Hvet ríkisstjórnina að hætta alfarið við skattahækkunaráform sín

Þþað voru margir stóryrtir út í skattahækkanir síðustu ríkisstjórnar. Og það hefði sannarlega verið galað hátt af þáverandi stjórnarandstöðu - núverandi stjórnarflokkum, ef sú ríkisstjórn hefði lagt til sambærileg áform - þ.e. hækkun álagningar virðisaukaskatts á matvæli úr 7% í annað af tvennu 11% eða 12%.

Ég samþykki ekki þau rök að það sé gagnleg aðgerð, að minnka bilið milli efra og neðra skattþreps.

Ég sé ekki að það skipti nokkru máli, að bilið sé breitt sem þ.e. meðan matarskattur er 7%, eða það sé mjókkað með því að hækka hann í 11% eða 12%.

Ég sé ekki hvaða meinta hagræði það hefur í för með sér.

  • Ef menn vilja lækka skatta.
  • Samtímis einfalda skattkerfið.
  • Væri það sannarlega skattalækkun, og samtímis kerfiseinföldun - að fella niður vaskálagningu alfarið á matvæli.
  • Það er, 0% í stað 7%.

Sem mundi vissulega vera vinsæl aðgerð, líklega til að auka fylgi ríkisstjórnarinnar.

 

Fylgiskönnun MMR

Aukinn stuðningur við ríkisstjórnina

Leiðréttingin skilar Framsókn ekki auknu fylgi

1411 fylgi 01

Ég bendi fólki á að ríkisstjórnin er ekki að uppskera neitt sérdeilis mikið fyrir - leiðréttingu lána.

Fylgi hennar upp 2%, á sama tím og Framsóknarflokkurinn sá sem lofaði leiðréttingu - og stóð síðan við það loforð; er ekki beint að uppskera verulega fylgisaukningu.

  1. Það er augljóst, að hækkun matarskatts er óvinsæl aðgerð.
  2. Ég vil frekar að ríkisstjórnin loki þessum fjárlögum með "halla" en að láta matarskattinn ganga í gegnum þingið.
  3. Þetta er of dýru verði keypt fylgislega - - en fólk upplifir þetta, að ríkisstjórnin sé að "gefa" og "taka" þ.e. önnur höndin gefur / hin höndin tekur.
  4. Ég er alveg viss að mörgum finnst tvískinnungur í þeim aðgerðum.

Ef spár um hagvöxt nk. árs standa - verða fjárlög öruggugglega hallaus, síðar meir. En ríkisstjórnin hefur enn 2-viðbótar ár til að skila hallalausum fjárlögum.

 

Niðurstaða

Hættið við matarskattinn, svo að fylgi ríkisstjórnarinnar - rýrni ekki frekar. En ef mótstreymið frá andstöðunni við matarskattinn er slíkt, að Framsóknarflokkurinn uppsker ekki neina umtalsverða fylgisaukningu vegna "leiðréttingu lána" þó sá flokkur hafi verið potturinn og pannan að baki því loforði - þá ætti það blasa nægilega vel við að hafna þessu áhugamáli Sjálfstæðisflokksins sem hækkun matarskatts er.

En ég trúi því ekki, að "mótaðgerðir" verði slíkar að þessi skattahækkun, skili ekki tekjum í ríkiskassann.

Þ.e. augljóst tilgangur - að sækja aukið fé, ergo skattahækkun.

Það síðasta sem ég mundi skattleggja sérsaklega - eru matvæli.

Þ.e. skemmtilegt að ryfja upp, að þegar Davíð Oddson fór fyrir Sjálfstæðisflokknum, þá var það eitt árið baráttumál flokksins, að ná fram - lækkun matarskatts. Áhugavert að undir núverandi forystu sé sami flokkur á alfarið öndverðri skoðun.

 

Kv.


Af hverju hefur NATO lagt svo mikla áherslu á að Frakkar hætti við að selja Rússum 2-stór herskip?

Málið er auðvitað að ef Rússar fá þessi 2-Mistral Class skip, liðlega 20þ. tonna fley - þá mun það hafa mjög veruleg áhrif á hernaðarjafnvægi við Svarta-haf. Þessi skip eru gjarnan kölluð "þyrlumóðurskip" á íslensku - en réttara er að nefna þau innrásarskip.

Það skilgreinir betur þeirra tilgang!

En hann er sá, að flytja hersveitir - sem geta síðan gert snöggar árásir inn á land af hafi, eiginlega hvar sem er og hvenær sem er.

Þá held ég að fólk skilji betur - af hverju í ljósi spennunnar gagnvart Rússlandi, NATO þjóðir hafa verið að þrýsta á Frakka - - að hætta við að selja Rússum skipin 2.

 

Lykilatriðið liggur í stórri skutrennu sem skipin hafa!

http://leo4mare.nazwa.pl/4mare.pl/wp-content/uploads/mistral_klasse.jpg

Á þilfarinu sem er neðan við stóran Þyrlupall og þyrluþylfar, er unnt að koma fyrir margvíslegum hernaðartækjum, skv. Wikipedia: Mistral-class amphibious assault ship

  1. Á bilinu 450 - 900 hermenn. Fer eftir lengd siglingar á árásarstað.
  2. 40 skriðdrekar sambærilegir við M1 Abrahams. Rússn. drekar eru ívið minni, og þá hugsanlega geta þeir verið e-h fleiri.
  3. Eða allt að 70 bryndrekar af smærri gerð, t.d. til liðsflutninga.
  4. 4 stór láðs og lagar farartæki, til að flytja tækin eða hermennina á land.
  • Ekki má gleyma 16 - 35 árásarþyrlur, fer eftir stærð.

Það er þessi geta "Mistral class" innrásarskipa, að geta flutt herlið beint að strönd lands X, þannig að það geti hafið "tafarlausa atlögu" sem að sjálfsögðu - sannarlega hræðir menn.

Haft hefur verið eftir rússneskum herforingja, að ef Rússland hefði haft Mistral class skipin þegar stutt stríð varð milli Rússlands og Georgíu - - þá hefði Rússland að sögn þess herforingja getað bundið endi á það stríð á "nokkrum mínútum."

Mig grunar t.d. að 2-Mistral Class skip, gætu "tæknilega" flutt nægilega öflugt herlið - til þess að taka hafnarborgina Odessa - - svo dæmi sé nefnt.

  • Rússneski flotinn ræður ekki yfir sambærilegum skipum í dag.

 

Það var áhugavert að lesa frétt FT um málið, þegar fréttir bárust af því að Frakkar væru búnir að frysta ótímabundið afhendingu skipanna!

France suspends delivery of Mistral warship to Russia

Það sem vakti athygli mína - er hve kurteisir Rússar voru þegar þeir brugðust við ákvörðun franskra yfirvalda.

Það skein -virtist mér- í gegn að Rússar eru að leitast við að móðga ekki Frakka.

"Alexei Pushkov, chairman of the international affairs committee in the Duma, the lower house of parliament..." - "...said France wanted to maintain a balance between its obligations to the EU and Nato and those towards Russia."

“We need to try to find avenues for talking to each other and understanding each other again,” said one foreign policy official. “This should be possible with France, as it should with Germany.”

"Yuri Borisov, deputy minister of defence"... "that Moscow would “wait patiently”. However, he added that the Russian government expected eventual fulfilment of the contract and would sue and impose penalties if France failed to deliver at all."

Það bersýnilega blasir við - að Rússar vilja ólmir fá þessi skip.

 

Niðurstaða

Ég held að það sé ljóst, að Frakkar munu ekki afhenda Vladivostok né Sevastopol sem skipin 2-sem Rússar hyggjast kaupa hafa verið nefnd. Rússn. áhöfn Vladivostok kvá hafa verið þjálfuð að hluta a.m.k., þó ekki um borð í skipinu. En það má þó vera, að Hollande bíði lengi með það að formlega ákveða að afhenda þau ekki. Á meðan muni Rússar halda áfram að vera varfærnir í orðavali, þegar kemur að samskiptum þeirra við Frakkland.

Einfaldast er að franski flotinn taki við þeim. Þó hann hafi ekki skilgreind not fyrir 2-viðbótar skip akkúrat núna.

 

Kv.

 


Bloggfærslur 26. nóvember 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 847452

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 273
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband