Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Stríðið í Mali hefur allt í einu gosið upp!

Skv. fréttum virðist að franskir hermenn hafi í skyndingu verið fluttir til Mali, til að mæta óvæntri sókn skæruliða þeirra sem hafa Norður hluta Mali á sínu valdi - í suður átt. Reuters segir, að franskir hermenn ásamt stjórnarhermönnum ríkisstjórnar Mali, hafi nú bæinn Konna aftur á sínu valdi. Að verið sé að hreinsa nálæg svæði, af hermönnum íslamistanna frá Norði.

Ég skrifaði áður um þetta stríð þann 6.4.2012, sjá: Túaregar í N-Mali lýsa yfir sjálfstæðu ríki - kallað Azawad

Þið getið séð kort sem ég þá fann á netinu, og sýnir ca. þann hluta sem Túarega hermenn eða skæruliðar tóku snemma á sl. ári, sem er mjög víðlent landflæmi ca. 2-svar stærra en Frakkland.

Map of Tuareg rebellion in Northern Mali (Azawad), showing towns controlled by the MNLA rebel group as of April 1, 2012

Þó stærri hlutinn af því sé þurr auðn eða steppur, þ.s. nærri ekkert vex.

France confirms Mali military intervention

Malian army beats back Islamist rebels with French help

West Scrambles to Counter Islamist Offensive

Einn möguleikinn er sá, að Túaregarnir í Norður hlutanum hafi ákveðið að vera fyrri til. En þeir að sjálfsögðu vita af því, að Frakkar eru með það í undirbúningi, að stofna til herfarar gegn þeim, í Norður hlutanum. En allir alþjóðlegir fjölmiðlar hafa fjallað um þær áætlanir Frakka.

Annar möguleiki, er að þetta hafi verið "raid" eða snögg áhlaup til að verða sér út um nýjar t.d. vopnabyrgðir, eða e-h annað sem þá vanhagaði um.

Hvað um það, eftir hina óvæntu árás á Konna sl. fimmtudag, þá virðist sem að Frakkar hafi brugðist mjög skjótt við. Og sent þær sérsveitir á vettvang, sem þeir gátu með snöggum hætti - flutt yfir til landsins.

Skv. fréttum, annað af tvennu, réðu þeir niðurlögum íslamistanna með snöggum hætti, eða þeir sjálfir ákváðu að hverfa af vettvangi - þegar þeir áttuðu sig á því, að Frakkarnir voru allt í einu mættir.

Það seinna er ekki endilega ólíklegt, enda skæruliðar vanir því, að hörfa jafn snöggt og þeir sækja fram, er þeir finna að þeir mæta líklega ofurliði.

  • Áhugavert er að skv. frétt Der Spiegel, þá virðist sem að stjórnarhermenn, hafi lítið viðnám veitt - þegar Konna féll. Alger ringulreið í reynd ríkt.
  • Þ.e. alveg í takt við það, þegar Suður hluti landsins féll, virðist sem að stjórnarherinn, sé lítt eða ekki fær - að standast þeim snúning.
  • Þannig að fréttin þess efnis, að Stjórnarhermenn og Frakkar, hafi unnið sigur í Konna - - er örugglega færð í stílinn.
  • Annað er áhugavert, hvernig Frakkar tala um skæruliða þá eða íslamista sem ráða Norður hlutanum, þ.e. - ávallt talað um "terrorista" eða hryðjuverkamenn.
  • Mjög er gjarnan tönnslast á einu atviki er átti sér stað á sl. ári, er íslamistarnir spilltu einhverri gamalli gröf, í hinni fornu Timbúktú. Ekki veit ég af hverju þeim var í nöp við þann sem var þar grafinn fyrir margt löngu. En ég hef ekki heyrt nokkrar fregnir af spjöllum á fornum minjum, nema þessu tiltekna atviki. Sem mjög er blásið upp í fjölmiðlum. Líkt við aðfarir Talibana.
  • Reynd er mjög leitast við, að mála þá mynd af skæruliðum Túarega, að þeir séu einhvers konar Talíbanar Afríku. Oft sagt að al-Qaeda tengingar séu til staðar.
  • Punkturinn er auðvitað sá - að í stríði er sannleikurinn ávallt - fyrsta fórnarlambið.
  • Frakkar eru hinir gömlu nýlenduherrar landsins - - þeirra fyrirtæki líklega ráða enn yfir helstu auðlindum þess, þ.e. gulli en þar eru gullnámur, og baðmull en mikið er ræktað af henni.
  • Ein frétt er þó líklega alveg örugglega rétt, en það virðist að töluverður hópur fólks sem ekki eru af kyni Túarega. Hafi flúið núverandi yfirráðasvæði þeirra. Til Suður hlutans. Einhver tugur þúsunda.
  • Að auki, virðist sem að þeir hafi sett á sharia lög, bannað eitt og annað sem bannað er skv. þeim lagakóða, einnig kvikmyndasýningar. Og að sjálfsögðu alla áfengisdrykkju. 
  • Ca. 90% íbúa landsins býr í Suður hlutanum. Á meðan að Túaregar sem eru ca. 10% íbúa, búa einkum í N-hlutanum. Sem er miklu mun strjálbýlli. Sennilega eru þeir meirihluti íbúa í Norðri.
  • Svo að stórum hluta sé þetta sennilega - -stríð þjóðernishópa.
  • Það er ekki ólíklegt, að menn óttist það - hvað gerist víðar þarna á svæðinu, ef menn heimilar einum hópi þ.e. í þessu tilviki Túaregum, að rísa upp og taka yfir stór svæði.
  • En mörg löndin í Afríku, eru sannkallaður óskapnaður - sem búinn var til þvers og kruss á þær þjóðir sem raunverulega búa þarna.
  • Ég get auðvitað ekki útilokað, að öfgasinnaðir íslamistar í al-Qaeda, hafi runnið á ástandið í Mali, en þeir virðast af því tagi, að þeir leitast við að taka þátt í slíkum vandræðum á svæðum þ.s. meirihlutinn er íslams trúar, hvar sem þau vandræði er að finna í heiminum.
  • En ég sé ekki endilega heldur ástæðu til þess að taka slíkum fullyrðingum sem öruggum sannleika.

Líklega verða Túaregarnir ívið fastari fyrir, ef sókt verður að þeim inn á þau svæði sem þeir hafa nú haldið í allnokkurn tíma.

En líklega hafa þeir haft tíma, til þess að koma sér upp víggirðingum - ásamt því að grafa sig niður.

---------------------

Kemur líklega í ljós nk. sumar, þegar Frakkar væntanlega verða búnir að safna því liði. Sem á að sækja og hrekja Túaregana á brott.

 

Niðurstaða

Túaregarnir lýstu yfir sjálfstæðu Azawad á sl. ári. Það er vel hugsanlegt. Að baki uppreisninni, standi raunverulegur draumur um "Túarega" ríki. En Túaregar eru ein af þjóðum Afríku. Sem búa í nokkrum löndum. En eiga ekki sitt eigið.

Líklega þó, er á meðal þeirra margir af þeim sem voru málaliðar fyrir Muammar Gaddhafi, þangað til að sá maður var hrakinn frá völdum í Lýbýu og fyrir rest myrtur fyrir utan bílinn sinn, eftir að bílalest hans hafði verið stöðvuð.

Ef kjarninn eru þeir málaliðar, þá fengu þeir auðvitað þjálfun af hálfu Gaddhafi á sínum tíma. Og líklega tókst þeim að flýja frá Lýbýu með vopnin. Sú þjálfun og vopn, hafa líklega gert þá miklu mun betri en ríkisher Mali.

Það kemur þá síðar í ljós, hvernig þeir standast snúning þeim Afríkuher, sem Frakkar ætla að safna. Hvort sem þ.e. raunverulega rétt, að þarna sé vaxandi hreiður fyrir al-Qaeda eða ekki. Var sennilega alltaf ljóst - - að slík uppreisn. Fengi aldrei að líðast.

En menn óttast ávallt, að Afríkuríkin liðist í sundur. Ef einn hópurinn, fær að rísa upp og mynda sítt þjóðríki. Þá opnist Pandóruboxið, og upp frá því verði ekki við neitt ráðið.

 

Kv.


Seðlabanki Evrópu telur hagvöxt snúa til baka á evrusvæði fyrir árslok! Heldur vöxtum óbreyttum!

Þetta er eiginlega endurtekning á því sem ECB sagði í fyrra, en þá hélt hann sig við það, að viðsnúningur myndi hefjast á seinni hluta árs. Alveg fram á sl. haust. Er hann loks viðurkenndi, að allt sl. ár yrði ár kreppu.

Hann segir það nokkurn veginn sama þá, að hann reikni með því að eftirspurn muni snúa til baka seinni part árs.

Að stefnan sem ríkir, muni endurreisa smám saman traust.

Með þeirri endurreisn trausts, muni koma meiri fjárfesting ásamt því að hann reiknar með því, að útflutningur muni styrkjast.

Mario Draghi, President of the ECB, Vítor Constâncio, Vice-President of the ECB, Frankfurt am Main, 10 January 2013

  • "The economic weakness in the euro area is expected to extend into 2013.
  • In particular, necessary balance sheet adjustments in financial and non-financial sectors and persistent uncertainty will continue to weigh on economic activity.
  • Later in 2013 economic activity should gradually recover.
  • In particular, our accommodative monetary policy stance, together with significantly improved financial market confidence and reduced fragmentation, should work its way through to the economy, and global demand should strengthen.
  • In order to sustain confidence, it is essential for governments to reduce further both fiscal and structural imbalances and to proceed with financial sector restructuring."

Í lokin, bendir Draghi á að aðildarríkin verði, að halda sig staðfastlega við stefnuna, annars komi góðu dagarnir sem lofað er - ekki.

 

Hefur allt batnað eins og menn segja?

Menn verða að muna akkúrat hvað gerðist.

  1. Mario Draghi gaf loforð, um að halda evrunni uppi, hvað sem það kostar. Svo koma hann með loforð um, kaup á ríkisbréfum landa í vanda - - ath, án takmarkana.
  2. Á þessum tveim loforðum, lifir markaðurinn og hefur sl. 6 mánuði. Samt, hafa kaup án takmarkana ekki komist til framkvæmda, og óvíst að það verði nokkru sinni.

Hvað breyttist þá? Allt og sumt sem breyttist, var upplifun aðila á markaði. Ástandið, sem er í bakgrunni, það hefur allt versnað yfir sama tímabil þ.e.:

  • skuldir sömu landa eru hærri en áður,
  • atvinnuleysi verra,
  • niðurskurðaraðgerðum hefur sannarlega verið beitt,
  • en þær hafa magnað upp kreppuna í þeim löndum frekar en hitt,
  • atvinnuleysi mun halda áfram að aukast að flestum líkindum út árið a.m.k.,
  • skuldir sömu landa munu aukast sannarlega stöðugt einnig út þetta ár.

Evrukrísan hefur ekki gosið upp í 6 mánuði, þrátt fyrir að allt annað hafi versnað á sama tíma, vegna þess að - - markaðurinn trúir á Mario Draghi.

Hefur Mario Draghi þá bjargað evrunni?
Eins og fram kemur í textanum, ræðu Draghi, þá hefur ívið upp á síðkastið. Hægt á samdrættinum.

Það telja bjartsýnismenn, að þíði - - að kreppan sé við það að ná botni.

En það held ég alls ekki, heldur sé málið að með því, að sl. 6 mánuði hefur evrukrísan verið í lægð.

  1. Þá hefur dregið "tímabundið" úr spennu eða hræðslu eða óróleika, en sú spenna sem var í gangi eða óróleiki eða hræðsla; hafi verið að vinna sjálfstætt efnahagstjón á hagkerfum Evrusvæðið.
  2. Ofan á þann vanda sem hefur búið til kreppuna, þ.e. skuldavandann og þann vanda að tiltekin ríki lentu í viðskiptahalla við tiltekin önnur innan svæðisins, þ.e. töpuðu samkeppnishæfni og söfnuðu þar með viðskiptaskuldum. 
  3. Nú þegar það viðbótartjón sé frá a.m.k. tímabundið, þá sé það ekki lengur að bæta á hagkerfisskaðann þ.e. samdráttinn. Þannig að ekki sé undarlegt að hægi aðeins á honum.

--------------------------------------

Málið er, að viðskiptaójafnvægisvandamálið inna evrusvæðis, sé ekki enn leyst!

Sannarlega sl. ár, hefur það minnkað verulega mikið. En það sé ekki nóg, að viðskiptahalli landanna sem söfnuðu skuldum hverfi. 

Meira þarf til, því til þess að borga þær sömu skuldir til baka og með vöxtum. Þarf afgang af viðskiptum við útlönd. Og þ.s. meira er, nægilega stóran slíkan.

5 árum eftir að kreppan hófst, sé sennilega ca. komið að hálfleik.

-------------------------------------- 

Til þess að klára viðskiptaójafnvægisvandann, þ.s. gengisfelling er áfram ekki í boði. Þarf þá áfram að halda áfram því verki, að minnka innlenda eftirspurn.

Þ.s. lækka lífskjör með beinum launalækkunum. Að auki, þíðir það að störfum fækkar áfram t.d. í innflutningi og sölu. Eftirspurn minnkar. Atvinnuleysi eykst áfram.

Hagkerfin í vanda, halda áfram að dragast saman jafnt og stöðugt.

Skuldirnar hlaðast þá áfram upp, þ.s. tekjur ríkisvaldsins skreppa stöðugt saman þó stöðugt sé meir skorið niður.

Sem þíðir, að velferðarkerfi eru nú að mæta niðurskurði, sem þíðir vaxandi neyð þeirra sem ekki hafa vinnu.

  • Framreikna þetta áfram út áratuginn - ca. Og við höfum kannski hagvöxt v. endann á áratugnum.
  • Ef samfélögin eru ekki löngu búin að gefast upp. 

Það er augljóslega óvíst hvort Mario Draghi hefur enn náð því að bjarga evrunni.

Sannarlega er augljóslega nóg eftir af kreppunni.

Og algerlega af og frá, að viðsnúningur sé væntanlegur v. árslok.

 

Niðurstaða

Evrusinnar t.d. utanríkisráðherra, eru þegar farnir að fagna því að evrunni hafi verið bjargað. Það veit enginn reyndar enn, hvort nokkru sinni loforð Draghi um kaup án takmarkana kemst nokkru sinni til framkvæmda. 

Eitt er þó ljóst, að tiltrú sú er fjárfestar hafa á Draghi, mun ekki vera endalaus. 

Það eru þessi tvö loforð: Gera það sem til þarf/Að kaupa án takmarkana af ef tilteknum skilyrðum er mætt.

Sem skilja í dag á milli ástandsins er ríkti fyrir 6 mánuðum og þess er ríkir nú. 

Þetta er allt og sumt. Samtímis, hefur allt og þá meina ég virkilega allt annað versnað.

-----------------------

Hve lengi geta menn lifað á voninni einni saman?

 

Kv.


Er trilljón dollara peningur, hámark klikkunarinnar, eða snjall leikur?

Það virðist að bandaríska alríkið hafi fræðilega einn möguleika, til þess að komast framhjá hótun Repúblikana, að gera alríkið gjaldþrota  snemma í mars nk. En skv. lögum frá 2000, hefur fjármálaráðherra Bandaríkjanna rétt til að gefa út peninga úr platínu sbr.:

"Congress passed a law in 1997, later amended in 2000, that gives the Secretary of the Treasury the authority to mint platinum coins, and only platinum coins, in whatever denomination and quantity he or she wants. That could be $100, or $1,000, or ... $1 trillion."

Nú virðist þeirri hugmynd aukast fylgi hraðfara, að fjármálaráðherra Bandaríkjanna, gefi út platínupening upp á "1 Trillion Dollars" og hann verði svo lagður inn á reikning alríkisins í Seðlabanka Bandaríkjanna eða "US Federal Reserve."

Þannig "hókus pókus" hefur bandaríska alríkið innistæðu á reikningi sínum í Seðlabankanum, upp á þá upphæð.

Og getur haldið áfram, eins og ekkert hafi í skorist, að borga af skuldbindingum alríkisins.

Sjá útskýringu á hugmyndinni:

Everything You Need to Know About the Crazy Plan to Save the Economy With a Trillion-Dollar Coin

 

Sumir segja að þetta valdi verðbólgu!

Menn verða auðvitað að vega þá fræðilegu áhættu, á móti hættunni á móti. Sem er sú, að endurtaka deiluna um skuldaþakið frá haustinu 2011. Endurtaka þá nagandi óvissu, sem því fylgdi á fjármálamörkuðum. Þau neikvæðu efnahagslegu áhrif, vegna óvissunnar, sem sú deila hafði.

Líklega neikvæð áhrif á ástand mála innan Evrópu.

Ekki síst, spurningin um það - hvaða áhrif það raunverulega hefði. Ef Bandaríkin myndu allt í einu hætta að greiða af sínum skuldbindingum?

----------------------------

Það er einhver hætta á verðbólgu, að sjálfsögðu. Á hinn bóginn - verður ekki ríkishallinn í Bandaríkjunum skorinn af í einu vetfangi.

Og, þ.e. sannarlega ábyrgðalaust, að ætla að skera hann af með því m.a. að Bandaríkin, hætti að greiða af þeim skuldum - sem þau hafa tekið á sig í fortíðinni, sem enn eru ekki uppgreiddar.

Ef samkomulag næst um að lyfta skuldaþakinu, þá verður í algeru lágmarki, greitt af slíkum skuldbindingum.

Samkomulag um niðurskurð, myndi örugglega fela í sér að Alríkið ver sambærilegri upphæð - fyrir einhverja rest, hvort sem er.

  • Megin spurningin - hvort útgáfa slíks penings sé verðbólguvaldandi.
  • Sé þá, hvort það leiði til þess, að meira fé sé eytt af alríkinu - - en ef Repúblikanar myndu halda ríkisstjórn Demókrata í spennitreyju, og knýja fram hugsanlega eitthvert harðara samkomulag um niðurskurð - - en hugsanlega verður útkoman í hinu tilvikinu.
  • Ef Demókratar með útgáfu slíks penings, mikið til slá það vopn úr hendi þeirra. 

Mér virðist - verðbólgulega séð, áhættan af því að gefa út einn slíkan pening, og leggja inn á reikning Alríkisins í Federal Reserve; vera lítil.

Að auki, er FED í lófa lagið að gefa út dollarabréf í nægu magni, til að ryksuga upp sambærilegt magn af dollurum úr umferð - - skilst mér.

 

Verða þá ekki hægri menn í Bandaríkjunum "band brjál"?

Þetta er eiginlega, andbára 2. Að þetta skaði pólitíska ferlið í Washington svakalega. En - púff. Þeir eru að hóta því, að gera alríkið "gjaldþrota." 

Er það ekki dálítið "klikkuð" hótun. Hafandi í huga, hve viðkvæmt efnahagsástandið í heiminum er?

Hversu klikkaðri verða þeir, ef sú hótun er allt í einu - sprengd. Þannig að eins og sprungin blaðra "lyppast hún niður"?

Mér dettur allt eins í hug, að með hótunina þannig slegna niður. 

Og vopnin þannig tekin af þeim.

Þá verði allt í einu - unnt að semja, um einhverja lausn sem, er ekki það harkaleg.

Að hugsanlega, verði Bandaríkin allt í einu kúpluð yfir í kreppu í ár - - með hugsanlega hættulegum afleiðingum fyrir heims hagkerfið.

Sjá útleggingu á hættunni: 

Terrifying Presentation Shows What Would Really Happen If We Hit The Debt Ceiling

Þetta er all svakaleg lýsing á því, hvað getur hugsanlega skeð.

Eins og kemur fram í glærunum, Þá kostar það 1.1trillion.$ (amerísk trilljón) að klára 2013.

Svo einn útgefinn peningur upp á "1 Trillion.$" endist því langt frameftir árinu, þegar miðað sé við að sá fari eingöngu í að standa straum af "þegar samþykktum útgjöldum."

 

Niðurstaða

Það hljómar sannarlega klikkað að gefa út  "1 Trillion.$" pening. En ég óttast persónulega mun meir afleiðingarnar af því, ef ákvörðunin um að lyfta svokölluðu skuldaþaki. Dregst mjög á langinn.

Það má ekki dragast eins og fram kom að ofan, lengur en fram á mánaðamót febrúar/mars.

Svo, má vera að hótunin ein og sér "dugi." Það muni ekki þurfa að gefa þann pening út. Eða, nóg sé að mæta með hann á fund í bandaríska þinginu. Sýna að sá peningur sé raunverulega til.

Gefa nokkurra daga frest t.d. viku eða tveggja vikna frest, til að lyfta skuldaþakinu. Annars verði peningurinn lagður inn á reikning alríkisins í "Federal Reserve" þ.s. hann muni mynda grundvöll fyrir Alríkið, að halda áfram að greiða af sínum skuldbindingum. Þvert á vilja meirihluta Repúblikana í Fulltrúadeildinni.

-------------------

Mig grunar að hótunin ein geti verið nóg.

 

Kv.


Atvinnuleysi hefur aukist 19. mánuðinn í röð á evrusvæði! Velferð hnignar, munur milli ríkra og fátækra vex!

Þetta er eiginlega búin að vera eins og óstöðvandi sleðaferð niður brekku. Áhugavert er að, atvinnuleysi hefur ávallt hvern þessara 19. mánaða. Aukist um 0,1%.

Loforð Seðlabanka Evrópu um kaup án takmarkana, getur hafa breytt krísunni með þeim hætti, að taka þá ógn frá.

Að einstök lönd falli stjórnlaust út úr evru - með litlum eða engum fyrirvara.

Aftur á móti þ.s. það loforð hefur ekki gert, er að umbreyta hinni undirliggjandi efnahagskrísu. Sú hlýtur nú að komast í fókus.

Ekki síst, hið stöðugt vaxandi atvinnuleysi.

Ásamt hnignun félagslegrar velferðar!

Euro area unemployment rate at 11.8%

Á síðu Eurostat, kemur fram að:

1. Fj. atvinnulausra er nú 18.820 milljón eru atvinnulausir á evrusvæði.

2. Að fj. atvinnulausra í yngri kanti er 3.733 milljón á evrusvæði.

3. Aukning atvinnuleysis milli ára, var upp á 2.015 milljón.

Langverstu löndin áfram eru Spánn og Grikkland, með  26,6% og 26,0% atvinnuleysi, þar af 56,5% og 57,6% hjá ungmennum.

Hið óskaplega miklu verra atvinnuleysi ungmenna í þeim tveim löndum, er að sjálfsögðu "katastrófískt" - en þetta er framtíð þessara tveggja landa.

Þessi tvö lönd skera sig út, því 3. versta landið Portúgal hefur 16,3% atvinnuleysi.

Sjálfsagt hækka þau umtalsvert meðaltalið.

----------------------------------

László Andor - European Commissioner responsible for Employment, Social Affairs and Inclusion

"After five years of economic crisis, recession has returned, unemployment has reached levels not experienced in nearly two decades and the social situation is also deteriorating."

László Andor hvatti lönd Evrópu til að verja meira fé til endurmenntunar, því til staðar væri í fjölda landa nú, vaxandi gap á milli þeirrar hæfni sem atvinnulífið vantaði og þeirrar hæfni sem atvinnulausir búa yfir.

Sérstaklega væri það vandamál áberandi í löndum S-Evrópu, þ.s. atvinnumarkaðurinn virkaði mun síður vel, en í N-Evrópu.

  • Annars væri mjög mikil hætta á því að fjöldi fólks myndi lenda í "varanlegu atvinnuleysi" og "fátæktargildru."
  • Mjög greinilega færi vaxandi, norður vs. suður gjá. Sem mjög brýnt væri að taka á. 

Sérstaklega - - "The skills mismatch problem is particularly acute for the 7.5 million young Europeans between 15 and 24 who are unemployed or not in any form of education or training (so-called NEETs)."

Það vandamál er örugglega einnig, meir áberandi í Suður en Norður Evrópu, en efnahagskrísan í S-Evrópu er m.a. að neyða stjv. til þess, að einmitt skera niður velferðar prógrömm af margvíslegu tagi, t.d. endurmenntunar.

"...after a few years of persistent crisis, most national welfare systems have lost much of their ability to protect household incomes against the effects of the crisis. The cushion of lower tax receipts and higher spending on social benefits, so-called 'automatic stabilisers', has gone flat as national fiscal policies have lost room for manoeuvre."

Auðvitað, þegar verið er að skera niður velferðarútgjöld á fullu, þá að sjálfsögðu missir velferðarkerfið það svigrúm er það áður hafði, til þess að mæta vaxandi vanda fólks.

----------------------------------

Skv. Eurostat, var smávegis minnkun í svartsýni - seint á sl. ári:

  1. "In a separate release, Eurostat said that retail sales rose by 0.1% in November from October, but were still 2.6% down on November 2011."
  2. "The Commission's monthly survey of confidence confirmed that consumers became a little less pessimistic in December, despite becoming even gloomier about the outlook for the jobs market. The main boost to the mood came instead from expectations that inflation will be less of a drain on real spending power in 2013 than it was last year."
  3. "Among manufacturing companies and service providers there was a more decisive pickup in confidence. Both reported a slower decline in new orders, which was particularly dramatic among service providers."
  4. "The Commission's monthly measure of industrial confidence rose to minus 14.4 from minus 15, while its measure of services confidence rose to minus 9.8 from minus 11.9 Its overall measure of business and consumer confidence—known as the Economic Sentiment Indicator—rose to 87 from 85.7."

Líklegast eru þetta áhrif af því, að dregið hefur úr spennu v. þess, að sjálf evrukrísan hefur verið í lægð um 6 mánaða skeið.

Sú var líklega að skapa áhyggjur umfram þ.s. líklega var réttmætt, miðað við efnahagsástandið þá stundina.

Á hinn bóginn, er ekkert sérstakt sem bendir til þess - að kreppan sé að öðru leiti í rénun. Löndin eru ekkert að slaka á í samræmdum niðurskurði útgjalda, samtímis er atvinnulíf enn á fullu að skera niður störf. 

Það má því treysta því, að efnahagssamdráttur og aukning atvinnuleysis haldi a.m.k. áfram út þetta ár.

Sennilega einnig út það næsta.

Samtímis, verði stöðugt haldið áfram niðurskurði útgjalda meðlimaríkja.

----------------------------------

  • Niðurstaðan hlýtur eiginlega að verða, mjög veruleg hnignun velferðarkerfa álfunnar.
  • Minnkun þess munar í almennri velferð, sem hefur verið til staðar milli Evrópu og N-Ameríku.

Það mjög sennilega, mun þá einnig draga úr þeim mun sem hefur verið milli Evrópu og N-Ameríku, hvað varðar mismun milli ríkidæmis hópa.

En velferðarkerfi endurdreifa, og þegar sú minnkar. Þá óhjákvæmilega vex munur milli ríkra og fátækra.

Tölur virðast einmitt sýna, vaxandi mun milli ríkra og fátækra í kreppunni í Evrópu.

Þannig að einnig sú gjá milli Evr. og N-Ameríku, minnki verulega.

  • Mér sýnist að það stefni í að, sú forysta í velferð sem Evrópa hefur haft um nokkurt skeið, verði eitt meginfórnarlamb kreppunnar í Evrópu. 
  • Það auðvitað þýðir að, sú sýn sem aðildarsinnar hafa haldið á lofti um ESB sem velferðarklúbb, mun í vaxandi mæli hætta að rýma við sannleikann.

 

Niðurstaða

Ég held að fókusinn innan Evrópu, hljóti nú að færast yfir á efnahagskreppuna. Hið stöðugt vaxandi atvinnuleysi. Síhnignandi kjör almenning í fjölda aðildarríkja. Vaxandi bils á milli ríkra og fátækra. Hnignandi velferðarkerfi. Nú eftir að evrukrísan sjálf, virðist a.m.k. enn um sinn að ætla haldast í lágmarki.

Það er í reynd áhugaverð félagsleg tilraun í gangi innan Evrópu, þ.e. - - geta lýðræðisþjóðir haldið út versnandi atvinnuleysi, versnandi kjör, vaxandi fátækt - - ár eftir ár eftir ár; án nokkurs enda í augljósu sjónmáli?

Ekki síst er áhugaverð sú staðreynd, að þessi hnignun er að leiða til þess. Að forskot þ.s. Evrópa sannarlega hefur haft á N-Ameríku í uppbyggingu velferðarkerfa og í tiltölulega litlu bili milli ríkra og fátækra. Virðist vera að glatast.

Það skildi ekki verða endir mála - - að sá munur hverfi fyrir rest?

 

Kv.


Farsinn í kringum Gérard Depardieu nær hámarki - International Red Cross S-Evrópa svæði í hættu

Fyrst um farsann í kringum leikarann góðkunna, Gérard Depardieu, en sl. sunnudag fékk hann algerar stjörnumóttökur í Rússlandi. Kominn með nýja vegabréfið. Fékk málsverð með Putin. Þeir föðmuðust. Ríkisfjölmiðlar Rússlands fjölluðu um Depardieu sem einn af helstu vinum Rússlands.

image

Magnað hve Putin mjólkar þetta atvik: French Icon Gets Star Treatment—and Job Offer—in Russia

Hann fékk frá borgarstjórn Saransk íbúð, og boð um vinnu "cultural minister" sem hann góðfúslega hafnaði. Var hvarvetna tekið með kostum og kynjum hvar sem hann var um helgina innan Rússlands.

Ekki gleyma málsverðinum með Putin, þ.s. þeir föðmuðust, og ræddu síðan með aðstoð túlks. Allt sjónvarpað.

Putin hefur tekist að nota tækifærið til að koma 13% flata fjármagnsskattinum sínum á framfæri, og hvetur ríka Evrópumenn að flytja sig um set yfir til Rússlands.

Rússland sem skattaparadís, hefur ef til vill ekki verið það fyrsta sem maður hugsar, er nafn Rússlands kemur upp í hugann.

 

Síðan alvarlegri mál - en I.R.C. telur S-Evrópu vera orðin að félagslegu hættusvæði!

Red Cross to focus on southern Europe amid eurozone crisis

As euro crisis lingers, Red Cross global work takes a hit

Það sem hefur verið að gerast, er að neyðin í löndum S-Evrópu er orðin slík, að Rauðakross deildirnar í viðkomandi löndum. Hafa smám saman verið að hætta þátttöku í alþjóða prógrammi Alþjóða Rauða Krossins, og þess í stað - beina nú öllum kröftum sínum heima fyrir.

  • Rauði krossinn í Grikklandi, er víst á brún gjaldþrots. En framlög almennings hafa víst hrunið þarlendis, enn ein birtingarmynd hrunsins í því landi.
  • Deildin t.d. á Spáni, beinir nú öllum kröftum innan eigin lands.
  • En Alþjóða Rauði Krossinn, sé með það í undirbúningi, að koma Evrópu deildum sínum til aðstoðar.

Skv. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hafi Evrópubúum undir fátækramörkum Framkvæmdastjórnarinnar, fjölgað í - - 120 milljón manns.

Það er ekkert smáræði. Munum, íbúar Evrópu eru rúmlega 500 milljón. Hlutfallið er því skelfilegt.

Alþjóða Rauða Krossinn, óttast að alvarleg uppþot geti brotist út t.d. í ár, því ljóst er að ástandið er versnandi áfram. Samfélögin þegar í viðkvæmu ástandi.

Fjöldi fólks nú háður beinni matar aðstoð.

 

Að lokum, ríkisstjórn Spánar hefur verið að mjólka lífeyrissjóð opinberra starfsmanna!

Spain Drains Fund Backing Pensions

Wall Street Journal vekur athygli á, að eign sjóðsins í formi ríkisbréfa. Sé nú komin í 90% af eiginfé. Bréf sem ekki sé unnt að segja með sanni, að geti ekki verðfallið.

Ég get sjálfu sér skilið af hverju spænsk stjv. mjólka þennan sjóð, en þetta ár skv. frétt þurfa þau að selja enn meira af ríkisbréfum þ.e. 207ma.€ í stað 186ma.€.

Bankarnir hafi síðan kreppan hófst aukið eign í formi ríkisbréfa Spánar 6 falt. Nú stendur til að spænsk stjv. veiti þeim aðstoð upp á ma. tugi.

Það sé farið að þrengja að stjv. hvað varðar innlenda valkosti, þegar kemur að því að fjármagna ríkishallann. Og samtímis, sé erlend eftirspurn mjög verulega minnkuð miðað við þ.s. áður var.

Erfitt að sjá, að stjv. Spánar geti mjólkað lífeyrissjóðinn frekar. Bankarnir, eiga erfitt með að halda áfram sinni þátttöku.

Þannig að þ.e. útlit fyrir að Mariano Rajoy geti ekki varist mikið lengur þrýstingnum frá Seðlabanka Evrópu, um það að samþykkja þá pillu - að óska aðstoðar til Björgunarsjóðs Evrusvæðis; svo skilyrði ECB sé uppfyllt. Þannig að kaup án takmarkana fari í gang.

Einhvern veginn er ég alveg viss, að því mun fylgja frekari kröfur á Spán, en eigandi "ESM" eða björgunarsjóðsins, eru aðildarríkin. Og það eru þau sem þá setja skilyrði. Og þ.s. um er að ræða þeirra skattfé. Þá ræður innanlandspólitík í hverju landi fyrir sig. Hvers er krafist.

En vinsældir þess að leggja fram slíkt fjármagn, hafa farið þverrandi. Svo eins og ég sagði, líkur á íþyngjandi skilyrðum virðast miklar. Sem er akkúrat ástæða þess, að Mariano Rajoy hefur verið að draga lappirnar nú um 6. mánaða skeið.

 

Niðurstaða

Farsinn í kringum  Gérard Depardieu er eiginlega hálf sorglegur.

-------------------------------

Það kemur mér í reynd ekki á óvart, að Rauði Krossinn hafi áætlanir um aðgerðir til aðstoðar systur samtökum sínum, innan einstakra aðildarlanda Evrópusambandsins. Sérstaklega í S-Evrópu þ.s. ástandið er verst. 

Það er auðvitað áhugavert - - ef Evrópa verður eitt af alþjóðlegum "hjálpar svæðum" Rauða Krossins.

En ég hef bent á lengi hve alvarlegur samfélagsvandinn er orðinn. Og fer áfram versnandi.

-------------------------------

Hreinlega sorglegt að fylgjast með þeim vanda stöðugt vinda upp á sig sem spænsk stjórnvöld eru að takast á við. En þetta virðist eitthvað svo fullkomlega vonlaust. En stjv. Spánar, eru þó ákveðin að berjast við kreppuna. Ég sé þó ekki hvernig þau komast hjá því að verða undir.

Þó svo að viss árangur hafi náðst. Vöruskiptajöfnuður er orðinn jákvæður. Dugar það ekki til, í ljósi skuldaaukningarinnar. Mun stærri afgangur sé nauðsynlegur. Þá þarf enn frekari lækkanir á lífskjörum, til að minnka innflutning enn frekar. Þegar er neyðin meðal fátækra Spánverja orðin það alvarleg. Að Rauði Krossinn á Spáni, beitir öllum kröfum heima fyrir. Og að auki fær líklega aðstoð frá alþjóða stofnuninni, síðar á árinu.

Það er eins og menn séu rétt núna í seinni tíð, loks að vakna til vitundar um það, hve rosalega alvarleg kreppan er orðin í Evrópu.


Kv.


Er það of gott til að vera satt, kjarnorka án hliðarverkana? Er lausn orkuvanda heimsins á næsta leiti?

Ég rakst á grein, sem sagði frá því. Að Kína og Japan eru í dag, að hanna nýja kynslóð af kjarnorkuverum. Sem líklega munu nýta svokallaðan "Thorium-Fuel-Cycle" og líklega nota tegund af kjarnaofni, kallað "Liquid fluoride thorium reactor."

Það sem er sagt er af hvatamönnum þessarar nýju gerðar, er að nánast hver einasti galli sem er við nýtingu á kjarnorku í dag - - sé unnt að kveðja; þ.e. bæ, bæ - - ókostir.

Sjá m.a. síðuna: energyfromthorium.com

  • Það á að vera unnt að eyða upp í nær öllu hættulegu kjarnorkueldsneyti heimsins, með því að blanda því saman við eldsneytið, í þessari hönnunarstúdíu, er myndi nota Thorium blöndu í saltlausn, og starfa við ca. 700°C. Hin endanlega útkoma, hafi hálflíf upp á 30 ár. Þau aukaefni sem sannarlega verða til, með lengri hálflíf sé unnt að setja sjálf inn aftur, og endurnýta. Hugmyndin er, að einungis verði eftir geislavirkur úrgangur með 30 ára hálflíf.
  • Vökvanum sé ávallt haldið á hreyfingu, því sé engin staðbundin upphleðsla á hliðarefnum "byproducts" sem minnki skilvirkni, sem oft á sér stað í hönnunum sem nota eldsneyti á föstu formi.
  • Ekki síst, kerfið starfi við herbergisþrýsting, vökvaþrýstingur ca. sami og menn eru vanir, í heimilis kranavatni. Það þurfi því ekki, eins og í dag, "pressure vessel" eða þrýsti-hjúp utan um sjálfan ofninn.
  • Ekki síst, skv. því sem fram kemur, þá sé Thorium vökvinn mjög stöðugur, hafi mjög litla hitaþenslu. Þannig, að þrýstingur hækkar ekki neitt verulega mikið, þó það eigi sér stað yfirhitun vegna bilunar. Hann geti ekki brotnað niður og myndað gas sem geti sprungið, eins og t.d. átti sér stað í Fukushima, þó vökvinn hitni í mörg þúsund gráður.
  • Hægt sé að útbúa kerfið með tappa sem gerður er úr efni, sem bráðnar við tiltekið hitastig - - þannig að ef bilun veldur því að kerfið hitnar óeðlilega. Þá hleypi tappinn er hann bráðnar vökvanum af kerfinu. Þannig að það lendi ofan í sértilbúni keri, sem hannað sé að taka við honum og halda stöðugum.
  • Fyrir utan, að thoriumið sé ekki "fissile" þ.e. sé þ.s. kallað er "fertile" - með öðrum orðum, þarf að örva það með neftrónu gjafa, sem einfaldast sé að framkalla með því, að blanda litlu magni af kjarnakleyfu efni með inni í kjarnanum. Síðan sé thorium vökvinn að leika í kring, taka við nevtrónunum. Þá verði svokallað "decay" og thoriumið umbreytist í tveim skrefum, í báðum á sér stað kjarnaklofnun. Þeir segja, að mun auðveldara sé að eiga við þetta dæmi - því svo lítið magn af kjarnakleyfu efni sé til staðar hverju sinni. Hliðarafurðir séu stöðugt hreinsaðar út, þ.s. vökvinn er á hreyfingu. Svo endurunnar, notaðar aftur sem hluti af eldsneytinu ef þær eru hágeislavirkar.
  • Ekki síst - - miklu meira er til í heiminum af Thorium en af Uranium. Miðað við núverandi nýting á kjarnorku, geti Thorium byrgðir enst flr. árþúsundir.
  • Að lokum, v. þess að slíkur ofn þarf ekki þrýsti-hjúp. Þá geti slíkir "ofnar" verið miklu minni. T.d. sé vel unnt að sjá fyrir sér, hannanir sem ætlað sé að knýja einstakar verksmiðjur. Sem sagt, miklu mun minni ofnar en í dag eru vanalega smíðaðir með óskaplegum tilkostnaði.

Ég get vel skilið að Kína og Japan séu að endurhugsa kjarnorkumál!

Vandi Japans er, að Japan hefur engar orkulyndir. Ekki nein stór vatnsföll. Enga olíu. Engin kol. Ekkert gas, o.s.frv. Þegar Japanir lokuðu flestum kjarnorkuverum sínum eftir Fukushima óhappið. Þá hefur innflutningur á olíu og gasi - margfaldast. Með óheppilegum afleiðingum fyrir viðskiptajöfnuð Japans.

Sem sl. ár hefur verið "neikvæður."

Að auki, er fyrirsjáanlegt - - olía og gas munu ekki endast endalaust.

Ekki síst, að án eigin orkulinda, er Japan algerlega háð innflutningi á orku. Sem getur haft margvíslega galla í för með sér, ef t.d. spennuástand skapast.

  • Þess vegna er kjarnorka mjög aðlaðandi fyrir Japan - sérstaklega fyrir Japan.
  • Það er enn þannig, greinilega er almennings álit nú mjög andvígt þeirri tegund kjarnaofna, sem feilaði svo alvarlega í Fukushima. Þ.e. vatnskældum kjarnaofnum sem nota fast eldsneyti. Galli - þ.s. Japan hefur engin stór vatnsföll. Þarf að staðsetja þá nærri sjó. Sem er óheppilegt í landi, þ.s. risaflóðbylgjur geta skollið á ströndum hvenær sem er, eins og við sáum með mjög dramatískum hætti, í Fukushima. 
  • Ég get því mjög vel skilið, að Japanir séu að pæla í nýjum byltingarkenndum hönnunum, eins og t.d. Thorium vökva ofnum.

----------------------------------

Kína hefur þann vanda, að sú meginorkuauðlind sem Kína ræður yfir þ.e. kol. Framkallar óskaplega loftmengun. Sem hefur í för með sé, mjög alvarleg heilsufarsleg vandamál í borgum.

Auk þess, að kolanámur í Kína eru mjög hættulegar, flr. þúsund verkamenn farast víst ár hvert.

Að auki, hefur Kína ekki olíulindir. En þarf stöðugt vaxandi magn af olíu og gasi. Allt sem þarf að flytja inn.

Þannig, að eins og fyrir Japan. Lítur kjarnorka mjög aðlaðandi út.

En Thorium getur verið enn meir aðlaðandi en Uranium í tilviki Kína, þ.s. innan Kína eru gnægtir af Thorium - skilst mér. Segja spekingar, nóg magn til að knýja Kína í flr. árþúsundir.

Ekki má gleyma því, að kapphlaup Kína eftir orkulindum - er að skapa vaxandi spennuástand í Asíu. Þ.s. Kína á t.d. í harðri deilu við Japan, v. tiltekinna skerja. En í lögsögunni þar, getur verið að sé olía undir hafsbotni. Kína deilir í dag við allar þjóðir v. S-Kína haf, um lögsögu. Vill eigna sér allt hafið, nánast upp að landsteinum hvers þeirra landa þ.e. Filippseyja, Malasíu, Indónesíu, Víetnam.

Öll þessi lönd hafa verið að efla sína heri og flota, til að mæta eflingu Kínv. á sínum her og flota á hafsvæðinu. 

Hættan á styrjöld, ef deilur halda áfram að stigmagnast - virðist augljós.

Sem gerir auðvitað fræðilega lausn byggða á Thorium, enn áhugaverðari ef e-h er. 

Ef loforðin standast, þ.e.

 

Niðurstaða

Auðvitað er þ.e. rétt, að unnt sé með Thorium ofnum á vökvaformi, að eyða upp öllu því há geislavirka kjarnorku rusli sem safnast hefur upp í heiminum, þar með talin kjarnaoddunum sjálfum. Þá auðvitað skilur maður ekki, af hverju enginn hefur smíðað slíka ofna. Maður sér enga augljósa galla, sem ekki virðast yfirstíganlegir.

En ein hugsanleg ástæða þess, að Uranium ofnar urðu ofan á.

Snýr líklega að kapphlaupinu um það að smíða sem mest af kjarnavopnum.

En Thorium Breeder ofnar - skilst mér, búa ekki til neitt Plutonium. Né annað af þeim hágeislavirku efnum, sem nýtast í smíði kjarnavopna.

----------------------

Sennilega tekur þessi tækniþróun einhver ár, áður en Kínverjar og Japanar, fara að fjöldaframleiða slíka ofna. Til notkunar víða um sín lönd. En þ.s. þeir geta verið miklu mun smærri. Þá væri unnt að koma þeim miklu mun víðar fyrir. Sem gæti verið t.d. hagkvæmt fyrir Kína. Þurfa t.d. ekki að leggja raflínu langa vegalengd að verksmiðju. Heldur setja upp kjarnaofn við hana.

  • Fræðingarnir segja, að Thorium geti séð öllu mannkyni fyrir nægri orku í flr. árþúsundir.
  • Hljómar of gott til að vera satt.
  • En ég hef ekki þekkingu til að rengja þá.

 

Kv.


Er Stefán Ólafsson Bjartur í Sumarhúsum?

Stefán Ólafsson tekur nú undir sönginn frá verkalýðshreyfingunni, í pistli sem nefnist: Þjóðin þarf kauphækkun – núna.

Vandinn er sá að peningurinn er ekki til. En Stefán virkilega heldur annað.

Ég bendi á þ.s. reyndar er áhugaverður punktur hjá honum: "Íslendingar hafa raunkaup á svipuðu róli og Spánverjar, Möltubúar og Slóvenar, þjóðir sem eru mun fátækari en Íslendingar."

Myndin er tekin af blogginu hans!

  • Það er algerlega rétt, að það er töluvert bil á milli landsframleiðslu á mann á Íslandi í dag.
  • Og tímakaups, og Ísland er töluvert neðar á listanum yfir tímakaup skv. PPP jafnvirði.

 

Hans ályktun er "Kaupið á Íslandi er þannig talsvert of lágt miðað við ríkidæmi þjóðarinnar."

Það er út af fyrir sig rétt - - en á sama tíma er til staðar stór sannleikur sem hann kýs að líta alfarið framhjá.

Nefnilega þeim sannleika, að þetta ástand er ekki því að kenna að einhverjir vondir - - vilji ekki borga hærri laun.

  • Þetta snýst um það, að skuldirnar þ.e. erlendu gjaldeyris - mynda umtalsverð nettó tekjuáhrif.
  • Þ.e. með öðrum orðum ekki til peningur fyrir lífskjörum á Íslandi, nema að frádregnum kostnaðinum við þær skuldir.
  • Þær skuldir, tilvist þeirra, er án efa - meginskýring þess misræmis sem hann sannarlega hefur komið auga á. Framleiðni skýrir rest.
  • Það verður að taka tillit til þeirra hagsmuna, að tryggja að nægilegt fé sé til staðar á jöfnuði landsmanna, svo áfram verði unnt að greiða þessar skuldir niður.
  • Mér skilst að jöfnuður landsmanna að teknu tilliti til erlendra skulda, hafi verið jákvæður á sl. ári upp á ca. 2% til rúmlega 2%.
  • Mismunurinn á jöfnuðinum upp í 0 er það borð sem er fyrir báru - fræðilega unnt að hækka laun í það borð. Taka það út.
  • En ég held að borðið sé í minnkun, vegna þess að útfl. tekjur fara lækkandi, v. kreppunnar í Evrópu.
  • Líklega er stór fiskverðs lækkun framundan, v. þess að Norðmenn og Rússar hafa ákveðið að hækka kvóta á þorski í Barentshafi um kvartmilljón tonn í eina milljón tonn, afla-aukning sem fer inn á markaði á þessu ári; á sama tíma og kreppan í Evrópu versnandi fer, þ.e. efnahagskreppan.
  • Það þíðir, að borð fyrir báru - getur þegar verið orðið - - ekki neitt.
  • Jafnvel getur verið, að það snúist í mínus - - að lífskjör þurfi að lækka, v. hraps útl. tekna.
-------------------------------------

"ASÍ forystan hefur því verk að vinna. Kaupið þarf að hækka í fleiri og stærri skrefum en verið hefur, um leið og harðasta aðhaldi gegn verðhækkunum er beitt."

  1. Þetta er gersamlega óraunhæf sýn - - en málið er að vegna þess að 90% af neysluvarningi er innfluttur, fer ávallt stór hluti af launahækkunum beint í innflutning. Fyrir utan að innflutningur í þjóðhagsreikningum er frádráttarmegin, þegar hagvöxtur er reiknaður.
  2. Munum að borðið fyrir báru getur þegar verið horfið, það væri ekki björgulegt að fara að nýta AGS lánin, til að greiða fyrir innflutning neysluvara.
  3. Þú getur ekki mögulega búið til meira fullkomnari uppskrift að nýju hruni - nýrri kollsteypu.
  • Í þessu samhengi, er baráttan við kauphækkanir í kjölfarið - - ekki stóra atriðið. 
  • Í dag er genginu klárlega stýrt með hagsmuni jöfnuðarins gagnvart útlöndum, þess vegna lækkaði krónan svo skarpt sl. haust, eftir að ferðamannavertíðinni lauk - - því þá minnkuðu gjaldeyristekjur.
  • Það sannar í reynd ábendingu mína, um það að borðið sé í reynd agnarlítið. Að, krónan hafi þá orðið að lækka, alveg um leið og tekjurnar minnkuðu.

Stórar launahækkanir nú myndu þíða gengissig daginn eftir - - Stefán er í reynd að biðja um, endurtekningu 8. áratugarins, þ.s. kaup hækkaði og gengið lækkaði stuttu síðar, í ritúali sem endurtekið var trekk í trekk.

Það var vegna þess, að þá neitaði verkalýðshreyfingin, að taka tillit til þess - - hve mikið fé raunverulega er til. Ekki fyrr en með þjóðarsáttarsamningunum, sem eitthvert vit komst á málin. Verkalýðahreyfingin, lækkaði í reynd verðbólgu með því, að lækka til muna kaupkröfurnar. Og verðbólgan var miklu mun lægri áratuginn þar á eftir.

Þetta er vegna þess - að kauphækkanir þegar ekki er til fé fyrir þeim - -> Fara beint í verðbólgu.

Annaðhvort þannig að innlendar hækkanir fyrirtækja og ríkis sjá um það að lækka kaupmáttinn aftur, eða að gengið er látið síga. Sú hugmynd að hafa aðhald að hækkunum myndi því ekki virka, þ.s. í staðinn væri gengið þá fellt til að triggja jöfnuðinn v. útlönd.

-------------------------------------

"Kauphækkun eykur einkaneysluna sem skapar fyrirtækjunum meiri sölufæri, fleiri störf verða þá til og skatttekjur hins opinbera hækka, sem gerir aftur mögulega hækkun lífeyris og launa opinberra starfsmanna, í sama takti."

"Hagvöxturinn verður einnig meiri með þeirri örvun sem launahækkunin veitir."

Stefán Ólafsson horfir alfarið framhjá viðskiptajöfnuðinum - - sem er þó lykilbreyta í dæminu. Fyrir utan, að það virkar ekki á Íslandi að fara leið neysludrifins hagvaxtar.

  1. Aukin neysla, fer beint í innflutning eins og útskýrt að ofan - - sem leiðir til þess að viðskiptajöfnuður landsmanna að teknu tilliti til kostnaðar v. erlendar skuldir, yrði þá fljótlega neikvæður.
  2. Þá fer Ísland eins og bent er að ofan, að greiða fyrir neyslu með AGS lánunum.
  3. Svo gleymir Stefán því, að aukinn innflutningur er frádráttarmegin í þjóðhagsreikningum, svo þ.e. raunverulega ekki mögulegt að búa til hagvöxt með þessum hætti á Íslandi. Slíkt virkar aftur á móti í samfélögum sem eru 40-80 sinnum stærri, þ.s. mun hærra hlutfall neysluvara er framleitt innan sama lands. Þá eflist sú framleiðsla, og hagvaxtaraukning raunverulega á sér stað. Einhvern veginn, virðast menn ekki skilja hvernig hlutir eru með öðrum hætti í örþjóðfélögum.
  • Þú getur ekki mögulega búið til minna ábyrga stefnumörkun fyrir okkar þjóð.
  • Ný kollsteypa væri 100% örugg.

Eina leiðin til að búa til hagvöxt á Íslandi með sjálfbærum hætti, er með því að:

  1. Fyrst auka útflutning.
  2. síðan auka innflutning - samhliða.
  • Það verður að vera þessi röð. 

 

Niðurstaða

Stefán Ólafsson, ásamt vinum hans innan Verkalýðshreyfingarinnar. Virðast nákvæmlega ekki neitt haf lært af sögu kollsteypa í íslensku þjóðfélagi. En Ísland er í grunninn afar einfalt. Því er það svo furðulegt hve margir virðast ekki skilja hvernig Ísland virkar.

Þ.e. innflutningur er borgaður með útflutningi.

Ef við skuldum í formi gjaldeyris, þarf að taka einnig tillit til kostnaðar sem fylgir þeim skuldum.

Þ.s. eftir er af gjaldeyri, eftir að búið er að borga af þeim skuldum. Er það fjármagn sem til staðar er, fyrir allt sem hér þarf að gera. Þ.e. hvort sem við erum að tala um laun. Eða aðrar þarfir, eins og þarfir ríkisins fyrir fjármagn til framkvæmda. Þarfir fyrirtækja, fyrir eigin starfsemi.

  • Stefán er að hvetja til "fullkomins ábyrgðaleysis."
  • Vegferðar sem myndi framkalla nýja kollsteypu með 100% öryggi.

-----------------------------

Þess vegna kom ég fram með spurninguna - - Er Stefán Ólafsson, Bjartur í Sumarhúsum?

 

Kv.


Monti fyrir Ítalíu!

Nýtt sameiginlegt framboð lítilla miðjuflokka á Ítalíu, undir forystu Mario Monti. Mun hafa titilinn “With Monti for Italy” eða "Með Monti fyrir Ítalíu." Greinilega telja forsvarsmenn þeirra flokksbrota, sem hafa sameinast um framboð Monti. Að nafn Monti sé helsta aðdráttaraflið fyrir framboðið.

Það áhugaverða er, að þess ber þó ekki skýr merki í nýlegum skoðanakönnunum, að framboð Monti veki mikla hrifningu kjósenda.

Monti unveils alliance as polls disappoint

Monti coalition in fourth place for Italy elections

  • ROME - A coalition of centrist parties led by Italy's outgoing Prime Minister Mario Monti is currently running in fourth place ahead of early elections in February, according to a poll published on Friday.
  1. The centre-left Democratic Party led by Pier Luigi Bersani was way ahead with 35.3 percent of voting intentions, according to the poll published by the Tecne agency for television network Sky Italia.
  2. Silvio Berlusconi's People of Freedom party came second with 19.5 percent,
  3. followed by 16.0 percent for the Five Star Movement led by populist blogger Beppe Grillo, a former comedian campaigning against corruption and in favour of environmental issues.
  4. Parties supporting Monti garnered just 12.0 percent.
  • Political commentators say Monti could ally himself with the Democratic Party if it fails to win majorities in both houses of parliament and could become finance minister in such a coalition.
  • The poll, which was conducted on December 29 after former economics professor Monti announced his intention to lead a centrist coalition, had 600 respondents and a margin of error of 4.0 percent.

Að bandalag Monti sé í 4. sæti, er ekki beint vitni um sterkan áhuga kjósenda á Monti.

Flokkurinn í 3. sæti, er kallaður popúlískur flokkur, en sá hefur skilst mér tekið mjög eindregna afstöðu gegn, niðurskurðarstefnu þeirri sem Ítalía hefur gengið í gegnum undir Monti.

Hin eiginlega keppni, virðist á milli ítalskra krata og hægri bandalags Berlusconi. Og verður áhugavert að fylgjast með því, hvort Berlusconi tekst að auka fylgið - minnka muninn.

------------------------------

"Mr Monti has said he wants to form a broad coalition of pro-Europe, pro-reform parties after the election, and aims to marginalise “extreme” elements on Italy’s left and right, as well as populist, anti-European movements."

Miðað við þetta gæti helsta von Monti verið, að komast inn í samsteypustjórn með ítölskum krötum. Hann örugglega hefur ekki áhuga á að starfa með Berlusconi. 

Spennan er þá hugsanlega, hvort Berlusconi tekst í kosningabaráttunni, að tryggja sínum flokki nægt fylgi. Til að koma í veg fyrir. Að kratar og Monti hafi meirihluta í báðum þingdeildum.

Þannig að þeir þurfi þá að semja við flokk hans, til að koma málum í gegn um báðar deildir. En gera má ráð fyrir að flokkur Grillo, hafi ekki áhuga á samstarfi við flokka sem ætla að halda niðurskurðarstefnunni áfram. Það fer nú fjölgandi svokölluðum andstöðuflokkum í Evrópu, sem yfirleitt eru kallaðir popúlískir.

Klofið þing, myndi væntanlega triggja "veika ríkisstjórn" sem litlu myndi geta áorkað.

Nema auðvitað að það verði óvænt stór fylgissveifla frá fjölmennum hópi óánægðra kjósenda, þannig að flokkur Berlusconi - óvænt fái mun meira fylgi en nú virðist útlit fyrir. 

 

Niðurstaða

Þó svo að fjölmiðlar í Evrópu, og víða. Tali um Mario Monti sem nokkurs konar bjargvætt Ítalíu. Þá er sannleikurinn sá. Að gríðarleg óánægja er til staðar í dag meðal almennings. Með stefnuna sem var fylgt sl. ár, meðan Monti var við völd. 

Það kom til, væntanlega vegna niðurskurðarprógrammsins sem sú ríkisstjórn fylgdi. En atvinnuleysi hefur farið vaxandi, auk þess að almenningur finnur fyrir þeirri lífskjaraskerðingu er varð á sl. ári.

Skv. skoðanakönnunum, er ca. helmingur kjósenda með það í huga að sitja heima. Það getur þítt, að óánægjuframboð Grillo, gæti hugsanlega fengið óvænt mun flr. atkvæði en nú virðist líklegt.

-----------------------

Mér virðist ekki sérlega líklegt, að Monti sæki sér mörg atkvæði þangað. Vegna þess, hve margir Ítalir í könnunum, tjá sig óánægða eða hundfúla með niðurskurðinn á sl. ári. Frekar, að þessir óánægðu kjósendur. Séu nokkurs konar "villt spil" sem getur hlaupið skyndilega á einhvern flokk.

Sem kemur fram með einhvers konar "plan B" sem þessir kjósendur kaupa. Spurning hvort að Berlusconi tekst slíkt.

 

Kv.


Evrunni að hnigna sem alþjóðlegur gjaldmiðill!

Á sl. áratug horfðu evrusinnar með stolti á vaxandi áhrif evrunnar. Ekki síst þegar þeim þjóðum fjölgaði sem fóru að nota evrur, í grunn gjaldeyrisvarasjóða sbr "reserve currency." Notkun evrunnar í gjaldeyrisvarasjóðum, framkallaði umtalsverða aukningu á eftirspurn eftir evrunni á sl. áratug. Og var örugglega mikilvægur þáttur í gengishækkun hennar á þeim áratug gagnvart dollar. En vaxandi styrkur evrunnar gagnvart dollar, var einnig af evrusinnum táknmynd þeirra stolts.

En árið sem leið, hefur orðið umtalsverð minnkun á notkun evru í gjaldeyrisvarasjóðum.

Fjöldi seðlabanka í heiminum, sérstaklega virðist þetta gæta meðal asískra seðlabanka, hafa selt hluta af evrubyrgðum sínum - - þannig minnkað hlutfall evra í sínum sjóðum.

Þetta er örugglega hluti af ástæðu þess, að gengi evru hefur lækkað nokkur miðað við gengi hennar fyrir ári.

"International Monetary Fund data show that emerging nations have cut the weighting of EMU bonds in their reserves to 24.7pc from a peak of 30pc at the onset of Europe’s crisis three years ago, with a record drop in the third quarter of 2012."

Þetta er auðvitað ekki risasveifla - - en eins og sést, þíðir þetta að umfang evra innan varasjóða, er komið þó niður í hvað það var akkúrat fyrir 10 árum.

Ef skuldakreppa evrusvæðis heldur áfram að magnast, getur þessi þróun haldið áfram.

 

Hrun í erlendri fjárfestingu á evrusvæði!

James Fontanella-Khan var með áhugaverða samantekt á fimmtudag:

Europe: Burnt and abandoned

  • "Between 2007 and 2011, annual investment in the 27 countries of the EU dropped by more than €350bn..."
  • "The decline was 20 times the fall in private consumption, for example, and four times the decline in the overall economy."
  • "That lost investment means companies in Europe will not generate €543bn in revenues they would otherwise have churned out between 2009 and 2020, the study estimated."
  • "Foreign direct investment has shrunk at a rate of 10 per cent a year since 2008, according to European Central Bank data."
  • "Merger and acquisition activity in Europe last year was down 34 per cent on 2011, and down 70 per cent from a 2007 peak, according to the OECD, a club of mostly rich nations."

Ég hef heyrt um þetta áður, að erlend risafyrirtæki. Séu að yfirgefa Evrópu í röðum. Það hefur einnig verið fjöldi af lokunum starfseininga.

Þetta er enn ein vísbending þess, að framtíðar hagvöxtur Evrópu verði afskaplega - afskaplega, dapur.

En eins og ég hef margoft áður sagt, hef ég miklar áhyggjur af stöðu Evrópu, vegna einmitt þess hve lélegar framtíðar horfur hagvaxtar eru. Þá hef ég tínt til, að mannfjöldaþróun í Evrópu sé þegar farin að fækka vinnandi höndum sem í boði eru. Og hitt, að verð á orku í Evrópu er orðið afskaplega hátt og fer hækkandi, meðan þ.e. t.d. ca. 1/4 þess í Bandaríkjunum. 

Svo má nefna eitt enn, en aðildarsinnar hneykslast gjarnan á stöðu samgöngumannvirkja í Bandaríkjunum, og benda á það hve mikið betra ástand þeirra er í Evrópu. En það þíðir einmitt, að ekki er unnt að íta undir hagvöxt í Evrópu með frekari eyðslu í samgöngumannvirki. Meðan að í Bandaríkjunum, er vel unnt að sjá þ.s. hugsanlega hagkvæma ráðstöfun - að ríkið slái lán fyrir umsvifamiklum framkvæmdum í samgöngum. Þannig að líkindi séu að, aukin skilvirkni hagkerfisins borgi það til baka síðar.

Í Evrópu væri sambærilegt átak, að byggja brýr til einskis og vegi einnig.

-----------------------------

Málið er að lélegri framtíðar hagvaxtargeta þíðir, að Evrópa mun eiga fyrirsjáanlega mjög erfitt með það í framtíðinni, að losna úr núverandi skuldavanda.

En vanalega leiðin, er sú að vaxa frá vandanum.

Mjög sjaldgæft að ríkjum takist að minnka skuldir, meðan þau eru í efnahagssamdrætti. Yfirleitt takist það ekki, eða líklegar er að skuldir aukist frekar en hitt hvað sem ríkið streitist á móti.

Það sé vegna þess, hve nútímaríki bera mikla samfélagslega ábyrgð. Þannig að kreppa magnar upp kostnað. Samtímis að mikil umsvif ríkisins innan hagkerfanna, þíðir að það munar verulega um það í heildarhagsveiflunni - ef ríkið minnkar sín umsvif.

Þannig að ef þ.e. ekki hagsveifla til að vega þá niðursveiflu ríkisins upp af hálfu einkahagkerfisins, þá sé mjög örðugt fyrir ríkið að framkalla skuldalækkun með niðurskurði. Því hagkerfið minnki þá á móti, þannig að hlutfall skulda af landsframleiðslu minnkar ekki - eða jafnvel hækkar.

  • Við slíkar aðstæður, sé verðbólga hin klassíska útleið af síðustu sort. 

 

Niðurstaða

Spurning hvort evrusinnar vita af því, að evrunni er farið að hnigna sem heimsgjaldmiðli?

Skelfilegt fyrir framtíð Evrópu, hve erlendum fjárfestingum hnignar nú ört.

-------------------------------

Skemmtilegur farsi: Putin hefur boðið Gérard Depardieu rússneskan ríkisborgararétt "“If Gerard really wants to have a residency permit in Russia or a Russian passport, we can consider this issue resolved positively,” Mr Putin said."

Haft eftir leikaranum: ""Mr Depardieu confirmed he had asked for Russian citizenship. “Yes, I applied for a passport, and I am glad my application has been accepted,” he wrote.""

Spurning hvenær vandi Frakklands verður að tragedíu? Fyrst að hann er í dag orðinn að farsa.

 

Kv.


Kemur Björt Framtíð í stað Samfylkingar?

Það áhugaverða við fylgissveiflu Bjartrar Framtíðar vs. Samfylkingar er, að það er lítill munur á kosningafylgi Samfylkingar og núverandi mældu fylgi Samfylkingar + Bjartrar Framtíðar. Þetta er auðvitað akademísk spurning. En formaður Bjartrar Framtíðar, segir flokkinn enn eiga mikið inni. Hann óttist ekki að flokkurinn sé að toppa of snemma. Nú, ef það væri rétt hjá honum hvorttveggja, þá ætlar hann flokknum að höggva enn dýpra í knérunn fylgis Samfylkingar framað kosningum.

Ég velti því fyrir mér eina ferðina enn - - hvenær ætlar Samfylkingin að bregðast við þeirri ógn við sína fylgislegu stöðu, sem tilkoma Bjartrar Framtíðar virðist vera?

Samfó hlýtur að fara að bregðast við þessu, með þeirri klassísku aðferð, að fara að svara þessari keppni.

Tjá sig við kjósendur, að Samfó sé helsti flokkur aðildarsinna, að aðildarsinnar eigi að kjósa Samfó.

Óttast ekki að toppa of snemma

Björt Framtíð á meira inni

VG ekki verið minni í tíu ár

Samfylking: kosningafylgi 2009 var 29,8%. Skv. ofangreindri skoðanakönnun, er fylgi Samfylkingar + Bjartrar Framtíðar 31,4%. Munar aðeins 1,6%. Samfylking tapar 7 þingmönnum miðað við þessa stöðu og fengi 13. Björt Framtíð fær 9 menn, en skv. frétt er mjög lítill munur á einum þingmanni Samfylkingar og Bjartrar Framtíðar. Þyrfti mjög litla fylgissveiflu til eða frá.

Vinstri Hreyfing Grænt Framboð: tapar 8 þingmönnum, fengi aðeins 6. Væri á ný orðinn smáflokkur.

Í heild tapar ríkisstjórnin 15 þingmönnum. Áhugavert er að skv. þessu væru samanlögð þingsæti Bjartrar Framtíðar, Samfylkingar og VG: 26.

Þannig að meirihlutinn tapast samt, þó BF sé bætt við.

Sjálfstæðisflokkur: Væri sigurvegari þessara kosninga, með 26 menn sem væri 10 í viðbót. Skv. því væri sá flokkur með pálmann í höndunum og myndi geta valið á milli 4. flokka, til meirihlutamyndunar.

Framsóknarflokkurinn: Hann virðist standa ca. í stað. Heldur sínu. Fær sama fjölda þingmanna áfram. Skv. því virðist ekki svo að BF sé að taka mikið fylgi frá framsókn. Nema auðvitað, að Framsókn hafi tekist að sækja sér annað fylgi í stað einhvers sem fór frá Framsókn yfir til BF. Kannski þessi 1,6% munur.

 

Niðurstaða

Mér finnst magnað hve Samfylking lætur sókn Bjartrar Framtíðar í fylgisgrunn flokksins yfir sig ganga. Nýr formaður hlýtur að bregðast við þessari stöðugu sókn BF. En augljóst er að BF og Samfó keppa um nákvæmlega sama fylgið. Eins og ég hef áður nefnt. Virðist Guðmundur Steingrímsson, vera orðinn hættulegasti pólitíski andstæðingur Samfylkingar. Samfylking hlýtur í kosningabaráttunni, að hegða sér skv. því.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 264
  • Frá upphafi: 847378

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 261
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband