Fjögurra flokka hægri stjórn, eða verður það - hægri/vinstri stjórn - eða vinstri? Fer yfir mögulega meirihlutastjórnarmyndun. Staða Framsóknar óvænt sterk!

Miðað við viðbrögð þeirra tveggja, langar Sigmund Davíð og Bjarna Ben aftur í stjórn - ekki endilega saman, spurning með hverjum -- ég sé ekki fyrir mér að Framsóknarflokkur fari með Miðflokki í nokkurri tæknilega mögulegri stjórnarmyndun, svo skömmu eftir klofning, og svo skömmu eftir að Sigmundur Davíð úthúðaði stjórnendum Framsóknar - eiginlega kallaði þá svikahrappa og næstum, glæpamenn.

  • Niðurstaða Framsóknar má kalla, varnarsigur - m.ö.o. mun betri en ég átti von á!
  • Sannarlega húmor í því að Framsókn endaði einum flr. þingmenn en Miðflokkur.

Ég geri m.ö.o. ráð fyrir því að Bjarni Ben fái stjórnarumboð frá forseta.
Að Bjarni Ben tali fyrst við Miðflokk annars vegar og Framsóknarflokk hins vegar.
--Líklega leitist hann við að spila þá flokka einhverju leiti hvorn gegn öðrum.

Og stefna á myndun hægri stjórnar, annað tveggja ásamt mögulegum samsetningum með Miðflokki, eða Framsóknarflokki.
--Sannast sagna virðast samsetningar með Framsókn bjóða upp á flr. möguleika.

Hvað sem verður myndað sé líklega klárt að frammi er tafsöm stjórnarmyndun.
--BB mun sjálfsagt verja mörgum vikum í sínar tilraunir!

Katrín líklega þarf þá að bíða nokkuð lengi eftir því að BB mistakist stjórnarmyndun, hugsanlega jafnvel fram undir áramót.

  • En vinstristjórnarmyndun undir forsæti Katrínar, væri örugglega ekki heldur fljótleyst úr hendi.

BB gæti þurft fram undir áramót, ef lítur úr að stjórnarmyndun takist hjá honum.

En traust milli flokka er takmarkað á Íslandi um þessar mundir.
Líklega vilja menn því ítarlega stjórnarsáttmála - sem tekur þá rökrétt langan tíma að semja um, flókið ferli þegar flokkar eru 4-5 í ríkisstjórn.

Að semja stjórnarsáttmála væri a.m.k. ekki síður flókið fyrir hugsanlega stjórnarmyndun Katrínar Jakobsdóttur.
--Hún getur þó sparað tíma með því að ræða við flokka samhliða því sem BB er með stjórnarmyndun í gangi, án formlegs umboðs frá Guðna Th.

Katrín Jakobs og Bjarni Ben

http://nutiminn.is/wp-content/uploads/2016/11/bjarni-katrin-250x140.jpg

Úrslit

  1. Sjálfstæðisflokkur......25,25%.....16 þingmenn
  2. Vinstri Grænir............16,99%.....11 þingmenn
  3. Samfylking................12,05.......7 þingmenn
  4. Miðflokkur................10,87%......7 þingmenn
  5. Framsóknarflokkur.....10,71%......8 þingmenn
  6. Píratar....................9,20%......6 þingmenn
  7. Flokkur Fólksins.......6,8%.......4 þingmenn
  8. Viðreisn...................6,69%......4 þingmenn
  9. Björt Framtíð..........1,22%......0 þingmenn
  10. Alþýðufylking............0,19%......0 þingmenn
  11. Dögun....................0,06%......0 þingmenn

Kosningaúrslitin virðast gefa mjög margar tæknilega mögulegar ríkisstjórnir.
Þó sannarlega séu sumar þeirra afskaplega ólíklegar!

  • Ég sé það ekki fyrir mér sem raunhæfan möguleika að Katrín Jaboks og Bjarni Ben -- myndi stjórn saman.
    --Geri því ekki alvarlega ráð fyrir þeim tæknilega möguleika í pælingum í tengslum við stjórnarmyndun.

 

Mögulegir meirihlutar, forysta Sjálfstæðisflokkur

35 þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Miðflokkur + Flokkur Fólksins.
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Píratar + Flokkur Fólksins.
35 þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Samfylking + Flokkur Fólksins.
32 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Viðreisn + Flokkur Fólksins
37 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Samfylking + Píratar

33 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Píratar + Flokkur Fólksins
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Samfylking + Flokkur Fólksins
36 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Samfylking + Píratar

33 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins

35 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Samfylking
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur
33 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Viðreisn

40 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Samfylking + Píratar
38 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Samfylking + Flokkur Fólksins

39 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Flokkur Fólksins
39 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Viðreisn
41 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Píratar
42 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking

38 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Flokkur Fólksins
38 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Viðreisn
40 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Píratar
41 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking

Ég sleppi tæknilega mögulegum fimm flokka stjórnum í tilviki Sjálfstæðisfl.

En miðað við úrslit - virðist líklegra til árangurs fyrir BB, að ræða við Sigurð Inga.
Framsókn örugglega þorir í stjórn með Sjálfst.fl. með 10% fylgi.
--Það mundi vera auðveldara að mynda stjórn með Framsókn - yfir til vinstri.

M.ö.o. ræða við Pírata eða Samylkingu, í og með viðræðum við Viðreisn og Flokk Fólksins
--Viðræður með Miðflokki mundu nánast útiloka Pírata og Samfylkingu.
Nema að forsvarsmenn Pírata og Samfylkingar - breyti um viðhorf gagnvart Sigmundi Davíð.

  1. Framsókn ætti ekki að flýta sér um of.
  2. Alveg þora jafnhliða að ræða óformlega við Katrínu Jakobsd.

En Framsókn þarf helst að geta spilað -- BB á móti Katrínu.
Til að ná sterkum samningum í stjórnarmyndunarferli!

BB mun líklega ekki eins auðveldlega geta spilað - Miðflokk gegn Framsókn.
--Vegna neikvæðra viðhorfa forsvarsmanna Samfylkingar og Pírata gagnvart SDG.

  • Niðurstaðan er því sú, að staðan virðist merkilega vænleg fyrir Framsóknarflokkinn.

 

Mögulegir meirihlutar, forysta VG

35 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn
34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Samfylking
34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur
33 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Viðreisn

40 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Samfylking + Píratar
38 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Samfylking + Flokkur Fólksins

39 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Flokkur Fólksins
39 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Viðreisn
41 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Píratar
42 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Samfylking

38 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Flokkur Fólksins
38 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Viðreisn
40 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Píratar
41 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Samfylking

34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Miðflokkur + Flokkur Fólksins + Viðreisn
33 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Píratar + Flokkur Fólksins + Viðreisn
34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking + Flokkur Fólksins + Viðreisn
36 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins
36 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking + Píratar + Viðreisn

32 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Píratar + Flokkur Fólksins + Viðreisn
33 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking + Flokkur Fólksins + Viðreisn
35 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins
35 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking + Píratar + Viðreisn

32 Þingmenn: Vinstri Gr. + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins + Viðreisn

  1. Til að hámarka sín áhrif í stjórnarmynduninni, þarf Framsókn að ræða jafnhliða við Katrínu Jaboks -- þrátt fyrir að Bjarni Ben líklega fái keflið til stjórnarmyndunar frá Guðna Th.
  2. Sem betur fer út frá hagsmunum Framsóknarfl. eru til staðar neikvæð viðhorf til Sigmundar Davíðs af hálfu forsvarsmanna Pírata og Samfylkingar, sem og Vinstri Grænna -- sem geri þá flokka mun síður líklega að vilja ræða við Miðflokkinn.
  3. Það mun sennilega flækja mjög hugsanlegar tilraunir Bjarna Ben, til að spila Miðflokk gegn Framsókn -- og örugglega neitar Framsókna að starfa með Miðflokki - vegna sárinda tengd hörðum ásökunum SDG á stjórnendur Framsóknar sem hann endurtók mjög nýlega er hann klauf sig formlega frá Framsóknarfl. -- sárin eru þar með afar fersk.
  4. Meðan að Katrín - Logi Einars og Píratar viðhalda neikvæðum viðhorfum gagnvart SDG.
  • Þá virðist mér stöðuglega séð, Framsóknarflokkurinn standa merkilega sterkur eftir þessar kosningar, og hafa mjög vænlega stjórnarmyndunarkosti.

 

Og eftirfarandi tæknilega möguleg stjórn:

  • 32 Þingmenn: Framsókn + Miðflokkur + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins

 

Niðurstaða

Ég efa að nokkru sinni í lýðveldissögunni hafi stjórnarmyndun verið eins flókin eins og í kjölfar kosninganna 28/10/2017. En tæknilega mögulegar ríkisstjórnir skipta tugum.

Hið augljósa í stöðunni virðist vera, að Bjarni Ben annars vegar og Katrína Jakobs hins vegar muni í sitt hvoru lagi streitast við að mynda stjórn.

M.ö.o. geri ég ráð fyrir því, að afhending umboðs af hálfu Guðna Th. líklega til BB verði einungis forms atriði. M.ö.o. að það muni í engu hindra Katrínu Jakobs í því, að hefja sínar eigin stjórnarmyndunartilraunir - samhliða stjórnarmyndunartilraunum BB.

Ef það fer þannig, vegna viðhorfa vinstri flokkanna til Sigmundar Davíðs.
Geti staða Framsóknar óvænt orðið afar vænleg, þegar nánast komi ekki annað til greina af hálfu BB eða Katrínar Jakobs, en að ræða við Sigurð Inga.

Líklega ræða samt forsvarsmenn Pírata og Samfylkingar við BB, samhliða viðræðum hans við Sigurð Inga -- þeir eigi að síður en Framsókn hafa BB sem valkost við Katrínu Jakobs.
--En neikvæðra viðhorfa hjá þeim gætir einnig gagnvart BB, kemur í ljós hversu sterk þau reynast vera.

Það getur því farið svo, að þeir treysti sér ekki í alvarlegar viðræður nema við Katrínu Jakobs -- þá væri erfitt fyrir Katrínu að líta framhjá Framsókn - meðan Vinstri Grænir haldast svo neikvæðir gagnvart SDG sem þeir hafa verið fram að þessu.

Á sama tíma, hefur BB þann tæknilega möguleika að mynda stjórn án vinstriflokkanna, en sá möguleiki sé líklega einungis til staðar með Framsókn, meðan viðhorf vinstri flokkanna gagnvart SDG haldast svo neikvæð sem þau hafa verið um nokkra hríð.

  • Skv. þessari greiningu getur staðan spilast þannig að Sigurður Ingi óvænt algerlega á skjön við skoðanakannanir fyrir kosningar -- standi uppi með pálmann í höndunum.
    --Eina ferðina enn, miðað við lýðræðissögu Íslands, standi Framsókn með mjög sterka samningsstöðu gagnvart öðrum flokkum.

--Sú staða að sjálfsögðu byggist á útlokun vinstri flokkanna á BB og SDG.
--Ef þeir útiloka báða, hefur BB einungis einn möguleika til stjórnarmyndunar upp á 32 þingmenn með Framsókn - afar veik stjórn, sem ég mundi ekki mæla með við Framsókn að taka.
--Og vinstri flokkarnir yrðu einnig að ræða við Sigurð Inga.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Miðað við að stjórnmálafræðingurinn segir að B haldi á lyklinum, hlýtur spurningin að vera:  Hvort vill Framsókn heldur vinna með Pírötum eða Miðflokknum?

Kolbrún Hilmars, 29.10.2017 kl. 16:34

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún, endurtek - harðar ásaknir SDG á stjórnendur Framsóknarfl. - gera samstarf Framsóknar og Miðflokks óhugsandi.
Þ.e. mín skoðun, sé ekki hvernig menn horfa framhjá ásökunum um svindl - svik, o.s.frv. einungis þrem vikum síðar.
--SDG einfaldlega málaði sig út í horn með sínum afar harða málflutningi, sem hann endurtók þegar hann útskýrði fyrir sitt leiti ástæður þess að hann ákvað að kljúfa sig frá!
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.10.2017 kl. 17:22

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta er auðvitað vandamál, Einar.  Þeir deila samt kjósendahópi með aðeins ágreining um forystumenn en ekki stefnu.  Landsbyggðin er vön slíkum hrepparíg og myndi slíðra sverðin ef mikið lægi við.  Ekki myndi það auka vinsældir XB þar ef hann tæki samvinnu við Pírata fram yfir.  Svo eiga þeir nú báðir Lilju að.

Kolbrún Hilmars, 29.10.2017 kl. 18:15

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún, ef þeir mundu báðir víkja til hliðar SDG og Singi. Erfitt að sjá það gerast, þegar annar flokkurinn er beinlínis myndaður um annan einstaklinginn; ekki ósvipað því er Albert stofnaði til svokallaðs Borgaraflokks á sínum tíma.
--Fylgismenn SDG sem fóru með honum mundu örugglega ekki taka slíku vel heldur.
Hafðu í huga að SDG móðgaði ekki bara Singa persónulega, heldur sérhvern þann Framsóknarmann er stóð með Sings. Og þ.e. beinlínis meirihluti Framsóknarmanna, ef marka má fylgismælingu er sýndi 38% kjósenda Miðflokksins hafa kosið Framsókn síðast.
Svo að ég sé ekki heldur núverandi Framsóknarflokk, taka aftur við SDG - hvorki sem formanni né þingmanni.
--Þannig að ég virkilega sé ekki samstarf þeirra fyrir mér.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.10.2017 kl. 19:12

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einar, ég horfi auðvitað á þetta með augum kjósandans. En til samans náðu þessi tvö flokksbrot 15 þingmönnum, næst stærsta aflinu á þingi. Það má ýmislegt gera úr því, burtséð frá því hvort formaðurinn heitir SDG eða SIJ.

Kolbrún Hilmars, 29.10.2017 kl. 19:31

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún, ef SDG viki samtímis Singa. Sé það ekki gerast. SDG ætlar sér klárlega að leiða flokkinn sem hann bjó til.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.10.2017 kl. 19:35

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einar, ég sé nú ekki að neinn þurfi að víkja - bara vinna saman.  Báðir hafa sinn hóp og SDG má eiga það að hans 7 þingmenn eru alfarið hans - hann tók ekki einn einasta af SIJ.  En kjósendurnir koma úr sömu grasrót, nú verður það þeirra að virkja atkvæði kjósendahópsins.

Kolbrún Hilmars, 29.10.2017 kl. 21:48

8 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er ekki víst að það reyni nokkuð á samstarfsvilja Framsóknarflokkanna ,en það er samt gamann að velta þesu fyrir sér.

Ein af spurningunum é þessu sambandi hlýtur að vera,hversvegna Sigmundi var sagt upp formannsstólnum í Framsókn.

.

Það eru aðallega tvær kenningar.

1 Að Sigmundi hafi verið sagt upp af því að "flokkseigendafélagið" hafi notað tækifærið og yfirtekið flokkinn þegar Sigmundur stóð höllum fæti.

2 Að meirihluti flokksmanna hafi farið á taugum í miðri á og losað sig við Sigmund til að losna við óþægindin sem fylgdu árásum gegn honum.

.

Hafi þetta verið vegna atbeina "flokkseigendafélags" er lítil von um samruna. Þá er um klárlega valdabaráttu að ræða og nánast engir möguleikar að það verði að samruni.

Sigmundur mun aldrei afhenda flokksfélaginu 10,87% hreint persónufylgi og láta sig hverfa inn í áhrifaleysi. Það er alls ekki óeðlileg afstaða.

Við slíkar aðstæður mundi um helmingur persónufylgis Sigmundar líka fljótlega vera glatað flokknum

Á hinn bóginn er hinu meinta flokkseigendafélagi ljóst að ef Sigmundur byrtist aftur í flokknum ,mun hann án nokkurs vafa yfirtaka hann aftur fyrr en seinna.

.

Á hinn bóginn sé ástæðan fyrir klofningnum að hluti flokksmanna og forystan hafi farið á taugum ,er málið auðveldara.

Sigmundur vill komast til áhrifa og samruni við Framsókn mundi færa honum aukin tækifæri til þess.

Ég er þess fulviss að hann er tilbúinn við slíkar aðstæður að slá striki yfir hið liðna.

Þá er heldur ekkert að vanbúnaði að hann taki varaformannssætið í Framsókn.

Sigmundur hefur nú fært sönnur á mikið persónufylgi sitt og það væri Framsókn mikilvægt að bæta stöðu sína með því að nánast tvöfalda þingmannafjölda sinn.

Ég fæ ekki séð að Framsóknarmenn geti verið endalaust í fýlu yfir einhverju sem Sigmundur sagði.þegar málefnaágreiningurinn er enginn.

.

Hitt er annað mál að það er enginn samruni í kortunum,fyrr en í fyrsta lagi í aðdraganda næstu kosninga ,ef nokkru sinni.

.

Varðandi Ríkisstjórn held ég að möguleikar M séu ekki miklir af ýmsum ástæðum.

Borgþór Jónsson, 29.10.2017 kl. 23:41

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór, talið um "flokkseigenda-félag" er gömul klisja, sem menn henda fram t.d. þegar menn eru sárir og reiðir -- kallað að "uppnefna." Fólk lærir þetta sem krakkar - sumir hætta aldrei æfina á henda, að henda fram "uppnefnum" þegar eitthvað gerist sem þeim mislíkar.
--Enginn ástæða að hluta nokkuð hið minnsta á það.

Ástæðan er einföld - þ.s. gerist sést vel á könnun er sýnir hlutfall Framsóknarmanna er kusu Framsókn síðast, er ákvað að kjósa Miðflokkinn -- þ.e. 38%.

Svarið liggur þá við, meirihluti meðlima Framsóknarfl. snerist gegn formanni sínum - að sjálfsögðu vegna þess að þeir töldu ekki lengur, flokknum fyrir bestu að hann væri formaður áfram.

"Ég fæ ekki séð að Framsóknarmenn geti verið endalaust í fýlu yfir einhverju sem Sigmundur sagði.þegar málefnaágreiningurinn er enginn."

Endlaust -- hann hraunaði yfir fólk, fyrir -þrem vikum síðan.-

Þá endurtók hann - allar sömu ósönnuðu ásakanirnar, sem komu fram þegar hann varð undir í formanns-slag.
--En ekki eitt einasta atriði þeirra ásakana - hefur hann getað fært hinar minnstu sönnur fyrir.

Þær séu ekki þess virði - að virða viðlits hið minnsta.
--Ég hef gersamlega misst allt mitt persónulega álit á þessum manni.

Ég vil aldrei framar sjá hann sem þingmann Framsóknarfl.

"Sigmundur hefur nú fært sönnur á mikið persónufylgi sitt og það væri Framsókn mikilvægt að bæta stöðu sína með því að nánast tvöfalda þingmannafjölda sinn."

Hann má eiga sinn flokk fyrir mér.

Fyrst að einungis 38% Framsóknarmanna fylgdi honum -- fann hann fólk utan við Framsóknarfl. Ég tel mig vita hvaða skoðanir þeir hafa - þú virðist styðja Miðflokkinn, það segir mér eitthvað -- ég hef tekið eftir fl. skoðanabræðrum þínum, er einnig virðast styðja Miðflokkinn.
--Það eru ekki skoðanir sem mér hugnast.

Miðað við hvaða fólk virðist hafa komið til hans, grunar mig að Miðflokkurinn -- sé raunverulega kominn fremur langt til hægri við Framsóknarfl.
--Það mun koma í ljós, grunar mig sterklega, að það eigi eftir að rísa upp málefnaágreiningur.

Þó hann blasi ekki enn við - þá séu flokkarnir að sigla í sitt hvora áttina!

Mér sýnist SDG klárlega á annarri vegferð -- en ég hef nokkurn áhuga á, að Framsóknarfl. fari.

Fyrir utan það, lít ég svo á, að fyrir þær ósanngjörnu ásakanir sem hann kom fram með, og ítrekaði fyrir 3-vikum, eigi hann ekkert gott skilið frá Framsóknarmönnum - framar.
--Ég ætla aldrei að fyrirgefa honum, ég meina það.

    • Ég á alls ekki von á endursameiningu -- heldur reikna ég með því, að Miðflokkurinn muni smám saman leita lengra til hægri.
      --Meðan Framsóknarfl. kemur sér aftur fyrir á Miðjunni þ.s. hann var á árum áður.

    Miðflokkurinn taki líklega stöðu -- hægri sinnaða pópúlískra flokka, sbr. Front Nationale í Frakklandi. En miðað við þann hóp sem bættist við Miðflokkinn, fyrir utan Framsóknarmennina, er það minn grunur - að slík sé sú veferð sem Miðflokkurinn muni líklega fara.
    --Þó það hafi ekki komið fram í kosningastefnuskrá hans.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 30.10.2017 kl. 01:20

    10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Kolbrún, ég held Framsókn og Miðflokkur séu á sitt hvorri siglingunni, þ.e. Framsókn á leið aftur inn á miðju, meðan að Miðflokkurinn sé líklega á hægri kúrs.
    --Um það atriði er ákveðinn málefnalegur ágreiningur, þ.e. hver sé hinn rétti framtíðarkúrs.

    Það var rifist um það, hvort Framsókn væri hægriflokkur eða miðjuflokkur. Það voru vísbendingar uppi, að sumir vildu toga Framsókn lengra til hægri - meðan aðrir vildu aftur toga hann, einhver skref aftur til baka til vinstri.

    Það sé ekki bara spurning um persónur - heldur hver kúrsinn skuli vera.
    --Ég held að menn hafi skilið varanlega að skiptum.

    Þó málefnaágreiningur sé ekki enn áberandi, komi hann betur og betur í ljós síðar á ég von á - eftir því sem ólíkur kúrs flokkanna verði skýrari, og marki fram skýrari skil á milli.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 30.10.2017 kl. 01:26

    11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Ég held að stjórnmálamenn verði alltaf að tjá sig eins og þeim býður,einkannlega þegar þeir hafa orðið fyrir ruddalegum árásum félaga sinna eins og Sigmundur,sem gengu freklega á bak orða sinna og skýldu sér á bak við "flokkseigendur"- Hvað heldur þú Einar að liggi á bak við þennan andskota gang? Ertu tilbúinn að samþykkja að landið okkar verði rúið sjálfstæði sínu vegna falsaðra gagna og tilbúinna lyga um leynd háttsettra ráðamanna,sem óvinir Íslands borga landráðamönnum fyrir með hjálp hersetinna ríkismiðla? Þið eruð sauðblind að sjá ekki hvað er í gangi. Ég lifði á tímum Nazismans og þið yngri hafið lesið um uppgang hans,nú er hér það nákvæmlega sama í gangi,þið megið mín vegna grenja úr ykkur augun í ellinni að hafa ekki varið fósturjörðina.  
          

    Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2017 kl. 05:22

    12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Helga, þetta eru allt innantómar ásakanir af hálfu SDG - klassískt dæmi um að vera tapsár. En SDG hefur aldrei færst nokkrar hinar minnstu sönnur fyrir þeim ásökunum. Á sama tíma, sakar hann fj. fólks sem starfar fyrir flokkinn.
    --Ég fordæmi hegðan SDG m.ö.o. að leyfa sér að koma fram með harðar ásakanir á fjölda samflokksmanna, og leyfa sér að ítreka þær.
    **Án þess að hafa í nokkru sjáanlega fyrir sér um þær.
    SDG hefur skitið virkilega upp á bak með sinni hegðan í kjölfar ósigursins í formannsslag.
    **Þetta sé fyrirlitleg hegðan af hans hálfu m.ö.o.
    ----------------------
    "Ertu tilbúinn að samþykkja að landið okkar verði rúið sjálfstæði sínu vegna falsaðra gagna og tilbúinna lyga um leynd háttsettra ráðamanna,sem óvinir Íslands borga landráðamönnum fyrir með hjálp hersetinna ríkismiðla?"

    Þ.e. ekkert minna en sprenghlægileg hugmynd ef þú ert að vísa til gagna sem lekið var af starfsmanni Mossac Fonesa lögfræðifyrirtækisins í Panama - í blaðamenn þýsks fjölmiðils, sá fjölmiðill leitaði síðan til - Alþjóðasamtaka-rannsóknarblaðamann; er blaðamenn þýska fjölmiðilsins áttuðu sig á því hve risastórt skjalið var -- m.ö.o. hve margir komu þar við sögu.

    Fullkomlega baranlegt/kjlanalegt að halda því fram að sá leki hafi tengst Íslandi með nokkrum hætti - nema algerlega óvart.

      • Sá sem fyrst koma fram með samsæriskenningar tengdar Panamaskjölum, var Pútín -- enda er í þeim að finna nöfn fj. mann, sem eru nátengdir honum.
        --Fyrsta samsæriskenningin, var sú að um samsæri CIA væri að ræða gegn Rússlandi.

      • Síðan fóru rússn. fjölmiðlar einnig að flíka Ungerjanum og gyðingnum George Soros - sá átti einnig að vera sérdeilis í nöp við Pútín; þ.e. frá umfjöllun rússn. ríkismiðla þaðan sem samsæriskenningin um meint Soros tengls er sprottin.

      --Þetta var hálfu ári áður, en nokkur fór að ræða SDG í tengslum við Panamaskjöl.

      Fyrir utan menn tengda Pútín, er í Panamaskjölum að finna fj. nafna er tengjast valdaflokki Kína.


      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 30.10.2017 kl. 10:42

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Apríl 2024
      S M Þ M F F L
        1 2 3 4 5 6
      7 8 9 10 11 12 13
      14 15 16 17 18 19 20
      21 22 23 24 25 26 27
      28 29 30        

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (19.4.): 0
      • Sl. sólarhring: 6
      • Sl. viku: 757
      • Frá upphafi: 0

      Annað

      • Innlit í dag: 0
      • Innlit sl. viku: 693
      • Gestir í dag: 0
      • IP-tölur í dag: 0

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband