Heimskasta hugmynd allra tíma - sameining við Noreg?

Það kom fram í vikunni að hópur einstaklinga hefur stofnað vef- og Fésbókarsíðu utan um hugmynd að flokki: Fylkisflokkurinn. Ef það eru "rök" fyrir þeirri sameiningu, þá virðast þau felast fyrst og fremst í því "hvernig þeir vitna í könnun World Economic Forum á samkeppnishæfni landa" - Austur-Evrópskt viðskiptaumhverfi, afríkanskt fjármálalíf og efnahagstaða Karíbahafsins. Þegar maður les þeirra greiningu á niðurstöðum WOF þá les maður úr því 2-megin ástæður fyrir lakari samkeppnishæfni:

  1. Smæð Íslands, sem veldur auknum efnahagsóstöðugleika sbr.v. stærri lönd, sem skapar smáan heimamarkað, sem er stór orsakavaldur að einhæfni atvinnulífs og því líklega a.m.k. hluta orsök þess að hér eru laun lægri en í stærri löndum. Að auki getur smæð vel verið "faktor" í pólit. óstöðugleika. Í veikleika stofnana þannig að eftirlit með samkeppnismarkaði er lakara. Til viðbótar er smæð líklega örsakasamhengi að fákeppni sem hefur verið og er vandamál á Íslandi.
  2. Höftin, mín skoðun er að það sé ekki "krónan" sem sé osakavaldur í því að "þörf verði líklega fyrir einhver höft áfram" - heldur sé aftur "smæð" landsins meginbreytan. Það kemur til af því, að "smæð" landsins þíðir - að landið er og verður áfram, "ákaflega viðkvæmt fyrir tilfærslum fjármagns" - en slík er smæð efnahagslifsins og slík er stærð þess flæðandi fjármagns sem er til staðar í heimskerfinu. Að það þarf ekki sérlega marga milljarða dollara eða evra til að streyma hingað tímabundið. Til þess að setja allt á hvolf. A)Fyrst mundi innstreymið, skapa verðbólu hvort sem er í verðbréfum eða öðrum eignum. B)Svo mundi snöggt útstreymi skapa snöggan skell. C)Snöggt útstreymi gæti alltaf valdið -frekari höftum- þ.e. lokun landsins gagnvart fjárstreymi að nýju, ef við gætum okkar ekki í bóluástandi þ.e. gætum þess ekki að nota ekki það fé sem streymt hefur inn til neyslu þ.e. til að fjármagna viðskiptahalla.
  • Ég neita því ekki, að smæð landsins sé vandamál að mörgu leiti, hafi alltaf verið.
  • En ég sé ekki að innganga í Noreg, leysi þessi vandamál "endilega."

Sjáið loforðalista Fylkisflokksins, hvernig innganga í Noreg á að leysa öll vandamál.

  1. Meginbreyting er Ísland væri hérað í Noregi, væri að Ísland væri "afkekkt hérað" miðað við þungamiðju Noregs sem eru héröðin í kringum Osló. Í noregi eru afskekkt héröð verulega "styrkt" með sameiginlegu skattfé Norðmanna. Þannig er tryggt að fólk í afskekktum héröðum "hafi ekki verulega lægri lífskjör." Þessir styrkir auðvitað kosta Noreg mjög verulegar upphæðir ár hvert.
  2. Ég verð að segja, að ég hef verulegar efasemdir um það, að Norðmenn mundu samþykkja að veita Íslandi aðgang að þessu "styrkjakerfi" þ.e. sameiginlegu skattfé núverandi byggða í Noregi. Þá blasir ekki beint við mér - hvað við aðild að Noregi ætti að vera slík kjarabylting sem stuðningsmenn aðildar að Noregi halda á lofti.
  3. En ég sé ekki nokkra ástæðu þess, að innganga í Noreg - sé líklegi að skapa aukna fjölbreytni atvinnulífs á Íslandi. Sannarlega er heimamarkaður Noregs stærri samt smár á alþjóðamælikvarða - "en sá er megni til þ.s. meginþungamiðja íbúa Noregs er til staðar" þ.e. í "fjölmennustu byggðum Noregs." Með öðrum orðum, í S-Noregi.
  4. Punkturinn er sá, að fyrirtæki koma sér fyrir sem næst meginþungamiðja heimamarkaðarins þ.e. "ekki í afskekktum byggðum" eins og "nyrst í Noregi" en fjarlægð til Ísl. er svipuð miðað við S-Noreg. Heldur á þeim svæðum þar sem meginþungamiðja þéttbýlis Noregs er að finna þ.e. í S-Noregi.

Þó að tæknilega væru Íslendingar með aðgang að stærri heimamarkaði, þá væri það samt alltaf örðugt að halda í fyrirtæki hér sem hefðu þann valkost að koma sér fyrir í S-Noregi.

  1. Það er nálægðin við þéttbýlið sem þá laðar að, þ.e. í grennd við Osló ertu "nálægð við byggðir með meir en milljón íbúa."
  2. En ekki bara það heldur einnig "skammt til Svíþjóðar" og "skammt til Danmerkur." Þau lönd, þ.e. S-Svíþjóð og Danmörk, eru þá hluti "heimamarkaðar fyrirtækja staðsett í grennd við Osló."
  3. Svo má ekki heldur gleyma því, að ef þú ert með þitt fyrirtæki staðsett í grennd við meginþéttleika byggðar, þá ertu einnig með aðgang að fjölbreyttara vinnuafli og að auki smærri líkur á að þú getir ekki útvegað þér þá starfsmenn með þá þekkingu sem þig vanhagar.
  4. Hvað gæti Ísland sem meðlimur að Noregi boðið fyrirtækjum á Íslandi upp á til þess að þau sættust á það óhagræði að vera hér frekar en að vera nærri Osló þ.s. nálægðin við markaði væri meiri, og vegna meiri íbúaþéttleika væri betri aðgangur að fjölbreyttu vinnuafli? Lægri laun er nánast það eina sem Ísland gæti boðið sem hluti af Noregi.
  • Afskekktari byggðir Noregs, hafa einmitt svipuð vandamál og Ísland - að þar sé atvinnulíf fábreytt.
  • Meðan að kjarni Noregs þ.e. svæðin með mestan íbúaþéttleika, þar er umtalsvert einnig fjölbreyttara atvinnulíf.

Upp úr 1970 var munur á lífskjörum í Noregi og Íslandi "miklu smærri" en í dag. Upp úr 1970 fara tekjur af olíuvinnslu að lyfta upp kjörum fólks í Noregi.

Ísland í dag er í sérstöku ástandi, sem dregur niður kjör tímabundið - þ.e. hrun skuldir sem lækka kjör sennilega ca. 20% eða hér um bil.

Á sama tíma, eru "olíutekjur Norðmanna komnar yfir há-punktinn" þ.e. þær lindir sem séð hafa Norðmönnum fyrir gríðarlegum auðæfum - - munu fara að þverra á nk. árum, olíutekjur að minnka.

Ég er ekki að segja Noreg standa frammi fyrir "hraðri hnignun" - - en á hinn bóginn þá verða Norðmenn væntanlega á næstu árum mun meir meðvitaðir um það, að þeir þurfa að halda vel utan um olíusjóðinn sem þeir hafa safnað sér.

Því hann verði á næstu árum í vaxandi mæli "bakgrunnur tekjuöryggis Norðmanna." Sem þíðir að þeir verða ef e-h er, enn varfærnari með notkun hans en hingað til.

  • Það verði því afar afar ólíklegt, að þeir samþykki að styrkja Ísland með stórfé eins og byggðir í N-Noregi, til þess að tryggja tekjujöfnun hér miðað við Noreg.
  • En án þess að fá aðgang að skattfé Norðmanna - - kem ég ekki auga á neitt það sem ætti að lyfta Íslandi upp í hærri lífskjör, þ.e. ég kem ekki auga á hvernig "Fylkisflokkurinn" mundi geta staðið við fullyrðingar á borð við 100% hærri laun.

 

Hvernig sé ég framtíð Íslands sem sjálfstæðs ríkis?

Smæð Íslands hefur alltaf verið vandamál, og það verður það áfram - sbr. smár heimamarkaður, fákeppni, fábreyttni atvinnulífs, sem hefur haldið frekar en hitt niðri kjörum. Ísland væri miklu mun fátækara en það er í dag, ef Ísland nyti ekki tiltekinna auðlynda sbr. "heitt vatn" sem leiðir til mun kostnaðarminni hitunar húsa samanborið við það sem fólk víðast hvar annars staðar býr við, vatnsafl sem hefur skaffað Íslendingum mun lægra orkuverð en fólk víðast hvar annars staðar býr við. Og auðvitað landið sjálft sem gerir það að ferðamannaparadís - - og ekki síst, miðin í kringum landið sem skaffa verulegar tekjur með útflutningi fiskafurða.

Ég held að á nk. árum verði kjarastaða Íslendinga hlutfallslega hagstæðari en hún er í dag, vegna þess að það er að ganga á olíulindir Jarðarbúa "þó svo að -fracking- hafi verið þróuð sem leið til að vinna viðbótar olíu þá líklega einungis frestar það um 20-30 ár þeirri þróun að olíuverðlag verði ákaflega hátt. Hér er tæknilega unnt að rafvæða bílaflotann. Við munum ekki þurfa að innleiða ákaflega kostnaðarsamar aðferðir við framleiðslu á orku til heimilisnota, orkuverð á að geta haldist lágt til heimila "meðan það hækkar annars staðar." Hrunskuldirnar munu hverfa á endanum - þær verða ekki hér til endaloka eilífðar.

Ég held að hér séu vannýtt tækifæri - þá horfi ég til áliðnaðar. En framleiðsla á verðmætri vöru "úr áli" virðist mér augljós leið til þess að bæta kjör Íslendinga. Þó svo að hér væri ekki framleitt nema varningur úr 5% af framleiddu áli. Mundi strax muna um það. "En framleiðsla varnings úr álinu hér framleitt mundi auka útflutningstekur af álframleiðslu." Þannig kjör allra sem hér búa. Þannig að - - því hærra hlutfall af álinu sem við mundum nota til framleiðslu af slíku tagi - - því hærri yrðu kjör landsmanna. Ég er að tala um "iðnvæðingu" að í grennd við hvert álver mundi rísa "iðnaðarhverfi."

Líklega því fjölmenn íbúabyggð, ef fjölmenn íbúabyggð væri ekki fyrir.

Ég er ekki að segja að við munum pottþétt ná hinum Norðurlöndunum.

En við eigum að geta bætt kjör fólks sem býr hér, ef haldið er vel á spöðum.

Mér virðist það með engum hætti ljóst, að Ísland hefði það betur sem "afskekkt hérað í öðru landi" eða sem "afskekkt jaðarland í ESB."

  1. Það sem við höfum úr að spila eru okkar auðlindir - - við getum náð mun meir út úr "álinu" en við hingað til höfum gert.
  2. Fiskimiðin eru fullnýtt - - frekari arðaukning verður sennilega ekki dramatísk.
  3. Við þurfum að gæta þess, að hér sé haldið í "lágt orkuverð" svo að almenningur haldi áram að njóta lágs kostnaðar.
  4. Ferðamennsku er unnt að efla frekar.

Ég skal ekki segja að hér sé ekki unnt að skapa hátæknifyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Það blasir aftur á móti ekki við mér neitt samkeppnisforskot sem Ísland hefur fram yfir önnur lönd á slíkum sviðum. Slík fyrirtæki verða alltaf í gríðarlega hörðu samkeppnisumhverfi. Eiginlega því erfiðasta sem til er. Finnland hefur "misst að mestu Nokia" þ.e. það fyrirtæki hefur selt frá sér sína meginstarfsemi. Þetta sýnir hve erfitt samkeppnisumhverfi hátækni-iðnaðurinn er. Það er afar erfitt að tolla á toppnum - - fyrir Bandar. skiptir ekki máli að einu stórfyrirtæki hnignar en t.d. fyrir Finnland þá þíðir það "hagkerfinu öllu hnignar." Líklega er hnignun NOKIA ástæða þess að Finnland er í efnahagsstöðnun og verðhjöðnun núna.

Punkturinn er, að það sé í besta lagi að hafa hátækni-iðnaðinn með. Á sama tíma, sé þetta afar óstöðugur iðnaður - - það komi ört toppar og dalir. Ekki sé unnt að stóla á hann - - í staðinn fyrir allt hitt. Það gæti það alveg sama gerst þegar Ísland stólaði á 3-risa banka, að stór fyrirtæki sem vegnaði vel um tíma - - gætu hrunið á skömmum tíma; ef þau veðja á rangan hest í því tæknikapphlaupi sem er í gangi í heiminum.

Sem segir einnig, að ég hafi ekki beint á móti því "endilega" að hefja aftur "alþjóða bankastarfsemi á Íslandi" - - en við yrðum þá að muna það "að þetta óstöðug starfsemi." Við mættum ekki stóla of mikið heldur á hana.

  1. Það sem ég er að segja - - er að það séu engar töfralausnir sem líklegar eru til að hækka okkar kjör hér með dramatískum hætti.
  2. Við getum styrkt þær stoðir sem hér eru frekar, sbr. ábending um áliðnaðinn. Aukið ferðamennsku frekar.
  3. Við getum fjölgað þeim, sbr. hátækni-iðnað. Hugssanlega aftur að einhverju leiti aftur farið í alþjóða fjármálastarfsemi "en með mun meiri varfærni en áður."

 

Niðurstaða

Ef við höldum vel á spöðum hverfa þær skuldir sem íþyngja okkur smám saman. Það á alveg að vera mögulegt, að viðhalda stöðugri "ekki endilega mjög hraðri" bætingu kjara íbúa landsins næstu áratugina.

Ég veit ekki hvort við náum hinum Norðurlöndunum mokkru sinni.

En við ættum að geta tollað og vel það í hópu efnaðara þjóðfélaga í heiminum.

Ég held að -miðað við örþjóðfélag- þá væri það afar góður árangur.

Ég sé aftur á móti ekki, að innganga Íslands í annað land - - bæti stöðu landsmanna með dramatískum hætti. Að það sé betra að vera "afskekkt hérað" frekar en "afskekkt land." Ókostirnir séu áfram megindráttum þeir sömu í báðum tilvikum.

  • Margir vanmeta það "tækifæri sem felst í sjálfstæðinu" það að geta "samið beint við önnur lönd" - "eða beint milliliðalaust við risafyrirtæki."
  • Að stjórnvald sem staðsett er á Íslandi - - sé líklegra að þjóna hagsmunum "landsmanna" fremur en stjórnvald mun stærra lands - er Ísland væri einungis hérað innan.
  • Nálægð við stjórnvaldið getur sannarlega verið galli - - sbr. kunningjaþjóðfélag. Erfitt er gjarnan að tryggja fullt hlutleysi ákvarðana sem skapar hættu á tiltekinni gerð af spillingu.
  • Á hinn bóginn, ættum við að geta "tryggt minni fyrringu milli stjórnvalds og almennings." Nema auðvitað þeir sem stjórna séu klaufar.
  • En þá er málið að skipta klaufunum út og setja þá til valda sem skilja vanda fólksins. Með öðrum orðum, ef það eru klaufar við völd. Þá er það okkur kjósendum að kenna. Að beita okkur ekki fyrir því að fólk með góða almenna skynsemi sé við völd.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn - sem og aðrir gestir þínir !

Fjarri því: heimskulegri hugmynd / en hver önnur í ljósi núverandi kringumstæðna í landinu Einar minn.

Landið er: 1/2 stjórnlaust hvort eð er - við getum ekki leyft okkur að gera meira en 10mínútna - kortérs áætlanir fram í tímann síðuhafi góður // gátum þó hér fyrr meir (cirka 1970 - 1980) meira að segja gert mánaðar átælun fram í tímann: þess vegna: þér að segja.

Sameining: við Tonga eyjar sem og Madagascar kæmi meira að segja til greina - til þess að losna undan núverandi vandræða ástandi hér heima fyrir Einar minn.

Hins vegar - er mér engin launung / og hefir ekki verið persónulega lengi: að bjóða ætti Kanadamönnum (Harper) og Rússum (Pútín) land og mið og fólk og fénað: til jafnra skipta - Einar minn.

Allir aðrir kostir: (utan Fjórða ríkis Þjóðverja / ESB) eru raunar skoðunarverðir: úr þessu.

Allt: frá Landnáminu hér (cirka 670 - 870) hafa Íslendingar ekki getað unnið að sínum hagsmunum eins og menn // ólíkt Færeyingum og Grænlendingum t.d. Einar Björn.

Því - miður !

Með beztu kveðjum - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 16:32

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þér núna, Einar.  Íslendingar hafa reynt þetta einu sinni áður, árið 1262, sem endaði með því að landið endaði í faðmi nýlenduveldis, Danmerkur.  Enginn veit hvert önnur tilraun nú myndi leiða okkur.

Kolbrún Hilmars, 9.11.2014 kl. 17:46

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Óskar Helgi, með hvaða rökum ætti annað land að samþykkja að taka við þeim vanda sem við bjuggum til árin fyrir hrun?

En skaflinn sem enn er haldið föstum að baki hafta er ástæða þess að ekki er unnt að framkvæma langtímaáætlanagerð í fyrirtækjarekstri.

Þú virðist eingöngu að vera horfa á sameiningu sem leið til að losna við þann snjóskafl, því um leið og sá er farinn - þá verður ástandið aftur eins og það var áður eða a.m.k. óvissan ekki verri en hefur verið að jafnaði hingað til.

Losun hafta er kostnaðarsöm vegna þessa vanda - þess vegna hika ráðamenn við. Þ.e. ekki órökrétt hik, því að við losun hans þá óhjákvæmilega kemur högg á kjör jafnvel þó það standi ekki lengi þá í ljósi væntinga í þjóðfélaginu í dag þ.s. hvert stéttarfélagið er að rísa upp á fætur öðru með launakröfur á hendur ríkinu og þær verulegar, þá virðist enginn vilji innan samfélagsins til þess að "taka á sig þann kostnað sem losun hafta mun fylgja óhjákvæmilega."

Menn virðast vera stöðugt að leita að leiðinni sem "kostar engar fórnir."

Sem að sjálfsögðu er leitin að því sem ekki er til og verður ekki í boði.

Ég lít með öðrum orðum á hugmyndir um sameiningu við önnur lönd, sem enn eina "flóttatilraunina frá veruleikanum." Íslendingar séu á flótta frá óþægilegum staðreyndum, þ.e. að losun hafta kostar okkur sjálf, þó til langtíma litið muni það kosta meir að halda þeim uppi, þá horfum við samt á þennan skammtímakostnað og veljum frekar verri kostinn.

Vegna þess að við vitum samt sem áður að ástandið er ekki gott, samtímis að okkur skortir vilja til þess að takast á við hann - þá í stað þess að stara beint á vandann leitum að einhverjum til að bjarga okkur frá sjálfum okkur. Slíkt verður þó aldrei í boði!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.11.2014 kl. 18:11

4 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Einar Björn !

Með þeim rökum - að viðkomandi land/lönd: tækju við íslenzka pakkanum á sínum eigin forsendum - að sjálfsögðu / ekki Íslendinga: síðuhafi góður.

Einfalt mál - hugði ég vera.

''Snjóskafl'' íslenzkur: yrði að sjálfsögðu bræddur eftir hentug leikum viðtökulandsins / viðtökulandanna - en ekki hvað: Einar minn ?

Með ekki síðri kveðjum - en hinum fyrri og áður /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 18:24

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þá ertu sammála ábendingu minni til áhugamanna um ESB aðild - að ESB mundi ávalt ætlast til þess fyrst að Ísland losaði höftin og þar með mundu íslendingar taka sjálfir á sig þær birðar sem losun hafta hefur í för með sér.

Fyrst að þú segir að sama gildi um hugsanlega inngöngu Íslands í annað land, að það land mundi krefjast þess að við mundum losa höftin fyrst, taka sjálf á okkur þann kostnað sem tengist losun hafta - - - þá sé ég ekki nokkurn augljósan kost við inngöngu Íslands í annað land.

Fremur en við inngöngu í ESB.

    • En ég er auk þessa viss um að það mundi ganga ákaflega erfiðlega fyrir okkur, að fá það fram - að annað land mundi samþykkja að "sveiflujafna fyrir okkur" með skattfé landsmanna þar - sbr. þá þjónustu sem Færeyingar fengu fyrir nokkrum árum frá Danmörku. 

    • Ekki síður grunar mig að ákaflega erfiðlega mundi ganga fyrir okkur, að fá það annað land, til þess að taka á sig áhættuna fyrir okkur af rektri bankakerfis, ef við mundum taka upp gjaldmiðil þess.

    Ég er með öðrum orðum fremur viss um að þessi hugmynd sé önnur blindgata ekki síður en hugmyndin um ESB aðild.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 9.11.2014 kl. 18:44

    6 identicon

    Enginn ástæða þess efnis, að láta Íslendinga reka Ísland án þess að þurfa að bera á því ábyrgð ... á þessu krummaskuði, eru eiturlyf, byssur, vélbyssur og lögregla sem gengur um eins og fantar með gasæði, og draum um að geta skotið fólk með vélbyssum í skottinu eins og "löggan í hollywood myndum".

    Fylkisflokkurin, þar sem Ísland er fylki í Noregi ... er góð hugmynd.

    Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 19:51

    7 identicon

    Komið þið sæl - sem fyrr !

    Einar Björn !

    Þykist þú - hafa málað þig út í eitthvert klaufsku horn: ættir þú sízt af öllu / að nefna ESB í þessu samhengi - hvar um 8% jarðarbúa byggja.

    Er Heimsmynd þín: ekki stærri en svo - Einar minn ?

    Bjarne Örn !

    Tek undir: víðsýni þinna hugmynda sem og túlkun þína á íslenzka samfélags ástandinu / þó svo ekki séum við sammála um Norsku brautina - svo sem.

    Með sömu kveðjum - sem seinustu / 

    Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 20:46

    8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    LOL, þið félagar eruð all kostulegir ef þið líkið þessum hugmyndum við víðsýni. Þá eru menn komnir í hroka sambærilegan þeim sem einkennir gjarnan áhugamenn um ESB aðild.

    Varðandi hvort löggan ísl. á að hafa hríðskotavopn eða ekki, treysti ég þeim ágætlega til að meta þörf fyrir slík vopn.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 9.11.2014 kl. 22:11

    9 identicon

    Komið þið sæl - sem fyrr !

    Einar Björn !

    Gættu þess eins: að falla ekki í pytt drambseminnar og óþarfrar sjálfsupphafningarinnar / ágæti drengur.

    Og munum - ESB: er ekkert upphaf né endir alls Einar minn.

    Mundu svo - Perú er í Suðri / Mongólía í Austri o.s.frv.

    Er það ekki - all nokkuð í að horfa: Einar Björn ?

    Skil ekki almennilega - þessa Vestur- Evrópsku þröngsýni þína / með tiliti til þess:: að Ísland tilheyrir jú Norður- Ameríku.

    Sízt lakari kveðjur en fyrri - þrátt fyrir sjálfssprottna beiskju Einars Bjarnar út í takmarkaða Heimsmynd hans: sjálfs /   

    Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.11.2014 kl. 00:10

    10 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

    Sæll Einar Björn.

    Bara það af fá fiskveiðikerfi Norðmanna myndi bjarga miklu fyrir landsbyggðina. þar mega smábátar veiða ákveðinn þorskkvóta og síðan vissan hluta meðafla, samanlagt um 125 tonn á ári. Veiðiráðgjöfin var endurskoðuð hjá þeim þannið að þeir viðurkenndu að Exel-trúabrögð NAFO væru röng, nota bene eftir að Rússar í 6 mánuði skráðu niður afla og togslóðir sinna skipa og endurreiknuðu torskstofninn eftir aflamagni.

    Þú trúir Exelguðnum Hafró með að ekki sé hægt að veiða meira árlega við Íslandsstrendur. Mikið væri nú fróðlegt fyrir þig að kynna þér svolítið skrif Jóns Kristjánssonar hér http://www.mmedia.is/~jonkr/ 

    Hallgrímur Hrafn Gíslason, 10.11.2014 kl. 09:48

    11 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Athyglisvert sem þú ritar um þessi mál, Einar, í framhaldi af umræðu á Eyjunni. Gott er að vita af góðum skrifara hér, sem talar gegn lýðveldissvika-órunum í Fylkisflokksmanninum Gunnari Smára Egilssyni.

    En til að byrja með, í greiningu málsins: Þessari forsendu þinni er ég alls ekki sammála: "Fiskimiðin eru fullnýtt -- frekari arðaukning verður sennilega ekki dramatísk."

    Arðsaukningin er í 1. lagi enn að batna vegna betri nýtingar aflans, betri kælingar og þróunar í átt til meiri gjörnýtingar alls innkomins afla.

    Í 2. lagi er þorsk- og ýsuveiðin aðeins partur af því, sem áður var. Vitlaus Hafró-ráðgjöf er gengin sér til húðar, og þegar hún verður leyst af hólmi, gæti heildarafli í þessum tegundum jafnvel þrefaldazt í bezta falli.

    Jón Valur Jensson, 10.11.2014 kl. 11:24

    12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Hallgrímur, ég tek þessu sem hverju öðru gríni - en norski sjávarútvegurinn "stendur ekki undir sér sjálfur" þ.e. hann er styrktur úr sameiginlegum sjóðum. Hvernig getum við haft efni á slíku fyrirkomulagi, sem er það það kostnaðarsamt að borga þarf með því úr sameiginlegum skattstofnum?

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 10.11.2014 kl. 11:36

    13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Óskar, við eigum náttúrulega að stefna að fríverslun v. Bandar.N-Ameríku. En það erum við ekki sem ráðum því. Sá fríverslunarsamn. hefur ekki fram að þessu staðið okkur til boða. Sem þíðir ekki að það verði alltaf þannig. Kannski getum við fengið aðild að samn. Bandar. og ESB, ef af þeim samn. verður fyrir einhverja rest. Til staðar er fríverslunarsamn. v. Kanada. Sem virðist fram að þessu lítt hafa verið notaður af ísl. viðsk. lífi.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 10.11.2014 kl. 11:40

    14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Jón Valur, ég sagði ekki að það væri ekki arðsemisaukning í gangi, einfaldlega að hún mundi héðan í frá ekki vera eins hröð og hún var á árum áður. Miðin fullnýtt - þíðir að við erum líklega ekki að auka veiðar að ráði. Heldur þá að leita uppi frekari arðsemi, út á betri nýtingu afla. Bættu gæði í vinnslu. Nýta þætti sem hefur verið hent fram að þessu, o.s.frv.

    Það mun tínast til eitt og annað á nk. árum með þessum aðferðum. En hraðinn í aukningu arðs er líklega ekki eins mikill, og hann var meðan enn voru margir vannýttir stofnar t.d. á 9. áratugnum.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 10.11.2014 kl. 11:46

    15 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Takk fyrir svarið, en þú ritar: "Miðin fullnýtt - þýðir að við erum líklega ekki að auka veiðar að ráði."

    En þau eru alls ekki fullnýtt! Kynna þarftu þér skrif manna eins og Jóns Kristjánssonar, Kristins Péturssonar, Ólafs Karvels og jafnvel Ásgeirs heitins Jakobssonar (greinasafn hans: Fiskleysisguðinn, Nýja bókafélagið, Rv. 2001, 192 bls. kilja).

    Jón Valur Jensson, 10.11.2014 kl. 12:05

    16 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Hér er dæmi um greiningarsnilld Ásgeirs heitins Jakobssonar, úr Morgunblaðsgrein hans 20. júlí 1995, sem endurbirt er í bókinni með sömu yfirskrift :

    FISKLEYSISGUÐINN

    HAFRANNSÓKNASTOFNUN á aldarfjórðungsafmæli á þessu ári og heldur uppá það með 150 þús. tonnum, en tók við úr stjórnleysinu 453 þús. tonnum 1971, en það ár lagði Hafrannsókn fram tillögur sínar um samdrátt í afla og svæðafriðun fyrir ungfisk.

    Afmælisorð

    Það má kalla það staðreynd, segir Ásgeir Jakobsson, að Hafrannsóknastefnan sé búin að hafa af þjóðinni um það bil 200 milljarða á þessum 25 árum.

    Hafrannsókn hafði tekið ranga stefnu

    Samdráttur komið illa við ríkiskassann

    HAFRANNSÓKNA STOFNUN á aldarfjórðungsafmæli á þessu ári og heldur uppá það með 150 þús. tonnum, en tók við úr stjórnleysinu 453 þús. tonnum 1971, en það ár lagði Hafrannsókn fram tillögur sínar um samdrátt í afla og svæðafriðun fyrir ungfisk.

    Þjóðin hélt þetta fyrir "vísindi", og var alsæl að eiga nú framtíð hinna mikilvægu þorskveiða undir verndarvæng vísinda og þurfa ekki lengur að búa við óvissu í þorskbúskapnum. Það var vissulega lokkandi loforð stofnunarinnar um 500 þús. tonna jafnstöðuafla eftir 1992, ef ráðgjöf stofnunarinnar væri fylgt.

    Í þorskbúskapnum hafði það gengið svo til í stórum drætti sagt undir náttúrunni, að það skiptust á nokkur aflaár og síðan tóku við önnur álíka mörg aflaleysisár og þá tók þorskaflinn að glæðast á ný. Þetta gekk einnig líkt þessu á vélbáta- og togaratímanum fram til 1952, að svonefndur Nýsköpunarfloti, íslenzkra báta- og togara og erlendra togara var kominn í sóknina. Nú er rétt að minna lesandann á það, að það er sitthvað útgerðardæmi og fiskistofnsdæmi. Það fyrra snýst um hagkvæmni í útgerð og sókn í aflann, en hið síðara hvað veitt er mikið magn úr stofninum, og um það snýst allt málið hér. Nýsköpunarútgerðin var strax á hausnum af ýmsum orsökum, en það kemur ekki hér við sögu, heldur gerðist undur, í sókn þessa flota. Í rétt tuttugu ár, 1952-72, gaf íslenzka þorskslóðin, sem fyrst var ekki nema 43 þús. ferkm en uppúr 1961 75 þúsund ferkm, af sér jafnstöðuþorskaflann 438 þús. tonn. Þorskurinn féll aldrei á þessu tímabili í ördeyðu, eins og gerst hafði í fiskveiðisögunni fram að þessum tíma. Ársaflinn fór eitt ár niður í 338 þús. tonn og annað í 380 þús. tonn, en lá annars á bilinu 400-450 þús. Þrjú ár fór hann yfir 500 þús. og náði 546 þús. tonnum mest. Síðasta ár þessa sóknartíma, okkar og útlendinganna, 1971, var aflinn 453 þús. tonn.

    Á árinu 1971 fórum við Íslendingar að berjast í því að reka útlendinga út fyrir 50 sjómílurnar, því að þeir tóku þriðjung og sum árin helming þess afla, sem miðin gáfu. Það var náttúrlega fiskimönnum og allri þjóðinni mikið gleðiefni þegar þetta tókst, og við fengum þar 216 þús. ferkm fiskislóð til að erja einir, og vorum þess albúnir að taka til okkar hlut útlendinganna. Við töldum víst að okkur bæri að halda uppi sömu sókn og þegar útlendingarnir erjuðu miðin með okkur, og þau höfðu gefið jafnstöðuaflann, 438 þús. tonn, í tuttugu ár. Þar sem menn vissu þetta eindæma í íslenzkri fiskveiðisögu að fiskur héldist í þessu aflamagni svo langan tíma, og væri eðlilegt að álykta að þetta væri sú erjun, sem íslenzk þorskmið þyrftu, ef þorskur ætti að haldast á þeim, og fyrri gangurinn fjagra og fimm ára fall og ris á víxl væri úr sögunni með 400-450 þús. tonna grisjun árlega.

    Kemur þá ekki Hafrannsókn yfir okkur eins og finngálkn ofan af fjöllunum og tilkynnir að hún sé nú "vísindalega" í stakk búin að stjórna fiskveiðum á Íslandsmiðum og hefur engar vöflur á, leggur fram tillögur um samdrátt í aflabrögðum með stórfelldum svæðafriðunum fyrir ungfisk. Ég var mikið viðriðinn fiskveiðimál á þessum árum, hélt úti svonefndri Sjómannasíðu í Morgunblaðinu og vann við Ægi, tímarit Fiskifélagsins. Það greip mig strax að það væri óheillaráð að safna saman ungfiski á einangrunarsvæðum og þar með frá öðrum hlutum þorskstofnsins úr veiðunum. Mér var strax spurn hvort við værum ekki að rjúfa með ófyrirsjáanlegum afleiðingum lífkeðjuna í þorsklífinu. Þá var mér og spurn, hvaða trygging væri fyrir því, að ungfiskurinn hefði nóg æti á þessum svæðum. Ég skrifaði grein 1975 þar sem ég spurði um þekkingu á "beitarþoli" íslenskra sjávarhaga. Ég taldi þá þekkingu nauðsynlega ef stjórna ætti þorskveiðum í þeim mæli sem Hafrannsókn ætlaði sér. Þessu svaraði náttúrulega enginn enda voru mín fræði lítið vísindaleg, ég vitnaði einfaldlega til þess að enginn bóndi setti á lömb til eldis án þess að þekkja heyforða sinn. Ég var og mjög harðorður á því að við ættum að halda uppi sömu grisjun og á tímabilinu 1952-72 og grisja með 400-450 þús. tonna veiði og veiða sem jafnast úr stofninum, ekki vernda einn hluta hans, hugsanlega á kostnað annars hluta. Fyrsta verk Hafrannsóknar 1971 var að gera úttekt á stofninum sem hún tæki við, en hún taldi sig vel búna til talningar og vigtunar. Hafrannsókn taldi í stofninum 873 milljónir ungfiska 1-2 ára. Allur væri stofninn að þyngd 1,5 milljónir tonna, þar af hrygningastofninn 700 þús. tonn.

    Þetta sýndist allgóður þorskbúskapur og ekki ástæða til breyttra búskaparhátta, þar sem síðasta árið, 1971, hafði þorskaflinn verið 453 þús. tonn okkar og útlendinga.

    Lúðvík Jósefsson, sem var sjávarútvegsráðherra, tók illa aflasamdráttartillögum Hafrannsóknar en féllst þó á svæðafriðanir í því skyni. Aflabrögðin á miðunum drógust saman bæði með friðununum á góðum aflasvæðum og við Íslendingar búnir að hamla veiðum útlendinganna verulega.

    Okkar afli dróst saman um 25 þús. tonn á árinu 1972 og afli útlendinganna um 30 þús. tonn. Þar með var hafin sú aflasamdráttar- og ungfisksfriðunarstefna sem enn er í fullum gangi og á því 25 ára afmæli um þessar mundir.

    Á 20 ára stjórnunarafmæli Hafrannsóknar bar ég saman heildarþorskafla af íslenskum þorskmiðum og 20 áranna fyrir hennar stjórnunartíð. Á fyrra tímabilinu 1952-72 hafði 43-75 þús. ferkm þorskslóð gefið af sér 8.763.000 tonn þorsks, en Hafrannsóknartíminn, þorskslóðinn þann tíma 216 þús. ferkm (50 sjómílurnar) og síðan 758 þús. ferkm (200 sjómílur) ­ gefið af sér 7.182.000 tonn þorsks. Munurinn þá orðinn 1.581.000 tonn eða rétt um 80.000 tonnum árlega. Hrygningarstofninn, sem hafði verið 700 þús. tonn, var fallinn niður í 300 þús. tonn.

    Það hafði fljótt mátt greina að Hafrannsókn hafði tekið ranga stefnu. Árið 1974 vildi Hafrannsókn fara að sjá árangur á svæðafriðunum sínum á ungfiski ársins frá 1971 og taldi saman þriggja ára fisk í þorskstofninum til að vita hvernig til hafi tekist um þessar 873 milljónir ungfiska 1-2 ára. Það reyndust ekki hafa komist lífs af í þriðja árganginn nema 342 milljónir fiska. Þar sem ungfiskur 1-2 ára er ekki veiðanlegur, var ekki hægt að kenna veiðunum um þetta fall og það var ekki nóg um þetta heldur virtist hafa orðið viðkomubrestur í öllum árgöngum og Hafrannsókn gaf út sína frægu tilkynningu "Þorskstofninn í gereyðingarhættu". Jafnframt þessu lagði Hafrannsókn fram áætlun um 500 þús. tonna jafnstöðuafla eftir 1992 ef ráðgjöf hennar væri fylgt.

    Menn urðu skelfingu lostnir og möskvar voru stækkaðir í vörpum og svæðafriðanir stórauknar, teknar góðar fiskislóðir af flotanum allsstaðar við landið og það tókst að draga saman þorskaflamagnið. Árið 1978 var aflinn kominn niður í 328 þús. tonn og þótti nú mörgum lítið leggjast fyrir 758 þús. ferkm þorskslóðina ­ ungann úr Norðaustur- Atlandshafi sem við höfðum þá orðið einir til umráða. Í sömu tilkynningu var hrygningarstofninn sagður "aldrei minni".

    Fylgni

    Það er lygimál, sem margur mælir að ráðgjöf Hafrannsóknar hafi ekki verið fylgt. Um er að ræða sem svarar 85% fylgni. Árið 1992 gerði Hafrannsókn sjálf úttekt á fylgninni og sagði þá þorskafla umfram ráðgjöf nema 500 þús. tonnum. Heildaraflinn var þá orðinn undir ráðgjöf Hafrannsóknar frá 1971 7.182.000 tonn og þessi 500 þús. tonn því ekki nema 14% skortur á fullri fylgni. Menn hafa átt það til að reikna þetta dæmi á ýmsa vegu og nenni ég ekki að elta ólar við það, því að það er aðalatriðið, að fylgnin, hvort sem hún er reiknuð 80 eða 85% hefur ekki skilað sér í neinu nema öllu verra en áður var. Þetta gæti ekki hafa skeð nema af því að fiskveiðistefna sem Hafrannsókn tók 1971 hafi verið röng stefna. Þegar sjávarútvegsráðherra talar um að auka fylgnina í 100%, er komið upp það sama og hjá sjúklingi sem gefið hafi verið árlega 80 eða 85 glös af sama meðalinu og hann væri að tærast af því í beinagrind, þá kæmi læknirinn og yki meðalagjöfina í 100 glös. Menn geta glatt sig yfir því að Þorsteinn [Pálsson] er ekki í heilbrigðisgeiranum. Með aukinni fylgni stefnir Þorsteinn trúlega að því að ná árið 2000 aldamótaaflanum árið 1900. [...]"

     

    Þetta var tæplega helmingur af grein þessa margreynda, glögga og orðsnjalla manns. Meðal annarra greina í bókinni eru, til dæmis: Beitarþol ísenzkra sjávarhaga, Þorskvernd – mannvernd, Þeir vita mest – skakkt, Hallæriskenningin og hennar kokkabækur, Síðasta skammagreinin, Þyrnigerðið hóf sig hátt, I hverju liggja skekkjurnar?, Rabbað við fuglinn með kýrhausinn, Auðlindaratvinnuvegurinn og "Sjá hér hve illan endi ofstjórnarvaldið fær". ––Það leiðist engum, sem les þessa bók. Umsjón með úgáfunni hafði sonur Ásgeirs, Jakob F. Ásgeirsson sagnfræðingur.  

    Jón Valur Jensson, 10.11.2014 kl. 12:28

    17 Smámynd: Jón Valur Jensson

    PS. Ásláttarvillur í Mbl.greininni eru leiðréttar í bókinni sjálfri.

     

    Jón Valur Jensson, 10.11.2014 kl. 12:38

    18 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

    Einar Björn. Norska fiskveiðikerfið sem slíkt, hefur ekkert með styrki til útgerðar að gera. Olíuauðurinn gerir þeim kleift að styrkja útgerðina upp úr 1985 í stað þess að útgerðin hagræði eins og gert var hér á Íslandi eftir að það var hætt að fella gengið fyrir útgerð og vinslu. Það er aðeins í uppsjávargeiranum sem þeir hugsa um gæði til að fá sem hæsta verðið.  Lámarksverðiðm á bolfiskinum er svo hátt að normenn vilja frekar taka kvótann á vetravertíðinni með lélegum gæðum og fá lámarksverðferkar en að dútla við veiðar allt árið.

    Fiskimiðin eru nú orðin ofsetin, þorskur farin að tapa þyngd miðað við meðaltal í árgangi.  Sama gerðist upp úr 1976 eftir að landhelgin var færð út í 200 mílurnar.  Í stað þess að auka veiðar til að minnka fóðurþörfina stendur kvótinn í stað. 

    Hinns vegar er óþarfi að sleppa sjálfstæðinu. Við gætum haft það mjög gott ef við nýttum betur fiskimiðin. Hættum að stjórna lífríkinu með Exel-skjölum,  notum frekar aðferðir sem eru viðurkendar í eldi dýra, ef dýrin horast þá þarf að auka fóðrið eða fækka á fóðrum með auknum veiðum.

    Það er hægt að minnka höggið af losun hafta með aukningu í útflutningi, Aukning tímabundið í fiskafurðum þá sérstaklega Þorski, Karfa og Makríl meðan þjóðarbúið er að komast yfir erfiðasta hjallann er lang ódýrasta leiðin. Hvað gerðu 100 þúsund tonn í þoski, 100 þús.tonní Makríl og 30 þúsund tonn í Karfa í útflutningsverðmæti?Auknar skatttekjur kæmu svo til góða innanlands

    KV

    Hallgrímur Hrafn Gíslason, 10.11.2014 kl. 12:56

    19 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Hér eru aflatillögur Hafró fiskveiðiárið 2014{2015:

    http://www.hafro.is/Astand/2014/1-tac.PDF

    Þar er lagður til 218.000 tonna þorskafli (en var að jafnaði 438 þús. tonn. 1952-1972).

    Jón Valur Jensson, 10.11.2014 kl. 13:06

    20 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Ég get ekki samþykkt þær kenningar sem taka mið af rannsóknum byggðum á lífríki stöðuvatna. Lífríki sjávar er miklu mun flóknara í fyrsta lagi þ.e. miklu flr. tegundir og þ.e. mögulegt fyrir eina tegund að taka yfir búsvæði annarrar sem hnignar einhverra hluta vegna, síðan hafa tegundir mikið svigrúm til þess að færa sig milli svæða, afræningjar eru yfirleitt margir í hafinu samspil þeirra í milli flókið - - samspil milli mismunandi tegunda er flókið í hafinu.

    Ég hafna alfarið hugmyndum um "grisjun." Þær ganga upp í stöðuvötnum þ.s. lífríkið er einfalt - umfang vistkerfa er takmarkað.

    En þær aftur á móti standast ekki í hafinu með jafn augljósum hætti.

    ------------------------

    Í stöðuvatni getur þú komist upp með að grisja tegundir, vegna þess að "lífríkið er einfalt" - þú færð ekki aðra tegund utan frá, sem tekur yfir lífssvæði þeirrar tegundar sem grisjuð er.

    Í hafinu, aftur á móti "getur stofn hrunið" því að stofnar hafa miklu flr. afræningja en bara manninn, og síðan getur grisjun leitt til þess - að skild tegund eða jafnvel óskild, "taki yfir búsvæði þeirrar tegundar sem grisjuð væri."

    Ég tel þær hugmyndir með öðrum orðum - - óðs manns æði. Orðalagið rússn. rúlletta næði vel yfir það.

    ---------------------------

    Það að vistkerfi hafsins hér við land hafi ekki framleitt ein mikið eftir 1990 og það gerði fyrir 1990, er líklegast vegna þess að loftslagsbreytingar hafa hafist.

    Sem valda því, að tegundir eru líklega farnar að færa sig til innan vistkerfis hafsins.

    Það leiði til þess, að meðan sú sveifla er í gangi, sé tímabil þegar vistkerfið framleiðir minna.

    Það muni taka tíma fyrir viskterfið að ná nýju jafnvægi, eftir að loftslagsbreytingar hætta.

      • Ef álag á vistkerfið væri aukið af okkar hálfu, meðan það er undir álagi frá loftslagsbreytingum - - gæti orðið raunverulegt hrun innan þess, tel ég.

      Kv. 

      Einar Björn Bjarnason, 10.11.2014 kl. 15:14

      21 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

      Sæll Einar Björn.

      "Það að vistkerfi hafsins hér við land hafi ekki framleitt ein mikið eftir 1990 og það gerði fyrir 1990, er líklegast vegna þess að loftslagsbreytingar hafa hafist."

      Málið er að eftir 1990 er aflanum handtýrt ( með exel formúlunni), það segir ekkert um framleiðslu vistkerfisins. Sjómenn upplifa nú meiri fiskgengd en nokkru sinni áður, skip sem voru að veiða um 5 þúsund tonn fyrir kvótasetningu veiða nú helmingi meira.

      Þú neitar semsagt að það eigi við í hafinu að fiskurinn þurfi fæðu,  

      Vistkerfið er að koma til baka eftir kólnun sjávar milli 1964-95, sjávarhitinn er að nálgast eins og hann var milli 1920- 64.  Barentshafið blómstraði aftur með bullandi fiskgengd,  Hafró hefur ekki vilja viðurkenna uppganginn á íslandsmiðum, þar á bæ virðist ekki mega endurskoða Exel- kenningar sem ekki hafa staðist.  Einar Björn ef þú læsir það sem Jón Kristjánsson hefur ritað um ráðleggingar Hafró í fiskistjórnum sæir þú hvað Hafró  og NAFO er á miklum villigötum með sínar ráðleggingar. Vissulega hefur þessi mikla friðun haft áhrif, það er nóg af fiski í sjónum, en til hvers er friðað ef ekki má nýta.  

      Hallgrímur Hrafn Gíslason, 10.11.2014 kl. 16:18

      22 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

      http://www.mmedia.is/~jonkr/gamlar/gamlar.html

      http://www.mmedia.is/~jonkr/meira/meira114.html

      Gaman fyrir ingrikynslóðina að glugga í þessar slóðir

      Hallgrímur Hrafn Gíslason, 10.11.2014 kl. 17:38

      23 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Hallgrímur, ég hef átt í ritdeilu við Jón Kristjánsson - ég hef lesið þessi "gögn hans" - sérstaklega gögn sem varða Nýfundnaland.

      Ég er einfaldlega ekki sammála ályktunum hans, tel þær í höfuðatriðum rangar.

      Ég tek alls ekki alvarlega fullyrðingum þess efnis að fiskigengd hafi aldrei verið meiri - - en þ.e. enginn vafi á að þ.e. í gangi loftslagssveifla.

      Kólnun er ekki það eina sem skiptir máli - - hitun er einnig veðurfarssveifla. Ef sjávarhiti fer upp fyrir þ.s. ríkjandi tegundir eru vanar - þá einnig hefur það þá afleiðingu að þær færa sig til.

      Kólnun leiðir til þess að tegundir leita - suður. Hitun hefur þá afleiðingu að tegundir leita - norður. Í báðum tilvikum getur sveifla haft þau áhrif, að lama þær tegundir sem við höfum verið vön að veiða. 

      Hitun getur það sannarlega einnig, eins og kólnun, ef hitunin færir hitastif umfram það kjörhitastig sem tegund er vön.

      -------------------------

      Hans túlkun á Nýfundnalandi, er að hann vill eigna sem ástæðu, kólnunaratburði er þá var í gangi. 

      Hann heldur því blákalt fram, að fiskurinn hafi hrunið vegna hungurs. Fyrir þessu hefur hann ekki nokkrar hinar minnstu sannanir. En engar rannsóknir hafa sýnt fram á - að fullt af dauðum fiski hafi legið á botninum á Nýfundnalandsmiðum.

        • Þ.s. er áhugavert við þetta, að svipuð þróun var í gangi og á Íslandsmiðum, að fiskur fór meðaltali minnkandi, stór fiskur sífellt smærri hluti heildarafla - - síðan hverfur stóri fiskurinn alveg úr aflanum.

        • Hann fullyrðir að hann hafi orðið hungurmorða - - ég sagði honum, að það blasti þvert á móti við, að stóri fiskurinn hefði verið upp veiddur.

        • En öfugt við þ.s. hann heldur fram, var stíf sókn allan tímann, þrátt fyrir hana, þá í kjölfar þess að stóri fiskurinn er horfinn -- fer veiði í hratt minnkunarferli. Þó sóknin hafi ekki minnkað.

        • Hann heldur því blákalt fram - að þetta sýni fram á, að þarna hafi fiskurinn verið að farast úr hungri.

        • En mér virðist augljóst - sem fiskifræðingar almennt segja, að fiskurinn hafi verið veiddur upp.

        Með öðrum orðum - - að grisjunarkenning hans hafi verið reynd, og hún hafi leitt til hruns á Nýfundnalandsmiðum.

        En ef það væri rétt, að "skortur á grysjun" geti leitt til tegundahruns í hafinu - - þá vantar gögn sem sýna fram á að slíkt hafi gerst endurtekið í fyrndinni. Er sókn var miklu mun minni t.d. á 16. öld eða þeirri 17. Tala ekki um 18. eða 19.

          • Á þessum öldum er rökrétt að telja að sveiflur í stofnum hafi fyrst og fremst verið af náttúrulegum orsökum.

          • En sérstaklega eftir 1960, hefur tækni fleygt það fram. Að vægt sagt furðulegt er að halda því fram. Að sókn manna sé ekki mjög mikilvægur orsakaþáttur.

            • Þannig að þegar það fer saman, að í gangi er álag á miðin af völdum veðurfarssveiflu.

            • Og ofan í það álag leggist síðan, sókn af völdum fiskiskipa.

            • Það má ekki gleyma afráni annarra tegunds sbr. fugla, annarra fiska, hvala, sela.

            Þá getur sannarlega það gerst - - að það verði hrun á stofnum.

            Það séu skýrar vísbendingar þess að lífríkið hér við land, sé undir þrýstingi vegna veðurfarssveiflu.

            Þá sé rétti lærdómurinn, ekki sá sem hann dregur þ.e. að það eigi að grisja, heldur sá sem hefur verið dreginn - - að það eigi að draga úr veiðiálagi fiskiskipa þ.e. úr sókn.

            Með öðrum orðum, að réttri stefnu sé framfylgt. Vonandi muni einhverntíma í framtíðinni, nýtt veðurfarsjafnvægi skapast - svo að veiðar geti komist í samt lag.

              • En reynslan af Nýfundnalandsmiðum sýni að ráðgjöf Jóns Kristjánssonar, sé líklegast að leiða til tegundahruns.

              • Sem geti orðið varanlegt, því að það er nóg af öðrum tegundum, sem geta tekið búsæði hruninnar tegundar yfir - þannig að hún eigi aldrei afturkvæmt.

              Þessar hugmyndir séu "rússnesk rúlletta" eða með öðrum orðum, háskaleikur með fjöregg þjóðarinnar. Afleiðingarnar væru mjög svakalegar fyrir almenning, fyrir þjóðina.

              Ég get ekki með nokkrum hætti stutt þær, né tekið undir.

              Kv.

              Einar Björn Bjarnason, 10.11.2014 kl. 18:02

              24 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

              "Það að vistkerfi hafsins hér við land hafi ekki framleitt ein mikið eftir 1990 og það gerði fyrir 1990, er líklegast vegna þess að loftslagsbreytingar hafa hafist."

              Margt bullið hef ég nú séð að þessair síður en þetta er nú BRANDARI ársins.  laughing

              Erlingur Alfreð Jónsson, 11.11.2014 kl. 02:17

              25 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

              Leiðrétting: ...þessari síðu...

              Erlingur Alfreð Jónsson, 11.11.2014 kl. 02:17

              26 Smámynd: Jón Kristjánsson

              Ég hef reynt það áður að Einar hefur hvorki þekkingu, vit né reynslu til þess að unnt sé að ræða við hann um fiskifræðileg málefni.- enda slær kann fram klisjum eins og;  "Ég get ekki samþykkt". "Ég hafna alfarið hugmyndum um grisjun" "Ég er einfaldlega ekki sammála ályktunum hans, tel þær í höfuðatriðum rangar".

              Háskólanám í faginu er lágmark 7 ár og svipaðan tíma tekur að öðlast reynslu, og því geta
              leikmenn ekki leyft sér að koma og segja: "Mér finnst", "ég er ósammála", "þetta er öðruvísi" , og fara svo að skýra atburðarás með því að loftlagsbreytingar hafi hafist.

              Það er ekki hvorki hægt rökræða við slíka menn né upplýsa þá .

              Til að bregða ljósi á vitleysuna endalausu, meinta ofveiði á þorski við Kanada vil ég benda á þessa samantekt: http://www.mmedia.is/~jonkr/kc3.pdf
              þá er ekki úr vegi að benda á Eystrasaltið og láta liggja milli hluta hvort það sé stöðuvatn eða sjór, en þar er allt að vara til fjandans vegna vanveiði: http://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/1485646/

              Jón Kristjánsson, 11.11.2014 kl. 12:21

              27 Smámynd: Jón Valur Jensson

              Gott hjá þér, nafni, ég hef mikið traust á þér, þinni reynslu og þekkingu, eftir lestur skrifa þinna.

              Jón Valur Jensson, 12.11.2014 kl. 01:14

              Bæta við athugasemd

              Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

              Um bloggið

              Einar Björn Bjarnason

              Höfundur

              Einar Björn Bjarnason
              Einar Björn Bjarnason
              Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
              Apríl 2024
              S M Þ M F F L
                1 2 3 4 5 6
              7 8 9 10 11 12 13
              14 15 16 17 18 19 20
              21 22 23 24 25 26 27
              28 29 30        

              Eldri færslur

              2024

              2023

              2022

              2021

              2020

              2019

              2018

              2017

              2016

              2015

              2014

              2013

              2012

              2011

              2010

              2009

              2008

              Nýjustu myndir

              • Mynd Trump Fylgi
              • Kína mynd 2
              • Kína mynd 1

              Heimsóknir

              Flettingar

              • Í dag (20.4.): 4
              • Sl. sólarhring: 6
              • Sl. viku: 715
              • Frá upphafi: 846645

              Annað

              • Innlit í dag: 4
              • Innlit sl. viku: 653
              • Gestir í dag: 4
              • IP-tölur í dag: 4

              Uppfært á 3 mín. fresti.
              Skýringar

              Innskráning

              Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

              Hafðu samband