Er fastgengisstefna möguleg á Íslandi?

Það var áberandi fyrirsögn á Fréttablaðinu í dag miðvikudag 10/4. "Engin þjóðarsátt næst með íslenskri krónu." En innihald fréttarinnar var það, að Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ - sagði sátt með fljótandi krónu ekki koma til greina. Heldur sagði hann þörf á að taka upp "fastgengisstefnu."

Að ASÍ væri tilbúið að ræða þjóðarsátt, á grundvelli fastgengis!

Einnig var vitnað í Þorstein Víglundsson, framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins, sem tók undir þá hugmynd um þjóðarsátt í samhengi við fastgengisstefnu.

Að auki vitnað í Vilhjálm Birgisson forseta Verkalýðsfélags Akraness, sem segir hækkun lægstu launa forsendu þjóðarsáttar.

 

Hvað þarf til að fastgengisstefna geti mögulega gengið upp?

  1. Laun þurfa að vera jafn sveigjanleg niður-á-við sem upp-á-við. 
  2. Þarf strangt aðhald að launahækkunum.
  3. Þarf mjög strangt eftirlit með stöðu - - gjaldeyrisvarasjóðs.
  4. Þarf mjög strangt eftirlit með stöðu - - viðskiptajöfnuðar.
  • Gylfi hefur hingað til talað um strangt aðhald hjá ríkinu - - og strangt aðhald að verðhækkunum.

Vandinn er sá - að aðhald að launahækkunum er ekki eitt og sér nóg.

Ekki heldur dugar til - þó bætt sé við í púkkið, aðhaldi að ríkisútgjöldum sem og útgj. sveitafélaga.

Þó það skipti einhverju máli hvaða gjaldmiðil er tengt við - er það ekki heldur nóg að velja réttan.

Því sá er aldrei alltaf - - réttur.

 

Vandi Íslands er að það er örríki!

Það er ástæða þess, hve erfitt er að viðhalda stöðugu gengi - en einnig af hverju fastgengi er mjög erfitt í framkvæmd.

Það myndi ekki bæta úr sök, að taka upp mjög kyrfilega niðurnjörvað form fastgengis kallað "myntráð."

En lausnin liggur ekki í að ganga sem kyrfilegast frá fastgenginu - svo að gengisfall sé útilokað.

Því það í reynd er ekki lausn þess vanda sem er orsök óstöðugleikans hér.

--------------------------------

  1. Málið er að Ísland flytur inn nærri allar neysluvörur!
  2. Það er ekki grundvöllur fyrir framleiðslu, nema á litlum hluta þess sem hér þarf að nýta, svo okkar þróaða hagkerfi geti starfað.
  • Af því leiðir - - > hér þarf alltaf að vera til staðar gjaldeyrissjóður.
  • Sem tryggir innflutning.

En sjóðurinn skapar traust eða tiltrú seljanda gagnvart okkur - svo þeir eru til í að hafa okkur í reikningsviðskiptum.

Með öðrum orðum - krefjast ekki staðgreiðslu.

Ef sjóðurinn klárast, þá bilar sú tiltrú - - og erlendir aðilar, fara að krefjast staðgreiðslu.

Við fundum fyrir þessu rétt eftir hrunið, þegar um í nokkra mánuði gekk ílla að leysa út vörur, verslanir áttu í erfiðleikum með að tryggja afhendingu á réttum tíma. Það skall þó blessunarlega ekki á vöruskortur - en sú útkoma getur átt sér stað ef skortur á gjaldeyri ágerist.

 

Við stöndum alltaf frammi fyrir erfiðum valkostum þegar við rekum fastgengisstefnu!

Valkostirnir hafa einfaldlega verið.

  1. Fella gengið - þ.e. falla frá fastgengisstefnunni, eða fella og tengja aftur.
  2. Eða, að taka upp innflutningshöft.
  • Málið er að við erum algerlega háð því að til staðar sé "lágmarksgjaldeyrissjóður."
  • Svo unnt sé að tryggja innflutning "grunnnauðsynja."

Gengi íslensku krónunnar er algerlega háð því að gjaldeyrisstaða landsins sé sæmilega traust.

Því ótraustari sem hún er, því lægra er gengið.

Og að auki, án lágmarks gjaldeyrissjóðs þarf gengið annað af tvennu; að falla eða innflutningshöft þarf að setja á.

 

Við þurfum að gæta að "debit" og "kredit"

Okkar vandræða-barn er gjaldeyrisjöfnuðurinn við útlönd.

Eða með öðrum orðum - tekjustaða landsins gagnvart útlöndum vs. verðmæti innfluttra vara og þjónustu.

Það er hann sem veldur - gengisósstöðugleika krónunnar, oftast nær.

Að auki - ef böndum er ekki komið á hann, getur engin tegund eða form af fastgengisstefnu gengið upp til lengdar.

Alveg sama við hvaða gjaldmiðil væri tengt eða körfu, eða þó um væri að ræða það niðurnjörvaða form "Myntráð."

Sama um upptöku annars gjaldmiðils hvort sem þ.e. einhliða eða ekki.

 

Er þá stöðugt gengi ekki mögulegt?

Eins og ég sagði ofar - ef menn eru tilbúnir til þess að hafa launin jafn sveigjanlega upp sem niður.

Þá þarf að hafa mjög náið eftirlit með viðskiptajöfnuðinum og gjaldeyrisstöðunni.

Þá væru einhver "rauð strik" og samkomulag um launalækkun ef farið er niður fyrir þau.

Önnur strik mætti hafa, má kalla þau "blá strik" þ.e. að óþarflega stór jákvæður jöfnuður myndi kalla á nærri sjálfvirka launahækkun.

Ég nefndi einu sinni sem hugmynd að viðmiði +/- 1,5%. Um jöfnuðinn.

 --------------------------------

Þetta er í raun og veru - málið.

Þarf enga sérstaka töfralausn - ekki einhliða upptöku eða myntráð, eða evru.

  1. En gagnlegt væri að stækka gjaldeyrissjóðinn.
  2. Þannig að hann væri virkari sem "buffer" svo að meiri tími væri til stefnu, til að taka ákvarðanir.

En stór sjóður er lengur að eyðast upp - en lítill.

Þá meira svigrúm til viðbragða.

Til saman myndi stækkaður gjaldeyrissjóður + sveigjanleg launastefna.

Duga til þess að gengi íslensku krónunnar myndi vel geta haldið tengingu við annan gjaldmiðil eða körfu gjaldmiðla, þess vegna árum saman - án sérstakra vandkvæða.

 

Niðurstaða

Grunn vandinn er smæð landsins, sem þíðir að hér er grundvöllur fyrir mjög fáar tegundir af starfsemi. Flestar tegundir neysluvara þarf að flytja inn. Fyrir bragðið er lífsnauðsynlegt fyrir Íslendinga ávallt að hafa nægan gjaldeyri til vörukaupa erlendis frá.

Þess vegna er lykilbreytan þegar kemur að spurningunni um gengisstöðugleika vs. óstöðugleika, okkar gjaldeyrissjóður.

En tilgangur hans hér er að baktryggja innflutning.

Án nægs gjaldeyris - eru innflutningshöft algerlega nauðsynleg.

En þá verður að forgangsraða því hvað er keypt inn.

Forsenda frelsis um innflutning er að gjaldeyrissjóður sé nægilega digur.

Engin fastgengisstefna getur haldið, ef landið skortir gjaldeyri - nema að valið sé hitt neyðarúrræðið að setja á innflutningshöft. Þá skiptir ekki nokkru máli hvaða form fastgengisstefnu er um að ræða. Engu máli heldur hversu niðurnjörvað það fyrirkomulag væri.

----------------------------

Ef valið væri mjög niðurnjörvað form af fastgengi t.d. myntráð. Er gengisfall ekki mögulegt, svo þá eru valkostir höft á innflutning eða launalækkun. Ef gengur ílla að lækka laun þegar viðskiptahalli hefur skapast og skuldir hlaðast upp, þá væru höft á innflutning eina úrræðið til að forða hruni þess fyrirkomulags.

 

Kv.


Bloggfærslur 10. apríl 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 755
  • Frá upphafi: 848196

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 727
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband