Refsiaðgerðafarsi Bandaríkjanna og Rússlands

Gagnkvæmar refsiaðgerðir Bandaríkjanna og Rússlands tóku á sig farsakenndan brag í dag, þegar einstaklingar beittir refsiaðgerðum - sögðu það heiður fyrir sig að vera á slíkum nafnalista.

Obama bætti 20 nöfnum einstaklinga með einum eða öðrum hætti nátengdir Pútín, við nöfn 11. einstaklingar er áður höfðu verið bannaðir frá því að eiga í viðskiptum innan Bandaríkjanna eða við bandar. fyrirtæki, og einnig bannað að koma til Bandaríkjanna.

Pútín svaraði loks með því að banna 9 háttsetta Bandaríkjamenn, þar á meðal þekkta "senatora."

-----------------------------------------

Sanctions Are Badge of Honor as Foes Revel in Cold War Revival

"Russian tycoon Vladimir Yakunin" - "“I felt uncomfortable that many of my friends were on the first list but not me,” -. “Now I am at peace.”

"Andrei Fursenko, Putin’s adviser on education and science, said in an interview that he doesn’t have any U.S. assets and was simply included in sanctions because “the more the merrier.”"

"Dmitry Rogozin, a Russian deputy prime minister" - "“I think some joker drafted the U.S. president’s decree,” Rogozin wrote on Twitter. “Comrade Obama, what are people who have no accounts or property abroad supposed to do?"

----------------------------

"Boehner, the speaker of the U.S. House of Representatives, “is proud to be included on a list of those willing to stand against Putin’s aggression,” said spokesman Michael Steel in an e-mail."

"Senator McCain, on his Twitter account....“I guess this means my spring break in Siberia is off, Gazprom stock is lost & secret bank account in Moscow is frozen.”

 

Ætli þessar aðgerðir séu ekki frekar en hitt - - afhjúpandi fyrir skort á vilja meðal vesturlanda, til að beita Rússland aðgerðum sem bíta

The Economist var t.d. með áhugaverða grein, sem lýsir t.d. ágætlega - - af hverju Bretland mun ekki hvetja til harðra refsiaðgerða gegn Rússlandi: Russian money in Britain - Honey trapped

  1. "Britain grants three-year “investor” visas to foreigners who invest £1m or more in government bonds.
  2. Two years later they can buy residency for £10m as long as they have held on to the bonds.
  3. Russians were granted 433 of these visas between the third quarters of 2008 and 2013, more than any other nationality.
  4. Only the Chinese came close, with 419."

Þessi mynd úr greininni sýnir vel af hverju

Rússneskir peningar eru sem sagt að flæða inn í Bretland í enn meira mæli en kínverskir. Fjöldi auðugra rússneskra "oligarka" eigi annað heimili í London. Börnin þeirra gangi í breska einkaskóla. Og þeirra fyrirtæki séu skráð í kauphöllinni í London.

Það sé útilokað að breska ríkisstjórnin muni - - loka á þetta fjárinnstreymi.

  • Yfirlýsingar um refsiaðgerðir - - séu því augljóst veikleikamerki.
  • Gagnaðgerðir Pútíns, fullkomni farsann!

Það sé ekkert í þeim aðgerðum sem fram hafa komið til þessa, sem líklegt sé að fá Pútín til að hugsa sig um tvisvar.

Óljósar yfirlýsingar um harðari aðgerðir hafa fram komið -- en skv. Financial Times er haft eftir Obama að hann hafi undirritað heimildarákvæði, um "miklu harðari refsingar" - - að sögn Obama “These sanctions will not only have a significant impact on the Russian economy, but could also be disruptive to the global economy.” - - sem er að sjálfsögðu af hverju þeim yrði ekki beitt.

Mældur hagvöxtur í Evrópu er einungis á bilinu 0,4-0,5% skv. nýlegum tölum, hagvöxtur í Bandaríkjunum er ekki að slá nein met - þó hann sé skárri þ.e. kannski nálægt 2%. 

En á sama tíma berast fréttir af því að það hægi á hagvexti í Kína, einnig virðist vera að hægja á hagvexti í svokölluðum "nýmarkaðslöndum" - - þannig að líklega þarf eitthvað mjög mikið að gerast til þess að Obama leggi á refsiaðgerðir sem "geta ógnað heimshagkerfinu."

Þ.s. heimshagkerfið sé í þeirri stöðu að líklega þarf ekki mjög mikið til þess að starta annarri heimskreppu!

 

Niðurstaða

Það virðist einhver refsiaðgerða-leikur í gangi milli Bandaríkjanna og Evrópu annars vegar, og Pútíns hins vegar. Það eina sem það leikrit virðist sýna sé hve tilgangslitlar þær aðgerðir séu. 

Eins og að þær séu til þess eins að sanna fyrir pólitík heima fyrir, að eitthvað hafi verið gert. Með öðrum orðum, þær séu "for domestic political consumption."

 

Kv.


Kína virðist vera að gera tilraun til að slátra efnahagsbólu án þess að það framkallist "krass!"

Það hefur vakið athygli þ.s. virðist innan Kína vera "bólu-krass" í hægagangi. En stjórnvöld virðast vera að gera tilraun til að "sprengja" með ýtrustu varfærni "graftarkýli" í hagkerfinu, án þess að það leiði til eiginlegrar kreppu eða efnahagshruns.

Þarna má sjá að verki áhugaverða tilraun til - - stýrðrar lendingar á hagkerfinu!

Þetta er eins langt frá "frjálshyggju" og hugsast getur - - þ.e. stjv. virðast vera að velja og hafna, þegar þau ákveða "hver verður gjaldþrota" og hver er of mikilvægur til þess að óhætt sé að heimila gjaldþrot?

Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvort kínv. stjv. tekst að tempra niður þá risastóru fjármagnsbólu sem myndast hefur innan einkahagkerfisins, án þess að það gerist sem nær alltaf - að það verði leiðrétting í formi kreppu!

Let a hundred companies fail

George Magnus - China’s financial distress turns all too visible

 

Áhugaverð er útskýring ritstjóra Financial Times!

  1. "Since taking off five years ago, China’s debt market has had the appearance of a one-way bet."
  2. "The country’s turbocharged growth meant corporations were typically in good enough financial health to pay back their loans."
  3. "But even those companies that ran into trouble did not face the risk of default, since the government would order state-owned banks to ride to their rescue."
  4. "The same principle applied to local authorities, which were put in the position to borrow large sums of money via off-balance sheet financial vehicles."
  • "The era of riskless borrowing came to an abrupt end this month, when the authorities decided to let Chaori, a solar-cell maker, miss an interest payment on a bond, triggering the first default in China’s modern history."

Þessi 5 ár hafa skuldir hagkerfisins - - vaxið úr 130% í 230%.

Þetta er sennilega "hraðasta" skuldasöfnun sem þekkist á seinni tímum í meiriháttar hagkerfi.

Í ljósi þess að fram að þessu höfðu allir lánveitendur verið varðir - - þá blasir við að líkur eru yfirgnæfandi á því að mikið sé af "óvönduðum" lánum.

Sú lánabóla er varð til á Íslandi - - var nægilega herfilega slæm, þó hefur það prinsipp verið til staðar frá upphafi, að menn verða gjaldþrota ef þeir ráða ekki við lánin sín, eða þ.e. a.m.k. bankinn sem þá ræður þeirri útkomu - - ekki stjv.

Ritstjórinn bendir einnig á þ.s. hann kallar "credit chain" þ.e. að stór fyrirtæki "ábyrgist" lán fyrirtækja gjarnan "íhlutaframleiðenda" sem eru háð stóra fyrirtækinu - - sé algeng í Kína. 

  • Þannig að stórt gjaldþrot gæti "tekið niður heilt fyrirtækjanet."

Síðan eru merkileg þessi  "off-balance sheet financial vehicles" sem hann nefnir, en ég hef lesið um þau - - en kínv. bankarnir virðast hafa stundað áhættu lánsfjármögnun með "nýstárlegum hætti" þ.e. þeir gerast "brokers" þ.e. milligönguaðili í lánaviðskiptum þ.s. fyrirtæki óskar eftir láni, en bankinn auglýsir þá ósk "sem fjárfestingartækifæri" "höfum í huga að öll lán höfðu fram að þeim tíma verið örugg" "sama hversu vitlaus þau voru."

Þ.s. þetta þíðir er að - - þegar skuldabréfið fellur. Þá standa þeir einstaklingar sem lögðu fram fé í púkkið uppi með sárt ennið, þ.e. tapa sínu fé.

Meðan að bankinn sleppur - - það hefur verið gríðarlegur vöxtur í slíku formi "shadow banking" þ.s. þetta var eftir allt saman auglýst sem "gróði án áhættu."

  • Og það virtist a.m.k. "satt" þessi 5 ár.
  1. Með þetta í huga - - þá get ég ekki ímyndað mér þær fjárhagslegu rúllupylsur sem líklega hafa orðið til innan kínv. einkahagkerfisins.
  2. Þær eru nægilega slæmar stundum, þegar menn vita að lán geta tapast.
  3. Þær hljóta að vera miklu mun verri, eða það virðist rökrétt, í hinu kínv. efnahagsumhverfi, sem fram að þessu hafði verið "risk free" eða svo töldu menn að stjv. hefðu lofað.

Auðvitað er það svo að það er aldrei neitt - - sem ekki hefur nokkra hina minnstu áhættu.

Stóra spurningin er - - hvort þ.e. virkilega mögulegt fyrir kínv. stjv. að sprengja graftarkýlin, án þess að einkahagkerfið innan Kína detti í dæmigerða "kreppu?"

Efasemdir eru rökréttar, þ.s. ég get ekki í fljótu bragði nefnt eitt einasta hagkerfi sem hefur vaxið frá fátækt upp í ríkidæmi, án þess að lenda a.m.k. einni stórri kreppi á þeirri vegferð.

 

Niðurstaða

Eins og Magnus bendir á, þá er þessi tilraun kínv. stjv. líkleg til að hafa verðhjaðnandi áhrif. Það hefur vakið athygli, að verðlag á hrávörum sérstaklega málmum sem Kína hefur keypt mikið af í seinni tíð - - hafa verið að falla nýverið. Bersýnilega vegna þess að hægt hefur á eftirspurn innan Kína.

Það virðist gersamlega öruggt að frekari tilraunir kínv. stjv. til að lenda hagkerfinu án brotlendingar, muni leiða til þess að frekar en nú þegar orðið er muni hægja á hagvexti innan Kína.

Vandinn við það, er náttúrulega sá - - að þegar alvarleg lánabóla hefur myndast. Þá þarf ekki endilega meira til svo að gjaldþrotahrina fari af stað, en að hagvöxtur minnki.

Ef gjaldþrotahrinan hefst, getur hagvöxtur á undraskömmum tíma orðið að niðursveiflu.

Hvað haldið þið - - mun Kína sleppa við þá klassísku leiðréttingarkreppu er virðist framundan?

Eða mun sú kreppa skella yfir?

Ef Kína dettur í raunverulega kreppu, þá mun bersýnilega verða "verðhrun" á dæmigerðum "commodities" þ.e. hrávörum. Það mundi m.a. þíða verðhrun líklega á áli.

 

Kv.


Bloggfærslur 20. mars 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 25
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 265
  • Frá upphafi: 847347

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 261
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband