Bandaríkin ætla að hefja útflutning á gasi!

Það merkilega er að sl. 2 ár hefur útflutningur á gasi víst verið "restricted" eða í reynd bannaður. Þrátt fyrir hraða aukningu í gasvinnslu. Þetta hefur leitt til þess að verð á gasi í Bandaríkjunum hefur hrunið.

Skv. frétt Financial Times hefur Obama nú heimilað gasútflutning, frá nýrri stöð "LNG liquefied natural gas" í Texas sem kostar mikið fé að setja upp, sem kemur gasinu yfir á vökvaform við mínus 170°C.

Japanskir og evrópskir aðilar hafa boðist til að setja ma. dollara í aðra slíka stöð í Louisiana, sem áform eru um að reisa.

Það er auðvitað ástæða af hverju útflutningur hefur verið "takmarkaður" eða "restricted" þar sem þ.e. eina leiðin, til að tryggja það að verðlag á gasi innan Bandaríkjanna, sé lægra en heimsmarkaðsverð á gasi.

 

Takið eftir því hvað hefur náðst fram, með því að takmarka gasútflutning!

US energy revolution gathers pace

"Shale gas production has soared in the US in recent years, creating a supply glut that has driven prices down to about $4 per million British thermal units from a peak above $13 in 2008."

Það er ca. 70% verðfall.

"Cargoes of LNG, supercooled to minus 160 degrees so it can be transported on tankers, are selling in Asia for the equivalent of about $15 per mBTU, creating an attractive opportunity for exports from the US."

Ef verðið er 4 $/mBTU vs. 15$/mBTU.

Þá þíðit það að fyrirtækin sem vilja flytja gast út til Asíu, geta grætt heilan helling.

En aðeins ef þau fá að flytja gasið út.

Á sama tíma, eru önnur fyrirtækja "lobbí" í Bandaríkjunum, þ.e. þau sem græða á lágu verðlagi fyrir gas, að þrýsta á um að - útflutningur verði takmarkaður áfram!
  • "However, a vocal lobby of companies in industries such as chemicals and steel has urged restrictions on gas exports to ensure US manufacturers continue to derive a competitive advantage from cheap energy."

 

Þetta minnir töluvert á umræðuna hérlendis, hvort á að flytja út rafmagn með sæstreng, eða nota rafmagnið hér heima!

Lága gasverðið, hefur lækkað verð á gasi til margvíslegra iðnstarfsemi sem nýtir það í margvíslegum tilgangi þ.e. t.d. í efnaiðnaði ekki síst plast.

En ekki síst, þá njóta gas-orkuver sem framleiða rafmagn þess, að geta selt rafmagn á hagstæðu verði.

Og kaupendur þess rafmagns njóta þess, í hærri kjörum - því þá þurfa þeir að borga minna fyrir rafmagn sem þíðir að þeir eiga meir eftir hver mánaðamót til annarra hluta.

En ekki síst, þá hefur verið aukning í fjárfestingum innan geira, t.d. orkufrekrar starfsemi. 

Sem er mjög háð orkuverði, t.d. stálvera og álvera.

-----------------------------------

Þetta getur allt breyst, ef verðlagið á gasi innan Bandaríkjanna - fer á heimsmarkaðaverð.

Sem mun óhjákvæmilega gerast, ef allar takmarkanir á útflutnings eru afnumdar.

  • Að þessu leiti svipar umræðunni, til umræðunnar hérlendis um rafmagnssölu!
  • Sannarlega græðir Landsvirkjun mun meir, og innan Bandaríkjanna geta þeir sem vinna gas úr jörðu, einnig aukið mjög mikið gróða sinn.
  • En - nánast allir aðrir innan hagkerfisins tapa, það á einnig við hér á Íslandi.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu - - hvort Obama gefur fleiri útflutningsleyfi.

Þannig, að gasverðlag í Bandaríkjunum fer að stíga, og nálgast heimsmarkaðsverð.

Eða hvort, hann mun leitast við, að viðhalda umframframboði á gasi innan Bandaríkjanna, svo verðlag haldist áfram mun lægra á gasi innan Bandaríkjanna - en á heimsmörkuðum.

  • Ljóst er að framleiðendur þ.e. þeir sem vinna það úr jörðu, munu þrýsta á sem mestan útflutnings.
  • Kaupa til þess sem flesta þingmenn.
  • Leitast við, að höfða sem mest til Obama.
Áhugavert að japönsk, bresk og frönsk orkufyrirtæki. Virðast hafa bæst við, og leggja sín lóð á vogarskálarnar. Að fá meiri útflutning. En sjálfsagt vonast þau eftir því, að geta fengið hagstæðara verð á gasi frá Bandaríkjunum en t.d. Gasprom er viljugt að selja gas á til Evrópu, í tilviki franskra og breskra fyrirtækja.
  • Meðan að þeir sem vilja setja upp flr. verksmiðjur innan Bandaríkjanna, sem hagnýta sér lága orkuverðið þar.
  • Munu þrýsta í hina áttina, benda á störfin sem geta skapast.
  • Síðan má ekki gleyma, neitendum sem njóta lækkaðs verðlags á náttúrugasi beint til heimilisnota, sem og í óbeinu formi í gegnum rafmagn framleitt í gasorkuverum.
  • Þeirra hagsmunir eru að lága verðið haldist áfram.

Spurning hver vinnur þetta reipitog!

 

Niðurstaða

Þetta er ákveðið lúxusvandamál. Mig grunar samt að Obama muni leitast við að feta einhvers konar bil beggja leið. Enda getur það skaðað hagvöxt innan Bandaríkjanna. Ef gasverð nálgast alþjóðlegt verðlag of mikið. En lágt orkuverð - er eitt af því sem getu hjálpað Bandaríkjunum. Að snúa vörn í sókn. Í samkeppni um störf.

En þó svo Asíulönd hafi lægri laun, þá kemur mun lægra orkuverð nokkuð á móti. Réttir þannig aðeins af samkeppnisstöðu bandarískrar framleiðslu - hið minnsta þeirrar framleiðslu þ.s. orkuverðið skiptir máli að einhverju ráði.

En auðvitað skiptir lágt orkuverð einnig máli fyrir neyslu. Þ.e. bætir efnahag heimila þ.e. þeirra sem búa á þeim svæðum, þ.s. nýting á gasi er tíðkuð hvort sem er í gegnum rafmagnsframleiðslu eða beinna form af notkun.

 

Kv.


Af hverju eru markaðir svo bjartsýnir?

Þetta er eiginlega orðin töluvert áhugaverð spurning. Sem dæmi komu tölur frá ESB um stöðu efnahagsmála, sjá: Eurostat - Flash estimate for the first quarter of 2013.

  • Það sem þetta staðfestir, er hæg en stöðug kreppa.
  • Eins og einn hagfræðingurinn setti fram í gríni "Shallow grave."

Því miður er ekki neitt, og ég virkilega meina - ekki neitt. Sem bendir til viðsnúnings undir lok þessa árs. Fremur en árið á undan, en þá einnig spáðu stofnanir ESB viðsnúningi á síðari árshluta.

En í staðinn, dýpkaði kreppan frekar um haustið. Ég á ekki endilega von á því, að slík hreyfing verði. Heldur allt eins því, að núverandi ástand sé fremur - stöðugt. A.m.k. þetta árið.

Fyrri súlan er samanburður við ársfjórðunginn á undan.

Seinni er samanburður við sama fjórðung árið á undan!

  • Belgium.....................0.1............-0.5
  • Bulgaria.....................0.1.............0.4
  • Czech Republic..........-0.8............-1.9
  • Denmark....................   :  ..........  :
  • Germany...................0.1............-0.3
  • Estonia....................-1.0..............1.2
  • Ireland...................... : ................ :
  • Greece**................... : .............-5.3
  • Spain.......................-0.5............-2.0
  • France......................-0.2............-0.4
  • Italy.........................-0.5............-2.3
  • Cyprus......................-1.3............-4.1
  • Latvia........................1.2..............5.6
  • Lithuania....................1.3.............4.1
  • Luxembourg............... : ............... :
  • Hungary.....................0.7............-0.3
  • Malta......................... : ............... :
  • Netherlands*** .........-0.1............-1.3
  • Austria****................0.0.............0.0
  • Poland........................0.1.............0.4
  • Portugal....................-0.3............-3.9
  • Romania.....................0.5.............1.3
  • Slovenia.................... : ................ :
  • Slovakia.....................0.3.............0.9
  • Finland......................-0.1............-2.0
  • Sweden..................... : ................ :
  • United Kingdom...........0.3..............0.6
-------------------------------
  • United States.............0.6.................1.8

Takið eftir, að tölurnar frá Bandaríkjunum, eru ekkert rosalegar - - þ.e. 1. fjórðungur þessa árs 1,8% ofan við 1. fjórðung sl. árs.

Á sama tíma, eru svokallaðar "earnings reports" að sýna að fyrir stærstu fyrirtæki er gróði, undir væntingum.

Fyrsti fjórðungur er ekki vísbending um aukinn hagvöxt miðað við sl. ár - sem er þvert á vonir.

Og 1. fjórðungur gefur sannarlega engar vísbendingar um - viðsnúning fyrir Evrópu.

 

Hvað veldur því að markaðir eru í hæstu hæðum?

Það er kreppa í Evrópu, flest bendir til þess að hún sé ekki að hætta.

Hagvöxtur í Bandar. stefnir í að vera svipaður þetta ár og sl. ár, sem er OK - en samt undir væntingum.

Gróði fyrirtækja er ekkert spes, þ.e. undir væntingum

En samt náði Wall-Street vísitalan nýju hámarki um daginn.

Markaðir í Evrópu, féllu ekkert við niðurstöðu spádeildar ESB. Heldur ef e-h, hækkuðu verð hluta.

-------------------------------

Sumir vilja meina. Að um sé að kenna - - sjálfri peningaprentuninni. Sem seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlands, ástunda.

En Seðlabanki Evrópu hefur ekkert prentað í meir en ár, þ.e. bara útistandandi loforð um prentun gegn tilteknum skilyrðum, sem ekkert hefur reynt á.

  • Ef þ.e. peningaprentunin sem er ástæðan - - er þetta þá ekki form af verðbólgu? :)
  • En skv. allra nýjustu tölum frá Bandaríkjunum, er mæld verðbólga reyndar óvenju lág þessa stundina, eða 1,1%. Sem er lægra en nýleg mæling Seðlabanka Evrópu innan evrusvæðis: US consumer prices drop most in four years
  • Þ.e. reyndar magnað, að það sé svo sterk hjöðnun enn til staðar í Bandar., að stöðug prentun megni ekki að halda verðbólgunni hærri en þetta.

Phony QE peace masks rising risk of instability

Áhugaverð skýring greinanda Financial Times, bendir á nokkrar áhugaverðar staðreyndir:

-------------------------------------------

  • "Between 1997 and 2011 the level of unemployment in the eurozone was always inversely correlated to the Stoxx index."
  • "However, since 2011 the eurozone jobless rate has jumped from 10 to 12 per cent - even as the Stoxx has risen 10 per cent."
  • "In recent decades, US earnings revisions have tracked swings in the stock market."
  • "But since the start of 2012 there have been net downward earnings revisions – while US stocks have soared."
  • "In the past two decades, spreads on investment grade companies have always widened when corporate debt levels rose."
  • "But since 2011 the leverage ratio of eurozone companies has risen from 1.4 times to 1.7 times, while spreads have declined from around 210 basis points towards 120bp."
  • "But while uncertainty has (unsurprisingly) remained elevated since 2011, spreads have tumbled.
  • Or to put it another way, the behaviour of credit and equity markets has moved the opposite direction from fundamentals - on multiple data points."
  • "A similar pattern is at work in the US."

-------------------------------------------

Það er einhver undarleg jafnvel furðuleg slit í gangi milli stöðu markaða, sem virðist ágerast stöðugt.

Við hinn undirliggjandi veruleika.

Einhvern veginn, er erfitt að ímynda sér annað en að þetta sé einhvers konar verðbóla.

En hvenær hún hjaðnar, er ekki gott að segja.

Kannski þarf einhvern stóran rugg atburð - - það var nefnd samlíking við það að markaðirnir væru eins og kúla inni í glerskál. 

Lítið rugg, þíddi að kúlan ruggaði ávallt í átt að miðju skálarinnar á ný.

En stórt rugg, gæti velt kúlunni alfarið út fyrir - í stórt fall.

 

Niðurstaða

Þegar maður sér markaði hegða sér þetta undarlega, þá fer maður að velta fyrir sér kenningum þeirra. Sem vilja meina að markaðirnir hafi alltaf rétt fyrir sér - - naív frjálshyggjusýn með öðrum orðum. Slíkir eru til enn þann dag í dag, sem hafa þá "náívu" nálgun.

En markaðir eru samsettir af fólki, og fólk er breiskt. Það getur verið haldið ranghugmyndum. Meira að segja getur skapast fyrirbærið "groupthink" þegar allir eru einhverra hluta vegna sammála - en síðar kemur í ljós að þeir höfðu rangt fyrir sér. En enginn innan hópsins, var nægilega hávær um aðrar hugmyndir.

Markaðirnir virðast bjartsýnir - af því bara!

 

Kv.


Bloggfærslur 17. maí 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 464
  • Frá upphafi: 847115

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 440
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband