Kannski verður ekki af þessu álveri!

Ég er ekki beint að tala gegn nýju álveri. Heldur benda á aðstæður í heiminum í dag virðast merkilega líkar þeim sem voru til staðar við upphaf 10. áratugarins, þegar síðast var rætt um álver á Reykjanesi og helsti frammámaður var þáverandi iðnaðarráðherra. Jón Sigurðsson - - skemmtileg gömul frétt í sögulegu ljósi - ekki liggur enn fyrir staðsetningin "Keilisnes: Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra: Frumvarp um nýtt álver ef kannanir verða.

Eins og ef til vill einhver man eftir, þá var efnahagsástand í heiminum í vissri lægð fyrstu ár 10. áratugarins, í kjölfar hrunsins í Japan haustið 1989. 

Ekki beint heimskreppa, en það var enginn sérstakur hagvöxtur heldur - lægð í honum, og eftirspurn eftir hráefnum var því einnig tiltölulega léleg - - því verð lág.

Málið er, að einmitt mjög svipað ástand ríkir, miðað við fréttir sem ég hef safnað saman, eftir smávegis netleit!

Álverð hefur farið lækkandi síðan mitt ár 2011, og þ.e. til staðar í heiminum, offramboð á álverum!

  • Punkturinn er sá, að undir Viðeyjarstjórninni, þá skorti ekki vilja stjv., það var álfyrirtækið sjálft sem hætti við.

 

Hvernig er ástandið á álmörkuðum?

Lex:FT - Aluminium: bent out of shape

"But there remains a supply glut. Outside China there are 10m excess tonnes of capacity." - "After a 1 per cent increase in the first quarter, it has since fallen an average 8 per cent to $1,886 per tonne." - "Indeed, as much as a fifth of total global production outside China remains lossmaking on a cash cost basis."

Líklega munu eldri og minna hagkvæm ver - tína tölunni. 

En þetta ástand, þ.e. 7% verðlækkun á árinu.

Og framboð 10 milljón tonn umfram eftirspurn.

Er kannski ekki vísbending þess, að það sé endilega góður tími - - til að reisa nýtt álver.

Auðvitað er það svo að álver taka nokkur ár í byggingu, svo álfyrirtæki leitast þá við að veðja á framvindu næstu ára, frekar en akkúrat dagsins í dag.

En þ.e. einmitt vandinn, að ekkert sérstakt bendir til þess að hagvöxtur á hnettinum sé líklegur til að aukast að ráði - - á allra næstu árum.

Kreppan í Evrópu sé líklegur dragbítur áfram, en vandinn er ekki síst sá - - að Kína sjálft er að nálgast hratt, og hraðar en margir halda. Endimörk hraðs hagvaxtar: Mun snarlega hægja á hagvexti í Kína eftir 2020! Fólksfjölgunartímasprengjan er að springa nú þegar!.

Í því bloggi - - vitna ég í mjög áhugaverða skýrslu AGS. Sem beinlínis spáir því að það verði vinnuaflsskortur innan Kína á næsta áratug. 

-----------------------------------

Chronicle of a Decline Foretold: Has China Reached the Lewis Turning Point?

Bls. 14

  • "China’s excess supply of labor has peaked in 2010 and is on the verge of a sharp decline:
  1. "from 151 million in 2010"
  2. "to 57 million in 2015,"
  3. "and 33 million in 2020"

Sjáið á myndinni tekin úr skýrslunni hve hratt er að draga úr vinnuafls púlíunni í Kína. Og þegar á næsta áratug verður skortur!

-----------------------------------

En þessarar þróunar er þegar farið að sjálfsögðu að gæta, og þ.e. hinn hraði samdráttur í umframvinnuafli, sem er ekki síst að skapa kínv. vinnuafli nú á allra síðustu árum. Bætta samkeppni gagnvart vinnuveitendum, svo að laun eru á uppleið innan Kína.

  1. Punkturinn er sá, að hagvöxtur í Kína mun klárt dragast saman á allra næstu árum!
  2. Og því muni aukning eftirspurnar í Kína, vera mun minni - - en bjartsýnismenn hafa verið að vonast eftir.
  3. Sem þíðir að sjálfsögðu, að hnattrænn hagvöxtur verður ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, meðan að Evrópa er hemill og Bandaríkin eru ekkert á neinu blússi. 

Þannig að mér virðist blasa við, að álfyrirtæki sem er að skoða "medium term trend" muni álykta, að ef til vill sé ekki rétti tíminn til að byggja nýtt álver.

Nema auðvitað, að viðkomandi fyrirtæki, eigi slatta af óhagkvæmum álverum sem það vill afleggja, og vill nýtt á móti til að halda markaðshlutdeild. 

En það þíddi þá væntanlega - - mjög veika samningsstöðu, gagnvart verðum á seldu rafmagni.

 

Fréttir af ALCOA!

FT - Alcoa debt downgraded to junk

Bloomberg - Alcoa Cut to Junk by Moody’s as Aluminum Price Declines

Reuters - Moody's downgrades Alcoa, sees headwinds for primary metals

Reuters - UPDATE 2-Moody's cuts Alcoa to junk on tough primary metals market

Reuters - UPDATE 3-Alcoa considering aluminum production cuts

  • "“The aluminum price has been in a downward decline since reaching post-recession highs in 2011,” Moody’s said in the statement. Strength in the automotive and aerospace industries isn’t sufficient for a “significant” recovery in profitability and Alcoa won’t achieve investment-grade metrics within Moody’s rating horizon, Moody’s said."
  • "This month Alcoa said it will shut two production lines at its Baie-Comeau smelter in Quebec and postpone a new line at the plant until 2019."
  • ""Because of persistent weakness in global aluminum prices, we need to review every option to maintain Alcoa's competitiveness," said Chris Ayers, president of global primary products at Alcoa, in a statement."
  • Alcoa said it would consider everything from halting plant refurbishments to permanent shutdowns, and also review its alumina refining operations "to reflect any curtailments in smelting as well as prevailing market conditions."

  • ""I'm not surprised, but what we need is to see the Chinese cut back. Alcoa can't do it all on its own," said Ed Meir, metals analyst at futures brokerage INTL FCStone."
  • "But in a recent Reuters poll, analysts forecast an aluminum surplus of 782,250 tonnes this year, widening to 896,000 tonnes next year."
  • "In March, United Company Rusal PLC, the world's largest aluminum producer, announced plans to shrink output for at least three years to curb market oversupply."

Þetta er þ.s. ég meina, ég hef ekki séð svo dökka framvindu á þessu sviði í mörg ár!

Fyrirtækin munu á næstu misserum, leggja af verksmiðjur eða loka þeim tímabundið, til að draga úr uppsöfnuðum birgðum - sem eins og sjá má, eru orðnar töluverður slatti.

Og á sama tíma, er Kína stöðugt að fara dýpra og dýpra inn í það ástand sem í stefnir, að það hægi raunverulega - umtalsvert þar á hagvexti.

Það er ekki bara árið í ár sem ekki lítur vel út, heldur að auki þau næstu þar á eftir!

 

Ráðlegging til hinnar nýju ríkisstjórnar Íslands?

Ekki treysta á álið!

Ríkisstjórnin þarf að hefja umfangsmikla atvinnu-uppbyggingu. En miðað við ofangreindar upplýsingar, verð ég að lýsa yfir efasemdum um fyrirhugað álver! 

En málið er, að rétti tíminn til að semja við það fyrirtæki sem hefur verið með þau áform, var á sl. kjörtímabili. 

En sérstaklega 2010 var gluggi, þegar það hefði sennilega verið unnt að fá fram bindandi samning við þann erlenda aðila, um það nýja álver. 

En álverð fór upp frá ca. 2010. Og það var um hríð nokkur bjartsýni. Álverð hélt áfram að stíga fram á mitt ár 2011. En þá hófst viðsnúningur ESB í aðra kreppu! Og fátt bendir nú til þess að seinni kreppunni sloti í bráð.

Á sama tíma, sína allra hagtölur þ.e. í Bandaríkjunum og Kína, veikari hagvöxt en bjartsýnisfólk var að vonast eftir, og hagtölur virðast gefa ákveðnar vísbendingar þess efnis. 

Að hagvöxtur verði líklega í veikari kantinum næstu árin!

-----------------------------------

Ríkisstjórnin, þarf því að vara sig á því að leggja of mikið undir, þegar kemur að því að stefna á þetta álver. Verða ekki nánast að atlægi eins og Jón Sigurðsson, er í tíð ríkisstjórnar Davíðs og Jóns B. stöðugt lofaði álverinu á Keilisnesi sem aldrei kom.

Ég meina, að það megi ekki vera meginfókusinn í atvinnu-uppbyggingu. Heldur þurfi sá meginfókus að vera á almennar aðgerðir. Sem stuðla að lyftingu atvinnulífsins - almennt.

  • Þ.e. ekki síst það, að jafnvel þó svo að fyrirtækið sem á í hlut, geti hugsað sér að reisa það, þá er auðvitað svo að aðilinn í ljósi aðstæðna, mun keyra mjög á "lágt orkuverð."
  • En LV verður að lágmarki, að fá fyrir orkuna sem stendur undir lántökukostnaði + kostnaði v. rekstur hinnar nýju virkjunar eða virkjana.
  • Annars versnar heilt yfir rekstrarleg staða LV. Og því staða LV gagnvart lánveitendum. 

Það þarf að vera "Plan B" - "Plan C" - "Plan D" o.s.frv.

Því flr. járn í eldinum, því betra.

 

Niðurstaða

Ég skil mæta vel af hverju álverið höfðar til ríkisstjórnarinnar. En Ísland stendur frammi fyrir mjög sérstökum erfiðum vanda, þeim að skv. Seðlabanka Ísland fram yfir 2018 verður kostnaður af gjaldeyrisskuldum, 5,5% af þjóðarframleiðslu. Meðan að afgangur sl. 2-ja ára var ca. 3%. Að auki spáir Seðlab. að jöfnuðurinn muni frekar en hitt minnka - - sem gæti leitt til þess að landið færi í það að lifa á AGS lánunum. Sem væri ekki sjálfbær staða augljóslega.

Því myndi það bersýnilega koma sér óskaplega vel. Mun betur en vanalega, að fá eina stóra gjaldeyrisinnspýtingu í hagkerfið, einmitt þau ár.

Þarna er því sterk freisting - - en eins og ég bendi á, virðist mér aðstæður á alþjóðamörkuðum óskaplega svipaðar í ár og þær voru fyrstu ár 10. áratugarins. 

Sem leiddi til þess, að álverið sem Jón Sigurðsson þáverandi iðnaðarráðherra, er átti að vera á Keilisnesi á Reykjanesi, kom aldrei. Sem var vegna ákvörðunar álfyrirtækisins - en ekki vegna skorts á áhuga stjv.

-----------------------------------

Þess vegna beini ég því til hinnar nýju ríkisstjórnar, að hafa þ.s. meginfókus - > Almennar aðgerðir.

Auka skilvirkni atvinnulífs, hjálpa því til að minnka kostnað, stuðla að fjárfestingu, einfalda skattkerfi, einfalda reglur ef þarf; og að sjálfsögðu. 

Afnema höftin innan næstu 2-ja ára!

En þá hefur stjórnin 2-ár þar á eftir, til að ná fram lágri verðbólgu fyrir lok kjörtímabils.

 

Kv.


Bloggfærslur 31. maí 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 454
  • Frá upphafi: 847101

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 430
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband