Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

Óvissa í Portúgal bætist við hina nýju óvissu vegna Grikklands

Það varð sprenging í ríkisstjórn Portúgals þ.s. af er vikunni, tveir ráðherrar hafa sagt af sér þ.e. fjármálaráðherrann Viktor Gaspar og utanríkisráðherrann Paulo Portas. Um virðist að ræða ágreining um framhaldið í landinu. En samstarfsflokkur Pedro Passos Coelho forsætisráðherra - virðist í vaxandi mæli standa gegn frekari aðhaldsaðgerðum. Virðist vilja umpóla yfir í hagvaxtarhvetjandi stefnu.

En staða samstarfsflokksins í könnunum getur spilað rullu!

" The conservative Popular party (CDS-PP) has suffered one of the sharpest drops in popularity, falling from third to fifth position in the party ranking with 8.4 per cent of the vote."

Án stuðnings samstarfsflokksins hefur Coelho ekki starfhæfan meirihluta. Getur engum málum komið í gegn.

Á næstu dögum má reikna með því að fundað verði í gríð og erg milli stjórnmálaflokka Portúgals.

En forsætisráðherrann mun líklega leita í lengstu lög að forða þingkosningum, en þá skv. skoðanakönnunum mun stjórnarandstaðan vinna verulega á!

"...the centre-left Socialists (PS), the main opposition party... is currently ahead in opinion polls with about 36 per cent of the vote, against 25.9 per cent for the prime minister’s centre-right Social Democrats (PSD)."

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stefnu stjórnarinnar, hinn mikla niðurskurð - - þá það sannarlega geti verið að ef á reynir, þá fylgi hún fram björgunarprógramminu eins og núverandi stjórn.

Portugal’s political woes to complicate bailout programme

Portuguese Coalition Works to Survive

 

Portúgal vs. Ísland!

Sjálfsagt kemur einhver fram og kvartar undan því, að Portúgal sé mun fátækara en Ísland og þar er menntunarstig töluvert lægra - menning nokkuð ólík.

Þ.e. alt rétt. Eitt af því sem heldur aftur af Portúgal er hve menntunarstig er lágt almennt séð. 

En það eru samt þættir sem gera reynslu Portúgals innan evrunnar áhugaverða fyrir okkur.

  1. En Portúgal er jaðarríki eins og Ísland, ef maður færir klukkuna aftur fyrir þann tíma er Portúgal tók upp evruna. Þá eins og Ísland hafði Portúgal einn ofurmikilvægan útflutningsiðnað. Í tilviki Portúgals var það vefnaðar- og fataiðnaður. Sem þá stóð á margra alda gömlum merg. Að einhverju verulegu leiti skýrir það lágt menntunarstig því ekki var þörf fyrir háskólamenntun almennt séð, en mjög margir störfuðu við þá atvinnugrein á árum áður.
  2. Sumir hérlendis segja að gengi krónunnar sé "fellt til þess að halda sjávarútvegnum á floti" og gjarnan segja þetta í nokkrum ásökunartón. Ég hef stöku sinnum velt því fyrir mér - - hvað myndi gerast á Íslandi ef við myndum virkilega taka upp evru. Og ráðum þeirra fylgt sem segja "ílla rekin fyrirtæki fari á hausinn" og sú afstaða tekin. Að bregðast ekki við - ef sjávarútvegurinn yrði ósamkeppnisfær og færi í taprekstur. Jafnvel ekki, þó svo fyrirtæki í greininni færu að loka unnvörpum.
  3. Á sl. áratug stóð Portúgal frammi fyrir sambærilegri spurningu, þ.e. á að halda í vefnaðar- og fataiðnaðinn eða ekki? En samkeppnin við Asíu varð á þeim árum greininni mjög erfið. Til þess að halda iðnaðinum í Portúgal hefðu laun í landinu orðið að lækka töluvert. Sú afstaða var tekin að það væri óásættanlegt. Þannig að vonir voru þess í stað bundnar við - - uppbyggingu "nýiðnaðar." Hljómar kunnuglega ekki satt?
  4. Sannarlega byggðist e-h nýtt upp, einna helst varð aukning í timburiðnaði en sérstaklega hefur aukning verið í ræktun "eucalyptus" trjáa, sem þrífast í Portúgal. Ég held það sé eina Evrópulandið sem ræktar þau með skipulegum hætti í stórum stíl. Um 38% af landinu er viði vaxið þ.e. hærra hlutfall en notað er undir ræktun. Svo skógariðnaður var sennilega nokkuð augljós grein að efla. En lítið hefur í reynd sést til "hátæknigreina" sem vonir voru einnig bundnar við.
  • Vandinn er sá, að ný uppbygging dugði ekki til að fylla þá holu sem myndaðist þegar vefnaðar- og fataiðnaðurinn fór. 
  • Í Portúgal var engin húsnæðisbóla.
  • Í Portúgal voru engar ofsalegar launahækkanir í hlutfalli við önnur lönd.
  • Þarna varð engin risa neyslusprenging!
  • En samt skuldar Portúgal í heild svipað og Ísland þ.e. rúmlega 300%.

Málið er að þegar fata- og vefnaðariðnaðurinn fór, hefðu lífskjör átt að falla frekar stórt.

En svo mikil minnkun útflutnings án þess að innflutningur væri minnkaður á móti.

Skapaði að sjálfsögðu viðskiptahalla - - ár eftir ár eftir ár.

Að auki, minnkuðu skatttekjur ríkisins við þetta, svo það fór í hallarekstur. Því hefur ásamt skuldasöfnun vegna viðskiptahalla fylgt skuldasöfnun vegna hallarekstrar ríkisins.

Þegar síðan kreppan í Evrópu hófst 2008, á versnaði málið enn - - og landið stefndi hratt í óefni.

  1. Lykilvandi Portúgals er - að Portúgal vantar útflutning.
  2. Það er nokkuð sambærileg tegund af vanda og við glímum við.
  • Nema að við erum ekki með gríðarl. uppsafnaðar skuldir af völdum viðskiptahalla.
  • En okkur tókst að krækja í þær eftir öðrum leiðum.

Alveg eins og á Íslandi, þarf að skapa hagvöxt með því að búa til nýjar greinar.

Það er hægar sagt en gert!

Og þ.e. því eðlilegt að kröfuhafar Portúgals séu smá skeptískir þegar þ.e. ekki ljóst, hvaða atvinnu uppbygging á að skapa þá framtíðar greiðslugetu sem landið þarf.

Vandi okkar Íslendinga er eftir þessa skoðun ekki svo róttækt öðruvísi en vandi Portúgals.

Þó Portúgal sé fátækara land - sé með lægra menntunarstig og töluvert aðra menningu.

 

Niðurstaða

Hvernig Portúgal ætlar að skapa þann framtíðar hagvöxt sem þarf ef á að vera unnt að greiða niður skuldir sem nálgast 130%, það veit ég ekki.

Að því leiti er vandi okkar Íslendinga ekki eins alvarlegur, því þ.e. hið minnsta unnt að sjá mögulegar leiðir til að auka hérlendis útflutning.

Þ.e. eiginlega sá tiltekni vandi - - hvernig á að búa til hagvöxt. Sem líklega mun þíða að Portúgal mun líklega neyðast til að fara inn í framhalds björgunarprógramm. En þungar greiðslur eru framundan í Portúgal og markaðsvextir í boði í 7% eða rúmlega 7% eru svipaðir þeim er voru, er Portúgal neyddist til að óska eftir björgun, sem sýnir að markaðurinn trúir ekki því að staða landsins sé sjálfbær.

Portúgal að einu leiti er þó betur statt en Grikkland sem einnig er í vanda nú enn á ný:

Reuters - Greece has three days to deliver or face consequences - EU officials

En Portúgal er fullfjármagnað út 2013. Þannig að Portúgal getur haldið þingkosningar þetta ár, án þess að skapa þá hræðslu um yfirvofandi hrun sem vofði yfir Grikklandi sl. sumar.

  • En Grikkland getur einmitt eina ferðina enn, staðið frammi fyrir "bráðahruni."

 

Kv.


Er efnahagslegur viðsnúningur við það að hefjast á evrusvæði?

Ég veitti því athygli í sl. mánuði sbr. - Hægir á samdrætti á Evrusvæði! - að þá virtist eiga sér stað umsnúningur á hagtölum á evrusvæði. Velti þeirri spurningu upp - - hvort viðsnúningur væri að hefjast?

Nú í næsta mánuði, er þetta trend að styrkjast - þ.e. tölur eru annan mánuðinn í röð betri en tímabilin á undan.

Þó enn sé víðast hvar þó ekki alls staðar samdráttur í tölum, þá er hann mun minni víða en sl. 12 mánuði á undan.

Ef þetta heldur svona áfram enn um sinn, gætu tölur farið í "hreina" aukningu - - sem gæti þá skilað hagvexti fyrir árslok. Skv. spá Seðlabanka Evrópu.

Þannig að spá hans rætist í ár - þó hún hafi ekki ræst sl. ár.

 

Pöntunarstjóravísitala Markit!

Þetta er pöntunarstjóravísitala fyrir iðnframleiðslu!

Yfir 50 er aukning - innan við 50 er samdráttur!

Countries ranked by Manufacturing PMI ® : June

  1. Ireland 50.3, 4 - month high
  2. Spain 50.0, 26 - month high
  3. Italy 49.1, 23 - month high
  4. Netherlands 48.8, 4 - month high
  5. Germany 48.6 (flash 48.7 ), 2 - month low
  6. France 48.4 (flash 48.3 ), 16 - month high
  7. Austria 48.3, 4 - month high
  8. Greece 45.4, 24 - month high

Ég bendi fólki á að opna hlekkina að ofan og skoða gögn MARKIT.

  • En tölur Spán vekja mesta athygli, en í fyrsta sinn í 26 heila mánuði, mælist Spánn ekki í samdrætti í pöntunum til iðnfyrirtækja. Auðvitað er stopp í samdrætti bara stopp í samdrætti. Enn er eftir að vinna upp rúmlega 2-ja ára samfelldan samdrátt, mánuðina á undan.

Hvað er í gangi á Spáni? Skv. greiningu Markit, er innlend eftirspurn ennþá að koðna saman þannig að líklega mun vísitala þjónustufyrirtækja sýna samdrátt þennan mánuð. En samtvinnuð vísitala þ.s. báðar vísitölurnar eru lagðar saman. Ætti þá að sýna minnstu samdráttarmælingu heilt yfir í langan tíma.

"Respondents indicated that growth of overall new orders was largely reflective of higher new export business. New orders from abroad rose for a second successive month, and at a marked pace that was the fastest in more than two years. Respondents indicated that higher new business had been received from a range of international markets."

Einnig kemur fram að fækkun starfa sé sú minnsta sem mælst hafi á Spáni í töluverðan tíma - - byrgðir hjá fyrirtækjum hafi minnkað - - verð á fjárfestingavörum hafi lækkað en minna en áður - - minnkun neyslu einnig sú minnsta mæld um nokkra hríð.

Það sem valdi þessu sé aukning eftirspurnar að utan!

Hvort þessi aukning í útflutningi geti haldið áfram á þessum dampi, verður forvitnilegt að fylgjast með!

En það verður háð því hvað gerst á erlendum mörkuðum.

En höfum í huga samt þó að spænska útfl. hagkerfið er hlutfallslega lítið miðað við landsframleiðslu - man ekki töluna nákvæmlega en einhvers staðar á milli 35-40% af þjóðarframleiðslu.

Það þarf því að stækka í prósentum talið frekar ört - svo það lyfti heildarhagkerfinu. En ennþá er samdráttur á móti í þeim hluta hagkerfisins sem er í kreppu, líklega er aukningin í útfl. hagkerfinu ennþá ekki nægilega stór. Til að framkalla nettó vöxt alls hagkerfisins.

Síðan getur tekið mörg ár fyrir útl. hagkerfið að vinna á atvinnuleysinu. Þá gef ég mér það, að Spáni takist með stífu aðhaldi þau ár að viðhalda þeirri áunnu samkeppnishæfni sem útfl. hagkerfið nú hefur.

  • En ef þessi aukning heldur áfram á þessum dampi, er það hugsanlegt að næsta ár verði smávegis nettó hagvöxtur! 
  • En mun það duga til þess, að forða spænska ríkinu frá "gjaldþroti"?

Skuldirnar nálgast óþægilega hratt 100% múrinn - - og þó svo að útfl. hagkerfið vaxi áfram næstu ár, þá líklega mun samdráttur þess hagkerfis - - sem beið skipbrot á Spáni. Halda áfram enn um sinn!

Jafnvel 1-2 jafnvel 3 ár enn, þó svo að nettó hagvöxtur verði þau ár. Ef vöxtur útfl. hagkerfisins nær því að verða stærri en sogið af hinu draslinu.

  • En kannski fer saltfisksala til Spánar aftur að glæðast - - góðar fréttir fyrir Ísland. 

------------------------------------------

Hvað með Ítalíu? Ítalía virðist einnig vera að fá - aukin viðskipti að utan.

"The level of total new orders was supported by a solid rise in incoming new work from foreign clients. New export orders have now increased for six successive months, and the latest rise was the sharpest since April 2011. "

En samanborið við Spán eru jákvæð áhrif til staðar - þ.e. þau sömu, en ívið mildari atriði fyrir atriði. 

Síðan skuldar ítalska ríkið svo skelfilega mikið - - mér skilst að Ítalía þurfi ca. 3,3% hagvöxt til að standa undir þeim.

Þannig að jafnvel þó að Ítalía hugsanlega eins og Spánn hefji sig upp í smávegis mældan vöxt, þá væri ítalska ríkið samt líklega á leið í gjaldþrot - þ.e. einhvers konar "nauðasamninga" við kröfuhafa.

Mér grunar reyndar, að Spánn endi í þeim bát einnig - - þó lítill séns geti verið til staðar, að Spánn sleppi.

------------------------------------------

En hvað er í gangi í Þýskalandi? Þýskaland er eina landið á þessum lista, sem er með verri tölur en síðast. En þ.s. áhugavert er að þá voru tölurnar einnig slæmar. 

"New order volumes received by manufacturers fell marginally in June. Panellists linked the decline – the third in the past four months – to lower client demand and weak economic conditions. New export orders meanwhile fell at the sharpest rate in 2013 to date, with respondents particularly seeing a reduct ion in new work from Asia and the rest of Europe."

"Reflective of the weaker trend for new orders, manufacturers reduced their workforces for the third consecutive month in June. Almost 14% of panellists reported job losses, with the overall decline the strongest since January."

Mér finnst áhugavert - - fækkun pantana frá Asíu?

Það kemur ekki á óvart að það dragi úr eftirspurn í Evrópu, en samdráttur ofan í það frá Asíu. Hefur hitt Þýskaland - harkalega. Kína á leið í vandræði? En Þýskaland hefur verið háð viðskiptum v. Kína í seinni tíð, vonin verið sú að aukning eftirspurnar þar bæti upp minnkun eftirspurnar innan Evrópu. En ef Kína er raunverulega á leið í kreppu?

Síðan fækkar störfum 3-mánuðinn í röð í þýskum iðnaði. Viðsnúningur sem sagt á þessu ári hvað þetta varðar.

  • En hvert ætli þá að Spánn og Ítalía séu að sækja "aukin viðskipti"? 

Mig grunar að Spánn sé að fá viðskipti frá S-Ameríku. En Ítalía hefur lengi verið sterk á sviði tískuiðnaðar, það má vera að sú eftirspurn sé meira "robust" um þessar mundir. En eftirspurn eftir bifreiðum og vélum/tækjum - sem Þjóðverjar selja.

Ef Kína endar í kreppu eins og fj. fólks er farinn að óttast, þá líklega koðnar allt niður að nýju.

------------------------------------------

Frakkland:  Þar virðist að innlend eftirspurn sé að dragast mun síður saman í júní en mánuðina á undan, en samdráttur í pöntunum til útflutnings var í reynd meiri í júní en í maí.

Það hefur verið bent á, að hin risavaxna samneysla í Frakklandi, dragi töluvert úr sveiflum - - en hún er e-h í kringum 53% af þjóðarframleiðslunni. Magnað!

En það hlýtur að grafa undan getu Frakklands að rísa undir þeim 53% ef útflutningur Frakka heldur áfram að dala á þessum dampi!

En Frakkland er þegar með viðskiptahalla - - kann ekki góðri lukku að stíra, ef sá vex frekar.

------------------------------------------

Holland: Ég hef smávegis verið að fylgjast með Hollandi. En það hefur verið eitt af þeim löndum sem sögð eru standa "vel." En eigi að síður hefur það undarið verið í samdrætti. Eða síðan seinni part sl. árs.

Það áhugaverða er - - að meginástæðan fyrir fækkunum pantana. Er minnkun innlendrar eftirspurnar.

En pöntunum í reynd fjölgaði að utan!

"Weighing on the performance of the sector was a further reduction in the level of new orders received by Dutch manufacturers. The latest decrease in new work was the ninth in consecutive months, albeit marginally. The principal area of weakness was again the domestic market, as shown by a further increase in new export orders. Although moderate, growth of foreign sales was the fastest in five months."

Það er ástæða til að veita Hollandi athygli, því Holland hefur akkilesarhæl - - nefnilega að Holland er með skuldseigustu húsnæðiseigendur á gervöllu evrusvæði. Í Evrópu allri skulda einungis danskir húsnæðiseigendur meir að hlutfalli af tekjum.

Þ.s. það ástand þíðir "rökrétt" er að staða húsnæðiseigenda er þá "viðkvæm" - hætta á að þeir lendi í vanda, ef tekjur skreppa saman. Og auðvitað, ef þeir tapa vinnunni.

Fækkun starfa eru því slæmar fréttir - - líklega íta undir frekari minnkun innlendrar eftirspurnar.

"Employment continued to decline in the lates survey period, in line with the trend observed since February. Moreover, the pace of job shedding accelerated to the fastest in four months."

Greinilegt að kreppan er að skapa harða samkeppni milli seljenda og framleiðenda, sem sést á lækkandi verðum bæði fyrir fjárfestingavörur og fyrir endanlega framleiðslu.

En kannski, þíðir það að samkeppnishæfni þeirra batni - - sem getur þítt aukin viðskipti að utan, áfram.

Spurning hvort að Holland - - sleppur frá því að lenda í húsnæðisskuldakreppu!

"Input costs faced by Dutch manufacturers were down for a fourth con secutive month in June, reflecting lower prices for a range of raw materials. Although easing slightly since May, the rate of decline remained substantial."

"Output prices also fell, albeit to a less marked degree than input costs. The latest decrease in se lling prices was solid, but slightly slower than in the preceding two months. Panellists frequently cited competitive pressures as a factor weighing on selling prices."

------------------------------------------

Grikkland: Tja, það heldur áfram að vera "basket case." Þó samdráttur þar sé minni - - er hann samt ennþá mikill. Og það ofan í allan þann samdrátt sem þegar er orðinn.

Áhugavert í upplýsingum um Grikkland er, að pantanir að utan minnkuðu meir en innlendar pantanir, og var samdráttur erlendra pantana sá mesti mældur síðan í febrúar þetta ár. Ekki er því að sjá, að Grikkland sé að ná fram sambærilegum útflutningsárangri sem sjá má stað á Spáni eða Ítalíu.

Erfitt að sjá að Grikkland eigi nokkra möguleika á því að komast úr sínu skuldafeni.

Verður örugglega að fá mikið af núverandi skuldum - fyrirgefnar.

 

Niðurstaða

Heildarniðurstaða MARKIT er að pantanir til iðnfyrirtækja á evrusvæði dragast minna saman í júní en þær hafa gert í 16 mánuði. Mælt PMI er 48,8 eða 1,2% samdráttur. 

Það er samt of snemmt að fullyrða að þetta sé "viðsnúningur" en - að tveir mánuðir í röð séu þetta mikið skárri en tímabilin á undan. Lofar samt góðu.

Rétt að árétta þó, að enn eru mældar tölur yfir pantanir í samdrætti, sem kemur ofan á samdrátt fyrri 16 mánaða. Mikið því af samdrætti sem eftir er að vinna upp.

Það þyrfti töluvert kröftugan hagvöxt, til að vinna að ráði á því gríðarlega atvinnuleysi sem er til staðar, en slíkur vöxtur virðist ekki í kortunum.

Heldur að hugsanlega slefi evrusvæði upp í últra hægan hagvöxt. Ef það raunverulega á sér stað, að viðsnúnings "trend" sl. 2-ja mánaða heldur áfram.

Það myndi þíða, áframhaldandi samfélagslega tragedíu - - vegna áframhalds hins ofsalega atvinnuleysis.

Upplifun almennings að það sé kreppa, myndi líklega ekki breytast nærri því strax. Eða ekki fyrr en það fer raunverulega að rofa að ráði til um atvinnumál. Sem enn getur verið nokkur ár í.

------------------------------------------

Ef þ.e. útkoman - - þá væri þetta "japönsk" stöðnun! 

En 10. áratuginn, þá mældist oft í Japan hægur hagvöxtur.  Lífskjör hafa ekki orðið neitt hrikaleg í Japan, en séð heilt yfir hefur hagkerfið í Japan verið nokkurn veginn alveg "flöt lína" frá 1990.

Japan því hnignað hlutfallslega verulega mikið. 

Á hinn bóginn, er ástandið á evrusvæði víða mun verra en það nokkru sinni varð í Japan, þegar kemur að hnignun lífskjara og atvinnumálum. Og því of snemmt að fullyrða að mál endi þó eins vel og í Japan.

 

Ps: Bendi fólki að lesa áhugaverðan pistil - eftir Otmar Issing: The Risk of European Centralization

Skoðanir fyrsta Seðlabankastjóra Evrusvæðis eru alltaf áhugaverðar. En hann er ekki þessi dæmigerði evrusinni, eða ESB sinni. Sem á ekki að skoðast svo að hann sé andvígur ESB eða evru. Hann barasta vill ekki endilega nákvæmlega sömu framtíðar ESB og sumir aðrir vilja.

 

Kv.


Snowden færi hæli í Rússlandi!

Þá virðist það staðfest sem mig grunaði - - að rússneski björninn hefur kokgleypt Snowden. Það þarf ekki að efast um, að þ.s. hefur verið í gangi síðan Snowden lenti í Moskvu, er leikrit undir stjórn rússneskra leynistofnana. Orð Putins um skilyrði hans til Snowden, einfaldlega - lítill leikstúfur í því leikriti. Putin að þyrla upp smávegis ryki - - til að villa um sýn. Tilraun til að bægja frá hinum augljósa grun!

Snowden sækir um hæli í Rússlandi

Snowden Seeks Asylum in Russia

Edward Snowden applies for asylum in Russia

Mr. Putin, speaking at a Kremlin news conference Monday afternoon - "There's only one condition: He must stop his work aimed at harming our American partners, strange as that may sound coming from my lips," said Mr. Putin.

Mér virðist að Putin geti verið húmoristi - þegar sá gállinn er á honum. En þetta er dálítið "svartur" húmor, því að sjálfsögðu hefur ekkert verið gert, nema skv. fyrirmælum Putins.

En það má kannski einnig skoða þessi ummæli, sem fyrirmæli til þeirra starfsm. leynistofnana Rússa - - ekki fleiri "Snowden" opinberanir í bili.

Mr. Putin, speaking at a Kremlin news conference Monday afternoon - "He considers himself an activist and a fighter for human rights and democracy and he by all indications doesn't intend to stop that work."

Sem væntanlega er afsökun fyrir því - - að leynistofnanir Putins láti frá sér frekari meinta "leka" Snowdens í framtíðinni.

Ef Putin telur það henta - - síðar meir.

En þá auðvitað - - mun Putin hafa skapað sér afsökun, þarna sé Snowden að verki.

Mr. Putin, speaking at a Kremlin news conference Monday afternoon- "Mr. Putin, a former Soviet KGB agent, underlined that he views Mr. Snowden as a spy. "He's not our agent, he's not working with us," he said."

Þarna virðist mér Putin - - neita því formlega, að Snowden sé að dreifa upplýsingunum fyrir Rússa. Augljóst grunar flr. en mig, að þetta sé "set-up."

Mr. Putin, speaking at a Kremlin news conference Monday afternoon  - ""Russia "never hands anyone over and doesn't plan to," Mr. Putin said, apparently referring to accused spies."

Að sjálfsögðu ekki, Snowden mun aldrei aftur verða frjáls maður - - verður vafið í bómull rússn. leynistofnana ævina á enda.

En það mundi ekki ganga að sjálfsögðu, að hann segi e-h aðra sögu, en þá sem Rússar vilja að sé haldið að fjölmiðlum.

  1. Þ.s. verður einna helst forvitnilegt er - - hvort Snowden kemur fram formlega eða ekki? Þ.e. í "news conference." 
  2. En ef hann kemur fram, þá væri hann búinn að sætta sig við, að vinna fyrir Rússa. En ef ekki, þá væri svo ekki, hann væri þá í reynd ekkert annað en - - fangi Rússa. 

Yfirlýsingin um "ósk eftir hæli" eitt allsherjar plat."

Mr. Putin, speaking at a Kremlin news conference Monday afternoon -  ""At best, we've exchanged our foreign-intelligence agents for those who were detained and convicted by Russian courts," he said."

Það er samt sem áður áhugaverð samlíking Putins við njósnara Kalda Stríðsins. Putin er þá að bera mál Snowdens saman við þekkta njósnara, sem sviku t.d. bresku leyniþjónustuna á sínum tíma. Og voru á endanum sendir til Rússlands í skiptum fyrir njósnara, sem höfðu verið teknir af Rússum.

Má velta fyrir sér - - hvort Putin sé að íja að þeim möguleika, að skipta Snowden fyrir einhvern sem Bandaríkin hafa ef til vill - dæmt sekan fyrir njósnir fyrir Rússa?

 

Niðurstaða

Mér virðist það staðfest að Snowden hafi lent í gini bjarnarins, við lendinguna í Moskvu. Þessar síðari opinberanir Snowden, eru alveg pottþétt komnar í reynd frá rússn. leynistofnunum. Sem hafi falsað með hraði, þ.s. hentaði rússn. hagsmunum - að væri "opinberað" af Snowden.

En ég bendi á áhugaverðan mun á þessum meintu njósna ásökunum innan veggja stofnana ESB, þ.s. tölvukerfi ESB á að hafa verið tekið sérstaklega fyrir, og að auki dreift hlustunartækjum í íverustaði og skrifstofur sendimanna Brussel í Washington - þegar þeir mættu þar á fundi.

Að áður fram komnar ásakanir, sem ég sé enga ástæðu til að draga í efa, voru um njósnir Bandar.manna almennt á internetinu. En einnig "tölvuárásir" sem gerðar hafi verið á kínv. tölvukerfi og gsm-símkerfi. En það getur verið "tit for tat" þ.s. vitað er að kínv. leynistofnanir hafa ítrekað gert "hakk" árásir, á tölvukerfi stofnana - fyrirtækja og símfyrirtækja í Bandar. 

En ásakanir sem koma um njósnir NSA innan stofnana ESB og hjá sendimönnum ESB, eftir að Snowden er lentur í Mosku. Virðast mér í hæsta máta grunsamlegar - - því það virðist miklu minna rökrétt að Bandaríkin séu að beita slíkum meðölum á ESB heldur en á Kína.

  • En aftur á móti, eru slíkar ásakanir mjög líklegar til að skaða samskipti Evrópu og Bandaríkjanna, atriði - - sem Moskvuvaldið sé líklegt til að sjá sem - sinn gróða.
  • En fram að þessu, virtist ekki að njósnaupplýsingar Snowden væru að skapa mjög mikinn hávaða í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna, en öðru máli - allt öðru máli gegnir um hinar síðari "afhjúpanir."

Manni virðist það afskaplega "áhugaverð" tilviljun, að afhjúpanir sem greinilega þjóna svo rækilega hagsmunum Rússland, væru að streyma fram - - akkúrat þegar Snowden er í Moskvu.

Líklega að það sé alls ekki tilviljun - - ég lít svo á að hælisbeiðni "meint" eða raunveruleg frá Snowden, sé nokkurs konar staðfesting þess, að grunur minn sé á rökum reistur.

En ég spáði því einmitt um daginn - - að ef það væri sem ég taldi rétt, að Snowden mundi einmitt "óska" hælis í Rússlandi. Gerast rússneskur ríkisborgari.

Það í reynd skiptir engu máli hvort hann er af fúsum frjálsum vilja að óska hælis eða ekki, ef hann hefur formlega lagt slíka beiðni fram - þá er það vegna þess að hann hefur samþykkt að spila leikritið eins og Moskva vill spila það. En ef Snowden sést ekki, enginn fjölmiðill fær að ræða við hann, hann hverfur inn í Rússland - - og sést ekki meir. Þá væri það v. þess að Snowden hefði ekki samþykkt, að leika leikrit Rússa og væri því "fangi" að öllu leiti. En þó svo hann samþykki að spila með - - þá held ég að hann fái ekki frelsi eins og við skiljum frelsi, en það gæti falið í sér "betri meðferð."

Hann fengi þá við og við að koma fram - - svo lengi sem hann segir einungis þ.s. honum er uppálagt að segja.

En það eru fleiri en Putin sem muna eftir Kalda Stríðinu og hvernig KGB kom fram.

----------------------------

Ps: Segir Obama hafa í hótunum við ríki

Yfirlísing frá "Snowden" á síðu Wikileaks. En þ.e. auðvitað engin leið að vita fyrir víst hvort þau eru frá honum komin. En líklega hefur hann "leyniorð" til umráða eða "dulkóða." Ef það síðara, væri það á einhverju rafrænu formi, sem rússn. leyniþjónustan gæti hafa náð af honum. Ef leyniorð þyrfti hann að hafa sagt frá því - - brotnað niður, en það sennilega eru nægilega margir dagar liðnir til þess að flestir myndu brotna niður, ef þeim er ekki leyft að sofa svo lengi.

Síðan getur hann eftir þennan dagafjölda, hafa komist að samkomulagi v. rússn. yfirvöld - - þannig að hann sé þá, að spila með. 

Verður forvitnilegt að fylgjast með þessu máli áfram.

 

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 262
  • Frá upphafi: 847344

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 258
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband