Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eldgos yfirvofandi við Grindavík - innan 50 km. radíus frá Reykjavík?

Flestir Íslendingar ættu að vita að svokallaður - Atlantshafs-rekhryggur - liggur í gegnum Ísland, að hryggurinn kemur í land á Reykjanesskaga. Að staðsetning Íslands mitt á rekhrygg, ásamt því að talið er að svokallaður - heitur reitur - liggi undir landinu einhvers staðar með miðju undir Vatnakjökli Norð-Vestanverðum, er ástæða ofsalegrar eldvirkni á Íslandi sögulega séð sem og þess að á Íslandi eru fjöldi háhitasvæða svokallaðra.
--Reykjavík sjálf, er á litlu nesi sem út frá hinu stærra Reykjanesi. En staðsetning borgarinnar þíðir, að eldvirk svæði eru nærri.

Forvitnileg mynd sem sýnir hraun þau er runnu á Reykjanesskaga á tímabili er hófst rétt um miðja 12. öld og lauk um miðja 13 öld! Takið eftir hrauninu er rann í sjó rétt við Staumsvík!

Hraun á Reykjanesskaga eftir landnám

Fréttir hafa borist af hræringum við Grindavík! Trölladyngjukerfi að vakna?

„Lít­ur út eins og byrj­un á langvar­andi ferli“

Óvissu­stig vegna kviku­söfn­un­ar und­ir Þor­birni

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna kvikusöfnunar

Viðbúnaður vegna nálægðar við byggð

Áhugavert að svokallaðir Krísuvíkur-eldar verða 1151.
Gos í Trölladyngju, Ögmundarhraun og Kapelluhraun renna.
Ef maður skoðar hvaða ár gos verða á tímabilinu frá miðri 12. öld fram á miðja 13. öld.
Er eins og að hrina gosa hefjist með -- gosi í Trölladyngjukerfinu 1151.

Eins og mynd sýnir, hafa einnig orðið fjölda gosa undan landi við Reykjanesskaga!

Engum ætti að koma á óvart að Atlantshafshryggurinn sé mjög eldvirkur, og hann liggur einmitt um Reykjanesskaga - en er einnig undan landi til Suð-Vesturs út frá Reykjanesskaga.

Mynd sýnir skjálftavirkni undanfarna daga nærri Grindavík!

Jarðfræðingar hafa áttað sig seinni ár að eldgos ganga yfir í hrinum!

Um sé að ræða - rek-hrinur, þ.e. eins og væntanlega Íslendingar hafa heyrt -- rekur N-Ameríkuplatan í Vestur, og Evrópumeginlandsplatan í Austur. Milli þeirra á Íslandi, liggur rekhryggurinn umtalaði.
--Hinn bóginn, ganga þessi rek fyrir sig í hrinum.

Svokallaðir Mývatnseldar er urðu á 9. áratug 20. aldar, hafi verið rekhrina á því svæði.
Eldgosahrina á Reykjanesskaga er stóð í ca. öld, hafi verið - slík rekhrina.
--Svæðin á hryggnum er liggja um Ísland.
--Hafi slíkar rekhrinur með hléum.

  1. Kannski 1000 ár - kannski 800 eða minna - kannski lengur en 1000 ár.
  2. Ef ný rekhrina er að hefjast á landi á Reykjanesskaga - þíði það hugsanlega að slíkar hrinur á landi á því svæði, verði á bilinu 800-900 ára millibili.
  • Á þessum punkti vitum við að sjálfsögðu ekki hvort að hrina sem virðist vera hafin, lykti með gosi.
  • Í Mývatnseldum, urðu reglulegar hreyfingar þ.s. kvika færðist í kvikuhólf undir svæðinu rétt Sunnan við Mývatn -- síðan fór hún af stað, en oft endaði hún neðanjarðar.

Þó urðu í hrinunni - nokkur gos sem myndir eru til af ef fólk vill framkvæma netleit.
Hrinan sem nú virðist hafin við - Grindavík, gæti endað með kvikuhlaupi sem nær ekki upp.
Auðvitað er ekki hægt að staðhæfa, að þetta sé upphaf að nýju - óróleikatímabili á Reykjanesskaga.

Hinn bóginn, virðist það ekki sérdeilis ósennilegt: Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er.
--Þorvaldur Þórðarsson benti á þetta í okt. 2018.
--Að Reykjanesskagi virtist kominn á tíma.

 

Niðurstaða

Reykvíkingar hafa síðan á 20. öld verið áhorfendur af gosum annars staðar á landinu. En nú gæti verið að hefjast ný landrekshrina lík þeirri sem stóð yfir frá ca. miðri 12 öld fram á ca. miðja 13 öld, og sjá mynd að ofan skilaði nokkrum eldgosum og hraunum sem teljast náttúruvætti í dag.

Gos á Bljáfjallasvæðinu og Krísuvíkursvæðinu, geta ógnað Reykjavík. Háð því akkúrat hvar þau koma upp. Auðvitað eru útbyggðir Reykjavíkur - sérstaklega Hafnarfjörður og Grindavík, í miklu meiri hættu en íbúakjarni Reykjavíkur sjálfrar.

Eins og sjá má á mynd, náði hraun frá Krísuvíkursvæðinu að renna í sjó við Straumsvík þ.s. álver er í dag.

Við getum auðvitað ekkert annað gert en fylgst með fréttum.
Það jákvæða við eldgos á Reykjanesskaga, er að þau virðast líkleg að vera - hraungos.
Það er mun skárra, en öskugos!
--En hraunum er hægt að bægja frá byggð, t.d. með því að setja upp varnar-garða er líkjast flóðvarnargörðum -- háð því að sjálfsögðu hvernig landið liggur, hve nærri byggð eldstöð er, hve mikill hraunstraumurinn er og hve mikinn tíma menn hafa.
--En þ.e. ekkert sem tæknilega útilokar smíði - leiðigarða, til að bægja hrauni framhjá byggð t.d. til sjávar, ekki ólíkt einnig því hvernig flóðvarnargarðar gegn snjóflóðum virkuðu nýverið.

Þá auðvitað þurfa stórvirkar vinnuvélar að vera tiltækar - þægilega nærri.
Við verðum að vona að gos skelli ekki á með þeim hætti, að það þurfi að rýma svæði er bera umtalsverðan íbúafjölda.
--Ef þ.e. að skella á nýtt rektímabil á landi á Reykjanesskaga, verða gos á landi á Reykjanesskaga þá væntanlega viðvarandi hætta í ca. 100 ár eins og síðast.

 

Kv.


Sama tíma fóstureyðingar hafa verið gerðar að algerum rétti kvenna skv. ísl. lögum - vinnur fjöldi fylkisstjórna í Bandaríkjunum að algeru banni þeirra!

Fjöldi fylkja á svokölluðu -rauðu- belti innan Bandaríkjanna, hafa verið að leiða í lög svokölluð -hjartaslagslög- sbr. heartbeatlaw. En skv. slíkum lögum eru fóstureyðingar bannaðar frá þeim tíma, læknar geta greint hjartslátt fósturs.
--Bendi á að þetta getur orðið greinanlegt þegar á 6-viku meðgöngu.
--Konur eru ekki endilega þá orðnar þess varar að þær ganga með vísi að barni undir belti.

U.S. judge blocks Ohio 'heartbeat' law to end most abortions

Það sem þessi frétt tjáir er að í Ohio fylki blokkeraði alríkisdómari sambærilega lagasetningu á þeim grunni, að lagasetningin beindist gegn úrskurði Hæstaréttar-Bandaríkjanna svokallaður -Roe vs. Wade- frá 1973 þ.s. úrskurðar var á sínum tíma, að fóstureyðing væri réttur konu.
Og ekki síst, að það væri réttindi allra bandarískra kvenna.
--Sem hefur hindrað einstök fylki í að banna fóstureyðingar.

M.ö.o. tilgangur laganna í Ohio væri að grafa undan þeim úrskurði sem enn væri í gildi.
Úrskurður dómarans er á þann veg, að óréttmætt sé af fylkisþinginu að setja lög sem beint væri með þeim hætti - beint gegn gildandi Hæstarréttar-úrskurði.
--Heldur ættu menn ef þeir væru ósáttir við það atriði að fóstureyðingar væru réttur, að taka það mál fyrir Hæstarétt - Hæstiréttur væri eina stofnunin sem gæti hnekkt öðrum Hæstaréttar-úrskurði.

  • Mig grunar að út frá lögum Bandar. - sé þetta líklega réttur úrskurður.

Hinn bóginn, treysta nú mörg Repúblikana-stjórnuð fylki á það, að nýlega fram kominn Repúblikana-meirihluti í Hæstarétti Bandaríkjanna.
--Muni gera það mögulegt, að hnekkja -Roe vs. Wade.-

  1. Það mundi ekki banna fóstureyðingar þvert yfir Bandaríkin.
  2. Heldur afnema þann úrskurð að þær væru réttur allra bandarískra kvenna - sem mundi gera einstökum fylkjum það mögulegt að banna eða heimila fóstureyðingar.
  3. Sem þíddi, að á tilteknum svæðum innan Bandaríkjanna, yrðu þær án mikils vafa bannaðar að nýju.

Þetta er málstaður sem fjöldi Bandaríkjamanna hefur barist fyrir síðan 1973.
En afstaða þeirra Bandaríkjamanna er einfaldlega að -- fóstureyðingar séu morð.


Alabama setti t.d. lög á þessu ári, sem kveða á um réttindi -- lífs, eins og þ.e. kallað.
--Sem gengur þá lengra en hjartaslagslögin, m.ö.o. alfarið banna fóstureyðingu nema lífi móður sé ógnað! Þá skipti engu máli hvaða aðrar mótbárur koma til!

  1. Mjög forvitnileg mál kom upp í Alabama nýverið, þ.s. kona var kærð fyrir að valda láti fóstur síns í ógáti - ákæran var þá um svokallað, annars stigs morð.
  2. Viðkomandi kona hafði lent í deilu við aðra konu, konan var sögð hafa veist að þeirri er skaut á hana -- athyglisvert að sú sem skaut konuna í kviðinn, fékk enga kæru.
  3. Litið var svo á í Alabama hún hefði verið að verja hendur sínar -- þó hin konan hafi verið óvopnuð, og greinilega með barni.
  4. Kviðdómur í Alabama samþykkti að ákæra ætti móðurina sem varð fyrir fósturlátinu, þ.s. að hún hefði að þeirra mati - ekki átt að hætta lífi hins ófædda barns með þeim hætti sem hún gerði.

Þegar við blasti að líklega yrði réttað yfir konunni ólánsömu, vakti málið töluverða athygli.

Alabama prosecutor drops charges against woman who lost fetus after being shot

Skv. fréttinni, ákvað fylkissaksóknari að - droppa málinu.

Það sem er forvitnilegt við þetta mál, er að það sýnir að lög í Alabama virkilega líta á - rétt fósturs eins og hann er skilgreindur þar, sem jafngildan rétti fæddrar manneskju til lífs.

Svo er það auðvitað forvitnileg sú afstaða, sem virðist veita fólki mjög víðtækan rétt - til að skjóta aðrar manneskjur, og vísa til þess -- að ég var að verja mig.

  1. En takið eftir því hve það er virkilega himinn og haf milli ríkjandi afstöðu í Alabama.
  2. Og þeirrar afstöðu sem ríkir nú á Íslandi --> Þ.s. fóstureyðingu má ekki lengur kalla fóstureyðingu --> Og fóstureyðing er nú algerlega sjálfsagður réttur, engum öðrum kemur málið við - en hinum barnshafandi einstakling.

--Í Alabama skv. lögum er réttur ófædds jafngildur réttui fædds.
--Á Íslandi, er skilgreindur réttur ófædds ekki til staðar fyrir 23. - viku.

Fólk verður auðvitað að hafa sína skoðun á þessu!
En mér virðist með vissum hætti - ef Alabama eru öfgarnar í eina átt -- þá sé Ísl. hugsanlega öfgarnar í hina!

  • Ég vísvitandi nota orðið -- fóstureyðing!
    Ég vil fókus orðalags sé á eyðingu fósturs, þó sannarlega sé bundinn endi á þungun.
    Einfaldlega vegna þess að ég óttast nýja orðalagið hvetji til léttúðar.

Það klárlega stefnir í mjög harða baráttu um þessi mál á næstunni í Bandaríkjunum.
Það verður forvitnilegt að sjá hverslags áhrif sú umræða hefur út fyrir Bandaríkin.

 

Niðurstaða

Með vissum hætti má líta Ísland sem forsvara í rétt einstaklings. Út frá því má líklega líta nýleg lög á Íslandi er veita að virðist óskoraðan rétt fram til 22. viku - eða ca. 5,5 mánuð; sem sigur einstaklings-hyggjunnar.

Margir Bandaríkjamenn líta málið töluvert öðrum hætti, þ.s. þung sókn þeirra sem álíta -rétt- fósturs jafnan rétti móður, og nánar tiltekið jafngildan rétti fædds einstaklings -- er í gangi. Þetta eru fylkin í svokölluðu Biblíubelti mikið til.
--Í þeirra augum er þetta ekki á svig við rétt einstaklings, þ.s. fóstur sé einstaklingur.

Eftir að Donald Trump hefur tryggt að virðist -- íhaldsaman meirihluta í Hæstarétti Bandaríkjanna, vonast fylgismenn þess að hnekkja hæstaréttardómi frá 1973 er gerði það að rétti kvenna yfir Bandaríkin öll að eyða fóstri; þannig að það væri að nýju mál einstakra fylkja hvort fóstureyðingar eru bannaðar eða heimilaðar.

Þessar deilur hafa verið óskaplega óvægnar innan Bandaríkjanna. Það blasir ekki við mér jafnvel þó Demókrati næði kjöri 2020 sem næsti forseti Bandaríkjanna, að Demókrötum mundi takast að stöðva það skrið sem virðist komið á málstað þeirra Bandaríkjanmanna er stefna á að hnekkja -Roe vs. Wade- dómnum frá 1973.

Það er einnig spurning hverslags áhrif umræðan innan Bandaríkjanna mun hafa. Það hefur verið þung undiraldan í baráttu fyrir því að -- fóstureyðingar séu óskoraður réttur. Víða hvar virðist sú afstaða hafa náð því sem mætti kalla fullnaðarsigur.

Hinn bóginn, er afstaða fólks ekki óumbreytanleg, og ef bann hugsun nær tökum á meirihluta Bandaríkjamanna, gæti það haft áhrif út fyrir landamærin á hugsun fólks. Eins og bylgjur frá Bandaríkjunum hafa í fjölda skipta haft áhrif.

Ég felli þó enga spádóma þar um.
Afstaða innan Bandaríkjanna sé þó ólík um margt með áhugaverðum hætti.
Hún er einnig afar ólík eftir svæðum innan Bandaríkjanna.

 

Kv.


Hvað gerist ef Ísland hafnar 3ja orkupakkanum, eða vísar honum til sameiginlegu EES nefndarinnar?

Einfaldast til að svara þeim spurningum er að vísa beint til texta EES samningsins frá 1994, sem gerir þann texta í meginatriðum 25 ára ca. í dag!

Lög um Evrópskt Efnahagssvæði

3. þáttur. Lausn deilumála.
111. gr.
1. Bandalagið eða EFTA-ríki getur lagt deilumál er varðar túlkun eða beitingu samnings þessa fyrir sameiginlegu EES-nefndina í samræmi við eftirfarandi ákvæði.
2. Sameiginlegu EES-nefndinni er heimilt að leysa deilumálið. Henni skulu gefnar allar upplýsingar sem hún kann að þarfnast til þess að framkvæma nákvæma rannsókn á málinu, með það fyrir augum að finna lausn sem aðilar geta sætt sig við. Í þessum tilgangi skal sameiginlega EES-nefndin rannsaka alla möguleika til að viðhalda góðri framkvæmd samningsins.
3. Varði deilumál túlkun ákvæða samnings þessa, sem eru efnislega samhljóða samsvarandi reglum stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu og stofnsáttmála Kola- og stálbandalagsins og gerðum sem samþykktar hafa verið vegna beitingar þessara tveggja sáttmála, og hafi deilumálið ekki verið leyst innan þriggja mánaða frá því að það var lagt fyrir sameiginlegu EES-nefndina, geta samningsaðilar, sem eiga aðild að deilumálinu, samþykkt að fara fram á það við dómstól Evrópubandalaganna að hann kveði upp úrskurð um túlkun á viðkomandi reglum.
Hafi sameiginlega EES-nefndin ekki náð samkomulagi um lausn á slíku deilumáli innan sex mánaða frá þeim degi er þessi málsmeðferð hófst, eða hafi samningsaðilar, sem eiga aðild að deilumálinu, á þeim tíma ekki ákveðið að fara fram á úrskurð dómstóls Evrópubandalaganna, getur samningsaðili, til að draga úr hugsanlegu ójafnvægi,
— annaðhvort gripið til öryggisráðstafana í samræmi við 2. mgr. 112. gr. og fylgt þá málsmeðferð 113. gr.;
— eða beitt 102. gr. að breyttu breytanda.
4. Varði deilumál umfang eða gildistíma öryggisráðstafana, sem gripið er til í samræmi við 3. mgr. 111. gr. eða 112. gr., eða jafngildi jöfnunarráðstafana, sem gerðar eru í samræmi við 114. gr., og hafi sameiginlegu EES-nefndinni ekki tekist að leysa deiluna þremur mánuðum eftir þann dag er málið var lagt fyrir hana getur hver samningsaðila sem er vísað deilumálinu til gerðardóms samkvæmt málsmeðferð sem mælt er fyrir um í bókun 33. Óheimilt er að fjalla um túlkun á ákvæðum samnings þessa, sem um getur í 3. mgr., samkvæmt þessari málsmeðferð. Gerðin er bindandi fyrir deiluaðila.

Skv. þessu hefur Sigmundur Davíð rétt fyrir sér að hluta
Að hluta segi ég - því skv. ofangreindum ákvæðum, er ferlinu veittir 6 mánuðir einungis.
Það má sem sagt vísa deilu til EES nefndarinnar, sem þá ber að rannsaka ágreininginn.
Henni ber að fá öll gögn um málið, þá punkta eða atriði sem eru umdeild.
--Eins og þarna kemur fram, þá ber EES nefndinni að skoða málið frá þeim útgangspunkti, að viðhalda því sem kallað er - góð framkvæmd samningsins.

Það sem -góð framkvæmd- þíðir, kemur fram ef lesin væru ákvæði annars staðar í lögunum um EES, þar sem hlutverk EES nefndarinnar sameiginlegu er skilgreint og einnig þar sem hlutverk EES samningsins sem slíks er skilgreint.
--En í þeim textum kemur fram, að lagarammi EES skal vera eins líkur lögum ESB um innra-markaðinn, eins og framast er unnt.
--Að ávallt skuli stefnt að því, að bil ef það myndast að því sé lokað.

Hlutverk EES nefndarinnar, sé sem sagt það, að skila þeirri framkvæmd að því tiltekna bili sé haldið eins litlu og framast sé unnt -- það sé góð framkvæmd, eins lítið og framast sé unnt.

  1. Þetta þíðir að lausn ágreinings sú sem EES nefndin er alltaf að horfa til, er hvernig framkvæmd upptöku ESB reglu eða laga, skal fara fram.
  2. Og endir ágreinings, er þá alltaf sá - að sú lausn, að lögin taka gildi hafi verið fundinn, að þau taki gildi.

Eins og þarna kemur fram - hefur ESB 2 megin valkosti, ef samkomulag text ekki.

  • Gr. 102.
  • Gr. 112 - 113

 

Lög um Evrópskt Efnahagssvæði

102. gr.
1. Til að tryggja réttaröryggi og einsleitni EES skal sameiginlega EES-nefndin taka ákvörðun um breytingu á viðauka við samning þennan eins fljótt og unnt er, eftir að bandalagið hefur samþykkt nýja samsvarandi löggjöf bandalagsins, með það að markmiði að unnt sé að beita samtímis þeirri löggjöf og breytingunum á viðaukunum við samninginn. Bandalagið skal í þessum tilgangi tilkynna öðrum samningsaðilum í sameiginlegu EES-nefndinni eins fljótt og unnt er þegar það samþykkir réttarheimild um málefni sem fjallað er um í samningi þessum.
2. Sameiginlega EES-nefndin skal meta á hvaða hluta viðauka við samning þennan þessi nýja löggjöf hefur bein áhrif.
3. Samningsaðilar skulu gera sitt ýtrasta til að komast að samkomulagi um málefni sem samningur þessi tekur til.
Sameiginlega EES-nefndin skal einkum gera sitt ýtrasta til að finna lausn sem aðilar geta sætt sig við þegar upp koma alvarleg vandamál á sviðum sem falla undir valdsvið löggjafans í EFTA-ríkjunum.
4. Ef ekki er unnt að komast að samkomulagi um breytingar á viðauka við samning þennan, þrátt fyrir beitingu undanfarandi málsgreinar, skal sameiginlega EES-nefndin kanna alla frekari möguleika á því að tryggja áframhaldandi góða framkvæmd samningsins og taka nauðsynlegar ákvarðanir þar að lútandi, meðal annars að viðurkenna að löggjöf sé sambærileg. Taka verður slíka ákvörðun eigi síðar en við lok sex mánaða tímabils, frá því að málinu er vísað til sameiginlegu EES-nefndarinnar, eða á gildistökudegi samsvarandi löggjafar bandalagsins ef sá dagur er síðar.
5. Hafi sameiginlega EES-nefndin ekki tekið ákvörðun um breytingu á viðauka við þennan samning við lok frests sem settur er í 4. mgr. skal litið svo á að framkvæmd viðkomandi hluta viðaukans, sem ákveðinn er samkvæmt 2. mgr., sé frestað til bráðabirgða nema sameiginlega EES-nefndin ákveði annað. Frestun af þessu tagi gengur í gildi sex mánuðum eftir lok tímabilsins sem um getur í 4. mgr., þó ekki fyrir þann dag er samsvarandi gerð EB kemur til framkvæmda í bandalaginu. Sameiginlega EES-nefndin skal áfram leitast við að koma á samkomulagi um lausn sem aðilar geta sætt sig við svo að draga megi frestunina til baka við fyrsta tækifæri.
6. Ræða skal um raunhæfar afleiðingar þeirrar frestunar sem um getur í 5. mgr. í sameiginlegu EES-nefndinni. Réttindi og skyldur sem einstaklingar og aðilar í atvinnurekstri hafa þegar áunnið sér með samningi þessum skulu haldast. Samningsaðilar skulu, eftir því sem við á, ákveða hvaða breytingar þurfi að gera vegna frestunarinnar.

Gr. 102 veitir ESB heimild til að frysta virkni einstakra kafla EES samningsins!
Ég hugsa að ESB mundi ekki kjósa að beita þessari aðferð!
Ástæðan er sú, að fyrir okkur væri það nákvæmlega ekkert aðhald, ef ESB frysti kaflann um orkumál sem heild - það væri stór skellur fyrir Noreg að ósekju, sem flytur út gríðarlegt magn af orku til ESB.
--Ef á það allt kæmi allt í einu tollur, væri það verulegt áfall fyrir Noreg.

Okkur þætti þetta ekkert óþægilegt.
Þar sem Ísland selur enga orku til ESB.

Þar sem það er Ísland sem er í samhengi EES - óþægi aðilinn.
Virðist mér ósennilegt að ESB velji að beita ákvæði 102 er refsaði Íslandi ekki neitt.
--En Noregi með töluvert harkalegum hætti.

Takið eftir því sem sagt er í Gr.102 - 1-4. Þarna kemur ágætlega fram, hvernig EES nefndinni ber ávalt að stuðla að því að regluverk EES, líkist sem mest fyrirmyndinni frá ESB.
--Aftur er tekið fram, að deilur þurfi að leisast innan 6-mánaða!

 

Lög um Evrópskt Efnahagssvæði


4. kafli. Öryggisráðstafanir.
112. gr.
1. Ef upp eru að koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, getur samningsaðili gripið einhliða til viðeigandi ráðstafana með þeim skilyrðum og á þann hátt sem mælt er fyrir um í 113. gr.
2. Slíkar öryggisráðstafanir skulu vera takmarkaðar, að því er varðar umfang og gildistíma, við það sem telst bráðnauðsynlegt til þess að ráða bót á ástandinu. Þær ráðstafanir skulu helst gerðar sem raska minnst framkvæmd samnings þessa.
3. Öryggisráðstafanirnar skulu gilda gagnvart öllum samningsaðilum.
113. gr.
1. Samningsaðili sem hyggst grípa til öryggisráðstafana í samræmi við 112. gr. skal tilkynna hinum samningsaðilunum það án tafar fyrir milligöngu sameiginlegu EES-nefndarinnar og skal hann veita allar nauðsynlegar upplýsingar.
2. Samningsaðilar skulu tafarlaust bera saman ráð sín í sameiginlegu EES-nefndinni með það fyrir augum að finna viðunandi lausn fyrir alla aðila.
3. Hlutaðeigandi samningsaðili má ekki grípa til öryggisráðstafana fyrr en einum mánuði eftir dagsetningu tilkynningarinnar samkvæmt 1. mgr. nema samráði samkvæmt 2. mgr. hafi verið lokið áður en umræddur frestur var liðinn. Þegar óvenjulegar aðstæður, sem krefjast tafarlausra aðgerða, útiloka könnun fyrirfram getur hlutaðeigandi samningsaðili strax gripið til þeirra verndarráðstafana sem bráðnauðsynlegar teljast til þess að ráða bót á ástandinu.
Framkvæmdastjórn EB skal grípa til öryggisráðstafana fyrir bandalagið.
4. Hlutaðeigandi samningsaðili skal án tafar tilkynna ráðstafanirnar, sem gerðar hafa verið, til sameiginlegu EES-nefndarinnar og veita allar nauðsynlegar upplýsingar.
5. Í sameiginlegu EES-nefndinni skal hafa samráð um öryggisráðstafanirnar á þriggja mánaða fresti frá því að gripið er til þeirra með það fyrir augum að fella þær niður fyrir áætluð lok gildistímabilsins eða takmarka umfang þeirra.
Hver samningsaðilanna um sig getur hvenær sem er farið fram á það við sameiginlegu EES-nefndina að hún endurskoði umræddar ráðstafanir.
114. gr.
1. Ef öryggisráðstöfun, sem samningsaðili hefur gripið til, veldur misvægi milli réttinda og skyldna samkvæmt samningi þessum getur hver hinna samningsaðilanna gripið til jafnumfangsmikilla jöfnunarráðstafana gagnvart fyrrnefndum samningsaðila og bráðnauðsynlegar eru til að jafna umrætt misvægi. Þær ráðstafanir skulu helst gerðar sem raska minnst starfsemi Evrópska efnahagssvæðisins.
2. Málsmeðferðin, sem kveðið er á um í 113. gr., gildir.

Heimild ESB til að beita refsiaðgerðum!
Eins og fram kom í kaflanum um -- ágreining, þ.e. gr. 111. Hefur ESB það sem valkost - ef ágreiningur er ekki leystur, að beita svokölluðum -- öryggisráðstöfnunum.
--Köllum það, refsi-aðgerðir.

Þetta er nefnt, öryggis-ráðstafanir, vegna þess að ákvæðið heimilar aðildarríki, að tímabundið sem neyðar-aðgerð, að grípa til ráðstafana sem að vernda atvinnu-grein í hrun hættu, með hætti sem - væntanlega gengur gegn almennum reglum EES samningsins.
--Samningurinn veitir ESB rétt á móti, til eigin aðgerða - sem eiga þó ekki vera óhóflegar, þ.e. skulu í samræmi við veitt tilefni - að mati ESB að sjálfsögðu hvað telst hóflegt.

  1. Hinn bóginn, eins og kemur fram í gr. 111 -- má ESB einnig beita öryggis-ráðstöfun, í tilviki því - að ágreiningur hefur orðið um gildistöku nýrra laga eða regla í sameinuðu EES nefndinni, og að samkomulag næst ekki innan 6-mánaða.
  2. Þeim aðgerðum, yrði rökrétt beint gegn þeim aðila, sem hindrar samkomulag.
    --M.ö.o. sem hindrar fulla gildstöku reglu eða laga.
  • Ég er algerlega persónulega viss - að ESB beitir þessari leið.

Því hin mundi refsa Noregi ekki Íslandi, sem frá sjónarhóli EES samningsins væri ekki seki aðilinn.

Með beitingu - öryggis-ráðstafana, getur ESB beitt því sem mundi sannarlega fúnkera sem refsing - gegn Íslandi eingöngu.

  1. Ákvæði í gr. 113 segir í reynd afar lítið hvað ESB má gera þ.e. varðandi umfang - nema það að - leitast skal við að takmarka röskun á starfsemi EES.
  2. Hinn bóginn, þar sem að Ísland er smátt - má alveg líta á afar umfangsmiklar aðgerðir gegn Íslandi, sem óverulega röskun á virkni eða starfsemi EES.
  • Mig grunar persónulega, ESB geti skv. þessu - beitt töluvert umfangsmiklum - refsingum gegn Íslandi, í samhengi EES samningsins.

Það hefur aldrei reynt á þessi ákvæði fram til þessa þau 25 ár sem EES hefur starfað.
Þar af leiðandi, eru engin fordæmi til staðar til að styðjast við.
--Sem mig grunar, að veiti ESB ef e-h er, athafnafrelsi.

  1. Bendi á að Ísland er töluvert efnahagslega háð EES.
  2. ESB getur því tæknilega, kallað fram -- nokkuð hressilega lífskjaralækkun hér, sé það þess val að beita það harkalegum ráðstöfunum.
  3. En ESB væntanlega veldi að loka á virkni samningsins gagnvart Íslandi, að einhverju marki - jafnvel að öllu leiti, eins og honum hefði verið sagt upp, þó án þess að taka slíka ákvörðun formlega.
    --Það væri tæknilega mögulegt hæsta aðgerða-stig.

Án EES væri Ísland um margt í líku ástandi og ESB eftir - HARD BREXIT.
Ef ESB mundi beita ítrustu tæknilega mögulegum aðgerðum í samhengi EES, þ.e. afvirkja samninginn sem heild gagnvart Íslandi -- gæti það birst okkur eins og samningnum hefði verið sagt upp, Ísl. fengið að prófa það hvernig það væri.
--Hvaða stig aðgerða ESB ákveður veit enginn, ég nefni einfaldlega hversu langt ESB getur mögulega gengið, sem þó væri skemmra en að ESB sjálft segði upp EES samningnum.

 

Niðurstaða
Þar sem hópur af fólki fer mikinn, með ásakanir um - landráð/svik.
Er rétt að benda fólki á að ef maður notar slíkt orðalag, fór það allt fram 1994.
--Ég kem ekki auga á að samþykki 3ja orkupakka, feli í sér landráð/svik.
--Einfaldlega vegna þess, að EES samningurinn í reynd - veitir Íslandi ekki rétt til að hafna honum, m.ö.o. fullveldis-afsalið 1994 var þetta afgerandi.

Ísland hafi í reynd einungis 2 kosti.
--Samþykkja 3ja orkupakkann.
--Full uppsögn EES.

Það sé í reynd ekki til staðar nokkur þriðji kostur, sbr. að ofan þá veitir það einungis frestun um 6-mánuði, að vísa ágreiningi til EES nefndarinnar, að þeim tíma liðnum -- neitum við enn að samþykkja 3ja orkupakkann, má ESB skv. heimildarákvæði EES - hefja refsiaðgerðir gegn Íslandi, í innra samhengi EES samningsins.
--ESB án nokkurs minnsta hugsanlegs vafa, beitir líklega heimilda-ákvæði um öryggis-ráðstafanir.

Ísl. fengi þá á sig refsingu, þangað til að Ísl. samþykkir 3ja orkupakkann.
---------------
Fólk þarf að skilja EES samninginn, hversu afdrifaríkt fullveldis-afsalið 1994 var.
Það skipti engu máli, að 3ji orkupakkinn - sé ekki sniðugur fyrir Ísland.
Ísl. hafi einfaldlega ekki val, meðan EES samningurinn sé virkur, annað en að taka upp 3ja orkupakkann, síðan þann 4ja og þar næst 5ta, o.s.frv.
--Fólk þarf að skilja hver veruleikinn er!

  • Jón Baldvin Hannibalsson samdi fyrir Íslands hönd.
  • Davíð Oddson var forsætisráðherra!

JBH sagði EES - lifandi samning. M.ö.o. þá virkni hans, að Ísl. er ávalt skuldbundið skv. EES að taka upp lög og reglur um innra-markaðinn, algerlega burtéð frá því hvort þær reglur eru Ísl. í hag eða óhag, eða hvort þær gagnist Ísl. eða komi því ekki við.

  1. Á sínum tíma barðist ég gegn upptöku EES - einmitt út af þessu afgerandi fullveldisafsali.
  2. Ég og faðir minn, vorum í fararbroddi í félagi sem nefndist, Samstaða.
  3. Síðar var söfnun undirskrifta til hvatningar til forseta vors, Vigdísar Finnbogadóttur - um að vísa málinu til þjóðar.
    --Eins og frægt er, túlkaði Vigga vald forseta þannig, það væri í reynd ekki til staðar.
    --Síðar, eins og frægt er, túlkaði Ólagur Ragnar Grímsson ákvæði um vald forseta þannig, hann sannarlega mætti vísa samþykktu þingmáli til almennrar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Líklega hefði EES verið fellt ef svo hefði farið. Þannig í reynd var það líklega Vigga er tók ákvörðunina. Síðan getum við rifist um það hvort útkoman var góð eða slæm.
--Til þess að vera sanngjarn, hefur a.m.k. efnahagslega séð samningurinn reynst vel.

Mín afstaða til hans í dag er sú, að hann sé í dag sá veruleiki sem við búum við.
--Rétt sé að samþykkja 3ja orkupakkann án tafar.
--Því, hinn valkosturinn sé einungis uppsögn EES.
Ekki sé rétt til taka það afdrifaríka óafturkræfa ákvörðun.
Nema að Ísl. standi fyrir það alvarlegum öðrum afleiðingum að uppsögn verði rétt ákvörðun.

Á á þá við, uppsögn væri síðasta neyðar-aðgerð. Við erum langt í frá á slíkum stað.
Ef aftur á móti síðar kemur í ljós, að dómsdags-spár þeirra sem tala 3ja orkupakkanum allt til foráttu, reynast réttar.
--Má alltaf segja upp EES í því síðar.

  • Með teknu tilliti til alls, sé rétt ákvörðun að samþykkja 3ja orkupakkann.
    --Síðan komi síðar í ljós, hvort slíkar afleiðingar er kalli á mjög afdrifaríka ákvörðun rísa.

Málið er að ég á ekki endilega von á því. Bendi á að Landsvirkjun hefur reglulega talað fyrir rafstreng í 20 ár. Blasir ekki við mér strengur sé líklegri eftir samþykki 3ja orkukappa en hingað til sl. 25 ár.
Bendi auk þessa á, að í tíð vinstristjórnar Steingríms og Jóhönnu, 2009-2013, voru um hríð áform um 2-risaálver ásamt gríðarstórum virkjunum. Þau áform fékk stjórnin í arf frá ríkisstjórninni á undan. Samfylking vildi þó fylgja þeim fram áfram í vinstri stjórninni.
Um hefði verið að ræða tvær virkjanir nærri Kárahnjúka skala, átti að reisa gríðarlegar gufuvirkjanir á Reykjanesskaga.
--Þessi áform vöktu mikla andstöðu, þrátt fyrir að fjársterkir aðilar stæðu með þeim áformum, náðu áformin ekki fram.

  • Þetta bendi ég fólki á, sem óttast að ekkert sé hægt að gera ef einhver auðugur aðili kemur með stórfé, og óskar eftir heimild til lagningar strengs - og vill reisa þær virkjanir sem til mundi þurfa, svo strengur gæti mögulega borið sig.
    --Að slík áform eru líkleg að mæta mjög harðri andstöðu.
    --Fyrir utan álvera-áformin auk virkjana þeim tengdum sem ekki varð af, vek ég athygli á lítilli virkjun á Vestfjörðum, sem hefur mætt mjög einbeittri andstöðu og tafist fyrir vikið meir en heilt kjörtímabil.

Ég bendi fólki á þetta - svo það sé ekki í einhverri hræðsluvímu.
Ef einhver vill leggja streng - mundi því fylgja það tafsöm í afgreiðslu mál, að nægur tími væri til þess að veita málinu andstöðu. Og ef allt fer til hins verra, til uppsagnar EES.
--Eins og ég benti á, ég á ekki endilega von á því þær meintu alvarlegu afleiðingar sem rætt er um að þær komi fram, en ef þær gera það - er almenningur ekki varnarlaus, eins og niðurstaðan um risaálverin frá því í tíð vinstristjórnarinnar sannar!
--Auðugir auðhringir fá ekkert að ráða öllu, ef þjóðin er á móti.

 

Kv.


Donald Trump segist þekkja Kim Jong Un, vita hvað hann sé fær um - Kim muni ekki koma honum á óvart

Fyrirhugaður fundur leiðtoganna tveggja verður í Hanoi höfuðborg Víetnam undir lok febrúar. 
Skv. tvíti Trumps sjálfs - 27 og 28 febrúar.

Ég reikna með því, að seinna tvítið sé ætlað að eyða ótta þeirra, sem óttast að Kim muni takast að snúa á Donald Trump við samningaborðið.

Kim Jong-un and Donald Trump during their 2018 summit in Singapore.

My representatives have just left North Korea after a very productive meeting and an agreed upon time and date for the second Summit with Kim Jong Un. It will take place in Hanoi, Vietnam, on February 27 & 28. I look forward to seeing Chairman Kim & advancing the cause of peace!

Donald J. Trump@realDonaldTrump
North Korea, under the leadership of Kim Jong Un, will become a great Economic Powerhouse. He may surprise some but he won’t surprise me, because I have gotten to know him & fully understand how capable he is. North Korea will become a different kind of Rocket - an Economic one!
 
 
Það sem sérfræðingar um málefni Kóreuskagans hafa tekið eftir!
Að hingað til hefur Kim Jong Un - í reynd ekki gefið nokkurn skapaðan hlut eftir, sem veikir hernaðarlega stöðu Norður-Kóreu í nokkru.
Flestir sérfræðingar virðast afar skeptískir á að Kim samþykki að gefa kjarnavopn NK eftir.
Þar sem að talið er að Kim álíti kjarnavopnin, forsendu tilvistar ríkisstjórnar NK.
 
Þar með talið, er þetta afstaða njósnastofnana Bandaríkjanna!
 
We continue to assess that North Korea is unlikely to give up all of its nuclear weapons and production capabilities, even as it seeks to negotiate partial denuclearization steps to obtain key US and international concessions. -- North Korean leaders view nuclear arms as critical to regime survival,... -- The capability and threat that existed a year ago are still there.
 
Þær eftirgjafir sem Kim hefur hingað til lofað - eru skv. því skilyrði, að Bandaríkin jafnframt - gefi eftir refsiaðgerðir. Hann hafi tekið til greina að ræða kjanorkuafvopnun, ef Bandaríkin séu til í að ræða - brottfor herliðs frá Suður-Kóreu.
Það sé aftur á móti í samræmi við áður framkomna afstöðu NK - í tíð fyrri leiðtoga landsins.
  1. Donald Trump heldur því fram, að nýlegur fundur með NK - hafi verið árangursríkur.
  2. En ég er þess fullviss, ef NK hefði veitt einhver formleg loforð á þeim fundi -- hefði DT án vafa sagt frá þeim -- en DT sé ekki vanur að þegja yfir árangri.

Eina sem maður hefur, eru endurteknar fullyrðingar Trumps og Pompeo um árangur á fundum.
En án þess að frést hafi af nokkrum hlut sem á hönd sé festandi.

Hafandi í huga venju Trumps að básúna strax ef eitthvað tekst vel, og að hann hafi ekki sagt frá nokkru bitastæðu - varðandi viðræður við NK, þá held ég að efasemdir um raunverulegan árangur þeirra viðræðna séu málefnalegar.

Rétt að muna eftir, Kom Jong Un lét drepa hálfbróður sinn í Malasíu fyrir nokkrum árum, og frænda sinn í NK skömmu eftir valdatöku -- Kim sé m.ö.o. miskunnarlaus, a.m.k. á það til.

Rétt að muna það, að þó hann brosi í seinni tíð framan í fjölmiðla - er Kim líklega naðra.
Þó Trump telji sig skilja Kim, er rétt að benda á að það er munur á því að eiga við fólk sem á í viðskiptum um peninga, eða fólk sem er til í að drepa eigin fjölskyldumeðlimi - ef því er að skipta. Það sé ekki augljóst, að viðskipti sé góður undirbúningur undir það að fást við einstakling af því tagi sem Kim Jong Un virðist vera.

 

Niðurstaða
Leiðtogafundur í Hanoi 27. og 28. feb. nk. milli Kim Jong Un og Donalds Trumps. Það verður að sjálfsögðu forvitnilegt að heyra hvað Trump og Kim ákveða á þeim fundi. Hinn bóginn held ég að það sé fullkomlega málefnalegt að vera skeptískur fyrirfram á útkomuna - miðað við langa sögu deilna Bandaríkjanna við stjórnendur Norður-Kóreu. En stjórnendur þess lands hafa hingað til reynst slingir við samningaborð -- aldrei gefið það eftir, sem hafi að einhverju verulegu leiti veikt stöðu þeirra ríkis. Fram að þessu hafi Kim ekkert slíkt gefið - sem með nokkrum augljósum hætti veiki hans stöðu.

 

Kv.


Alvarleg mistök ef fyrirhuguð brú yfir Fossvog verður ekki gerð fyrir umferð bifreiða

Fréttir hafa borist af því að skipulag Kópavogs og Reykjavíkur - hafi komið sér saman um sameiginlega skipulagstillögu, og gerir sú ráð fyrir brú yfir Fossvog er tengi flugvallarsvæði Reykjavíkuflugvallar við Kópavog beint yfir fossvog.
--Það sérstaka er að einungis stendur til að gera ráð fyrir umferð; strætó, gangandi og hjólandi - eða eins og sagt er, vistvænum samgöngum.

  1. En með því væri fórnað öllum efnahagslegum ávinningi sem slíkri brú gæti fylgt.
  2. Þannig kastað á glæ þeim möguleikum sem þeirri brú getur fylgt.

--Þannig sett fram, sé betra að sleppa slíkri framkvæmd.
--Þetta verði dýr framkvæmd - vegna skammsýnnar nálgunar, þjónar ekki sem samgöngubót!

Brº yfir Fossvog milli Reykjav­kur og K³pavogs

Hvaða möguleikum er þá kastað á glæ?

Eins og sést vel á myndinni er endinn á brúnni Kópavogsmegin spölkorn frá Kópavogshöfn. Við höfnina er atvinnusvæði -- með brúnni væri það atvinnusvæði komið í spölkorns vegalengd frá miðborg Reykjavíkur.

Það þíðir að Kópavogshöfn og atvinnusvæðið þar við, getur þar með virkað sem hluti af því atvinnusvæði sem tilheyrir miðborg Reykjavíkur.
--En einungis ef bifreiðaumferð fær að fara um brúna.

Það væri þá starfandi hafnir - beggja vegna við miðborg Reykjavíkur, báðar í spölkorns fjarlægð frá miðborg Reykjavíkur.

Sannarlega er Kópvogshöfn ekki stór í dag, en skip geta lagt upp að kanntinum lengst út, og hana er auðvelt að stækka ef Kópavogsbær vill.

Fyrir utan þetta, yrði íbúðahverfið í Kópavogi sem einnig sést á myndinni, komið í spölkorns nálægð við miðborg Reykjavíkur.
--Og ég er þess fullviss að fasteignaverð á því svæði mundi við það verulega hækka, en einungis ef bifreiðaumferð er hleypt um brúna - brúin gerð a.m.k. nægilega breið fyrir tvær akgreinar, eina hvora átt.

  • Þetta hverfi verður þá mjög þægilegt fyrir sérhvern þann sem vill vinna í miðborg Reykjavíkur - sjálfsagt að hafa möguleika fyrir hjólandi umferð við hlið akbrautar fyrir bifreiðar, svo hvort tveggja geti farið um.

En þessir möguleikar séu allir háðir því að brúin sé gerð fyrir umferð bifreiða!

Ég skil ekki alveg hvað skipulagsyfirvöld eru að hugsa, þegar augljósum möguleikum ætti að kasta á glæ -- dýrt mannvirki reist með þeim hætti, að það nýtist einungis að hluta!

Vonandi tekur við ný borgarstjórn í Reykjavík - og hindrar slíkt augljóst skipulagslys.

Heimildir: Brúin yfir Fossvoginn komin á teikniborðið

 

Niðurstaða

Hatrið gagnvart einkabifreiðinni rýður ekki einteiming ef það er komið á það stig, að lagt er til í fullri alvöru dýrar framkvæmdir er kasta á glæ fé skattborgara í Kópavogi og Reykjavík. Mjög skrítin þröngsýni, sem ekki sér að bifreiðar eru ekki bara einkabifreiðar - heldur þarf öll atvinnustarfsemi innan Reykjavíkur á flutningum með bifreiðum að halda.

Það sem brýr gera best, er sð stytta flutningaleiðir. Það er einnig hlutverk vegagerðar og brúa að skapa nýjar samönguleiðir. Og ekki síst, atvinnutækifæri.

Brúin yfir fossvog augljóslega getur skapað mikil verðmæti fyrir Kópavog.
En einungis ef hún fær að virka með þeim hætti, að hún nýtist sem tenging fyrir atvinnusvæðið nærri Kópavogshöfn við miðborg Reykjavíkur - og gerir íbúum í nærstöddum hverfum Kópavogs mögulegt að aka á sinni bifreið í vinnuna um brúna.

  • Þú flytur ekki varning með strætó - ekki þungavarning með reiðhjóli.
  • Ekkert að því að reiðhjól fari þarna einnig um, strætó að auki.

En að útiloka umferð bifreiða er hrein heimska!

 

Kv.


Dagur og Eyþór virðast báðir hafa raunhæfa möguleika á myndun borgarstjórnarmeirihluta!

Sá möguleiki að Dagur haldi áfram, er mér ekki að skapi - en sá sé bersýnilega raunhæfur!

Dagur lofaði skýrt í kosningabaráttunni að halda áfram sinni stefnu, að auki kom einnig skýrt fram er hann fullyrti að ástand mála í borginni hafi aldrei verið betra!
--Þá hundsaði hann óánægju fólk á leigumarkaði með ótrúlega dýra leigu, t.d. skilst mér að á milli sl. árs og þessa árs, hafi hún hækkað um rúmlega 60%. 
--Þó var hún þegar orðin það dýr að þrýsta mörgum þeirra er leigja innan borgarinna undir fátæktarmörk.

Svo er leiga kostnaðarsöm að þrátt fyrir bærilega almenna launastöðu, enda leigjendur sem fátækt fólk, því bróðurpartur tekna rennur til leigufyrirtækja eða leigusala.

  • Svo er það auðvitað hin ótrúlega kostnaðarama -- Borgarlína!

Ég er ekkert á móti strætósamgöngum eða rafvæðingu -- en þarf það að kosta 70ma.kr. tæpa?
--Flottræfilsháttur á núverandi áætlunum, verið að gera þetta mun dýrara en þarf.

Vandi við þann gríðarmikla kostnað er að þetta tekur mikið fjármagn, sem borgin gæti betur varið til annars!
--Borgin þarf ekki að leggja sérstakar götur fyrir strætó.
--Né að kaupa þetta óskalega dýra vagna.
--Eða leggja ný og miklu kostnaðarsamari strætóskýli, en áður hefur verið notast við.

  1. Þ.e. ekkert að því að rafvæða -- OK, kaupa samskonar vagna að stærð og nú er notast við, en rafvædda. 
    --Skipta núverandi flota smám saman út, eftir því sem þeir ganga úr sér þeir eldri.
  2. Ef menn vilja auka tíðni ferða, ok -- fínt, þarf eitthvað að fjölga vögnum í umferð, kaupa þá einungis rafvagna.
  3. Nota að öðru leiti það sem fyrir er meðan það gengur úr sér smám saman.
  4. Nú, ef menn vilja fjölga þeim er nota strætó -- lækka verð í strætó.

Í stað þess að leggja sérstakar götur fyrir strætó.
Nota féð til að bæta samgöngur fyrir alla umferð, strætó jafnt sem aðra!

 

Kosningaúrslit - þeir sem fengu fulltrúa!

Viðreisn.............................4.812 atkv......8,2% fylgi......2 fulltrúa.

Sjálfstæðisflokkur..............18.146 atkv.....30,8% fylgi......8 fulltrúa.

Flokkur Fólksins.................2.509 atkv......4,3% fylgi......1 fulltrúa.

Sósíalistaflokkur Íslands....3.758 atkv......6,4% fylgi......1 fulltrúa.

Miðflokkurinn....................3.615 atkv......6,1% fylgi......1 fulltrúa.

Píratar...............................4.556 atkv.....7,7% fylgi.......2 fulltrúa.

Samfylking........................15.260 atkv....25,9% fylgi.......7 fulltrúa.

Vinstri-Grænir....................2.700 atkv.....4,6% fylgi........1 fulltrúas.

 

Stóri vandinn við stefnu Dags, er auðvitað þetta að -þétta byggð- meðan að lítt tiltölulega er byggt í jaðarhverfum!

Því er ítrekað haldið fram, að sú stefna stytti vegalengdir fyrir fólk, ef þeim fjölgar sem búa nærri borgarmiðju - og ekki verði frekar teygt á borginni lengra í burtu frá miðju.
--Þetta er auðvitað kolrangt, útskýri síðar.

Það er bent á sparnað borgarinnar við lagningu vega - og lagna, sem er ekki rangt. Þ.e. rétt að ef byggðiin þéttist nær miðju, og forðast er að byggja í jaðri.
--Er það ákveðinn sparnaður fyrir borgarkerfið.

Fulltrúar Pírata t.d. lögðu mikið úr þessum sparnaði - hinn bóginn gleyma þeir þá, þeim mikla kostnaði er leggst í staðinn á - almenna borgara innan borgarinnar!

  1. Vandinn við þetta er sá, að lóðir eru því dýrari eftir því sem þær eru nær miðju. 
  2. Lóðir í borgarjaðri eru að sama skapi því ódýrari sem fjær dregur miðju.

Þetta snúist um eftirspurn, en þegar byggt er í eða grennd við miðju, er aðili sem vill reisa íbúðabyggð - að keppa við margvílega aðra eftirspurn, sbr. þá sem vilja reisa hótel en það þykir hentugra að staðsetja þau sem næst miðju, eða þá sem vilja reisa verslanir - en aðilar vilja selja ferðamönnun glingur þurfa að vera þar sem þeir einna helst eru, eða veitingastaði - en það sama gildir að best er fyrir þá að vera næst miðju.

Í jaðrinum er lítt verið að glíma við slíka aðra eftirspurn, þannig að áhugasamir um íbúðabyggð geta yfirleitt fengið lóðirnar á miklu mun lægra verði, leigt eða keypt - því lægra því fjær miðju.

  1. Eðlilega því, verða íbúðir því dýrari nær miðju sem þær eru reistar.
  2. Það hefur þau áhrif á leiguverð, að þ.e. dýrara því nær miðju sem viðkomandi íbúð er, vegna beinnar tengingar fasteignaverðlags og leiguverðlags.

--Þetta er sá kostnaður sem fulltrúar Pírata virtust ekki sjá!
--Hvernig stefnan um þéttingu byggðar, samtímis og lítt er byggt í jaðri, skapar háa leigu.

  1. Hvort sem það er ætlunin eða ekki, leiði stefnan sem Píratar hafa tekið þátt í að framfylgja -- til gríðarlegs gróða fyrir leigufyrirtæki og aðra leigusala.
  2. Að auki fitna á fjósbitanum, allir þeir aðilar sem braska með húsnæði.

--Mér finnst áhugavert hvernig Dagur og Píratar í borginni, hafa fitað þá aðila vel og rækilega - kannski skilja þeir ekki afleiðingar stefnunnar, hver veit.

--En þessi stefna sé megin ástæða þess, af hverju ég vill frekar að skipt sé um borgarstjórnendur!

  1. Það sem Píratar í borginni að auki greinilega átta sig ekki á, er að stefna eykur fjarlægðir byggðar -- og þar með fjölgar eknum km.
  2. Það sé vegna þess -- að stefnan sé hluti af því sem valdi síhækkunum leiguverðs og húsnæðisverðs í borginni -- þessi misserin.
  3. Sem þíði, að vaxandi fjöldi fólks - sérstaklega ungs fólks, hrekjist út fyrir borgina.
    --Ég þekki t.d. einn sem settist að á Vatnsleysuströnd, fékk þar íbúð á hálfivirði miðað við innan borgarinnar.
    --Það fjölgar fólki sem sest að í nágrannasveitafélögum borgarinnar, svo langt sem til Keflavikur eða Akraness.
    --Það auðvitað þíðir, því lengur sem núverandi stefna heldur áfram -- vex í stað þess að minnka þörf fólks fyrir bifreiðaeign.
    --Þetta sé einnig slæmt fyrir umhverfið, vegna fjölgunnar ekinna km.
    --Og þetta auki álagið á vegakerfið milli borgar og nágrannasveitafélaga, því slit á þeim vegum.

Auðvitað gæti einhver sagt, að þetta komi borginni ekki við. En þá er viðkomandi einungis að horfa á sparnað borgarkerfisins - ekki þjóðfélagsins!
--En þjóðfélagslegur kostnaður vex í staðinn.

 

Tæknilega mögulegir meirihlutar!

  1. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking -- tæknilega hefur 15. Dagur hefur þegar sagt nei.
  2. Samfylking, Píratar, VG, Viðreisn -- tæknilega hafa 12 fulltrúa.
    --Þetta virðist það samstarf sem Dagur horfir til.
  3. Samfylking gæti einnig tæknilega myndað meirihluta með; Sósíalistum og Flokki Fólksins - eða Miðflokki, auk VG og Pírata.
    --Ég fæ þó ekki séð hvernig Sósíalistar gæti sætt sig við stefnu Dags, sem hann lofaði að framhalda, þeir hafna einnig Sjálfstæðisfl. Þannig Sósíalistar líklega verða ekki með.
  4. Samfylking að auki tæknilega getur myndað meirihluta með Miðflokki og Flokki Fólksins, auk Pírata og VG.
    --Ég meina þó ekki það sé sennilegur meirihluti.
    --Of margt í stefnu Dags gangi gegn stefnu Miðflokks og FF.

Skv. því hefur Dagur einungis einn raunhæfan meirihluta, þ.e. VG, Píratar, Viðreisn ásamt Samfylkingu.

  1. Sjálfstæðisfl. - með VG og Viðreisn -- hefur 12.
    --Við skulum ekki fyrirfram hafna þessu sem hugsanlegum möguleika!
  2. Sjálfstæðisfl annars getur myndað meirihluta með, Viðreisn, Miðflokki og Flokki Fólksins.
    --Það sé ekki heldur endilega ósennileg útkoma. Vigdís er þó ærið yfirlýsingaglöð og mundi væntanlega áfram vera það.
    --Áherslur FF og Miðflokks koma saman a.m.k. í nokkrum atriðum. Það gæti því verið einfalt fyrir Eyþór að mynda slíkan meirihluta. Ef Viðreisn sættir sig við áherslur Miðflokks og FF. Hinn bóginn, gæti Viðreisn átt erfiðara með áherslur VG.
  3. Sjálfstæðisfl., Viðreisn, Flokkur Fólksins - Sósíalistar -- eða Sjálfstæðisfl. Viðreisn, Miðflokkur, Sósíalistar.
    --Þessir möguleikar virðast vart fyrir hendi vegna afstöðu Sósíalista að fyrirfram hafna Sjálfstæðisfl. - líklega gildi sama um aðra hægri sinnaða flokka fyrir Sósíalista.
  4. Sama líklega útilokar, Sjálfstæðisfl. - VG - Flokk Fólksins og Sósíalista. Eða Sjálfstæðisfl. - VG - Miðflokk og Sósíalista. Að Sósíalistar hafa fyrirfram hafnað Sjálfstæðisfl.

Þannig að ég sé tvo sæmilega raunhæfa möguleika fyrir Eyþór Arnalds -- 1. og 2.

Skv. þessu sé ég 3-raunhæfa borgarmeirihluta, Dagur hafi einn þeirra - Eyþór tvo þeirra.

 

Niðurstaða

Ég er þeirrar skoðunar að hverfa eigi frá svokallaðri - Borgarlínu. Það sé alltof kostnaðarsöm leið til þess að byggja upp strætósamgöngur. 
--Rafvagna eigi einfaldlega að kaupa smám saman eftir því sem þeir eldri ganga úr sér.
--Frekar en að byggja sérvegi fyrir strætó, verja sama fé til þess að bæta samgöngur almennt innan borgarinnar.
--Ef menn vilja fjölga í strætó, lækka fargjöld. Það sé skilvirkasta úrræðið.
--Helmingi lægri fargjöld t.d. ásamt tíðari ferðum - og að strætó gangi fyrr á morgnana og lengur fram á kvöld.

Kostnaður við rekstur strætó vex - en ekkert sem hleypur á 60-70 ma.kr.
Nota mismuninn til þess að bæta samgöngukerfið í borginni fyrir alla umferð.

Fyrir utan þetta, vil ég auka nýbyggingar í jaðarlöndum borgarinnar, að sjálfsögðu þíðir það þörf fyrir nýja vegalagningu -- en núverandi samgöngukerfi í jaðarbyggðum ræður ekki við umtalsverða fjölgin innan jaðarbyggða!
--Það sé stærsta einstaka mótbáran!

Hinn bóginn, ef haldið verði við núverandi stefnu að forðast þann kostnað, með því að þétta áfram stöðugt innan borgarlandsins! Þá óhjákvæmilega muni sú þróun ágerast, að það fjölgi íbúum í byggðum í 50 km. radíuss frá borginni.
--Það að sjálfsögðu minnkar ekki álag á vegakerfi. En kannski er þá borgin að íta þeim kostnaði - yfir á ríkið.
--Það sé að sjálfsögðu ekki - umhverfisvænt, þ.s. eknar vegalengdir vaxa þá stöðugt fyrir vaxandi hlutfall íbúa SA-hornsins.

  • Ef borgin vill tryggja að ungt fólk geti átt íbúð innan borgarmarka, og einnig þeir í fátækari kanntinum.
  • Þarf að byggja í borgarjaðri.
  • Að auki, er borgin vart að sinna eftirspurn fyrir þá sem vilja ný einbýli, með myndarlegri lóð og öllu tilheyrandi - með áherslu á byggð á dýrustu svæðum.
    --En þá verður þannig húsnæði það dýrt að einungis þeir efnamestu hafa efni á því.
    --En meðan að slikt húsnæði er reist í jaðarlöndum, er dýrleiki slíks ekki þvílíkur að miðstéttarfólk með ágæt laun - geti ekki haft efni á slíku.

Þetta er sem sagt spurning - fyrir hverja borgin vill vinna.

En stefna Dags ef heldur áfram smám saman leiði til þess - að stærra húsnæði verði ekki lengur innan efna millistéttar ef svo fer fram áfram!
Að auki hrekist efnaminna fólk út fyrir borgina í vaxandi mæli, því það ráði ekki við leigu eða kaup innan borgarinnar! 
--Eins og ég benti á, vaxa þá eknir km. fyrir fólk í vinnu og úr vinnu fyrir sífellt vaxandi fjölda! 
--Það skapi vaxandi þrýsting fyrir fólk að eiga bíl - því ef þú býrð 30 - 50km. frá vinnunni, þarftu bíl.

Þessi þróun er öll öfug við yfirlýst markmið!

 

Kv.


Framboð Oprah Winfrey gegn Donald Trump 2020 yrði áhugavert "show" þó litlar líkur virðist að Oprah sé raunverulega áhugasöm

Skv. erlendu pressunni, vaknaði verulegur áhugi meðal sumra áhrifamikilla Demókrata innan Bandaríkjanna á hugsanlegu framboði Oprah Winfrey - eftir öfluga og um leið vinsæla ræðu sem Oprah Winfrey hélt á Golden Globe verðlaunaafhendingunni þ.s. hún talaði gegn kvenfyrirlitningu og skoraði á Hollywood að tryggja að kvenleikonur yrði ekki fyrir frekara aðkasti í framtíðinni!
--Eins og Donald Trump er Oprah Winfrey milljarðamæringur.
--En ólíkt Trump - hefur Oprah Winfrey orðið milljarðamæringur algerlega á eigin rammleik.
--Eins og slíkt er kallað á ensku, er Oprah Winfrey "self made."

Ræða Ophru á Golden Globe verðlaunaáhtíðinni

Það að menn eru alvarlega að íhuga að fá ópólitískan "celebrity" kandídat til að keppa við Trump - sé frekari vísbending þess að bandaríska lýðræðiskerfið sé í krísu

En í stöðugum flokkakerfum, þá eru kandídatar þjálfaðir upp innan starfandi stjórnmálaflokka -- en gríðarlegt vantraust virðist ríkja innan Bandaríkjanna gagnvart báðum pólitísku flokkunum; sem og þingmönnum beggja flokka!

Það áhugaverða er, að þó Donald Trump sé líklega óvinsælasti forseti Bandaríkjanna á sínu fyrsta ári sl. 100 ár - er meðalstuðningur við bandaríska þingið, enn lægri.

  1. Sögulega séð, þá meina ég í löndum almennt - leiðir stórfellt vantraust á stjórnmálakerfinu -- til aukins pólitísks óstöðugleika.
  2. Að auki, hámarkast líkur þess við slíkar aðstæður, að utankerfis frambjóðendur - sérstaklega ef þeir eru þekktir með einhverjum hætti fyrir; komist að.
  3. Það samtímis hámarki líkur á því, að pópúlískir frambjóðendur nái kjöri.

Donald Trump var kokhraustur að vanda: Trump says he would beat Oprah Winfrey in White House race.

Trump: "Yeah I’ll beat Oprah. Oprah would be a lot of fun." - "I know her very well. ... I like Oprah. I don’t think she’s going to run,"

Gayle King: "I do think she’s intrigued by the idea, I do think that," - "I also know that after years of watching ‘The Oprah (Winfrey) Show’ you always have the right to change your mind. I don’t think at this point she’s actually considering it."

Náinn vinur hennar heldur hún muni ekki fara fram - en íjar að því undir rós að hún gæti mögulega skipt um skoðun.

 

Oprah Winfrey mundi auðvitað höfða með mjög öflugum hætti til kvenna, enda lengi verið baráttukona gegn kvenfyrirlitningu og ofbeldi á konum!

Sem "self made billionaire" þá samtímis hefur hún virðingu þeirra Bandaríkjamanna - sem líta alltaf upp til þeirra sem vegnar vel í lífinu.

Hún er ef eitthvað er, með enn dýpri þekkingu en Donald Trump á því að nýta fjölmiðlun sér til framdráttar, enda starfað í "media industry" meira eða minna alla sína starfsæfi.

Að auki hefur hún gripið í að leika í kvikmyndum og þáttum, með misjöfnum árangri - en hún fékk t.d. óskars tilnefningu a.m.k. í eitt skipti "best supporting actor - Colour Purple."

Hún fengi að sjálfsögðu atkvæði svartra og mjög líklega annarra minnihlutahópa - og án vafa fjölmargra hvítra.

  • Ég hugsa m.ö.o. hún ætti ágæta möguleika.

Hinn bóginn er hún óskrifað blað hvað varðar stefnu um ákaflega marga þætti, enda ekki fram að þessu verið viðloðandi pólitík að einhverju ráði.
Óþekkt hve víðtæk hennar þekking er á erlendum málefnum Bandaríkjanna.

--En vegna þess hve tortryggni gegn pólitíkusum er sterk innan Bandaríkjanna - ætti hún líklega mun betri möguleika á kjöri, en ef Demókratar mundu velja innanhús pólitíkus með reynslu.

--Mig grunar að hún ætti að geta leikið svipaðan leik og Obama á sínum tíma, er tókst að skapa öfluga kosningahreyfingu utan um sig - en þrátt fyrir fjárhagslegan stuðning frá auðugum aðilum einnig, þá hafi framlög í gegnum mikinn fjölda smáframlaga heilt yfir skilað honum meira.

--Ég hugsa að framboð hennar snerist um mun jákvæðari þætti, en framboð Trumps á sínum tíma -- sem virtist einkennast af því að höfða til þeirra hópa er höfðu hvað neikvæðasta sýnina á stöðu bandarísks þjóðfélags.

Kannski að Opruh tækist að koma bjarsýninni aftur að!

 

Niðurstaða

Ef Oprah Winfrey færi fram 2020 held ég að hún ætti ákaflega góða möguleika, enda er hún gríðarlega vinsæl eftir langan starfsferil í kvikmynda- og fjölmiðlageiranum. Svo vel hefur henni gengið að hún hefur á eigin rammleik orðið milljarðamæringur mælt í bandarískum dollurum -- ólíkt Trump er erfði sína milljarða stærstum hluta.

Það hún hefur fram að þessu ekki tengst pólitík - er sennilega kostur um þessar mundir, þegar bandaríska pólitíska kerfið er greinilega statt í alvarlegri krísu.

Ég held hún stæði fyrir mun jákvæðari gildi en Trump hefur fram að þessu virst hafa áhuga á að halda á lofti.

 

Kv.


Getur Reykjavík beitt lausn Vancouver borgar til lausnar skorti á leiguhúsnæði?

Eins og flestir ættu a.m.k. að hafa frétt af, hefur leigumarkaðurinn í Reykjavík verið afar erfiður allra síðustu árin - leiga orðið afar dýr - það dýr, að til staðar er nú hópur Reykvíkinga sem mætti skilgreina húsnæðisfátæka.

Vancouver imposes sharp restrictions on Airbnb, homesharing sites

http://www.traveller.com.au/content/dam/images/g/m/z/z/b/r/image.related.articleLeadwide.620x349.gmzyec.png/1486092870406.jpg

Húsnæðisverðlag í Vancouver kvá hafa hækkað 75% á 5 árum, leiga einnig snarhækkað.
--Húsnæðisverð og leiguverð hafi af þessa völdum, orðið stórt þrætuefni meðal íbúa Vancouver borgar - kröfur sífellt háværari um virkar aðgerðir.

Skv. takmörkunum Vancouver borgar á leigu fasteigna í gegnum AirBNB eða aðrar sambærilegar vefsíður:

  1. Er einungis heimilt að leigja herbergi út frá íbúð eða húsnæði þ.s. þú býrð í að staðaldri.
  2. Eða leigja út húsnæði þitt í takmarkaðan tíma - meðan þú ert í frýi.

Óheimilt verði hér eftir að leigja í gegnum AirBNB eða aðrar sambærilegar vefsíður:

  1. Heila íbúð þ.s. þú býrð ekki í að staðaldri, þó svo hún sé hluti af þinni fasteign - sbr. kjallaraíbúð sem er hluti af þinni fasteign sem þú býrð í.
  2. Ekki heldur, leigja út afmarkaða séreign þ.s. þú býrð ekki í að staðaldri, þú sú sé innan þinnar eignarlóðar - t.d. annað hús eða smáhús innan þinnar lóðar.
  3. Ekki heldur leigja út heilu fasteignirnar, hvort sem þeim væri skipt í leiguherbergi eða leigðar sem heild, sem eru staðsettar annars staðar en sú eign þ.s. þú býrð.

Ég held að flestir þekki til þess, að í Reykjavík hefur allra síðustu ár verið í hratt vaxandi mæli stundað að leigja eignir í gegnum AirBNB eða sambærilegar síður.

--Til séu fasteignabraskarar sem í dag eiga fjölda húseigna hér og þar, hvort sem það eru einstaka íbúðir annars staðar en þeir búa eða heilu húsin - sem séu í þannig útleigu.
--Hjá óþekktum fjölda aðila, sé þetta orðin líklega nokkuð umsvifamikil atvinnustarfsemi.
--Til eru að auki þess dæmi, fólk reisi til útleigu smáhýsi á sínum eignalóðum.
--Auðvitað að afmarkaðar leiguíbúðir hluti af þeirra fasteign, séu þannig leigðar.

Enginn vafi að það sama hefur verið í gangi og í Vancouver að leiguíbúðir hafa verið að hverfa af almenna leigumarkaðnum - inn í útleigu þess í stað í gegnum AirBNB og sambærilegar síður.

Það hefur verið bent á að þessi þróun geti verið mikilvægur þáttur í því að verðlag á húsaleigu hefur hækkað mjög hratt og mjög mikið sl. 5 ár - alveg eins og í Vancouver.
--Alveg eins og í Vancouver, er risin alda óánægju.

  • Spurning því - hvað skal til bragðs að taka?

 

Niðurstaða

Lausn Vancouver borgar er auðvitað stórfellt inngrip í starfsemi þess fólks sem hefur í vaxandi mæli, gert það að sinni atvinnu að leigja húsnæði í sinni eigu út í gegnum AirBNB eða sambærilegar síður.
Það getur vart verið nokkur vafi að sambærilegar aðgerðir mundu geta skilað töluverðu auknu aðgengi fólks á almenna leigumarkaðnum að húsnæði til útleigu.
Að auki sé rökrétt að bætt framboð mundi skila a.m.k. einhverri verulegri lækkun á leigu.

--Spurning hvort að Reykvíkingar eiga að þrýsta á svipaða lausn og Vancouver borg hefur gripið til?

 

Kv.


Fjögurra flokka hægri stjórn, eða verður það - hægri/vinstri stjórn - eða vinstri? Fer yfir mögulega meirihlutastjórnarmyndun. Staða Framsóknar óvænt sterk!

Miðað við viðbrögð þeirra tveggja, langar Sigmund Davíð og Bjarna Ben aftur í stjórn - ekki endilega saman, spurning með hverjum -- ég sé ekki fyrir mér að Framsóknarflokkur fari með Miðflokki í nokkurri tæknilega mögulegri stjórnarmyndun, svo skömmu eftir klofning, og svo skömmu eftir að Sigmundur Davíð úthúðaði stjórnendum Framsóknar - eiginlega kallaði þá svikahrappa og næstum, glæpamenn.

  • Niðurstaða Framsóknar má kalla, varnarsigur - m.ö.o. mun betri en ég átti von á!
  • Sannarlega húmor í því að Framsókn endaði einum flr. þingmenn en Miðflokkur.

Ég geri m.ö.o. ráð fyrir því að Bjarni Ben fái stjórnarumboð frá forseta.
Að Bjarni Ben tali fyrst við Miðflokk annars vegar og Framsóknarflokk hins vegar.
--Líklega leitist hann við að spila þá flokka einhverju leiti hvorn gegn öðrum.

Og stefna á myndun hægri stjórnar, annað tveggja ásamt mögulegum samsetningum með Miðflokki, eða Framsóknarflokki.
--Sannast sagna virðast samsetningar með Framsókn bjóða upp á flr. möguleika.

Hvað sem verður myndað sé líklega klárt að frammi er tafsöm stjórnarmyndun.
--BB mun sjálfsagt verja mörgum vikum í sínar tilraunir!

Katrín líklega þarf þá að bíða nokkuð lengi eftir því að BB mistakist stjórnarmyndun, hugsanlega jafnvel fram undir áramót.

  • En vinstristjórnarmyndun undir forsæti Katrínar, væri örugglega ekki heldur fljótleyst úr hendi.

BB gæti þurft fram undir áramót, ef lítur úr að stjórnarmyndun takist hjá honum.

En traust milli flokka er takmarkað á Íslandi um þessar mundir.
Líklega vilja menn því ítarlega stjórnarsáttmála - sem tekur þá rökrétt langan tíma að semja um, flókið ferli þegar flokkar eru 4-5 í ríkisstjórn.

Að semja stjórnarsáttmála væri a.m.k. ekki síður flókið fyrir hugsanlega stjórnarmyndun Katrínar Jakobsdóttur.
--Hún getur þó sparað tíma með því að ræða við flokka samhliða því sem BB er með stjórnarmyndun í gangi, án formlegs umboðs frá Guðna Th.

Katrín Jakobs og Bjarni Ben

http://nutiminn.is/wp-content/uploads/2016/11/bjarni-katrin-250x140.jpg

Úrslit

  1. Sjálfstæðisflokkur......25,25%.....16 þingmenn
  2. Vinstri Grænir............16,99%.....11 þingmenn
  3. Samfylking................12,05.......7 þingmenn
  4. Miðflokkur................10,87%......7 þingmenn
  5. Framsóknarflokkur.....10,71%......8 þingmenn
  6. Píratar....................9,20%......6 þingmenn
  7. Flokkur Fólksins.......6,8%.......4 þingmenn
  8. Viðreisn...................6,69%......4 þingmenn
  9. Björt Framtíð..........1,22%......0 þingmenn
  10. Alþýðufylking............0,19%......0 þingmenn
  11. Dögun....................0,06%......0 þingmenn

Kosningaúrslitin virðast gefa mjög margar tæknilega mögulegar ríkisstjórnir.
Þó sannarlega séu sumar þeirra afskaplega ólíklegar!

  • Ég sé það ekki fyrir mér sem raunhæfan möguleika að Katrín Jaboks og Bjarni Ben -- myndi stjórn saman.
    --Geri því ekki alvarlega ráð fyrir þeim tæknilega möguleika í pælingum í tengslum við stjórnarmyndun.

 

Mögulegir meirihlutar, forysta Sjálfstæðisflokkur

35 þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Miðflokkur + Flokkur Fólksins.
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Píratar + Flokkur Fólksins.
35 þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Samfylking + Flokkur Fólksins.
32 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Viðreisn + Flokkur Fólksins
37 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Samfylking + Píratar

33 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Píratar + Flokkur Fólksins
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Samfylking + Flokkur Fólksins
36 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Samfylking + Píratar

33 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins

35 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Samfylking
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur
33 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Viðreisn

40 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Samfylking + Píratar
38 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Samfylking + Flokkur Fólksins

39 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Flokkur Fólksins
39 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Viðreisn
41 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Píratar
42 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking

38 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Flokkur Fólksins
38 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Viðreisn
40 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Píratar
41 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking

Ég sleppi tæknilega mögulegum fimm flokka stjórnum í tilviki Sjálfstæðisfl.

En miðað við úrslit - virðist líklegra til árangurs fyrir BB, að ræða við Sigurð Inga.
Framsókn örugglega þorir í stjórn með Sjálfst.fl. með 10% fylgi.
--Það mundi vera auðveldara að mynda stjórn með Framsókn - yfir til vinstri.

M.ö.o. ræða við Pírata eða Samylkingu, í og með viðræðum við Viðreisn og Flokk Fólksins
--Viðræður með Miðflokki mundu nánast útiloka Pírata og Samfylkingu.
Nema að forsvarsmenn Pírata og Samfylkingar - breyti um viðhorf gagnvart Sigmundi Davíð.

  1. Framsókn ætti ekki að flýta sér um of.
  2. Alveg þora jafnhliða að ræða óformlega við Katrínu Jakobsd.

En Framsókn þarf helst að geta spilað -- BB á móti Katrínu.
Til að ná sterkum samningum í stjórnarmyndunarferli!

BB mun líklega ekki eins auðveldlega geta spilað - Miðflokk gegn Framsókn.
--Vegna neikvæðra viðhorfa forsvarsmanna Samfylkingar og Pírata gagnvart SDG.

  • Niðurstaðan er því sú, að staðan virðist merkilega vænleg fyrir Framsóknarflokkinn.

 

Mögulegir meirihlutar, forysta VG

35 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn
34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Samfylking
34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur
33 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Viðreisn

40 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Samfylking + Píratar
38 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Samfylking + Flokkur Fólksins

39 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Flokkur Fólksins
39 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Viðreisn
41 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Píratar
42 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Samfylking

38 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Flokkur Fólksins
38 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Viðreisn
40 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Píratar
41 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Samfylking

34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Miðflokkur + Flokkur Fólksins + Viðreisn
33 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Píratar + Flokkur Fólksins + Viðreisn
34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking + Flokkur Fólksins + Viðreisn
36 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins
36 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking + Píratar + Viðreisn

32 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Píratar + Flokkur Fólksins + Viðreisn
33 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking + Flokkur Fólksins + Viðreisn
35 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins
35 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking + Píratar + Viðreisn

32 Þingmenn: Vinstri Gr. + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins + Viðreisn

  1. Til að hámarka sín áhrif í stjórnarmynduninni, þarf Framsókn að ræða jafnhliða við Katrínu Jaboks -- þrátt fyrir að Bjarni Ben líklega fái keflið til stjórnarmyndunar frá Guðna Th.
  2. Sem betur fer út frá hagsmunum Framsóknarfl. eru til staðar neikvæð viðhorf til Sigmundar Davíðs af hálfu forsvarsmanna Pírata og Samfylkingar, sem og Vinstri Grænna -- sem geri þá flokka mun síður líklega að vilja ræða við Miðflokkinn.
  3. Það mun sennilega flækja mjög hugsanlegar tilraunir Bjarna Ben, til að spila Miðflokk gegn Framsókn -- og örugglega neitar Framsókna að starfa með Miðflokki - vegna sárinda tengd hörðum ásökunum SDG á stjórnendur Framsóknar sem hann endurtók mjög nýlega er hann klauf sig formlega frá Framsóknarfl. -- sárin eru þar með afar fersk.
  4. Meðan að Katrín - Logi Einars og Píratar viðhalda neikvæðum viðhorfum gagnvart SDG.
  • Þá virðist mér stöðuglega séð, Framsóknarflokkurinn standa merkilega sterkur eftir þessar kosningar, og hafa mjög vænlega stjórnarmyndunarkosti.

 

Og eftirfarandi tæknilega möguleg stjórn:

  • 32 Þingmenn: Framsókn + Miðflokkur + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins

 

Niðurstaða

Ég efa að nokkru sinni í lýðveldissögunni hafi stjórnarmyndun verið eins flókin eins og í kjölfar kosninganna 28/10/2017. En tæknilega mögulegar ríkisstjórnir skipta tugum.

Hið augljósa í stöðunni virðist vera, að Bjarni Ben annars vegar og Katrína Jakobs hins vegar muni í sitt hvoru lagi streitast við að mynda stjórn.

M.ö.o. geri ég ráð fyrir því, að afhending umboðs af hálfu Guðna Th. líklega til BB verði einungis forms atriði. M.ö.o. að það muni í engu hindra Katrínu Jakobs í því, að hefja sínar eigin stjórnarmyndunartilraunir - samhliða stjórnarmyndunartilraunum BB.

Ef það fer þannig, vegna viðhorfa vinstri flokkanna til Sigmundar Davíðs.
Geti staða Framsóknar óvænt orðið afar vænleg, þegar nánast komi ekki annað til greina af hálfu BB eða Katrínar Jakobs, en að ræða við Sigurð Inga.

Líklega ræða samt forsvarsmenn Pírata og Samfylkingar við BB, samhliða viðræðum hans við Sigurð Inga -- þeir eigi að síður en Framsókn hafa BB sem valkost við Katrínu Jakobs.
--En neikvæðra viðhorfa hjá þeim gætir einnig gagnvart BB, kemur í ljós hversu sterk þau reynast vera.

Það getur því farið svo, að þeir treysti sér ekki í alvarlegar viðræður nema við Katrínu Jakobs -- þá væri erfitt fyrir Katrínu að líta framhjá Framsókn - meðan Vinstri Grænir haldast svo neikvæðir gagnvart SDG sem þeir hafa verið fram að þessu.

Á sama tíma, hefur BB þann tæknilega möguleika að mynda stjórn án vinstriflokkanna, en sá möguleiki sé líklega einungis til staðar með Framsókn, meðan viðhorf vinstri flokkanna gagnvart SDG haldast svo neikvæð sem þau hafa verið um nokkra hríð.

  • Skv. þessari greiningu getur staðan spilast þannig að Sigurður Ingi óvænt algerlega á skjön við skoðanakannanir fyrir kosningar -- standi uppi með pálmann í höndunum.
    --Eina ferðina enn, miðað við lýðræðissögu Íslands, standi Framsókn með mjög sterka samningsstöðu gagnvart öðrum flokkum.

--Sú staða að sjálfsögðu byggist á útlokun vinstri flokkanna á BB og SDG.
--Ef þeir útiloka báða, hefur BB einungis einn möguleika til stjórnarmyndunar upp á 32 þingmenn með Framsókn - afar veik stjórn, sem ég mundi ekki mæla með við Framsókn að taka.
--Og vinstri flokkarnir yrðu einnig að ræða við Sigurð Inga.

 

Kv.


Frá hverjum mun enn nafnlaus flokkur Sigmundar Davíðs taka fylgi?

Augljósa svarið mundi einhver segja - frá Framsóknarflokknum; en það má alveg íhuga þá spurningu.
Sjá bloggfærslu Sigmundar Davíðs: Bréf til Framsóknarmanna, Sigmundur Davíð.
--En það má einnig velta því upp hvort SDG taki hugsanlega fylgi frá - Flokki Fólksins!

Mynd með færslu

Eins og sést af lestri skýringa Sigmundar Davíðs, þá er hann með óskaplega harkalegar ásakanir gegn starfsfólki á skrifstofu Framsóknarflokksins og hugsanlega einhverju leiti að því fólki er vann fyrir Framsóknarflokkinn á umræddu flokksþingi -- sbr. ásakanir á þann veg að fólk hafi ekki fengið að mæta á þingið.
--Þ.s. ég var ekki þarna sjálfur, í það sinnið - ég get ekki svarað fyrir þetta.
--Hitt veit ég að hvert flokksfélag fær ekki að fara inn með nema ákveðinn fjölda, í hlutfalli við fjölda félaga í því félagi -- og það situr fólk í andyri og fer yfir lista með nöfnum, þegar fólk mætir og vill fá að fara inn í salinn; en þangað eðlilega mega einungis fara skráðir fulltrúar.
--Skv. þessum ásökunum, mætti fólk sem taldi sig vera í rétti til að mæta, en fékk ekki.

Fyrir þessu liggja að sjálfsögðu engar sannanir - einungis að því er virðist orð aðila er telja sig hafa verið fulltrúa með rétti, en skv. þeim lista er lá fyrir - voru þeir ekki slíkir!
--Enginn hefur stigið fram og viðurkennt að listum hafi verið skipt.
--Ég veit ekki betur en að listum sé skilað með tilteknum fyrirvara á skrifstofu flokksins.
Þá væntanlega beinist ásökunin að skrifstofu flokksins - meðan SDG sjálfur var þar enn formaður.

Fyrir utan þetta, virðist Sigmundur Davíð - taka því ákaflega harkalega ef einhver býður sig fram gegn honum í NA-Kjördæmi, en skv. hans orðum er það gerðist síðast - var það aðför að hans persónu.
--Nýverið kynnti Þórunn Egilsdóttir um framboð í 1. sæti í NA-Kjördæmi gegn Sigmundi Davíð - eins og sést af lestri greinar Sigmundar Davíðs - virðist hann taka því afar illa!

"Nú býður sami þingmaður sig fram aftur. Sem fyrr hvattur til dáða af þingmönnum flokksins í Suðurkjördæmi og öðrum úr hópnum sem staðið hafa að fyrri atlögum." - Öllu skynsömu fólki má vera ljóst hversu vitlaust það er að endurtaka leikinn frá því í fyrra og eyða þeim skamma tíma sem er fram að kosningum í tilraun til að hrekja burtu þá sem ekki dansa eftir pípu hópsins sem endurheimti fyrri völd í flokknum fyrir ári."

M.ö.o. tekur hann þessum mótframboðum afar afar - illa! En hann virðist túlka það mótfamboð sem skipulagða atlögu að hans persónu -- eins og hann virðist túlka fyrra mótfamboð.

Hann talar einnig um mótframboð gegn Gunnari Braga í sama stíl.

"Atlagan að Gunnari Braga Sveinssyni er þegar langt komin, skipulögð og framkvæmd af þeim sem sáu um atburðarásina á flokksþinginu."

Það áhugaverða er að Gunnar Bragi hefur líst því yfir, að hann bjóði sig áfram fram fyrir Framsóknarflokkinn: Gunnar Bragi stefnir á sæti hjá Framsókn.
--Gunnar Bragi skv. því tekur ekki mótfamboði eins illa og SDG.
--Gunnar Bragi m.ö.o. ætlar að vera áfram í Framsókn.

  1. En ég fæ ekki betur séð, að það sem SDG talar um sem sannanir fyrir því að - - áfram sé skipulega vegið að sér, séu mótframboð gegn honum og þeim sem hann lítur á sem sitt fólk.
  2. Áhugavert ef SDG er að taka þeim mótframboðum það illa, að þau séu kornið sem að hans mati fylli mælinn og geri honum ófært um að vera áfram í Framsóknarflokknum.

Takið t.d. eftir því sem hann skrifar undir fyrirsögn: Valkostirnir.
--En það virðist sem sagt að hann líti á þetta allt sem persónuárásir, sbr. mótframboð - það að þurfa að standa í því að verja sitt sæti innan flokksins "sem vart er sérstaklega óvenjulegt í ísl. pólitík" - og þær útstrikanir er hann varð fyrir er voru nærri nægilega margar til að færa hann niður um sæti.
--Fyrir utan virðist hann ósáttur við ríkjandi stefnu flokksins, en segir þó ekki í hverju.
--Og hann virðist ósáttur við stöðu flokksins, sem hefur takmörkuð áhrif þessa dagana.
Til samans sé þetta það sem hann hafi ekki áhuga á að taka þátt í.

  • Sannast sagna skil ég ekki alveg hvað hann vill.
    --En Framsókn þarf alltaf að semja við aðra flokka um stefnumál, ef mynda á samstjórn með öðrum.
    --Og ráðuneyti eru ekki endilega mörg, þegar ekki er um að ræða 2-ja flokka stjórn.
  1. Hann talar um, róttæka rökhyggju sem stefnu.
    --Sannast sagna skil ég ekki alveg hvað það er.
    Rétt að hafa í huga að Framsókn hefur aldrei almennt séð verið róttækur flokkur.
    Róttækni og miðju-stefna, fer ekki saman!
  2. Hann vill flokk sem stendur með því sem er rétt, og treystir sér til þess þó á móti blási.
    --Það hljómar sem að ekki sé um miðjuflokk sem hann vill stofna.
    --En róttækir flokkar með róttæk sjónarmið af einhverju tagi, geta tæknilega staðið vörð um þau -hvað sem tautar og raular- en það virkar yfirleitt ekki nema flokkar slíkir haldi sig utan ríkisstjórna.
    Annars þurfa þeir að semja um mál, veita málamiðlanir.
    En róttækni og málamiðlanir yfirleitt fer ekki saman.
  3. Hann vill flokk sem standi vörð um grunngildi en standi þó fyrir framförum.
    --Alltaf spurning hvað menn meina með grunngildum.
    En ef hann spilar inn á þjóðernishyggju - þá yrði fljótt ljós ein möguleg meining.

 

Ef maður tekur mið af orðum Sigmundar Davíðs - gæti verið að hann sæki frekar að Flokki Fólksins! En mér virðist fljótt á litið stefna SDG töluvert önnur en dæmigerð Framsóknarstefna

En það fer afar oft saman að flokkar sem segjast standa vörð um grunngildi - taki þjóðernis sinnaðan pól á þá meiningu. Grunn-gildin m.ö.o. séu þjóðleg.
--Það má þó nálgast á fleiri en einn veg.

En þ.e. til jákvæð þjóðernishyggja, slík gæti t.d. lagt áherslu á þætti í þjóðlífi sem taldir eru í hættu á að glatast -- og/eða á vörn tungumálsins, sem gæti birst í aukinni áherslu á tungumálakennslu og áherslu á að verjast áhrifum ensku.

Neikvæð þjóðernishyggja gæti tekið þann pól í hæðina, að leggja áherslu á aðstreymi erlends fólks til Íslands - að teikna upp þá mynd af slíku fólki að það ógni íslenskum hefðum, gildum, ísl. tungu o.s.frv.

--Það liggur ekki fyrir hvorn pólinn SDG tekur.

Ekki hefur a.m.k. komið fram nokkuð þekkt nafn sem fer fram með SDG í hinn nýja flokk.
--Enginn þingmaður virðist ætla að fylgja SDG, a.m.k. enginn enn stigið fram.
--Lilja varaformaður sagðist harma ákvörðun Sigmundar Davíðs.

Ef það er rétt, að ónefndur flokkur Sigmundar Davíðs sæki fylgi til þjóðernissinnaðra Íslendinga.
Þá gæti hann einmitt reitt einhver atkvæði af Flokki Fólksins.

  1. Framsóknarflokkurinn ætti að eiga ágæta möguleika á því að verjast slíkri aðsókn -- með því að færa flokkinn til vinstri; t.d. leggja áherslu á velferðarmál.
  2. Bendi á að flokkurinn titlaði sig - velferðarflokk og félagshyggjuflokk, lengi á 10. áratugnum.

--Það gæti veitt Framsóknarflokknum tækifæri til að sitja í vinstri-stjórn sem líklega er framdunan!
--En sögulega séð hefur Framsóknarflokkurinn ávalt grætt fylgi á vinstri stjórnarsamstarfi.
Hinn bóginn verður Framsóknarflokkurinn líklega óvenju veikur flokkur í þetta sinn.
Það gæti veikt samningsstöðu hans og áhrif innan slíks samstarf.
Slíkt auðvitað skilar sömu áhrifum í samstarfi til hægri.

 

Niðurstaða

Mín skoðun er að Framsóknarflokkurinn ætti að verjast afleiðingum þess áfalls sem brottför Sigmundar Davíðs getur reynst vera, með þeim hætti að leggja áherslu á félagsleg málefni í komandi kosningum.
Eða með öðrum orðum, á velferðarmál.

En Framsókn hefur sögulega oft farið fram með þess konar áherslur.
Ef flokkur SDG væri á sama tíma með - þjóðernissinnaðar áherslur.
--Þá skapaðist nægileg fjarlægð milli þeirra flokka.

Þannig að flokkur SDG gæti þá í staðinn, orðið að ógn fyrir Flokk Fólksins, svokallaðan.
Brottfar SDG getur verið tækifæri fyrir Framsókn að horfa til vinstri.
En nú er vinstri sveifla akkúrat í augnablikinu, fólk horfir mjög til þarfar fyrir velferðarúrræði.
--Mig grunar í þessu geti legið tækifæri fyrir kosningarnar framundan.

Flokkurinn getur vart stefnt að öðru en að ná hugsanlega sama fylgi og síðast.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 89
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 441
  • Frá upphafi: 847082

Annað

  • Innlit í dag: 84
  • Innlit sl. viku: 418
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband