiðfylkingarstjórn" sem til stóð að mynda.
  • Maliki virðist hafa sætt sig við, að stíga til hliðar.

Ríkisstjórn Íraks, hin nýja, kvá vera í samn. viðræðum, við tiltölulega hófsama vopnaða hópa Súnní Íraka, sem sumir a.m.k. gengu í lið með "IS." Um það væntanlega, að stinga rýtingnum í bakið á "IS."

Þ.e. þetta sem getur skapað bakgrunn fyrir endurkomu Bandar.hers til Írak.

En ef hún fer fram með þeim hætti:

  1. Að herinn er ekki sendur fyrr en ný ríkisstjórn Íraks hefur formlega farið fram á, að hann sé sendur þangað. 
  2. Og á sama tíma sé ljóst, að hinni nýju stjórn, hefur tekist að fá til lið við sig, a.m.k. hluta af vopnuðum hópum "Súnníta."

Þá væri endurkoma Bandar.hers með ákaflega ólíkum hætti, miðað við það með hvaða hætti - Bush sendi bandar. her inn í landið.

Og móttökurnar, gætu loksins verið þær - sem Bush hélt að þær yrðu.

Þ.e. að hermennirnir fái mjög varmar móttökur, verði tekið sem "frelsandi englum."

 

Niðurstaða

Það hafa fjölmargir Ameríkanar, sagt það hafa verið mistök að hafa sent herinn alfarið heim frá Írak. En vandi við það, að ef bandar.her hefði verið áfram í landinu, að þá hefði hann óhjákvæmilega - stutt ríkisstjórn landsins. Og vandinn við það, var sá að hún varð orðin, ákaflega óvinsæl -svo vægt sé orðað- meðal Súnní Araba er byggja landið og Kúrda. Það hve hratt ISIS sótti fram, virðist hafa verið vegna þess, að fj. vopnaðra hópa íraskra Súnní Araba - gekk í lið með þeim. Þannig að sigur ISIS var ekki síst borinn uppi, af uppreisn Súnní Araba hluta landsm. gegn ríkisstjórn landsins. Í því samhengi, ef Bandar.her hefði varið ríkisstjórnina - þá er líklegt að árásir íraskra Súnní Araba á Bandar.her hefðu hafist að nýju. Bandar. hefðu lent í nýju "skæru stríði."

Þessu komst Obama alfarið hjá - - með því að kveðja liðið heim. 

Efa þó að hann hafi verið það vitur, að hafa séð þetta fyrir. En þ.e. önnur saga.

En punkturinn er sá, að eins og hlutir hafa æxlast síðan, sé það loksins möguleiki að Bandar.her geti nú fljótlega snúið til baka, með stuðningi hófsamra afla meðal allra helstu hópa er byggja Írak.

Þá er það "ekki innrás" - heldur "aðstoð."

Í því samhengi, gætu þær viðtökur, sem Bush dreymdi um á sínum tíma, raunverulega komið fram.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Jamm, það þarf að frelsa þá frá ISIS... Það hefði kannski verið betra að vera ekki að því að búa til ISIS til að byrja með en... Snilldarbragð að búa til "helvíti" og nýta sér það svo til að þjóna hagsmunum sínum. Ekkert nýtt samt.

 "The former employee at US National Security Agency (NSA), Edward Snowden, has revealed that the British and American intelligence and the Mossad worked together to create the Islamic State of Iraq and Syria (ISIS).

Snowden said intelligence services of three countries created a terrorist organisation that is able to attract all extremists of the world to one place, using a strategy called “the hornet’s nest”."

"According to documents released by Snowden, “The only solution for the protection of the Jewish state “is to create an enemy near its borders”.

Leaks revealed that ISIS leader and cleric Abu Bakr Al Baghdadi took intensive military training for a whole year in the hands of Mossad, besides courses in theology and the art of speech."

http://www.globalresearch.ca/isis-leader-abu-bakr-al-baghdadi-trained-by-israeli-mossad-nsa-documents-reveal/5391593

Hörður Þórðarson, 18.8.2014 kl. 19:21

2 identicon

Sæll Einar Björn
Eins og þetta stríð gegn hryðjuverkum kemur okkur fyrir sjónir í dag þá er þetta núna stríð með hryðjuverkum, svo og með stuðningi Zíonista Ísrael. 

Obama authorized covert support for Syrian rebels,

U.S. finalizing plan to boost support for Syrian rebels 

Obama authorizes secret U.S. support for Syrian rebels 

US-Sponsored Terrorism in Iraq and “Constructive Chaos” in the Middle East

Rand Paul: US created ‘jihadist wonderland’ in Syria, Libya and Iraq

ISIS Terrorists were Trained by US in 2012 for Syria Conflict

Oklahoma Senator Says He Has Proof That Obama Is Supporting the Enemy

"It's a little tricky to keep up on who is on whose side, but for now ISIS, Al Qaeda, and the Syrian Revolutionary Front (aka FSA) are working together, and that means that any weapons or money that the U.S. government sends to the Syrian rebels are going to end up helping ISIS"(Isis & Al Nusra Merge & Announce Islamic Caliphate - Obama to Send them $500 Million)

ISIS Leader Abu Bakr Al Baghdadi Trained by Israeli Mossad, NSA Documents Reveal  http://www.globalresearch.ca/isis-leader-abu-bakr-al-baghdadi-trained-by-israeli-mossad-nsa-documents-reveal/5391593

ISIS Leader ‘Al-Baghdadi’ Is A ‘Jewish Mossad Agent’ – French Reports http://topinfopost.com/2014/08/08/isis-leader-al-baghdadi-is-a-jewish-mossad-agent-

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.8.2014 kl. 20:53

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hörður, þessar upplýsingar um meinta uppljóstrun Snowden varðandi þetta tiltekna atriði, eru rangar. Hann hefur aldrei fullyrt neitt í þessa átt. Þetta er aftur á móti orðin nokkuð vinsæl "flökkusaga á netinu" og hefur verið tekið upp af nokkrum fj. and amerískra síðna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.8.2014 kl. 22:59

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Gott og vel. Við skulum samt skoða sögu Abu Bakr Al Baghdadi eins og Washington Post segir hana hafa verið:

http://www.washingtonpost.com/news/morning-mix/wp/2014/06/11/how-isis-leader-abu-bakr-al-baghdadi-became-the-worlds-most-powerful-jihadi-leader/

"But the narrative solidifies in 2005, when he was captured by American forces and spent the next four years a prisoner in the Bucca Camp in southern Iraq. It was from his time there that the first known picture of Baghdadi emerged. And it’s also there, reports Al-Monitor, that he possibly met and trained with key al-Qaeda fighters."

Og Telegraph:

http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/middleeast/iraq/10891700/Iraq-crisis-the-jihadist-behind-the-takeover-of-Mosul-and-how-America-let-him-go.html

"Some describe him as a farmer who was arrested by US forces during a mass sweep in 2005, who then became radicalised at Camp Bucca, where many al-Qaeda commanders were held. Others, though, believe he was a radical even during the largely secular era of Saddam Hussein, and became a prominent al-Qaeda player very shortly after the US invasion"

Hvernig sem þessu er velt og snúið, þá er ekki annað að sjá en að USA hafi gert sitt til að skapa þennan mann.

Auðvitað á allt þetta upptök sín í ólöglegu stríði Bush og Blair gegn Írak. 

Hörður Þórðarson, 19.8.2014 kl. 00:07

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. vitað að hann var um hríð í fangabúðum á vegum Bandar. - en einnig að síðar var honum sleppt ásamt fj. þeirra er þar voru, augljós mistök miðað við hvað síðar hefur orðið. Þetta virðast ágiskanir að hann hafi orðið öfgamaður í fangabúðunum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.8.2014 kl. 09:55

6 identicon

Sæll aftur Einar Björn


"..hann var um hríð í fangabúðum á vegum Bandar. - en einnig að síðar var honum sleppt ásamt fj.."

Fyrir utan Abu Ghraib fangabúðirnar og Guantánamo fangabúðirnar (eða Gitmo) hvað veit maður um öll þessi leynilegu fangelsi í Austur Evrópu og allt þetta leynilega fangaflug og alla þessa leynilegu starfsemi á vegum CIA? 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.8.2014 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 136
  • Sl. sólarhring: 198
  • Sl. viku: 219
  • Frá upphafi: 846857

Annað

  • Innlit í dag: 127
  • Innlit sl. viku: 209
  • Gestir í dag: 125
  • IP-tölur í dag: 125

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband