Forsetakjör á Ítalíu verður að farsa!

Á Ítalíu er forsetinn kjörinn af þinginu. Og eins og ef til vill einhver fjöldi fólks man eftir, þá var í febrúar kosið til þings án þess að nokkur stóru flokkanna 3-ja næði hreinum meirihluta. Tveir af þessum flokkum eru hefðbundnir þ.e. hægri fylking Silvio Berlusconi. Síðan vinstri fylking undir Pierluigi Bersani. Svo er það mótmælaframboð 5-Stjörnu Hreyfingar Beppe Grillo sem er vinsælasti bloggari Ítalíu. Og algerlega tær mótmælahreyfing - gegn því sem Beppe Grillo kalla hin gömlu spilltu stjórnmál.

Vandinn er sá - að enginn getur unnið með næsta flokki.

Kjörtímabil Napolitanos forseta rennur út í miðjum maí. 

Ef þingið hefur ekki kosið nýjan - þá verður enginn starfandi forseti. Og hugsanlega samtímis, engin starfandi ríkisstjórn. Og kaosið getur farið að verða - áhugavert.

Italy center-left leader Bersani quits after vote debacle

Italy's Left Divided Over More Than Just President

Italy’s centre-left fails in presidential vote

 

Farsi á ítalska þinginu á föstudag!

Einhverra hluta vegna ákvað flokkur Berlusconi að hundsa tilraunir föstudagsins til að kjósa forseta á föstudag. En skv. fréttum heimtar Berlusconi að flokkarnir komi sér saman um einn frambjóðanda.

En Bersani bauð fram gamlan ref - þ.e. engan annan en Romano Proti. Sem var tvisvar forsætisráðherra eftir að hafa þau tvö skipti sigrað Berlusconi í kosningum sem leiðtogi vinstrifylkingarinnar á þeim árum.

Vart þarf að taka fram - að lítið er um vináttu þeirra á milli.

Proti eins og hann lýtur út í dag - en hann hefur elst!

image

Proti var forsætisráðherra frá 17. maí 1996 til 21. október 1998, og síðan frá 17. maí 2006 til 8 maí 2008. Síðan var hann forseti Framkvæmdastjórnar ESB frá 1999 - 2004.

Erfitt að finna meiri eðalkrata en það á Ítalíu. Bersani greinilega hélt að, a.m.k. væri það öruggt að flokkurinn hans myndi sameinast um Proti.

En það áhugaverða er - - að þrátt fyrir að brotthvarf þingmanna hægri flokksins hefði átt að gera það mögulegt fyrir ítalska krata, að tryggja kjör Proti.

Þá var ekki sú útkoman - - vegna klofnings innan sjálfs krataflokksins. Þ.s. 100 af þingmönnum flokksins, kusu gegn Proti.

Kannski vissi gamli refurinn Berlusconi af líklegum klofningi kratanna.

"Mr. Prodi, who also is a former president of the European Commission, got 395 votes, far short of the 504 needed. There are 1,007 electors, including members ofboth houses of Parliament and regional representatives."

Fyrri tilraun til þess, að kjósa sameiginlegan forseta skv. samkomulagi við Berlusconi, fór út um þúfur um daginn - þegar hluti krataflokksins í því tilviki einnig gerði uppreisn.

Um virðist vera að ræða innanflokksátök við vinsælan borgarstjóra Matteo Renzi - borgarstjóra Flórens síðan 2009. Sem hefur áhuga sjálfur á að verða leiðtogi vinstrifylkingarinnar.

Það getur verið að honum sé að takast að losna við keppinaut sinn um leiðtogasætið, Bersani.

Því skv. nýjustu fréttum. Hefur Bersani sagst munu hætta sem leiðtogi vinstri fylkingarinnar.

En þó ekki fyrr en nýr forseti hafi verið kjörinn! Svo þá hefur Bersani ekki alveg lagt niður skottið. Og enn geta orðið endurteknir farsar í kringum tilraunir Bersani. En þingið kemur næst saman á sunnudaginn skv. fréttum.

--------------------------------------------

Skv. skoðanakönnunum eiga ítalskir kratar betri möguleika ef kosið verði til þings í annað sinn, ef Renzi verður leiðtogi flokksins.

En miðað við núverandi kannanir sé líklegt að hægri fylking Berlusconi fái flest atkvæði.

En líklega þó ekki hreinan meirihluta - líkur miklar að næsta þing verði einnig klofið milli fylkinga sem erfitt eiga með að vinna saman.

 

Niðurstaða

Hættan ef pólitísk lömun Ítalíu heldur áfram í marga mánuði í viðbót. Liggur í ástandi efnahagsmála. Með yfir 120% af þjóðarframleiðslu ríkisskuldir. Samtímis að hagkerfið er í samdrætti. Ekki má gleyma því heldur að Ítalía hafði engan hagvöxt á sl. áratug. Í dag er hagkerfið ca. svipað að umfangi og það var 1997-1998.

Meðan lömun heldur áfram. Verða engar mikilvægar ákvarðanir teknar. 

Ég hef séð spá þess efnis að ef Ítalía heldur áfram í samdrætti út þetta ár og það næsta, geti skuldir verið komnar í milli 140-150% 2014.

Það verði þá vart unnt að hugsa sér að þær skuldir geti verið sjálfbærar. Margir hagfræðingar hafa spáð því að líklega þurfi að skera niður hluta af skuldum Ítalíu. 

Því lengur sem lömun ítalska hagkerfisins heldur áfram, því erfiðara verður að komast hjá þeirri útkomu.

  • Sumir radikalar jafnvel nefna hugsanlegt brotthvarf úr evru.

 

Kv.


Eru Þjóðverjar raunverulega fátækari heldur en S-Evrópubúar?

Það er búið að vera mikil umræða í ca. viku um niðurstöður skýrslu sem gefin var út undir handarjaðri Seðlabanka Evrópu, en í reynd var unninn af sérfræðingum Bundesbank í Þýskalandi. En niðurstöðurnar eru á þá leið - að sérhver maður sem hefur fylgst með atburðarásinni í Evrópu gapir af undrun.

ECB: The Eurosystem Household Finance and Consumption Survey

En maður á virkilega erfitt með að trúa því - að millitekjuheimilið í Þýskalandi, þ.e. ef undanskilin eru þau sem eru verulega auðugari en meðaltalið og samtímis þau sem eru verulega fátækari en meðaltalið; séu umtalsvert fátækari.

Heldur en meðalheimili í löndum eins og Spáni - Ítalíu - Portúgal Grikklandi og já, á Kýpur séu ríkustu meðalheimili í Evrópu, hvorki meira né minna.

Ágæt umfjöllun á Wall Street Journal - útskýrir ágætlega hversu villandi þessi greining er!

Hana má einnig finna:  Are Germans really poorer than Spaniards, Italians and Greeks?

Prófessor Paul De Grauwe tekur sig þarna til og útskýrir málið.

Myndin að neðan er sú mynd sem dregin er upp af fjölmiðlaumræðunni í Þýskalandi, og virðist sannarlega segja sögu sem er líkleg til að reita meðal Þjóðverjann til reiði!

Figure 1. Net wealth of median households (1000€)

Are Germans Really Poorer than Spaniards, Italians and Greeks?

Hann vekur athygli á því, að allt önnur mynd blasir við - ef tekið er meðaltal yfir öll heimili í sömu löndum, en þá breytist myndin - tja, töluvert.

Figure 2. Mean household net wealth (1000€)

Are Germans Really Poorer than Spaniards, Italians and Greeks?

Paul De Grauwe bendir á, að skýring geti legið innan Þýskalands í því, að mikill hluti auðs landsins liggi hjá tiltölulega fáum. Og bendir á áhugaverðan samanburð sem gefi vísbendingar, nefnilega samanburð á millitekjuheimilum vs. meðalheimilinu. En þá er meðaltal allra heimila tekið vs. millitekjuheimilið.

Ef meðalheimilið er ríkara heldur en millitekjuheimilið, þá er það vísbending þess að tekjuskipting heimila sé ójöfn.

Og því ójafnari, sem munurinn er stærri.

Niðurstaða, gefur vísbendingu mikinn mun á skiptingu auðs milli hópa innan Þýskalands.

Figure 3. Mean/median

Are Germans Really Poorer than Spaniards, Italians and Greeks?

Síðasta myndin er einnig áhugaverð, þ.e. munurinn milli þeirra 20% sem eiga mest vs. þeirra 20% sem eiga minnst.

Sú niðurstaða er mögnuð ekki satt - að ríkustu 20% séu rúml. 140 falt ríkari en fátækustu 20%.

Figure 4. Wealth top 20% / wealth bottom 20%

Are Germans Really Poorer than Spaniards, Italians and Greeks?

Hvað segir þetta okkur um Þýskaland?

Þetta virðist benda til þess - að í Þýskalandi sé ótrúleg tekjumisskipting.

 

Hvernig skýrist þá að millitekjuheimilin í S-Evrópu virðast ríkari?

Stór hluti skýringarinnar virðist liggja í því að topp 20% Þjóðverja eiga svo óskaplega hátt hlutfall af þjóðarauðnum.

Ég hafði heyrt að það væri töluvert gap milli ríkra og fátækra, en þetta gap virðist meir sambærilegt við tölur um mun milli ríkra og fátækra, sem þekkist í Ameríku. 

Hef ekki skoðað tölur yfir Bandaríkin nýverið - en þar er mjög stór munur milli auðs þeirra fátækustu og þeirra ríkustu.

------------------------

En svo má ekki gleyma því, að tölurnar sem notaðar eru - eru ekki nýjar.

Það er, það hefur komið fram í fréttum að tölurnar frá Spáni, eru frá 2008. Mjög líklega vel úreltar.

Engar tölur eru yngri en frá 2010. Og kreppan hefur verið að éta upp auð fólks í S-Evr. í millitíðinni.

Að auki, er mjög algengt í Þýskalandi að fólk séu leiguliðar þ.e. leigi húsnæði það sem það býr í, hjá stórum fasteignafélögum sem reka leiguhúsnæði.

Munurinn á að hafa fasteign sem skráða eign vs. að hafa ekki fasteign sem skráða eign, geti skapað einhvern hluta af mun.

Að auki hefur verið bent á að meðaltekjuheimilið þýska hefur bara 2 persónur, meðan t.d. á Spáni sé það 2,3 persónur. 3 persónur á Kýpur.

Ekki síst, að í mörgum löndum S-Evrópu hafa verið útlánabólur - - sem hafa keyrt upp verð á húsnæði ofan við líklegt "raunvirði" meðan að í Þýskalandi hefur húsnæðisverðlag frekar en hitt verið í stöðnun, vegna fólksfækkunar.

  • Málið er kannski það - - að þ.e. þýska elítan sem á skuldir S-Evrópu.
  • Ekki Þýskur almenningur - - sem raunverulega virðist hlutfallslega fátækur miðað við þjóðarframleiðslu. Vegna hinnar gríðarlegu auðs-misskiptingar. 
  • Þeir sem tapa ef afskrifa þarf þær skuldir, væri fyrst og fremst þetta topp 20%.

 

Hættulegri hugmynd hefur skotið rótum í Þýskalandi út af þessari umræðu!

Der Spiegel: The Poverty Lie: How Europe's Crisis Countries Hide their Wealth

En hún er sú - að þetta sé réttæting þess, að ríkin í S-Evrópu grípi til stórfelldrar skattlagningar á meintan auð sinna þegna.

Ég þarf varla að taka fram, að ef slíkar hugmyndir myndu fara í framkvæmd - yrði líklega óskaplegur fjármagnsflótti frá þeim löndum. 

Og ekki síst, að hingað til hefur merkilegur stuðningur enn verið til staðar í löndum S-Evr. gagnvart evrunni, en ef þrýstingur myndaðist frá t.d. Þýskalandi um stórfellt aukna skattlagningu sem væri eiginlega nær því að vera eignaupptaka en skattur.

Þá held ég að sé algerlega víst, að millistéttin í þeim löndum, myndi snúast mjög rækilega gegn hinum sameiginlega gjaldmiðli. Og enn frekar þeir hópar sem eru yfir meðaltali.

 


Niðurstaða

Það sem ég óttast er að Bundesbank hafi látið vinna þessa skýrslu, af pólitískum ástæðum ekki síst. Það er. Til þess að hafa áhrif á umræðuna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi á þessu ári.

Mér sýnist af tölum greiningar próf. Paul De Grauwe, þýskur almenningur í raun og veru vera töluvert "arðrændur" af sinni eigin elítu. Sem sé ofsalega - ofsalega ótrúlega auðug.

En ég bendi á því til sönnunar, á viðskiptaafgang þann sem Þýskaland viðheldur. En Þýska elítan selur það til þýsks almennings - að jákvæður jöfnuður sé dæmi um sparsemi og ráðdeild Þjóðverja.

En sannleikurinn er sá, að þetta þíðir að launin innan Þýskaland hafa verið lægri en þau þurfa að vera, og fyrir bragðið hefur elítan sem á fyrirtækin verið að hirða ma. evra aukreitis í gróða. 

Raunverulegt arðrán - sem sagt. Síðan hefur elítan nýtt sér það að laun séu lág tiltölulega til þess, að ná þannig fram hagstæðri samkeppnisstöðu við löndin innan evrusvæðis sem þýskur iðnaður í eigu elítunnar keppir við. Svo græðir hún aftur, í gegnum lánin sem hún hefur veitt til S-Evr. búa svo þeir geti keypt meir af hennar fyrirtækjum.

Og í dag, harðneitar hún að gefa eftir svo sem eina evru í gróða, af rentunum af þeim skuldum - heldur heimtar það að S-Evr. rýi sig eins og sauðfé inn að skinni. 

  • Könnunin sé sett inn - til að æsa upp þýskan almenning.
  • Svo hann haldi áfram að styðja þá hörðu afstöðu gagnvart Þjóðum S-Evr. sem þýska elítan vill fram halda.
  • Því hún vill ekkert gefa eftir af sínum gróða.

Til þess að sjá hve alvarlegt ástandið er orðið - bendi ég á að lesa þetta:

'Like 1930s Germany': Greek Far Right Gains Ground

Ég óttast um evruna - - ef þessi verð ég að segja, óábyrga stefna elítunnar þýsku fær að halda áfram.

En ekki bara um evruna - - heldur einnig um Evrópu, sjá lýsinguna frá Grikklandi um vaxandi áhrif öfgamanna í Grikklandi.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. apríl 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 848198

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 729
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband