Magnað afrek hjá ESA að lenda á halastjörnunni "67P/Churyumovâ-Gerasimenko"

Halastjarnan sem heitir þessu skemmtílega "þiða" nafni -67P/Churyumov–Gerasimenko- er nefnd eftir rússnesku stjörnufræðingunum sem fundu hana þ.e. Klim Ivanovych Churyumov og Svetlana Ivanovna Gerasimenko. Eftir nákvæma greiningu á ljósmyndum teknum með sjónauka, uppgötvaðist 67P 1969.

Sporbaugur 67P - rauði hringurinn

Ég þekki ekki af hverju "ESA" valdi 67P fyrir Rosetta kannann, en vera má að það stafi af því að 67P hefur síðan 1959 er 67P fór nærri Júpíter, haft tiltölulega lítinn sporbaug eða einungis að meðaltali 1,3AU eða 130% sporbaugur Jarðar.

Það þíðir að 67P tekur 6,45 ár að fara hring um Sólina. Mesti hraði hennar kvá vera 135.000km/kls. þegar hún fer næst Sólinni.

Ummál er áætlað á bilinu 3,5km - 4km.

Áhugavert að það tók Rosetta kannann 10 ár, að hala uppi 67P - - en Rosetta kannanum var skotið á loft 2004.

Hafið í huga að þegar hraði halastjörnunnar er hafður í huga, og fjarlægðir - ekki síst að þyngdarafl er nærri ekki neitt á yfirborðinu; þá er það umtalsvert tæknilegt afrek að ná því að lenda.

Lendingarfarið - - skoppaðir víst tvisvar, endaði á 3-staðnum.

Battery will limit life of Philae comet lander

Scientists will order Philae to ‘hop’ in final bid to save lander

Það stendur til að gera tilraun til þess að færa lendingarfarið Philae til á yfirborði 67P. En vegna þess hve þyngarafl er örlítið. Er alveg hugsanlegt að í stað þess að það verði tilfæring endi Philae á þröngum sporbaug um 67P. Sjálfsagt er það tilraunarinnar virði - fyrst að rafhlöðurnar eru við það að klárast. Ef tilraunin heppnast og lendingarfarið Philae kemst út úr skugga þ.s. er birta, þá gæti farið enst einhverja mánuði á halastjörnunni.

En það væri mikilvægur árangur, því um borð í Philae er lítil rannsóknarstofa, sem getur rannsakað borkjarna tekna af Philae, og efnagreint. En vísindamenn eru sérdeilis forvitnir um nákvæma efnasamsetningu halastjörnunnar.

Það sem veldur ekki síst forvitninni er að vísindamenn telja að í halastjörnum sé að finna vanþróaðsta efnið í sókerfinu, þá í þeim skilningi - að í þeim sé enn að finna efni beint úr frumþokunni er myndaði Sólkerfið í lítt eða óröskuðu formi.

Veit ekki um ykkur - en mér finnst þetta gróflega líkjast samvaxinni kartöflu

Ekki er vitað af hverju 67P hefur þessa lögun, að vera með 2-þykka enda, síðan mjóan háls á milli. Getgátur uppi - - að halastjarnan sé í reynd úr tveim samrunnum klettum - - eða að efni hafi bráðnað og gufap upp af hálsinum t.d. þar hafi verið lag af ís.

Þessi flotta mynd sýnir eina löppina á lendingarfarinu, Philae

http://www.esa.int/var/esa/storage/images/esa_multimedia/images/2014/11/welcome_to_a_comet/15048351-1-eng-GB/Welcome_to_a_comet.jpg

Þessi mynd sýnir hvar talið er að Philae hafi lent

landing location

Niðurstaða

Endurtek að mér finnst það magnað afrek að lenda fari á halastjörnu, sem án efa er umtalsvert erfiðari lendingarpallur heldur en tunglið. Vonandi tekst stjórnendum í stjórnstöð evrópsku geimsannsóknarstofnunarinnar "ESA" að bjarga lendingarfarinu Philae inn í sólarljósið. Þannig að sólarhlöður þess geti haldið Philae virku í mánuði - eins og vonast var til. Á hinn bóginn, þó það takist ekki - liggja þegar fyrir nýjar upplýsingar um eina af halastjörnum Sólkerfisins. Þó svo að ekki reynist mögulegt að halda lendingarfarinu virku.

Rosetta kanninn er nú á sporbaug utan um 67P. Og getur haldið áfram að taka myndir af yfirborðinu, sjá vef ESA: "ESA

-----------------------

Ps: Skv. fréttum hefur lendingarfarið Philae lagst í dvala, eftir að ekki tókst að færa það yfir í sólskin, á síðustu stundu hafi þó tekist að senda gögn yfir í Rosetta frá Philae þannig að rannsókn á sýni sem tekið var úr 67P sé ekki glötuð - heldur séu gögn nú kominn til starfsmanna ESA: Philae sends back comet data before going into hibernation

 

Kv.


John Major óttast að Bretland yfirgefi ESB

Þetta kemur fram á vef Financial Times: John Major warns EU over ‘serious possibility’ of UK quitting. Ef marka má FT þá metur Major helmingslíkur á brotthvarfi Bretlands úr ESB, eins og hann metur stöðuna í dag. En að hans mati, ef samningaviðræður þær sem David Cameron ætlar að hefja við aðildarríkin ganga illa - - þá telur hann líkur á "BREXIT" munu aukast.

http://i2.mirror.co.uk/incoming/article192065.ece/alternates/s2197/john-major-557250059.jpg

Skv. FT eru þetta bútar úr ræðu sem Major ætlar að flytja í Berlín á næstunni.

------------------------------------

For the first time, there is a serious possibility that our electorate could vote to leave,” - “I put the chance of exit at just under 50 per cent.” 

"Sir John will urge EU states to be flexible on two points: the bloc’s commitment to “ever-closer union” and free movement of people."

“Matching migrants to the size of host countries, the UK has accepted one of – if not the – largest population movement in peacetime European history. That is our problem.”

The sheer scale of the influx has put strains on our health, welfare, housing and education services that we struggle to meet – and has held down wages for many of the poorest members of our society.

------------------------------------

Vandamálið fyrir breska Íhaldsflokkinn er auðvitað gríðarlegt fylgi "UKIP" sem mælist í dag stærri en "Frjálslyndi flokkurinn." Það virðist sérstaklega vera "innflytjendamálin" sem styrr stendur um í Bretlandi.

Á sama tíma, hefur hugmyndum Breta um reglubreytingar - verið tekið afar fálega af ríkisstjórnum meðlimalanda ESB. Ekki einu sinnig Norðurlönd hafa ljáð máls á því.

Haft var eftir Merkel nýlega - að ef Bretar héldu þeim hugmyndum til streitu, þá væri hún í fyrsta sinn til í að íhuga "BREXIT."

Þannig að samningaleið lítur ekki sérlega vel út - - þó að vera má að yfirlísingar leiðtoga sé dæmi um svokallað "positioning" þ.e. setja fram ýtrustu afstöðu, áður en samningar hefjast.

  • Á sama tíma eru efnahagshorfur á meginlandi Evrópu - slakar. Það er, þ.s. margir spáðu virðist vera að rætast, að meginland Evrópu sé statt í efnahags stöðnun. Sem fátt líti út fyrir að taki endi á næstunni - jafnvel ekki næstu árum.
  • Þær efnahagshorfur gera það hugsanlega síður áhugavert fyrir Breta, að halda í aðildina.
  • Á sama tíma, að ef fer sem horfir - - að hagvöxtur verður verulega betri í Bretlandi en á meginlandinu. Þá gæti það stuðlað að enn frekari straum innflytjenda til Bretlands frá meginlandinu.

Við þetta má bæta, að vegna efnahagsstöðnunar, grunar mig að framundan sé hægri sinnuð pópúlisma bylgja í stjórnmálum meginlandsins - - sem er alveg hugsanlegt að hrysti upp í málum þar.

En stöðnunin þíðir að atvinnuleysi helst þá mikið áfram, svo að óþolinmæði kjósenda heldur þá áfram að magnast - - þar með pyrringur þeirra út í svokölluð "hefðbundin stjórnmál."

En það eru vísbendingar þegar um fylgisbylgju til hægri sinnaðra jaðarflokka, sem hafa að mörgu leiti verulega aðra efnahagsstefnu en flokkar þeir sem ráða í dag.

Þetta getur þítt, að aðstæður í meginlandsríkjum ESB - - geti undirgengist fremur óvæntar breytingar. Á meðan gæti Bretland litið tiltölulega séð, enn betur.

Til hvers sú bylgja leiðir - - er ómögulegt um að spá. En hún a.m.k. gæti valdið því, að næsta kjörtímabil í evrópskum stjórnmálum verði áhugavert.

Það þíðir væntanlega einnig, að það sé ill mögulegt að spá því einnig, hvaða áhrif sú bylgja mun hafa á afstöðu Breta til veru í ESB.

Hver veit - - en kannski mundi hún valda því, að þróun ESB yrði nær því sem Bretar óska, og þar með minkað líkur á BREXIT. Hún gæti einnig haft öfugt áhrif, að sannfæra Breta um það að þeir vilji ekkert með ESB að hafa.

 

Niðurstaða

Ég efa að Major sé að fara með fleipur. Þegar fylgi UKIP er haft í huga. Þá sé það svo sannarlega að umtalsverðar líkur séu á BREXIT. Áhugamenn um ESB gjarnan koma með mjög dökkar spár um framtíð Bretlands utan ESB.

Það fer auðvitað eftir því hvað gerist á meginlandi Evrópu. En sem dæmi, ef efnahagsstöðnun væri langvarandi á meginlandinu. Þá er það langt í frá augljóst að Bretum mundi vegna verr utan - en innan.

Ef aftur á móti sú pópúlisma bylgja á hægri vængnum sem virðist vera að rísa á meginlandi Evrópu, nær völdum í einhverjum mikilvægum löndum, þá væri búið að opna "Pandórubox" og engin leið væri að spá hvaða áhrif það mundi hafa.

Það gætu þá orðið óvæntar breytingar á sambandinu. Breytingar sem eru ófyrirséðar í dag. Ég þori ekki einu sinni að gera tilraun til að spá - hverjar þær gætu líklega orðið.

 

Kv.


Bloggfærslur 14. nóvember 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 89
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 441
  • Frá upphafi: 847082

Annað

  • Innlit í dag: 84
  • Innlit sl. viku: 418
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband