Ríkisstjórnin ætti að láta Alþingi álykta um frestun viðræðna!

Við getum rifist um það hvort Alþingi á að álykta um frestun eða ekki. En punkturinn sem ég ætla að koma fram, kemur í kjölfar yfirlýsingar "stækkunarstjóra ESB" þess efnis. Að ESB muni ekki sína biðlund endalaust: Takmörk fyrir því hvað viðræðuhlé er langt.

"Stefan Fule stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir það vera í þágu allra að ákvörðunin um aðild bíði ekki lengi.  Hann segir ákvörðunina um aðildarviðræður standa óhaggaða, þótt ekki sé ljóst hversu lengi."

  1. Mér virðist hugsanlegt - - að stækkunarstjórinn, muni sjálfur setja "tímatakmörk."
  2. Ef ríkisstjórn Íslands er ekki fyrri til - - að setja slík fram.

Össur sagði á föstudaginn, að heppilegast væri að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort íslensk þjóð vill halda viðræðum áfram eða ekki, samhliða sveitastjórnarkosningum á nk. ári.

Mér virðist vel hugsanlegt, að áhugamenn um aðild Íslands muni hafa samband við Fule, og bendi á það tækifæri sem í sveitastjórnarkosningunum felist.

Ríkisstjórnin gæti ef hún ætlar að humma það fram af sér, að setja fram - dagsetningu.

Staðið frammi fyrir því, að Fule hefur sjálfur sett fram slíka, sem passar nokkurn veginn við það tímabil þegar sveitastjórnarkosningar fara fram.

Og síðan muni allir aðildarsinnar á landinu, leggjast á eitt um að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu - - á nk. ári samhliða sveitastjórnarkosningum.

  • Ríkisstjórnin aftur á móti, getur gersamlega komið í veg fyrir þennan möguleika, með því að leggja sjálf fram dagsetningu - - þá innan skamms. Ekki bíða lengi með það, að leggja þá dagsetningu fram.
  • Best væri, að Alþingi álykti formlega um það atriði, ekki síðar en á nk. haustþingi, en allt eins á sumarþingi þetta sumar - - því ekki?
  1. Þá legg ég til að ályktað verði - - að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort þjóðin vill halda viðræðum áfram eða ekki.
  2. Fari fram samhliða kosningum til Alþingis vorið 2017. 

Ef ríkisstjórnin leggur slíka ályktun fram, áður en aðildarsinnar geta náð því að plotta annað - með stækkunarstjóra ESB.

Þá auðvitað, mun stækkunarstjórinn virða þá tímasetningu - - og halda málinu opnu fram að nk. Alþingiskosningum. Og láta það síðan ráðast - - hvað næsta ríkisstjórn ákveður.

Enda hefur hann áður sagst - - munu virða lýðræðislegan vilja þings og þjóðar.

En þá þarf einmitt - - ályktun Alþingis. Til að setja á þann formlega stimpil, sem hann getur ekki leitt hjá sér.

 

Hvers vegna 2017?

  1. ESB á eftir að taka mikilvægar ákvarðanir um breytingar á stofnunum þess, sem munu fela í sér umtalsverðar breytingar á sáttmálum eða það, að nýir sáttmálar verði búnir til utan um nýtt og breytt fyrirkomulag - - ef aðferð sú sem notuð var þegar búinn var til svokallaður "stöðugleikasáttmáli" verður beitt. Eins og mér skilst, að margir vilja innan ESB.
  2. Þetta eru það stórar breytingar að líkindum, að um getur verið að ræða - - nýtt samband í mikilvægum atriðum. Ekki síst, eru líkur á því að þær breytingar feli í sér umtalsvert viðbótar fullveldis afsal aðildarríkja sem samþykka breytingar eða nýjan sáttmála sem felur í sér þær breytingar.
  3. Að auki er líklegt að þær breytingar feli í sér, umtalsverða skerðingu á "neitunarvaldi" aðildarríkja - - sem þá veikir mjög áhrif smærri aðildarríkja. En sama skapi, eflir stöðu stærri ríkjanna sem hafa meira atkvæðaværi.
  • Þessar breytingar munu taka nokkurn tíma - - að koma fram.
  • Verða líklega ekki fram komnar 2014 en að líkindum, verða þær fram komnar 2017.
  • Því fyrir bragðið, verði mun auðveldar fyrir landsmenn - - að taka upplýsta ákvörðun, um það - - hvað þeir vilja. Þegar þeir sjá, hvað aðild felur í sér. Sem eftir þær breytingar líklega verður töluvert annað en aðild hefur fram að þessu falið í sér - - þ.e. mun víðtækara fullveldisafsal.
  1. Svo er það kreppan, en ennþá er ekki ljóst hvort að þjóðir Evrópu muni smám saman rétta við sér, eins og bjartsýnismenn telja - - og það verði fyrir rest ágætur hagvöxtur.
  2. Eða, hvort að ESB sé á leið inn í "japanska veiki" eða "stöðnun" sbr. þá sem hófst v. upphaf 10. áratugarins, eftir hrunið í Japan síðla vetur 1989.
  • Hvort á við, ætti einnig að vera orðið ljóst 2017. Þ.e. ef þjóðir ESB enn eru það ár annaðhvort í vart mælanlegum hagvexti eða enn í hægum samdrætti; þá verður ljóst að Evrópa er þá virkilega á leið í það langvarandi efnahagslega hnignunarferli. Sem margir í dag telja líklegt.
  • Ef aftur á móti, bjartsýnismenn hafa rétt fyrir sér - - þá verður það einnig orðið ljóst 2017. Að þá verður Evrópa á góðri vegferð upp úr kreppu, ef þeir hafa rétt fyrir sér.

Það er sem sagt punkturinn - - að í dag sé óvissa um mjög mikilvæga þætti sem þjóðin þarf helst að hafa vitneskju um, þegar hún tekur ákvörðun af eða á.

Sú vitneskja muni taka tíma að koma fram, vegna þess að þeir atburðir sem koma til að skíra þá aturðarás, þurfi sinn tíma - - til að leiða þann sannleika fram.

2017 - - sé því einfaldlega það ár. Sem eðlilegast sé að miða við. Að senda málið til þjóðarinnar, til lokaákvörðunar af eða á um það - - hvort hún vill halda aðildarmálinu áfram eða ekki.

Vegna þess, að þá verði rykið búið að setjast að flestum líkindum - - þannig að upplýst ákvörðun verði þá "fyrst möguleg."

 

Niðurstaða

Ég skora á ríkisstjórnina að láta Alþingi álykta sem fyrst um frestun viðræðna um aðild, fram að Alþingiskosningum 2017. Að þá samhliða þeim kosningum muni þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort íslensk þjóð vill halda aðildarmálinu áfram eða ekki - > haldin. Það tiltekna ár sé heppilegt, því að - að þeim tíma liðnum. Ætti að hafa skýrst að flestu eða öllu leiti. Hver vegferð ESB til framtíðar verður. Bæði þegar kemur að því hvaða breytingar á ESB munu þá hafa komist til framkvæmda og að auki um það hver efnahagsleg framtíð Evrópu líklega verður.

En ef það kemur í ljós t.d. 2017 að Evrópa virkilega er á leið inn í langvarandi stöðnun og efnahagsleg hnignun, þá að sjálfsögðu er það til þess að minnka áhuga landsmanna á aðild.

Að auki, þá mun það fela í sér stórfelldar viðbótar fórnir fyrir okkur, ef af líklegri vegferð ESB í átt að verulegri dýpkun sambandsins verður.

  • Svo má ekki algerlega leiða hjá sér hinn möguleikann - - að allt fari á versta veg.
  • Þannig að jafnvel, sambandið sjálft flosni upp, í kjölfar efnahagslegs stórslyss.

2017 ætti myndin að hafa skýrst.

 

Kv.


Bloggfærslur 16. júní 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 803
  • Frá upphafi: 848194

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 774
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband