Heimskasta hugmynd allra tíma - sameining við Noreg?

Það kom fram í vikunni að hópur einstaklinga hefur stofnað vef- og Fésbókarsíðu utan um hugmynd að flokki: Fylkisflokkurinn. Ef það eru "rök" fyrir þeirri sameiningu, þá virðast þau felast fyrst og fremst í því "hvernig þeir vitna í könnun World Economic Forum á samkeppnishæfni landa" - Austur-Evrópskt viðskiptaumhverfi, afríkanskt fjármálalíf og efnahagstaða Karíbahafsins. Þegar maður les þeirra greiningu á niðurstöðum WOF þá les maður úr því 2-megin ástæður fyrir lakari samkeppnishæfni:

  1. Smæð Íslands, sem veldur auknum efnahagsóstöðugleika sbr.v. stærri lönd, sem skapar smáan heimamarkað, sem er stór orsakavaldur að einhæfni atvinnulífs og því líklega a.m.k. hluta orsök þess að hér eru laun lægri en í stærri löndum. Að auki getur smæð vel verið "faktor" í pólit. óstöðugleika. Í veikleika stofnana þannig að eftirlit með samkeppnismarkaði er lakara. Til viðbótar er smæð líklega örsakasamhengi að fákeppni sem hefur verið og er vandamál á Íslandi.
  2. Höftin, mín skoðun er að það sé ekki "krónan" sem sé osakavaldur í því að "þörf verði líklega fyrir einhver höft áfram" - heldur sé aftur "smæð" landsins meginbreytan. Það kemur til af því, að "smæð" landsins þíðir - að landið er og verður áfram, "ákaflega viðkvæmt fyrir tilfærslum fjármagns" - en slík er smæð efnahagslifsins og slík er stærð þess flæðandi fjármagns sem er til staðar í heimskerfinu. Að það þarf ekki sérlega marga milljarða dollara eða evra til að streyma hingað tímabundið. Til þess að setja allt á hvolf. A)Fyrst mundi innstreymið, skapa verðbólu hvort sem er í verðbréfum eða öðrum eignum. B)Svo mundi snöggt útstreymi skapa snöggan skell. C)Snöggt útstreymi gæti alltaf valdið -frekari höftum- þ.e. lokun landsins gagnvart fjárstreymi að nýju, ef við gætum okkar ekki í bóluástandi þ.e. gætum þess ekki að nota ekki það fé sem streymt hefur inn til neyslu þ.e. til að fjármagna viðskiptahalla.
  • Ég neita því ekki, að smæð landsins sé vandamál að mörgu leiti, hafi alltaf verið.
  • En ég sé ekki að innganga í Noreg, leysi þessi vandamál "endilega."

Sjáið loforðalista Fylkisflokksins, hvernig innganga í Noreg á að leysa öll vandamál.

  1. Meginbreyting er Ísland væri hérað í Noregi, væri að Ísland væri "afkekkt hérað" miðað við þungamiðju Noregs sem eru héröðin í kringum Osló. Í noregi eru afskekkt héröð verulega "styrkt" með sameiginlegu skattfé Norðmanna. Þannig er tryggt að fólk í afskekktum héröðum "hafi ekki verulega lægri lífskjör." Þessir styrkir auðvitað kosta Noreg mjög verulegar upphæðir ár hvert.
  2. Ég verð að segja, að ég hef verulegar efasemdir um það, að Norðmenn mundu samþykkja að veita Íslandi aðgang að þessu "styrkjakerfi" þ.e. sameiginlegu skattfé núverandi byggða í Noregi. Þá blasir ekki beint við mér - hvað við aðild að Noregi ætti að vera slík kjarabylting sem stuðningsmenn aðildar að Noregi halda á lofti.
  3. En ég sé ekki nokkra ástæðu þess, að innganga í Noreg - sé líklegi að skapa aukna fjölbreytni atvinnulífs á Íslandi. Sannarlega er heimamarkaður Noregs stærri samt smár á alþjóðamælikvarða - "en sá er megni til þ.s. meginþungamiðja íbúa Noregs er til staðar" þ.e. í "fjölmennustu byggðum Noregs." Með öðrum orðum, í S-Noregi.
  4. Punkturinn er sá, að fyrirtæki koma sér fyrir sem næst meginþungamiðja heimamarkaðarins þ.e. "ekki í afskekktum byggðum" eins og "nyrst í Noregi" en fjarlægð til Ísl. er svipuð miðað við S-Noreg. Heldur á þeim svæðum þar sem meginþungamiðja þéttbýlis Noregs er að finna þ.e. í S-Noregi.

Þó að tæknilega væru Íslendingar með aðgang að stærri heimamarkaði, þá væri það samt alltaf örðugt að halda í fyrirtæki hér sem hefðu þann valkost að koma sér fyrir í S-Noregi.

  1. Það er nálægðin við þéttbýlið sem þá laðar að, þ.e. í grennd við Osló ertu "nálægð við byggðir með meir en milljón íbúa."
  2. En ekki bara það heldur einnig "skammt til Svíþjóðar" og "skammt til Danmerkur." Þau lönd, þ.e. S-Svíþjóð og Danmörk, eru þá hluti "heimamarkaðar fyrirtækja staðsett í grennd við Osló."
  3. Svo má ekki heldur gleyma því, að ef þú ert með þitt fyrirtæki staðsett í grennd við meginþéttleika byggðar, þá ertu einnig með aðgang að fjölbreyttara vinnuafli og að auki smærri líkur á að þú getir ekki útvegað þér þá starfsmenn með þá þekkingu sem þig vanhagar.
  4. Hvað gæti Ísland sem meðlimur að Noregi boðið fyrirtækjum á Íslandi upp á til þess að þau sættust á það óhagræði að vera hér frekar en að vera nærri Osló þ.s. nálægðin við markaði væri meiri, og vegna meiri íbúaþéttleika væri betri aðgangur að fjölbreyttu vinnuafli? Lægri laun er nánast það eina sem Ísland gæti boðið sem hluti af Noregi.
  • Afskekktari byggðir Noregs, hafa einmitt svipuð vandamál og Ísland - að þar sé atvinnulíf fábreytt.
  • Meðan að kjarni Noregs þ.e. svæðin með mestan íbúaþéttleika, þar er umtalsvert einnig fjölbreyttara atvinnulíf.

Upp úr 1970 var munur á lífskjörum í Noregi og Íslandi "miklu smærri" en í dag. Upp úr 1970 fara tekjur af olíuvinnslu að lyfta upp kjörum fólks í Noregi.

Ísland í dag er í sérstöku ástandi, sem dregur niður kjör tímabundið - þ.e. hrun skuldir sem lækka kjör sennilega ca. 20% eða hér um bil.

Á sama tíma, eru "olíutekjur Norðmanna komnar yfir há-punktinn" þ.e. þær lindir sem séð hafa Norðmönnum fyrir gríðarlegum auðæfum - - munu fara að þverra á nk. árum, olíutekjur að minnka.

Ég er ekki að segja Noreg standa frammi fyrir "hraðri hnignun" - - en á hinn bóginn þá verða Norðmenn væntanlega á næstu árum mun meir meðvitaðir um það, að þeir þurfa að halda vel utan um olíusjóðinn sem þeir hafa safnað sér.

Því hann verði á næstu árum í vaxandi mæli "bakgrunnur tekjuöryggis Norðmanna." Sem þíðir að þeir verða ef e-h er, enn varfærnari með notkun hans en hingað til.

  • Það verði því afar afar ólíklegt, að þeir samþykki að styrkja Ísland með stórfé eins og byggðir í N-Noregi, til þess að tryggja tekjujöfnun hér miðað við Noreg.
  • En án þess að fá aðgang að skattfé Norðmanna - - kem ég ekki auga á neitt það sem ætti að lyfta Íslandi upp í hærri lífskjör, þ.e. ég kem ekki auga á hvernig "Fylkisflokkurinn" mundi geta staðið við fullyrðingar á borð við 100% hærri laun.

 

Hvernig sé ég framtíð Íslands sem sjálfstæðs ríkis?

Smæð Íslands hefur alltaf verið vandamál, og það verður það áfram - sbr. smár heimamarkaður, fákeppni, fábreyttni atvinnulífs, sem hefur haldið frekar en hitt niðri kjörum. Ísland væri miklu mun fátækara en það er í dag, ef Ísland nyti ekki tiltekinna auðlynda sbr. "heitt vatn" sem leiðir til mun kostnaðarminni hitunar húsa samanborið við það sem fólk víðast hvar annars staðar býr við, vatnsafl sem hefur skaffað Íslendingum mun lægra orkuverð en fólk víðast hvar annars staðar býr við. Og auðvitað landið sjálft sem gerir það að ferðamannaparadís - - og ekki síst, miðin í kringum landið sem skaffa verulegar tekjur með útflutningi fiskafurða.

Ég held að á nk. árum verði kjarastaða Íslendinga hlutfallslega hagstæðari en hún er í dag, vegna þess að það er að ganga á olíulindir Jarðarbúa "þó svo að -fracking- hafi verið þróuð sem leið til að vinna viðbótar olíu þá líklega einungis frestar það um 20-30 ár þeirri þróun að olíuverðlag verði ákaflega hátt. Hér er tæknilega unnt að rafvæða bílaflotann. Við munum ekki þurfa að innleiða ákaflega kostnaðarsamar aðferðir við framleiðslu á orku til heimilisnota, orkuverð á að geta haldist lágt til heimila "meðan það hækkar annars staðar." Hrunskuldirnar munu hverfa á endanum - þær verða ekki hér til endaloka eilífðar.

Ég held að hér séu vannýtt tækifæri - þá horfi ég til áliðnaðar. En framleiðsla á verðmætri vöru "úr áli" virðist mér augljós leið til þess að bæta kjör Íslendinga. Þó svo að hér væri ekki framleitt nema varningur úr 5% af framleiddu áli. Mundi strax muna um það. "En framleiðsla varnings úr álinu hér framleitt mundi auka útflutningstekur af álframleiðslu." Þannig kjör allra sem hér búa. Þannig að - - því hærra hlutfall af álinu sem við mundum nota til framleiðslu af slíku tagi - - því hærri yrðu kjör landsmanna. Ég er að tala um "iðnvæðingu" að í grennd við hvert álver mundi rísa "iðnaðarhverfi."

Líklega því fjölmenn íbúabyggð, ef fjölmenn íbúabyggð væri ekki fyrir.

Ég er ekki að segja að við munum pottþétt ná hinum Norðurlöndunum.

En við eigum að geta bætt kjör fólks sem býr hér, ef haldið er vel á spöðum.

Mér virðist það með engum hætti ljóst, að Ísland hefði það betur sem "afskekkt hérað í öðru landi" eða sem "afskekkt jaðarland í ESB."

  1. Það sem við höfum úr að spila eru okkar auðlindir - - við getum náð mun meir út úr "álinu" en við hingað til höfum gert.
  2. Fiskimiðin eru fullnýtt - - frekari arðaukning verður sennilega ekki dramatísk.
  3. Við þurfum að gæta þess, að hér sé haldið í "lágt orkuverð" svo að almenningur haldi áram að njóta lágs kostnaðar.
  4. Ferðamennsku er unnt að efla frekar.

Ég skal ekki segja að hér sé ekki unnt að skapa hátæknifyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Það blasir aftur á móti ekki við mér neitt samkeppnisforskot sem Ísland hefur fram yfir önnur lönd á slíkum sviðum. Slík fyrirtæki verða alltaf í gríðarlega hörðu samkeppnisumhverfi. Eiginlega því erfiðasta sem til er. Finnland hefur "misst að mestu Nokia" þ.e. það fyrirtæki hefur selt frá sér sína meginstarfsemi. Þetta sýnir hve erfitt samkeppnisumhverfi hátækni-iðnaðurinn er. Það er afar erfitt að tolla á toppnum - - fyrir Bandar. skiptir ekki máli að einu stórfyrirtæki hnignar en t.d. fyrir Finnland þá þíðir það "hagkerfinu öllu hnignar." Líklega er hnignun NOKIA ástæða þess að Finnland er í efnahagsstöðnun og verðhjöðnun núna.

Punkturinn er, að það sé í besta lagi að hafa hátækni-iðnaðinn með. Á sama tíma, sé þetta afar óstöðugur iðnaður - - það komi ört toppar og dalir. Ekki sé unnt að stóla á hann - - í staðinn fyrir allt hitt. Það gæti það alveg sama gerst þegar Ísland stólaði á 3-risa banka, að stór fyrirtæki sem vegnaði vel um tíma - - gætu hrunið á skömmum tíma; ef þau veðja á rangan hest í því tæknikapphlaupi sem er í gangi í heiminum.

Sem segir einnig, að ég hafi ekki beint á móti því "endilega" að hefja aftur "alþjóða bankastarfsemi á Íslandi" - - en við yrðum þá að muna það "að þetta óstöðug starfsemi." Við mættum ekki stóla of mikið heldur á hana.

  1. Það sem ég er að segja - - er að það séu engar töfralausnir sem líklegar eru til að hækka okkar kjör hér með dramatískum hætti.
  2. Við getum styrkt þær stoðir sem hér eru frekar, sbr. ábending um áliðnaðinn. Aukið ferðamennsku frekar.
  3. Við getum fjölgað þeim, sbr. hátækni-iðnað. Hugssanlega aftur að einhverju leiti aftur farið í alþjóða fjármálastarfsemi "en með mun meiri varfærni en áður."

 

Niðurstaða

Ef við höldum vel á spöðum hverfa þær skuldir sem íþyngja okkur smám saman. Það á alveg að vera mögulegt, að viðhalda stöðugri "ekki endilega mjög hraðri" bætingu kjara íbúa landsins næstu áratugina.

Ég veit ekki hvort við náum hinum Norðurlöndunum mokkru sinni.

En við ættum að geta tollað og vel það í hópu efnaðara þjóðfélaga í heiminum.

Ég held að -miðað við örþjóðfélag- þá væri það afar góður árangur.

Ég sé aftur á móti ekki, að innganga Íslands í annað land - - bæti stöðu landsmanna með dramatískum hætti. Að það sé betra að vera "afskekkt hérað" frekar en "afskekkt land." Ókostirnir séu áfram megindráttum þeir sömu í báðum tilvikum.

  • Margir vanmeta það "tækifæri sem felst í sjálfstæðinu" það að geta "samið beint við önnur lönd" - "eða beint milliliðalaust við risafyrirtæki."
  • Að stjórnvald sem staðsett er á Íslandi - - sé líklegra að þjóna hagsmunum "landsmanna" fremur en stjórnvald mun stærra lands - er Ísland væri einungis hérað innan.
  • Nálægð við stjórnvaldið getur sannarlega verið galli - - sbr. kunningjaþjóðfélag. Erfitt er gjarnan að tryggja fullt hlutleysi ákvarðana sem skapar hættu á tiltekinni gerð af spillingu.
  • Á hinn bóginn, ættum við að geta "tryggt minni fyrringu milli stjórnvalds og almennings." Nema auðvitað þeir sem stjórna séu klaufar.
  • En þá er málið að skipta klaufunum út og setja þá til valda sem skilja vanda fólksins. Með öðrum orðum, ef það eru klaufar við völd. Þá er það okkur kjósendum að kenna. Að beita okkur ekki fyrir því að fólk með góða almenna skynsemi sé við völd.

 

Kv.


Bloggfærslur 9. nóvember 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 82
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 434
  • Frá upphafi: 847075

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 411
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband