Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016

Framtíðin að framleiðlan leiti aftur til baka til ríku landanna?

Sá þessa umfjöllun um verksmiðju sem Adidas hefur sett upp í Þýskalandi til að framleiða íþróttaskó: Robot revolution helps Adidas bring shoemaking back to Germany.
---Adidas hefur rekið tilraunaverkmiðju í 6-mánuði.

Rn nk. ár standi til að opna miklu mun stærri í Ansbach.
Tilraunaverksmiðjan í Ansbach - sé nokkurs konar starfandi líkan af þeirri stóru.

"In a small hall, about half a dozen machines are set up in two production lines:

  1. "one making soles, the other making the upper part of the shoe."
  2. In total, the process of making a pair of trainers from start to finish takes roughly five hours."
  • "In Adidas’s existing supply chain in Asia, the same process can take several weeks."

"When I started at Adidas in 1987, the process of closing factories in Germany and moving them to China was just beginning,” says Herbert Hainer, who steps down as chief executive of Adidas later this year. “Now, it’s coming back. I find it almost uncanny how things have come full circle.”


Róbótavæðing getur hugsanlega kippt grundvellinum undan löndum sem skammt eru komin í iðnvæðingu

Löndum sem vonast til að feta markaða af Kína leið að laða að framleiðslu vegna lágra launa!

  1. Með því að staðsetja framleiðsluna - sem næst markaðnum!
  2. Þá sé dreifingarkeðjan - stytt, og einfölduð mjög.
  3. Að auki má reikna með minnkuðum geymslukostnaði.
  4. Sem og minnkuðum flutningskostnaði.
  • Ekki síst -- að vonast er til að róbótaverksmiðjurnar, geti verið til muna sneggri -- að bregðast við síbreytilegum kröfum markaðarins.

Vart þarf að taka fram -- launakostnaður, mjög óverulegur!


Við höfum orðið vör við framboð Bernie Sanders - og Donalds Trumps --> Sem ekki síst eru mótmælaframboð, vegna þess hve framleiðslustörf hafa færst til Asíulanda!


En í framtíðinni, má sennilega -- reikna með sambærilegum mótmælaframboðum, gegn uppsetningu -- rótótískra verksmiðja!
Margar framtíðar sögur hafa spáð fyrir rótbótískri framtíð -- sumar eru dökkar.
---Þ.e. mikið atvinnuleysi!
---Og stórfellt aukin misskipting milli auðugra og fátækra.

  1. Það er ákaflega hugsanlegt, að verksmiðjurnar snúi smám saman heim.
  2. En að störfin sem fylgi því -- verði afar fá!

Fyrirtækin -- með því að færa framleiðsluna heim - stytta dreifingarkeðjuna - afnema að mestu starfsfólk við framleiðslu --> Skili enn meiri hagnaði til eigenda!

Og enn færist í aukana - sú þróun!
Að bilið milli ríkra og fátækra, breikki - þróun sem hefur gætt sl. 20 ár, en ágerist.

  • Við gætum átt eftir að sjá vaxandi samfélagsátök -- nærri þeim stíl sem var fyrir t.d. Fyrra Stríð, ef misskipting verður í stíl við hvað var þá!


Ef þetta þíði fátækragildru fyrir þróunarlönd -- gæti biturð íbúa þar gagnvart íbúum ríku landanna, færst verulega í aukana!

Gæti þítt - að hryðjuverk gegn íbúum Vestrænna landa!
Fari að þekkjast í vaxandi fjölda landa!

Það gæti orðið -- aukin spenna í samskiptum milli "have nots" og "haves" ekki einungis innan auðugu landanna -- heldur einnig milli einstakra landa sem hefðu sambærilegan sess "have nots" gagnvart auðugu löndunum.

 

Niðurstaða

Eitt virðist víst - að framundan er bylting sem líkja sennilega má við; nýja - iðnbyltingu. Umbreyting á samfélagi manna verði a.m.k. eins mikil - og af fyrri stigum iðnvæðingar.
Það geti orðið stór þrekraun, að forða því að gríðarleg misskipting þróist að nýju.
---Mjög sennilegt virðist að tímabil verulegra samfélagsátaka sé framundan nk. 30 ár.
En þ.e. rökrétt að miklum samfélagsbreytingum - fylgi átök.

 

Kv.


AGS fullkomlega viðurkennir að hafa haft rangt fyrir sér varðandi Grikkland

Mjög áhugavert plagg: Preliminary debt sustainability analysis.
--Það er eiginlega allt viðurkennt: að áætlunin frá 2010 hafi verið fullkomið rugl, hugmyndir um framtíðar hagvöxt í Grikklandi hafi byggst á óraunhæfum væntingum, og þar með að líkur þess að Grikkland geti staðið við sínar skuldir -- séu engar!

Skv. þessu plaggi setur AGS fram miklu mun raunhæfari markmið!
Þá meina ég, markmið, sem ég get loksins trúað að sé eitthvað mark takandi á!

  1. "In view of this, staff believes that the DSA should be based on a primary surplus over the long- run of no more than 1,5 percent of GDP."
  2. "... staff has lowered its long -term growth assumption to 1,5 percent, even  as over the medium-term growth is expected to rebound more strongly as the output gap closes."
  3. " Privatization  assumptions remain broadly unchanged relative to  the June DSA reflecting the dismal record  achieved so far."
  4. "Finally, market interest rates are  assumed to remain elevated immediately fo llowing the program period and to respond  endogenously to debt dynamics,  as the literature suggests."
  1. "To ensure that debt can remain on a  downward path, official interest rates  would need to be fixed at low levels for an extended period, not exceeding 1,5 percent until  2040."
  2. " Thus, the fixing of the interest rates  would in effect require a commitment by member  states to compensate the ESM for the losses  associated with fixed interest rates on Greek lo ans, or any similar commitment."

Til viðbótar í þessari tillögu -- þarf að lengja "grace period" í 20 ár, þ.e. tímabilið meðan Grikkland borgar einungis vexti af lánum frá Björgunarsjóð Evrusvæðis.
Og það þarf að lengja þau öll, svo að tryggt sé að Grikklandi sé haldið utan við -- almenna markaðinn a.m.k. til 2040.

  • Þetta þíðir -- Grikkland í björgun, nk. áratugi!

Þrátt fyrir þessar aðgerðir -- væri staða Grikklands samt mjög viðkvæm!
Öfug þróun sem leiddi til lakari hagvaxtar -- mundi að sjálfsögðu leiða til þess að þessar aðgerðir væru fullkomlega ónógar.

Eins og Martin Wolf hjá Financial Times bendir á: Painful choices still hang over Greece.

Þá sé Grikkland - þrátt fyrir mikinn samdrátt, sem fyrst og fremst hafi verið í formi minnkunar eftirspurnar innan Grikklands --> Sé Grikkland enn statt í viðskiptahalla!

Og hann varpar fram áhugaverðri spurningu!

  1. "Yet, despite its huge depression, Greek trade is still not in surplus."
  2. "Worse, export volumes are more or less flat..."
  3. "all the adjustment has come via compression of imports."
  • "If domestic demand were to recover, the external deficit would surely start to rise substantially, once again. Who would finance that?"

Augljósa svarið er -- enginn!
Grikklandi verði viðhaldið í stöðnunar-ástandi!
Með atvinnuleysi í 2-ja stafa tölum til næstu áratuga!

 

Niðurstaða
Niðurstaða sem má lesa út úr skýrslu starfsmanna AGS -- þó að starfsmenn AGS láti vera að koma fram með þá ályktun!
Að réttast væri fyrir Grikkland að yfirgefa evruna.

En eins og Martin Wolf réttilega bendir á, þá sé fátt sem bendi til þess að staða Grikklands breytist -- nema að stór lækkun verði á launakostnaði í Grikklandi.

Fyrst að ekki hafi tekist að ná þeirri lækkun fram -- þrátt fyrir 25% samdrátt í gríska hagkerfinu -> Þá nálgist það sennilega fullkomna sönnun þess, að stofnanauppbygging grísks samfélags sé einfaldlega of veik. Til að geta knúið fram þá - innri verðhjöðnun sem áframhaldandi viðvera Grikklands í evrunni - krefjist!

Valkosturinn að vera áfram í evrunni fyrir Grikkland, sé því sá valkostur að vera í björgunarferli og efnahagsstöðnun - að því er best verður séð, um alla fyrirsjáanlega framtíð!

 

Kv.


Hrannmorð í dýflissum Assads

Ég rakst á þessa umfjöllun í Der Spiegel: Unimaginable Horrors.
Prófessor David Crane við Sýrakúsu-háskóla í New York fylki í Bandaríkjunum. En hann vann áður sem dómari við - stríðsréttardómstól SÞ, var t.d. dómari við þann dómstól þegar fyrrum forseti Líberíu - Charles Taylor, var dæmdur.

Hann ásamt nemendum við Sýrakúsu-háskóla hafa verið að safna gögnum um stríðsglæpi sem framdir hafa verið í borgarastríðinu í Sýrlandi.
---Eins og hann segir sjálfur frá, er engin fylking í þeim átökum beinlínis saklaus, allar hafi framið glæpi.
---En á hinn bóginn, þá blikni glæpir annarra fylkinga, þar með ISIS -- samanborið skalann á ógnarverkum stjórnarinnar í Damaskus.

Heildarfjöldi þekktra glæpa - 2015

Þessi mynd er ekki síður áhugaverð - þekktir glæpir!

"By December 2015, the lawyers had registered 12,252 incidents, almost two thirds of which were clearly carried out by Assad's troops."

  1. "Caesar is the pseudonym used for a military photographer from Syria. For months, he smuggled evidence -- photos of prisoners who had been starved to death and who exhibited evidence of torture -- out of his department on USB sticks, which he stored in his shoe."
  2. "The cache includes 55,000 photos of 11,000 bodies, proving how people were "killed in an industrial manner" in Assad's torture dungeons."
  • ""The photos are 100 percent real," says Crane, adding that Caesar is also real."
  • "The lawyer says he spent four days talking with the source."
  • "Caesar didn't want any money."
  • "He couldn't bear photographing over 50 torture victims per day, he said, and when a friend of his turned up among the dead one day, he decided to flee."
  • "Today, Caesar lives somewhere in Europe under an assumed identity."

"The photos came from three torture facilities in Damascus, but there are approximately 50 such sites across the country."

_________________Takið eftir þessari frásögn af einstaklingnum nemdur Ceasar!

  1. Á nokkrum mánuðum - safnar hann saman 55þ. myndum af 11þ. líkum.
  2. Frá einungis 3 -- af 50 sérstökum pyntingardýflissum Assads.

Þær tilteknu 3-eru innan borgarmarka Damaskus!
Það getur því verið að þær séu - stærri en meðaltalið.

Þannig að við getum ekki alveg notað einfalt margfeldi.
---Á hinn bóginn sé skv. þessu ljóst, að á þessu tímabili -- hafi mikill fjöldi fólks verið myrtur sömu mánuðina í þessum dauðabúðum, sem virðast reknar af stjórnvöldum Sýrlands.

Að mati rannsakendanna -- sé þetta sönnun um skipulögð hrannmorð.
Þannig megi ef til vill líkja dauða-klefum Assads -- við útrýmingarbúðir nasista!

Að sjálfsögðu eru líkur á að hrannmorð af sambærilegu tagi - hafi ekki einungis verið í gangi á þeim tilteknu mánuðum, þegar myndirnar eru teknar.

Vitað sé um nöfn a.m.k. 100þ. manns -- þeirra afdrif eru óþekkt!
---Sem þíðir ekki að allir þeirra hafi endilega verið myrtir af Assad stjórninni.

En sú tala getur samt gefið einhverja hugmynd um umfang glæpanna.

 

Niðurstaða

Því miður eru glæpir á þessum skala, sem sannaðir virðast á Assad stjórnina - ekki einsdæmi. Miðað við fregnir eru þessi glæpir hugsanlega á stærri skala, en t.d. skipulögð morð Bosníu Serba á Bosníu Múslimum í Bosníu stríðinu.
---En t.d. Interhamwe hreyfingin í Rwanda drap yfir 800þ. Tútsa á 10. áratugnum.
---Og auðvitað, nasistar drápu 6-millj. gyðinga.

En skalinn er í sjálfu sér ekki megin atriðið.
Heldur það, að sannað virðist að framin eru skipulögð hrannmorð - þar með fullkomlega af yfirlögðu ráði, af stjórnvöldum Sýrlands!


Kv.


Fjölmennur hópur fylgja fordæmi Ástrala um lausn flóttamannavanda -> En hvernig fylgja menn fordæmi Ástrala, ef menn búa í Evrópu?

Það sem menn þurfa að átta sig á, er að lega landanna skiptir miklu máli -- þegar menn íhuga hvaða leiðir geta mögulega virkað.
Til þess að átta sig á því af hverju Ástralía hefur getað beitt fyrir sig Papúa-Nýju Gíneu, og Nauru --> Skilst ef menn átta sig á annars vegar - legu Ástralíu. Og því, hvaða leið flóttamenn eru neyddir til að fara, ef þeir vilja komast til Ástralíu.

http://www.ezilon.com/maps/images/Oceania_phy1.gif

  1. Það sem er áhugavert við flóttamannastraum til Ástralíu, eru vegalengdir - en um er að ræða sjóleið t.d. fyrir flóttamenn alla leið frá Burma -- langt yfir 1000 km.
    ---Þ.e. því ekki um að ræða að það fólk ferðist á einhverjum hriplekum kænum.
    ---Auðvitað, vert að muna -- að ef fólk getur komist frá Burma til Ástralíu, þá er styttra t.d. að sigla beint yfir hafið frá N-Afríku eiginlega frá hvaða strönd sem er þarðan til Evrópu.
  2. Fyrir Norðan Ástralíu - eru engin lönd í upplausn.
  3. Indónesía og Malasía, eru bæði byggð meirihluta - Múslimum.
    ---Hvort tveggja lönd sem virka, eru iðnríki í vexti, og lýðræðislönd að auki.
  • Við erum ekki að tala um straum flóttamanna - neitt í líkingu við þann straum sem Evrópa glýmir við.

Vegna þess -- að flóttamennirnir koma að langa leið, nema þeir sem hugsanlega koma frá Nýju-Gíneu, þá komast einungis vel búnir flóttamenn alla þessa leið -- vegalengdin sjálf auðvitað, fækkar þeim verulega -án þess að aðrir þættir komi við sögu- sem geta ferðast ólöglega alla leið Suður til Ástralíu.

Einnig vegna langrar siglingar, hafa flotar landanna á svæðinu, einnig nægan tíma til að bera kennsl á líkleg fley á vegum flóttamanna.
Og því nægan tíma, til að - smala þeim hvert þau vilja að þau fari, t.d. á tiltekna eyju.

http://www.geoatlas.com/medias/maps/Europe%20and%20EU/Mediterranean-Sea/med489576sea/Mediterranean-Sea_phy.jpg

  1. Eins og ég benti á, þá eru vegalengdir á Miðjarðarhafi miklu styttri - þannig að ef út í þ.e. farið, fyrst að flóttamenn geta siglt frá Burma til Ástralíu -- þá geta flóttamenn allt eins siglt yfir Miðjarðarhafið frá t.d. Líbýu, og beint til S-Ítalíu, eða jafnvel, S-Frakklands.
  2. Svo býr Evrópa við annað vandamál, að öfugt við Ástralíu - - sem hefur 2-öflug lönd sem granna, sem eru í hröfðum hagvexti --> Og þar af leiðandi, mjög sennilega fá sinn skerf af efnahagsflóttamönnum til sín --> Áður en þeir koma að Ástralíu.
  3. Þá vantar Evrópu --> Sambærilegt buffer land fyrir Sunnan.

Vandamál við að -- planta flóttamönnum á einhverjum eyjum.

  1. Er ekki bara fjöldinn, en Evrópa væri á skömmum tíma komin með í hendurnar miklu fjölmennari flóttamannabúðir, en t.d. Gaza ströndina við Ísrael.
  2. Heldur líka sá vandi -- að þ.e. mögulegt að sigla yfir Miðjarðarhafið -- eiginlega hvar sem er, og lenda frá þeim ströndum, hvar sem er við Miðjarðarhafsstrendur Evrópu.
  • Það að flóttamenn -- velja tilteknar leiðir í dag.
  • Þíðir ekki, að flóttamannastraumurinn, geti ekki tekið aðra stefnu.

 

Sebastian Kurz utanríkisráðherra Austurríkis, er skeptískur á samninginn við Tyrkland!

En málið með Tyrkland -sem margir gleyma, sem ég veit ekki alveg af hverju, kannski vegna þess að Tyrkland er Múslima land- er að í Tyrklandi sl. 15 ár hefur verið miklu meiri hagvöxtur að meðaltali en að meðaltali í V-Evrópu sömu 15 ár.

Að sjálfsögðu þíðir það ekki að Tyrkland sé - orðið ríkt. En það þíðir, að Tyrkland sjálft er ekki lengur sjálft leka efnahagsflóttamönnum til Evrópu, eins og var einu sinni -- en milljónir Tyrkja er búa í Evrópu bera þess vitni, að á árum áður var verulegur straumur efnahagsflóttamanna frá Tyrklandi.

  1. Hvað sem segja má um Erdogan -að sjálfsögðu er það rétt að hann virðist stefna að því að gera Tyrkland að nokkurs konar forsetaeinræði- þá hefur hann byggt upp efnahag Tyrlands.
  2. Það þíðir --> Höfum í huga að Tyrkland er Múslima-land.
    ---Að Tyrkland gæti sjálft orðið að framtíðar áningarstað efnahags-flóttamanna!

Það sem ég er að benda á --> Að kannski getur Tyrkland verið það sem -Indónesía- er fyrir Ástralíu --> Þ.e. Múslimaland sem virðist á uppleið efnahagslega, sem tekur a.m.k. hluta af straumnum til sín.

Punkturinn er sá, að það sé sennilega Evrópu í hag. --> Að Tyrklandi gangi sem best efnahagslega.
---Þ.e. því sterkari efnahagur, því fleiri flóttamenn enda í Tyrklandi - frekar en að halda for áfram Norður.

  1. Samstarf Evrópu við Tyrkland -- sé því jafn rökrétt, og samstarf Ástralíu og Indónesíu.
  2. Evrópu getur að mörgu leiti gagnast slíkt samstarf -- ekki bara með þeim hætti, að hluti straumsins endi í Tyrklandi, og fari ekki lengra.
  3. Heldur líka vegna þess, að ef Tyrkland er tilbúið til samstarfs -- þá getur það a.m.k. hindrað að straumur flóttamanna liggi þá leiðina til Evrópu.

 

Það er líka góð spurning, hvar er hagkvæmasta staðsetning flóttamannabúða?

Rétt að rifja upp, að 2014 þá lá stríður straumur flóttamanna -- frá Líbýu yfir til Möltu, eða Síkileyjar!
__Þ.e. merkilegt hve þetta er þegar gleymt í umræðunni.

Ég á fyllilega von á að þetta geti endurtekið sig, ef ljóst verður að samstarfið tið Tyrkland geti gengið upp og Tyrkland ætlar að hindra að flóttamenn komist í gegnum Tyrkland.

Það blasir einnig við, að tæknilega gætu þeir einnig siglt frá Túnis til Sardiníu.

  1. Ég er viss að Ítalir mundu ekki samþykkja að gera Síkiley eða Sardiníu að flóttamannanýlendum, og að auki - að Maltverjar mundu ekki vilja vera það heldur.
  2. Og rétt að rifja upp -- að grísku eyjarnar geta ekki orðið að flóttamannanýlendurm án þess, að þá fari ferðamennskan á grísku eyjunum farborða.
    Mjög ósennilegt að Grikkland hafi áhuga á að verða að -- gettói fyrir Evrópu.
    Fyrir utan að Grikkland er of fátækt orðið til að geta ráðið við slíkt verkefni.
  • Ég held að það blasi við -- að hentugast er að flóttamannabúðir, séu í N-Afríku eða við Suður strönd Miðjarðarhafs.

En, ef menn ætla ekki að búa til -- sambærileg vandamál við Gaza-ströndina!
Og það sem verra er, líklega nokkra slíka staði, hver um sig jafnvel fjölmennari en Gaza.

Þá yrði Evrópa að verja mjög miklu fé ár hvert -- til að styðja við þau lönd, sem mundu hýsa flóttamenn fyrir Evrópu.


Menn nefnilega gjarnan gleyma einu, að Ástralía styrkir með umtalsverðu fé Nauru og Papúa-Nýju Gíneu ár hvert!

Ástralir hafa alltaf tryggt nægt fé til stuðnings flóttamannabúðum á þessum 2-stöðum, til þess að ástandið í búðunum -- standist skoðun.
---Þ.e. nægt húsnæði.
---Næga heilsugæslu.
---Nægan mat.
Ekki endilega atvinnu!

En fjöldinn er ekki neitt í líkingu við það sem Evrópa glýmir við.
Og varðandi flóttamenn sem enda á Nauru eða Papúa-Nýju Gíneu -- Ástralir hafa valkost að semja við Indónesíu eða Malasíu.
---Fyrir flóttamennina eru það langt í frá, hræðilegir valkostir B eða C.

  • Evrópa þyrfti líklega að vera töluvert gjafmildari - ekki bara í absolút skilningi vegna þess að fjöldinn er mun meiri.
  • Heldur líka vegna þess, að löndin sem Evrópa þyrfti að láta hýsa flóttamennina, eru mun fátækari lönd en Indónesía eða Malasía eru, ef maður hefur hlutskipti Ástralíu í huga -- en Evróp þyrfti eiginlega að ætlast til þess að flóttamennirnir setjir varanlega að í þeim löndum við Suður strönd Miðjarðarhafs, sem Evrópa hefði samstar við --> Því augljóst eru takmörkunum háð hve mörgum Tyrkland er tilbúið að veita móttöku.

______________Ég er í raun og veru að segja!
Að Evrópa þurfi að styrkja við efnahagsuppbyggingu í löndunum fyrir Sunnan Evrópu.
Til þess að þau geti tekið við efnahagsflóttamönnum til langframa!

 

Niðurstaða

Það sem ég bendi á er að Evrópa þurfi að hugsa flóttamannavandann í langtíma samhengi. En í öllum löndunum fyrir Sunnan Miðjarðarhaf, og þaðan lengra í Suður - gildir!
---Að mannfjölgun er miklu mun hraðari en í Evrópu!
---Samtímis að í öllum Múslima löndunum fyrir Sunnan Evrópu, fyrir utan Tyrkland, stendur efnahagsuppbygging á brauðfótum -- löndin lengra í Suður eru enn fátækari.
Frá þessum löndum, þ.e. ekki bara við S-strönd Miðjarðarhafs, heldur alla leið Suður fyrir Sahara inn á svokallað Sahel svæði ---- er líklegur að liggja vaxandi straumur nk. ár og áratugi.

Ég held að það sé fullkomlega vonlaust -- að ætla að leysa vandann, með því eingöngu -- að setja upp varnir á landamærum, fjölga herskipum, og beita harðræði.
Aftur á móti njóta hugmyndir af slíku tagi, nokkurra vinsælda!
Þ.e. í þá átt, að ekki þurfi neitt annað -- en varnir + herskip + hörku.

  • Þá bendi ég aftur á, fyrst að flóttamenn geta siglt til Ástralíu frá Burma -- er Miðjarðarhafssigling þvert yfir vel möguleg frá hvaða strönd sem er Sunnan megin yfir til hvaða strandar sem er Norðan megin.
  • Gæti Evrópa breytt allri N-strönd Miðjarðarhafs í virki?
    ---Mundi það raunverulega virka?
    Ég stórfellt efa það -- ekki síst í ljósi sögunnar, en Bandaríkin hafa áratugum saman haft girðingar á landamærum við Mexíkó ásamt vopnuðum vörðum.
    Í dag eru milli 15-20 millj. ólöglegir flóttamenn í Bandar þrátt fyrir slíkar varnir.

Ég held að efnahagsuppbygging við N-strönd Miðjarðarhafs, væri til langs tíma -- mun öflugari leið. Og að auki grunar mig, að kostnaðurinn við það að styðja ár hver við efnahags uppbyggingu við Miðjarðarhaf Sunnan vert -- þyrfti ekki að verða meiri en kostnaður sá sem hlitist af hugmyndum um að breyta öllum landamærum Evrópu við Miðjarðarhaf í virki, ásamt uppihaldi þeirra og launum þeirra er þyrftu að manna þau!
---Síðan til langs tíma litið, þá græddi Evrópa á því að efnahags uppbyggingin mundi leiða til aukins stöðugleika þeirra landa, og að þau yrðu að mörkuðum fyrir evr. vörur.

  • Sennilega hyrfi smám saman stuðningur við öfga-íslam í þeim löndum.
    ---Brotthvarf öfga Íslam kæmi sem bónus!

 

Kv.


Hvernig Bandaríkin geta tryggt sér áframhald yfirráða á heimshöfunum?

Bandaríkin hafa hleypt af stokkunum áhugaverðu herskipi sem nefnist Zumwalt. Einungis 3-skip verða byggð a.m.k. að sinni, þ.e. Zumwalt hleypt af stokkunum 2013, en tilbúið til notkunar í ár, og Michael Moore tilbúið til notkunar 2018 - 3-ja skipið Lyndon B. Johnson er óvíst að verði fullfjármagnað, en gæti verið tilbúið til notkunar 2021.

  • Stærð....14.564 tonn.
  • Lengd....180 m.
  • Breidd...24,6m.
  • Rystir....8,4m.

Í framtíðinni eru áætlanir um að búa þessi skip "railguns" eða sporabyssum.
Ákvörðunin að smíða ekki fleiri að sinni - þarf ekki að vera meitluð í stein.
Michael Moore, verður líklega búið sporabyssu í tilraunaskyni -- en það vopnakerfi er ekki enn fullþróað!
Og verður ekki í nokkur ár enn!

  • Annars eru þessi skip búin 155mm. byssu, sem skýtur eldflaug, drægið með eldflauginni er 154km.
    ---En líklega er sprengjuhleðsla ekki mjög stór, þegar meður dregur þyngd eldflaugarinnar og eldsneytis hennar frá.
  • En með sporabyssu eða "railgun" væri drægi meira en 160km., það án þess að gera ráð fyrir að skotið hafi eigin eldsneyti og mótor til að framlengja drægið frekar.

File:Future USS Zumwalt's first underway at sea.jpg

Hvaða hæfni gætu þessi skip haft - ef maður gerir ráð fyrir því að "sporabyssan" öðlist alla þá eiginleiga sem til stendur?

Skotið frá sporabyssunni - fer út úr hlaupinu á MAC 7 -- DAHLGREN.
Hvort skip mundi geta borið 1-slíka, miðað við þá orku sem Zumwalt getur í dag framleitt.Þetta eru einu skip bandaríska flotans, sem framleiða nægilegt rafmagn til að geta knúið sporabyssur -- fyrir utan kjarnorkuknúin flugmóðurskip.
--Í dag geta tilraunavopnin skotið allt að 400 skotum, áður en skipta þarf um hlaup, en stefnt að því að fljótlega ná 1.000 skotum.
--Líklega væri skotið allt að 6-sinnum per mínútu.

  1. Það sem er ekki síst áhugavert við þessi vopn --> Er sennileg geta þeirra til að skjóta niður eldflaugar.
  2. En stefnt er að því að þróa skot, með "guidance" þ.e. hæfni til að breyta um stefnu eftir að því hefur verið skotið --> Þannig búa til alfarið nýtt vopn fært um að eyða eldflaugum skotið að bandarískum flota á hafi úti.
  • En eftir að sínt væri fram á að slíkt vopn virkaði --> Væri ekkert sem hindraði að því væri einnig komið fyrir á landstöðvum.
  • T.d. nýverið komu Bandaríkin upp landstöð í Rúmeníu, þaðan sem unnt er að skjóta gagn-eldflaugum, sem upphaflega voru hannaðar til að skjóta niður eldflaugar fyrir bandaríska flotann: Rússar óhressir með nýtt eldflaugavarnakerfi í Rúmeníu.

Kína hefur t.d. látið mikið af eldflaug sem þeir hafa hannað og framleitt í einhverjum fjölda, sem að sögn Kínverja eiga að geta grandað -- flugmóðurskipum: Is China's "Carrier-Killer" Really a Threat to the U.S. Navy?.

  1. Þannig séð má líta á Zumwalt class - skipin, sem svar Bandaríkjanna við þessari tækni Kínverja, þó að umdeilt sé hversu vel flaugar Kínverja raunverulega virka.
  2. Ef byssan á Zumwalt og systurskipum nær 6-skotum per mínútu, og maður gerir ráð fyrir því að á endanum verði fleiri skip smíðuð, eftir að vopnið er fullþróað.
  3. Þá t.d. geta 4-slík skip grandað 24-eldflaugum per mínútu.
  4. Ef maður gerir ráð fyrir -- 1. stk. sporabyssu per skip.
  5. En ef unnt er að koma 2-slíkum per skip, yrðu það 48-flaugar per mínútu.
  • Höfum í huga að Bandaríkin eru ekkert að fara að taka AEGIS eldflaugakerfið úr notkun, þannig að bandaríski flotinn verður enn búinn -- langdrægum gagneldflaugum, sem geta grandað eldflaugum í -- meiri fjarlægð.
  • Heldur væru sporabyssu-skipin, viðbótarlag af vörn.

Höfum að auki í huga -- að sem landkerfi, gætu slíkar byssur verið mjög öflug vernd fyrir borgir gegn eldflauga-árás.
En einnig fyrir NATO-herstöðvar á landi.

  • Og þ.e. ekkert sem hindrar þessar byssur í að granda flugvélum.

Áhugavert er að bera útlit Zumwalt saman við útlit 19. aldar franskra bryn-herskipa - Reoutable frá 1889.
En á tímabili -- var algengt að stefnin hölluðu fram eins og sést á mynd!
--En einnig var algengt á frönskum skipum á þeim tíma, að hliðarnar hölluðu inn "tumblehome" - sem sést einnig á myndinni að neðan!
Þessi tegund af skrokkhönnun - hefur ekki þekkst síðan!

File:Le Redoutable (1889).jpg

Niðurstaða

Framtíðin getur borið með sér - endurkomu orrustuskipa. En Zumwalt eru svipað stór og orrustuskip gjarnan voru upp milli 1880-1890. Á sama tímabili var töluvert um skip með framhallandi stefni og hliðum er hölluðu inn.
--Síðan stækkuðu þau, og sama þróun blasir einnig við - því að framtíðar kynslóðir sporabyssa með drægi allt að 300km., og enn meiri hraða á kúlunni út úr hlaupinu.
Mundu krefjast verulega meiri orku, og þar með hugsanlega 2-falt til 3-falt stærri skipa.

  • Slík skip gætu jafnvel hugsanlegs skotið niður gerfihnetti með vopnum sínum.
  • Og auðvitað sökkt hverju sem er - - sem hætti sér yfir sjóndeildarhringinn.

Þetta er hugsanlega hvernig Bandaríkin halda forskoti á keppinauta sína - með því að innleiða nýja tækni, sem geri öll þeirra fyrirhuguðu skip - þegar úrelt.


Kv.


Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir því að ríkisstjórn Póllands hafi grafið undan Póllandi sem réttarríki

Formlegt álit Framkvæmdastjórnarinnar - hefur engar beinar afleiðingar; en getur verið undanfari formlegrar málsóknar á vegum Framkvæmdastjórnarinnar gegn pólskum stjórnvöldum - ef andsvar stjórnvalda Póllands, sem þau hafa umþóttunartíma til að koma fram með, þykir ekki mæta umkvörtunum Framkvæmdastjórnarinnar að nægilegu leiti!

E.U. Chides Poland for Failing to Uphold Rule of Law

Brussels charges Poland with endangering rule of law

 

Málið er að fjölmargir óttast að Pólland sé á vegferð í átt að einræði!

  1. Ríkisstjórn Póllands, reyndi fyrst að skipa nokkra stuðningsmenn sína sem dómara í "Stjórnlagadómstól Póllands" auk þess að skv. nýjum reglum er voru sett, þarf 2/3 meirihluta þar innan - til að hann geti slegið af lög ríkisstjórnarinnar, vegna þess að þau brjóti stjórnarskrá Póllands.
  2. Samt, þrátt fyrir þetta, hefur Stjórnlagadómstóllinn, gefið út úrskurði -- sem ógilda einstakar lagasetningar stjórnarinnar!
  3. En ríkisstjórnin, hefur gripið til þess ráðs - að beita fyrir sig tæknilegu atriði, en til þess að öðlast gildi formlega þarf að birta þá úrskurði í tileknu lögbyrtingarblaði á vegum hins opinbera --> Og ríkisstjórnin, einfaldlega ákvað að birta ekki úrskurði Stjórnlagadómstólsins er gengu gegn markmiðum hennar eða lagasetningum á hennar vegum!
  4. Þar með, einfaldlega -- hundsar hún Stjórnlagadómstólinn, þrátt fyrir að hann hafi úrskurðarð einstök lög og ákvarðanir, ógildar.
  • Hún hefur komið fram með þá mótbáru, að þeir úrskurðir séu -pólitískir- ekki réttir skv. stjórnlögum Póllands.
    Að andstæðingar stjórnarflokksins, hafi tekist að koma það mörgum af sínu fólki þangað inn, að ekkert mark sé á þeim úrskurðum að taka.

Ef einhver hefur samúð með þessum mótbárum.
Er rétt að benda á Bandaríkin!

En margir ættu að þekkja það, að þegar dómari við æðsta-dómstól Bandar. deyr, eða lætur af störfum.
Þá hefst kapp milli Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi, um það hvaða dómari á að fá það sæti í dómstólnum.
Val dómara við æðsta dómstól Bandar. - er hápólitískt málefni þar í landi, vegna þess að innan Bandaríkjanna eru í gangi og hafa lengi verið í gangi, hatrammar deilur um margvísleg samfélagsleg málefni --> Sem úrskurðir æðsta dómsóls Bandaríkjanna, geta haft áhrif á!

  1. Jafnvel þó að svo sé, að úrskurðir hans séu sennilega langt í frá alltaf, algerlega hlutlausir!
  2. Þá dettur engri stjórnmálafylkingu innan Bandaríkjanna í hug --> Að hvetja til þess að þeir úrskurðir séu, hundsaðir.

______
Má benda í svipuðum dúr á Ísland <--> En Hæstiréttur Íslands hefur langt í frá alltaf verið óumdeildur - þ.e. einstakir úrskurðir hans.
Þ.e. ekki endilega alltaf litið svo á að skoðanir dómaranna séu algerlega óhlutdrægar.

  • En samt efa ég að nokkur pólit. fylking á Íslandi, mundi hvetja til þess - að úrskurðir Hæstaréttar væru hundsaðir.

 

Með þessu hafa pólsk stjórnvöld grafið undan réttarríkinu í Póllandi!

Stjórnlagadómstóll Póllands, eins og aðrir slíkir dómstólar í löndum, hafa það hlutverk -- að útskýra þ.e. túlka stjórnarskrána!
En einnig það hlutverk, að vernda hana gegn hugsanlegum tilraunum stjórnvalda eða löggjafarþings, til að brjóta hana!

  1. Vandinn er sá, að ef pólsk stjv. komast upp með að hundsa Stjórnlagadómstólinn.
  2. Þá -hafandi í huga þeirra þingmeirihluta- þá getur stjórnin með lagasetningum - hundsað ákvæði stjórnarskrár Póllands.
  3. Það þíðir t.d., að hún getur tæknilega, skipulega afnumið þau tékk á vald ríkisstjórnarinnar -- sem byggð eru inn í stjórnskipunina.
  4. Auk þess, gæti hún hæglega bannað einstaka stjórnmálaflokka - afnumið mikilvæg mannréttindi.
  5. M.ö.o. - - komið á einræði.
  • Það getur vel verið, að síðustu frjálsu þingkosningarnar hafi farið fram í Póllandi.


Af hverju kemur þetta Framkvæmdastjórn ESB við --> Er ekki Pólland sjálfstætt?

Málið er -- að þegar Pólland gerðist meðlimur að ESB - þá samþykkti Pólland ákveðnar takmarkanir á sínu sjálfstæði.
--Meðal slíkra takmarkana, er það skilyrði að aðildarríki skuli vera - lýðræðisríki, sem felur m.a. það í sér að til staðar skuli vera nú hefðbundin 3-skipting valds.--Pólland að auki samþykkti að Framvkæmdastjórn ESB - hefði rétt til þess að hafa skoðun á því, hvort að Pólland væri réttarríki.
--Ekki síst, veitti Pólland Framkvæmdastjórninni þann rétt, að kæra pólska ríkið - ef pólska ríkið mundi brjóta einstök ákvæði sáttmála sambandsins með vísvitandi hætti.

  1. Ef menn ganga í klúbbb - sem hefur tilteknar yfirlýstar reglur, og viðkomandi formlega samþykkir þær reglur.
  2. Þá eiga menn ekki að vera hissa, að ef þeir síðar meir brjóta einhverra þeirra regla - verði hastað á þá, meðan þeir eru enn meðlimir í þeim klúbbi.

 

Niðurstaða

Sjálfsagt hefur Pólland - strangt til tekið þann rétt að hverfa frá lýðræði -- á hinn bóginn, þá meðan Pólland er meðlimur að ESB. Þá hefur Framkvæmdastjórnin rétt til að kæra slíka stefnumörkun -- ef hún telst sönnuð. Formleg málsókn getur leitt til þess, ef pólska ríkið mundi tapa málinu, að réttur pólsk ríkisins til beinna áhrifa á ákvarðanatöku innan stofnana sambandsins verði afnuminn!
---Stjórnvöld í Ungverjalandi, hafa þó líst því yfir - að þau muni beita neitunarvaldi á sérhverja tilraun Framkvæmdastjórnarninnar, til að hefja formlegan málarekstur!
---Og það eru engin formleg ákvæði til staðar í lögum ESB, sem veita rétt til þess að reka einstök ríki úr sambandinu -- þó þau brjóti lög þess.

Enginn veit enn hvort að málið fer lengra!
Fer sjálfsagt eitthvað eftir því - hversu langt stjórnvöld Póllands ganga í hugsanlegum frekari skerðingum á réttarríkinu innan Póllands.

Neitunarvald eins ríkis er sennilega yfirstíganleg hindrun.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 262
  • Frá upphafi: 847344

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 258
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband