Skuldavandi heimila í Hollandi!

Ambrose Evans-Pritchard vakti athygli á þessu, og ég endurflyt þ.s. hann hefur fram að færa. En ég hef einnig verið að veita Hollandi athygli. En þ.e. vegna þess að í Hollandi var húsnæðisbóla eins og víða á sl. áratug innan Evrópu. En meðan við erum hneyksluð á 90% lánum, þá mátti lána 110% í Hollandi.

Ég hef verið að fylgjast með þessu vegna þess að skv. Eurostat eru hollenskir íbúðahúsnæðiseigendur ótrúlega skuldseigir!

Að auki, hefur Holland verið í samdrætti nú samfellt rúmlega hálft ár, og þ.e. rökrétt þegar saman fer samdráttur og gríðarl. skuldsetning - - þá leiði það til skuldakreppu!

Debt-crippled Holland falls victim to EMU blunders as property slump deepens

EuroStat - Gross debt-to-income ratio of households

Tölur frá 2011.

Þar kemur fram að skuldugustu íbúðaeigendur eru í:

  1. Danmörku: 267,67%
  2. Hollandi: 250,46%

Til sbr. skulda íbúðaeigendur í:

  1. Ítalíu: 65,19%
  2. Spáni: 125,45%
  3. Portúgal: 126,46%
  4. Írlandi: 205,86%

Þessar tölur koma ef til vill fólki á óvart - - þetta sýnir hvað ég á við!

Myndin sem Brósi hefur á sinni síðu segir svipaða sögu, sem er þá að húsnæðiseigendur í Hollandi séu ótrúlega skuldseigir!

Næsta mynd hjá Brósa segir síðan aðra sögu, nefnilega þá að kreppan í Hollandi sé farin að bíta - - þ.e. neysla sé að hrynja saman.

Þá getur vart verið annað en að, slæmir hlutir séu einnig að gerast á húsnæðismarkaðinum.

Ég bendi fólki á, að fyrir hrunið á Írlandi og Spáni, skuldaði bæði írska og spænska ríkið vel innan við það hámark sem mest má skulda skv. reglum um evruna.

Að auki voru báðir ríkissjóðir reknir með afgangi á árunum fyrir hrun.

Sama má segja um ríkissjóð Íslands, einnig lága skuldastöðu fyrir hrun.

  1. "“The Netherlands bears striking resemblance to Spain and Ireland two or so years ago,” says Stephen Jen from SLJ Macro Partners.
  2. Holland has a fat current account surplus of 8.3pc of GDP and a savings rate of 26pc, but Mr Jen says such “virtues” did not prevent Japan succumbing to the after-shocks of its housing crash."
  3. "Dutch house prices have fallen 18pc, leaving a quarter of all mortgages “onder water”"

Það áhugaverða er, að þó svo að hollenskir bankar séu ekki risastórir miðað við hagkerfið eins og þeir íslensku voru, þá virðist skv. neðangreindu að þeir séu að fjármagna sig að miklu leiti með lánum af millibankamarkaði.

Hættan er sú, að ef þeir lenda í því sem ísl. bankarnir lentu í eftir litlu kreppuna 2006 er erlendir bankar hættu að veita þeim ný lán, að þá lendi þeir í lausafjárvanda.

Sérstaklega þegar á sama tíma, að útlánatöp eru í hraðri aukningu.

  1. Dutch banks are up to their necks in mortgage portfolios. They face a huge “funding gap”.
  2. The loan-deposit ratio (LTD) is 183pc, compared with roughly 70pc in the US and Japan, 100pc in Germany or 120pc in Britain.

Við erum ekki endilega að tala um það, að Holland verði allt í einu nærri því greiðsluþrota eins og Írland varð, enda hollensku bankarnir miklu hlutfallslega minni.

En, skuldir hollenska ríkisins munu samt örugglega fara upp yfir hið skilyrta 60% hámark, tja eins og í einu landi enn, þ.e. Slóvakíu. En þar hefur verið hæg bankakreppa í gangi, en það land hefur reddast án neyðarlána vegna þess, að bankakerfið hefur ekki verið risastórt og áður en kreppan hófst skuldaði ríkið lítið.

  • En Holland getur lent inn í sambærilegum hægum dauðaspíral eins og Spánn.
  • En skuldir ríkisins hafa verið að hækka hvert ár á Spáni, þ.e. ekki fyrr en eftir 4 ár í kreppu að landið er nálgast 100% í skuldastöðu.

En þegar heimilin í landinu verða gjaldþrota!

Getur nútímahagkerfi sem er mikið háð innlendri neyslu, ekki þrifist.

Að sjálfsögðu getur ríkið þá ekki heldur komist hjá skakkaföllum.

Ég stórfellt efa það - - að ríkið komist hjá því að bjarga almenningi.

Áhugavert að nákvæmlega sama deila er í gangi á Íslandi, sem mér virðist alveg blasa við að Holland er að fara einnig að lenda í.

 

Niðurstaða

Mig grunar að ástand mála í Hollandi sé við það að enda ílla. En hingað til hafði Holland ekki lent í vandræðum vegna þess að hagvöxtur hafði viðhaldist þrátt fyrir allt sem á hefur gengið, en á miðju sl. ári fór hollenska hagkerfið yfir í samdrátt. Síðan þá, hefur sá samdráttur verið nærri því samfelldur.

Þá þegar fór ég að hafa áhyggjur af stöðu heimila í Hollandi. Því ég hafði í skoðun á upplýsingum um stöðu heimila innan Evrópu. Rekið augun í svakalega stöðu heimila innan Hollands.

 

Kv.


Er evrusvæði að stefna í verðhjöðnun?

Tvær áhugaverðar tilkynningar komu í gær frá EUROSTAT þ.e. um hratt lækkandi verðbólgu og hin um aukið atvinnuleysi:

  1. Euro area annual inflation down to 1.2%
  2. Euro area unemployment rate at 12.1%

Ambrose Evans-Pritchard fjallaði um þetta á sinn hátt: Eurozone risks Japan-style trap as deflation grinds closer

En hann kemur með áhugaverðan punkt -

  1. "The region’s core inflation rate – which strips out food and energy – fell to 1pc in March."
  2. "...the current figure is distorted by the one-off effects of VAT increases and levies linked to austerity. Adjusting for these taxes, the rate is now running at 0.4pc"

Hann segir að svokölluð "kjarna" verðbólga, sé einungis 0,4%.

Síðan greinilega ræddi hann við mann sem við þekkjum:

Lars Christensen, a monetary theorist at Danske Bank: “The eurozone is tracking the experience in Japan in mid-1990s. there is a very high risk of a slide into deflation,”

Þið munið eftir honum Lars, sem varaði við hruninu hér - nokkrum mánuðum áður en það varð!

  • Vandinn við verðhjöðnun er sú mögnun á samdrætti sem hún getur framkallað.
  • Því hún hvetur fólk til að hætta að eiða peningum, varðveita þá þess í stað - - en þó vextir séu lágir, þá er samt hagstæðara að eiga peninginn ef verðin eru lægri á morgun.
  • Þetta á einnig við þá sem eru áhugasamir hugsanlega um fjárfestingar - - þeir bíða frekar eftir því að eignirnar lækki frekar.

Það eru einnig vísbendingar um það, að samdráttur í efnahagsmálum sé á allra síðustu mánuðum, að ná til þeirra landa sem hingað til hafa ekki verið í samdrætti.

Það eru skýrar vísbendingar um samdrátt í neyslu t.d. innan Þýskalands nú fyrri hl. þessa árs. Þegar greinilega hefur verið að draga úr pöntunum til þýskra iðnfyrirtækja á sama tíma. Er vel hugsanlegt að þýska hagkerfið sé við það að enda röngu megin við núllið.

---------------------------------------

Það þarf vart að koma á óvart að enn eina ferðina er atvinnuleysi að aukast:

  • 19,211 milljón manns eru atvinnulausir á evrusvæði.
  • 24.0% ungmenna eru án atvinnu. 

Áhugavert er að skoða töfluna á hlekk Eurostat, en þar kemur fram að atvinnuleysi er:

  • 8,4% í Svíþjóð.
  • 8,2% í Finnlandi.
  • 7,2% í Danmörku.

Áhugavert hve mikið atvinnuleysið er á Norðurlöndum. En þau eru ekki eylönd í þeim skilningi, að þau óhjákvæmilega verða fyrir barðinu á kreppunni í Evrópu.

Þau skv. því sem ég hef heyrt eru ekki í samdrætti, en vöxtur er kominn vel niður fyrir 1%. Það virðist helst útflutningur út fyrir Evrópu sem heldur löndum eins og Norðurlöndum enn uppi. 

Mesta og minnsta atvinnuleysið i ESB.

"Among the Member States, the lowest unemployment rates were recorded in Austria (4.7%), Germany (5.4%) and Luxembourg (5.7%), and the highest in Greece (27.2% in January), Spain (26.7%) and Portugal (17.5%)."

Til samanburðar, atvinnuleysi ungs fólks.

"In March 2013, the lowest rates were observed in Germany and Austria (both 7.6%) and the Netherlands (10.5%), and the highest in Greece (59.1% in January 2013), Spain (55.9%), Italy (38.4%) and Portugal (38.3%)."

 

Til samanburðar var frétt í dag í Financial Times:

Japanese shoppers loosen purse strings

En þar kemur fram að prentunaraðgerð Seðlabanka Japans er farin að virka, þ.e. Japanir eru aftur farnir að eyða peningum.

Neysla er með öðrum orðum í aukningu, síðan hafa verð á hlutafjármörkuðum í Japan hækkað mikið. 

  1. "...share prices of the biggest Japanese companies have risen more than 60 per cent."
  2. "Data released on Tuesday showed that household spending rose 5.2 per cent in March, its highest year-on-year growth in nine years."
  3. "Excluding the effects of a tax increase in 1997 and the 2011 earthquake, sales at large retailers posted their biggest gain in 20 years, rising 2.4 per cent."
  • "Hajime Takata, chief economist at the Mizuho Research Institute in Tokyo - “In a deflationary environment, delaying spending was wise. Now, people are starting to think that things will no longer get cheaper,

Þetta sýnir hvað það getur verið afskaplega öflugt - - að stýra væntingum!

Með því að tilkynna um massífa prentunaraðgerð, með það að markmiði að auka verðbólgu úr ástandi kyrrstöðu til verðhjöðnunar, í verðbólgu upp á 2%.

Hefur hinn nýi seðlabankastjóri Japans - - breytt hegðunarmynstri Japana á nánast einni nóttu.

Áður varðveittu menn peninginn, því væntingar voru ríkjandi um það að vörur og/eða eignir yrðu ódýrari á morgun.

  • En með því að auka verðbólgu!
  • Með því að kaupa í hlutabréfasjóðum.
  • Með því að kaupa í sjóðum sem eiga og versla með fasteignir.

Er Japansbanki að stýra hinu áður kyrrstæða fjármagni í Japan, einmitt í það að fjárfesta í fasteignum - hlutabréfum og ekki síst - - hreinni neyslu.

 

Niðurstaða

Japan er nýlega búið að gefast upp á meir en 20 árum af efnahagslegri kyrrstöðu og doða. En megnið af þeim tíma hefur verðlag ýmist verið nærri kyrrstöðu eða í hjöðnun. Þessi litla verðbólga er einmitt talin hafa haft mikið að gera með það kyrrstöðuástand sem ríkt hefur í Japan.

En af hagfræðingum þeim sem ráða í N-Evr. mætti ætla, að ekkert ástand sé eins gott og lág verðbólga.

Maður heyrir hina og þessa jafnvel halda því dómadagskjaftæði fram, að helsta hlutverk gjaldmiðla sé að varðveita verðmæti.

Þá auðvitað er verðhjöðnun hreint frábær - - því þá eykst sífellt raunvirði þess penings sem þú átt.

En þú ert þá alltaf að bíða með að eiða honum eða nota hann til að fjárfesta, því meðan það ástand varir að verðmæti peningsins er alltaf meira á morgun því eignaverð fellur og sama gerir verðlag; þá sýnir ástand mála í Japan sl. 20 ár að slíkt ástand þegar það er komið af stað á annað borð getur verið langvarandi.

Í reynd var ekkert sérstakt sem benti til þess að það myndi hætta af sjálfu sér - - er Japansbanki hóf prentun nýverið. Hefði allt eins getað staðið 20 ár til viðbótar.

  • Spurning hvort Evrópa getur lært af reynslu Japans.
  • Eða hvort að Evrópa verður sjálf að upplifa 20 ár af stöðnun, áður en hún kemst að sömu niðurstöðu og Japan.

 

Kv.


Bloggfærslur 1. maí 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 470
  • Frá upphafi: 847121

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 446
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband