Bloggfærslur mánaðarins, október 2017

Áhugavert að íhuga varanlegt ferðabann Trumps á þegna 8 erlendra ríkja - í ljósi morða á 59 Bandaríkjamönnum um daginn

Ég skal viðurkenna að þessi frétt fór hjá mér, en þann 24/9 sl. sendi Donald Trump frá sér nýja ferðabanns tilskipun. Munurinn á nýju tilskipuninni og þeirri gömlu er sá, að sú nýja hefur ótakmarkaðan gildistíma. Auk þess gildir hún fyrir 8 lönd þ.e. Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrland, Jemen, Chad, Norður Kóreu og Venesúela.

Trump issues indefinite travel ban for 8 countries including North Korea

More groups challenge Trump's latest travel ban in court

  1. Venezúela - Norður Kórea og Íran, hljóta að vera á bannlista - vegna deilna þeirra ríkja við Bandaríkin.
  2. En restin af löndunum eru annaðhvort í upplausn eða með afar veikt stjórnarfar þ.s. stjórnvöld hafa takmörkuð yfirráð yfir svæðum í eigin landi.
    --Þau lönd eiga að auki það sameiginlegt að vera uppspretta flóttamanna til Vesturlanda.
    --Þ.e. eiginlega það atriði sem mig persónulega grunar að mestu ráði.

En þau lönd hafa árum saman verið álitin - há áhættu, m.ö.o. að einstaklingur frá þeim fær ekki fararheimild til Bandar. nema eftir að hafa gengið í gegnum margra mánaðalangt ferli þ.s. hættir viðkomandi eru skoðaðir.

http://www.mercurynews.com/wp-content/uploads/2017/10/856486878.jpg?w=563

Vegna þess að Trump segir þetta snúast um öryggi borgaranna er áhugavert að íhuga skotárásina um daginn í Las Vegas!

Las Vegas shooting death toll rises to 59

Las Vegas gunman described as well-off gambler and a loner

Enginn hefur nokkra hugmynd enn af hverju 64 ára hvítur karlmaður hefur skothríð í gegnum glugga á 32. hæð á hótelherbergi á múg sem var að hlusta á Country tónslistarhátíð og drap 59 hátíðargesti.

Morðin virðast hafa verið framin með öflugum sjálfvirkum ryfflum sem hann átti.
Umtalsvert vopnasafn fannst í hótelherberginu.

  1. Þetta setur "obsession" Trumps gagnvart - meintri ógn af útlendingum í áhugavert samhengi.
  2. Þegar eldri hvítur karlmaður fremur mesta fjöldamorð sem orðið hefur í Bandaríkjunum af völdum skotárásar eins einstaklings.

--Þetta er ekkert annað en hryðjuverk.

Það virðist algerlega ekki koma til greina, að takmarka í nokkru aðgengi bandarískra þegna að ákaflega öflugum skotvopnum.

Meðan að Trump -- vill banna aðgengi heilla þjóða að Bandaríkjunum, án þess að auðvelt sé að sýna fram á að engin önnur úrræði dugi í staðinn til að tryggja þjóðaröryggi.

--En á meðan að lítið er gert til að sporna við útbreiðslu öflugra skotvopna af því tagi, sem gerðu Stephen Paddock 64. ára mögulegt að myrða 59 manns frá 32. hæð í gegnum glugga.

Þá munu atburðir af þessu tagi stöðugt voma yfir bandarískum þegnum!

 

Enn á æðsti-dómstóll Bandaríkjanna eftir að svara spurningum um lögmæti fyrra ferðabanns Trumps, en mannréttindahópar hafa þegar kært nýja bannið!

More groups challenge Trump's latest travel ban in court

Rétt að árétta að skv. þeirri útgáfu innflytjendalaga í Bandaríkjunum sem gilda í dag, eftir breytingu á þeim lögum á 7. áratugnum -- þá er tvenns konar mismunun bönnuð.
--Þ.e. á grundvelli þjóðernis - annars vegar og hins vegar - á grundvelli trúar.

Skv. lögunum frá 1922 var sett ferðabann á tilteknar Asíuþjóðir til Bandar., auk banns við því að fólk frá þeim tilteknu löndum er bjó þá þegar í Bandar. fengi ríkisborgararétt.

Það var mismunun af þessu tagi sem síðar var álitin óeðlileg og vísvitandi var bönnuð.

Þ.e. því álitamál hvort að algert ferðabann á þegna heilla þjóða geti staðist.

--Skv. lögunum frá 1922 voru engar takmarkanir á rétti forseta til slíkra aðgerða.
--En skv. breytingu á lögunum frá 7. áratugnum, hafa gilt ofangreindar 2-takmarkanir.

 

Niðurstaða

Mér virðist að atburðurinn í Las Vegas sýni vel fordómana sem líklega búa að baki ákvörðun ríkisstjórnar Bandaríkjanna um varanlegt ferðabann á tiltekin lönd - sem annaðhvort deila við Bandaríkin eða eru í vandræðum heima fyrir.

En þúsundir Bandaríkjamanna ár hvert láta lífið fyrir skotvopnaárásum af margvíslegu tagi -- í flestum tilvikum virðast atvikin litla athygli vekja þ.s. fáir látast í flestum einstökum tilvikum. Einungis þegar óvenju stórar árásir verða sem valda dauða umtalsverðs fjölda í einu, að athygli fjölmiðla vaknar: Gun violence in the United States.

Ég held að það geti enginn vafi legið á því, að mannfall meðal eigin borgara bandaríkjanna vegna gríðarlega útbreiddrar skotvopnaeignar -- sé margfalt stærri ógn fyrir líf og limi borgaranna; en útlendingar sem Trump beini einkum sjónum að séu líklegir að vera.

 

Kv.


Leiðtogi Katalóníu segir héraðið hafa öðlast réttmætt tilkall til sjálfstæðis - en segist þó til í að ræða málið fyrst við spænsk stjórnvöld

Carles Puigdemont tjáði fréttamönnum niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á sunnudag, að skv. 2,26 milljón töldum atkvæðum hefðu 90% þeirra greitt atkvæði með yfirlýsingu um sjálfstæði.
Rétt samt að muna að heildarfjöldi á kjörskrá í héraðinu er 5,4 milljón.

Það fljótt á litið virðist svipað því sem skoðanakannanir höfðu gefið til kynna um stuðning fyrir sjálfstæði, þ.e. 40% rúm.
Líklegt virðist að sjálfstæðissinnaðir kjósendur hafi haldið sig heima.

Þar sem að meirihluti kjósenda virðist ekki hafa mætt til að kjósa, þá má alveg spyrja sig þeirra spurningar -- hvort að umboð sjálfstæðissinna sé eins skýrt og Carles Puigdemont segir það vera.

Hann sagði einnig fréttamönnum, að hann mundi vísa málinu yfir til héraðsþingsins er mundi fjalla um það næstu daga - hann einnig að auki sagðist vona að spænsk stjórnvöld mundu vera tilbúin að ræða við héraðsstjórnina um friðsamlega framkvæmd sjálfstæðis.

Hann sagðist mundu sætta sig við niðurstöðu þingsins.

Catalan leader calls for international mediation in Madrid stand-off

Catalan president urges EU to mediate after independence vote

'Just talk': Belgium offers Spain relationship advice

EU urges Spain to talk to Catalans, condemns violence

http://www.seville-traveller.com/wp-content/uploads/2015/09/political-map-of-Spain.gif

Vibrögð Madrídar eru fyrirsjáanleg - að sjálfstæði sé ekki til umræðu

Þetta er farið að hljóma sem svo að formleg sjálfstæðisyfirlýsing komi væntanlega fram á næstu dögum - væntanlega frá héraðsþingi Katalóníu.

Á sama tíma hvetja stofnanir ESB stjórnvöld í Madríd og héraðsstjórnina í Katalóníu, að hefja viðræður. Og nokkur fjöldi þekktra evrópskra pólitíkusa að auki hefur hvatt til hins sama.

  1. Hinn bóginn virðist gjáin milli sjálfstæðissinna, og stjórnarinnar í Madríd einfaldlega of víð.
  2. Stjórnin í Madríd hefur lítt viljað ræða - eiginlega ekki einu sinni peningamálin, sem voru upphaf deilunnar.

Líkur á sjálfstæðisyfirlýsingu því virðast hrannast upp. Og þ.e. alfarið fyrirsjáanlegt hvað Madríd þá gerir - þ.e. beitir ákvæði stjórnarskrár Spánar frá 1978 og setur héraðsstjórnina af, setur Katalóníu undir beina stjórn frá Madríd.

Í kjölfarið á því, mundu væntanlega hefjast réttarhöld yfir embættismönnum héraðsstjórnarinnar, sem voru handteknir fyrir rúmri viku - þegar magn kjörgagna var tekið af spænsku ríkislögreglunni.

Að auki mundu væntanlega öll héraðsstjórnin vera handtekin, kannski héraðssþingið sjálft að auki -- og yfir þeim mundu væntanlega einnig hefjast réttarhöld.

  1. Það getur alveg verið að Carles Puigdemont vilji að allt þetta gerist.
  2. Í þeirri von, að æsingar dreifist út um héraðið í kjölfarið - hinir handteknu fái á sig hetjuljóma og píslavotta ímynd.

Það gæti þá vel dreifst út um héraðið - svokölluð borgaraleg óhlýðni, með verkföllum - fjölmennum setum á torgum og götum. Og hætta á frekari róttækni gæti myndast.

  • Átök virðast alveg hugsanleg!

Á sama tíma virðist Katalónía hafa mjög lítinn stuðning innan annarra héraða Spánar.
Sem ætti ekki endilega koma á óvart, þ.s. hagsmunir Katalóníu og flestra annarra héraða Spánar eru andstæðir pólar.

Ég vísa til peningamálanna, þ.e. stór hluti skattfjár spánska ríkisins myndast í Katalóníu, og töluvert af því fé - fer frá Madríd til annarra héraða.

Þannig að ástæða er að ætla héröð Spánar sem eru fátækari en Katalónía, þ.e. öll héröð Spánar nema Madrídar svæðið sjálft -- mundu missa spóna úr aski sínum við sjálfstæði Katalóníu.

Þannig að þessi sjálfstæðisbarátta Katalóna virðist afa vonlítil.
Því Katalónía mundu hafa nánast allan Spán gegn sér!

--Hinn bóginn gæti Katalónía -gulleggið- beðið tjón.
--Þ.e. kannski helsta hótunin sem sjálfstæðissinnar hugsanlega hafa.
--Að ef ekki er látið undan kröfum þeirra, leggi þeir héraðið í rúst.
Þannig að önnur héröð og Madríd missi stórum hluta þær tekjur sem í dag þau hafa frá Katalóníu.

 

Niðurstaða

Eins og ég hef áður sagt, væru viðræður besta lausnin. En aukið sjálfsforræði, að fá að ráða yfir -- hlutfalli skattekna sem myndast innan héraðsins. Ætti að geta dugað flestum íbúum Katalóníu.

Hinn bóginn, hafði Madríd ekki einu sinni ljáð alvarlega máls á slíkum breytingum. Þannig að þess í stað, að lippast niður hafa kröfur Katalóna hækkað stig af stigi. Þangað til að nú sé eins og að óbrúanleg gjá hafi myndast.

Hætta geti verið orðin raunveruleg á - harmleik, algerlega að óþörfu.

Aukið sjálfsforræði og yfirráð yfir hluta tekna, væri einnig skynsamleg lending fyrir Madríd, í stað þess að taka áhættu á átökum er gætu valdið raunverulegu tjóni á héraðinu auk þess að geta kostað spanska ríkið stórfé.

--Hinn bóginn gæti það þegar verið orðið of seint, að ná slíkri einfaldri lendingu á málinu.
--Að málið fari í hart, áður en nokkur von sé til þess að - málamiðlanir verði mögulega.

 

Kv.


Hvað gerist ef leiðtogar Katalóníu lísa yfir sjálfstæði frá Spáni?

Sjálfsagt vita margir að almenn atkvæðagreiðsla þar sem kjósendur voru spurðir um það hvort Katalónía ætti að vera sjálfstæð frá Spáni eða ekki - fór fram á Sunnudag. Þrátt fyrir að yfirvöld á Spáni reyndu allt sem þau gátu til að eyðileggja atkvæðagreiðsluna.

Violence erupts as Catalans vote on split from Spain

From batons to barbecues, Catalan vote exposes police divisions

Catalan leader accuses Spain of 'unjustified violence' in referendum crackdown

http://www.seville-traveller.com/wp-content/uploads/2015/09/political-map-of-Spain.gif

Leiðtogar héraðsstjórnar Katalóníu hafa sagt munu lísa yfir sjálfstæði frá Spáni, ef niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er á þá lund að meirihluti atkvæða falli á þann veg!

Katalónía er að sjálfsögðu efnahagslega séð fullkomlega sjálfbær - ef út í það er farið, með nokkru stærra heildarhagkerfi en Portúgal, ca. 19% af heildarhagkerfið Spánar.

Hinn bóginn bendir ekkert til þess að spænsk yfirvöld hafi nokkurn hinn minnsta áhuga á að heimila héraðinu að - slíta sig frá Spáni.

  1. Lagatæknilega séð, er aðgerð héraðsstjórnarinnar kolólögleg, og hefur stjórnarskrárdómstóll Spánar líst atkvæðagreiðsluna ólöglega.
  2. Það er því fullkomlega í samræmi við lög Spánar, að um 5.000 manna lögreglulið sé sent af hálfu ríkisstjórnar Spánar - í tilraun til að eyðileggja atkvæðagreiðsluna.
  3. Eins og mig grunaði, gerði héraðslögregla Katalóníu ca. 17.000 lítt til að trufla gang atkvæðagreiðslunnar - virðist hún því víða um Katalóníu hafa farið fram.
  4. Meðan að spænska ríkislögreglan beitti sér einkum í Barcelóna borg sjálfri. Aðgerðir sem fengu mikla fjölmiðla-athygli.

--Héraðsstjórnin viðurkennir að spænska ríkislögreglan hafi nokkuð náð að trufla.

Þar sem að ríkisstjórn Spánar hefur líst alla aðgerðina lögbrot - þá má þess vænta að öllum líkindum að hún hundsi pent yfirlísingu héraðsstjórnarinnar um sjálfstæði.

Fyrir utan að, líklega mun Madríd - setja héraðsstjórn Katalóníu af, og taka yfir stjórn héraðsins. Sem er mögulegt að gera, í skilgreindu neyðarástandi.

Það þíddi líklega að héraðsstjórnin eins og hún legði sig, sennilega væri þá handtekin, og látin sæta refsiramma spænskra laga.

  • Í kjölfarið þyrfti spænska ríkið líklega að senda þjóðvarðaliða til héraðsins, því líklegt virðist að héraðslögreglan hafi of mikla samúð með sjálfstæðishreyfingunni til að vera - samvinnuþíð.

--Það er þá spurning hvað mundi gerast, þaðan í frá?

En það væri a.m.k. tæknilega mögulegt að sjálfstæðishreyfingin eða a.m.k. hluti hennar, mundi þá gerast - róttækur.

Ég er að meina, það gæti jafnvel gosið upp - skæruhreyfing, eins og í Baskahéröðum í áratugi á árum áður.

--Hættan væri þá, að efnahagslega séð blómlegasta hérað Spánar yrði fyrir verulegu tjóni.

Ekkert af þessu er orðið enn - kannski munu þess í stað spænsk yfirvöld leita sátta.
Hinn bóginn virðast líkur þar um - ekki miklar ef mið er tekið af afstöðu Mariano Rajoy.

 

Niðurstaða

Ég held að lausn á þessari deilu sé ákaflega möguleg, ef vilji til að leita málamiðlana væri til staðar. En eins og ég benti á í gær, þá virðist deilan hafa hafist út af deilum um skattfé héraðsstjórnarinnar - sem hún vill fá að  nota heima fyrir. Eins og nú er, rennur það allt til Madrídar - og síðan skaffar Madríd skv. fjárlögum fé til baka.

Í Bretlandi hefur breska ríkisstjórnin nú árum saman heimilað Skotlandi að halda eftir hluta af skatttekjum, og Skotland fékk fyrir nokkru árafjöld töluvert sjálfsforræði.

Mig grunar að sambærileg réttindi mundu duga katalónum.
--Það væri mun skárra en að taka áhættuna af því.
--Að hugsanlega alvarleg átök gjósi upp, með öllu því tjóni sem slík átök geta valdið.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 26
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 489
  • Frá upphafi: 847140

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 465
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband