Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Hin blá fátæka N-Kórea ætlar að skjóta á loft gervihnetti!

Þetta er magnað sjónarspil hafandi í huga hve bláfátækt þetta land er, en ekki er nema rúmlega áratugur síðan um milljón manns þar í landi er talin hafa soltið í hel.

Og þetta geimskot ógnar samkomulagi - sem felur í sér milljóna tonna af korni í matargjöfum.

 

Frétt: North Korea prepares for rocket launch

 

Sjá: North Korea rocket launch – in pictures

Mynd af eldflauginni á skotpallinum!

Mynd tekin inni í stjórnstöð skotpalls að líkindum!

 

Eldflaugin virkar ekkert ógnarstór!

Þetta getur verið samt 3-þrepa flaug. Eins og sést er neðsti hlutinn áberandi feitastur. Það er líklega fyrsta þrepið. Svo mjókkar hún verulega, þar tekur líklega annað þrepið við.

Síðan má vera að efst tróni á toppnum lítið þriðja þrep sem hafi þann tilgang að koma hverju því sem efsti hlutinn inniheldur út fyrir gufuhvolfið.

Spurning hvort krafturinn er nægur fyrir raunverulegan sporbaug - eða hvort um er að ræða stuttan parabólískann baug sem hentar í reynd fyrir hugsanlega sprengju.

Spurningin er hvort þetta er tilraun með langdrægt flugskeiti eða ekki.

En munur á flugskeyti og eldflaug til geimskota er sára litill - megin spurningin um það hvort hún getur komið hlut sem er nægilega stór til að vera nothæfur sem gerfihnöttur á stöðugann sporbaug.

En flaugum sem ætlað er að varpa í reynd sprengjum, þurfa ekki að hafa alveg nægann kraft til að geta komið hlut á sporbraut sem er stöðugur - það nægir að brautin hafi næga orku til að endast t.d. hálfa leið umhverfis hnöttinn, þá telst dæmið vera "ICBM" eða "Inter Continental Ballistic Missile."

En einnig getur verið að orkan sé ekki alveg það mikil, og flaugin geti ekki skotið hlut lengra en t.d. kvart baug eða þaðan af minna. Þá væri þetta "IRBM" eða "Intermediate Range Ballistic Missile." 

---------------------

Svo virðist sem að N-Kórea sé að undirbúa nýja kjarnorkutilraun þ.e. tilraunasprengingu.

Spurning í samhengi við eldflaugartilraunina hvort verið sé að prófa nýja hönnun af hugsanlegum kjarnaodd, þ.e. sprengja sem hefur verið hönnuð með það í huga að geta ferðast á toppi flaugar og inn í gufuhvolfið á ný, án þess að brenna upp.

Þá þarf hann að vera hannaður eins og lítið geimhylki, með hitahlífum.

 

Hvað N-Kóreumönnum gengur til, er ekki gott að segja. En nýlega var undirritað samkomulag við Bandaríkin, sem nú líklega fellur um sjálft sig, sem innibar m.a. milljónir tonna í formi gjafakorns til að draga úr vannæringu almennings.

Einn möguleikinn er að hinn nýji leiðtogi N-Kóreu, einfaldlega hafi ekki fulla stjórn á hernum, og hann fari sínu fram með þetta skot og kjarnorkutilraun.

Eitt er fullvíst að hagsmunir almennings eru mjög neðarlega á forgangslistanum.

 

Niðurstaða

En ef þetta er nýr kjarnaoddur sem stendur til að sprengja í tilraunasprengingunni sem einnig stendur til. Og ef flaugin er hönnuð til að bera hann. Og ef þriðja þrep flaugarinnar virkar sem skildi. En í síðustu tveim tilraunaskotum brást víst þriðja þrepið. Þá verður N-Kórea komin með raunverulega getu til að senda kjarnorkusprengur langar leiðir út fyrir landamærin.

Það getur verið hugsað sem fæling gagnvart hugsanlegum árásarríkjum.

En ef svo er, þá hefur það líklega einnig þau áhrif, að S-Kórea og Japan, munu auka við sínar varnir. Getur eflt það víbúnaðarkapphlaup sem komið er af stað í Asíu.

En á sl. ári kvá víst það hafa gerst, að þær upphæðir sem varið er til víbúnaðarmála í Asíu, fór fram úr sambærilegum kostnaði í Evrópu. Það hefur ekki gerst fyrr.

En sjálfsagt er það framtíðin að Asía verði fremri á því sviði.

---------------------------

Vandi Evrópu er sá að lífskjör þar eru á hærri staðli en í reynd Evrópa hefur efni á.

Þetta var kannski ekki alltaf þannig.

En skuldavanda tel ég vera vegna þess, að þegar Evrópa og Bandar. fóru að gefa eftir fyrir alvöru í samkeppni við Asíu á 10. áratugnum - þá var farin sú leið að falsa lífskjör með skuldasöfnun.

Grikkland og Ísland eru einungis meir áberandi dæmi, um sjúkdóm sem geisar víðsvegar um hinn vestræna heim.

Einn hagfræðingur hvetur til allsherjar skulda-afskrifta heiminn vítt. Falleg hugmynd.

En ég tel verðbólgu einu leiðina - að eyða umframfjármagninu með þeim hætti, að auki leiðrétta lifskjör niður í ástand sem er sjálfbært, miðað við þær núverandi bjargir sem vesturlönd ráða yfir.

Mig grunar að Evrusvæðis sé mjög sennilega á þeirri verðbólguleið.

Bandaríkin og Bretlandv neyðast sennilega til að fara hana einnig.

 

Kv.


Einn maður í krossferð við það að fjölga mannkyni

Sá þessa litlu frétt á Pressunni, og ákvað að Googgla hana, og viti menn á netinu er fjöldi frétta um málið, sjá frétt Pressunnar:

Feðraði líklega um 600 börn á starfsævi sinni - Málið komst upp fyrir tilviljun

Sjá: British scientist 'fathered 600 children' by donating sperm at his own fertility clinic 

 
 
 
Eins og sjá má, eru mennirnir 3 sem fóru að rannsaka málið, og komust að því að Bertold Wiesner væri líffræðilegur faðir þeirra - töluvert líkir honum!

Family ties: Barry Stevens with a photograph of his father Bertold Wiesner

Spurning hvernig Wiesner og konan hans leiddust út í þessa vitleysu - einn möguleiki að þeim hafi gengið ílla, að útvega sér sæðisgjafa sem uppfylltu þau skilyrði sem þau settu upp.

Hinn möguleikinn að karlinn hafi einfaldlega ákveðið að tryggja útbreiðslu gena sinna!

Wiesner's son David Gollancz

Mér finnst þetta hreint magnað mál ef lausleg áætlun kumpánanna um hugsanlegan fjölda barna líffræðilegs föðurs þeirra er einhvers staðar nærri lagi.

Þá er þetta víst heimsmet - í fjölda feðraðra barna eftir sama föður.

En þetta er í reynd sama tækni og notuð er við sæðingar nautgripa - ekkert tæknilega útilokað við það að sami einstaklingurinn geti verið líffræðilegur faðir þúsunda.

Setur þó spurningamerki við slíkar einkastofnanir sem ástunda sæðingar - þ.s. nöfn sæðisgjafa eru ekki gefin upp, og ekki er almennt séð unnt að komast að því nema í gegnum einhverja einskæra heppni, hver líffræðilegur faðir er.

En það fylgir málinu að ef gögnum er haldið leyndum, þá er engin leið að vita hvort að auglýsingar um svokallaða gæðastandarda sem eiga að vera viðhafðir - eru í raun og veru nærri sannleikanum.

 

Niðurstaða

Það má vera að Bertold Wiesner eigi heimsmetið í fjölda feðraðra barna, eftir sjálfann sig. Má velta því fyrir sér hvort þau tvö hafi vísvitandi verið að dreifa genum karlsins um víðann völl.

En sannarlega má það segja að hann hafi tryggt dreifingu þeirra. Þannig sigrað í baráttu náttúrunnar um hámörkun dreifingar eigin gena.

 

Kv.


Gallar við íbúalýðræði - hvernig má vinna á þeim?

Ég tek eftir því að á Eyjunni er reglulega flaggað dæmum frá Bandaríkjunum til að sanna galla íbúalýðræðis, sjá: Los Angeles stefnir í gjaldþrot ef íbúar samþykkja ekki skattahækkanir.

Nokkrum sinnum hefur einnig verið komið með dæmi frá Kaliforníu.

Deilan snýst um það hvort réttmætt sé að heimila íbúum að hafna skattheimtu.

Talið líklegt af ímsum að íbúar taki óskynsama ákvörðun - að hafna skatti án þess að gera ráð fyrir þeim tekjum sem þarf til að reka þau þjónustusvið við íbúa sem íbúar gjarnan krefjast einnig að séu rekin 100%.

Spurning hvernig má ef til vill komast framhjá þessum vanda!

 

Veita fullnægjandi upplýsingar!

Ef við gerum ekki ráð fyrir því að "fólk sé fífl" - heldur því að óskynsöm ákvröðun sé frekar vegna rangrar framsetningar eða rangrar upplýsingagjafar.

Þá verður þetta frekar spurning um að setja málið fram með "réttum" hætti.

Að veita fullnægjandi upplýsingar.

Ég miða þá við þá kenningu að fólk sé almennt séð skynsamt, en að það þurfi að fá allar upplýsingar sem máli skipta, svo það sé fært um að taka skynsama ákvörðun.

Það má hugsa sér að sett sé upp óháð stofnun til að meta hugmyndir sem fram koma!

  1. Þegar tillögur koma fram þ.s. lagt er til að íbúar samþykki að gjöld, útsvar eða skattar verði lækkaðir; þá þurfi þeir sem leggi fram slíkar tillögur, að koma fram með mótaðar tillögur um það - hvar skal skorið niður, um hvaða upphæðir og hvernig, hvaða þjónustu á að leggja niður, o.s.frv. Með öðrum orðum, sýna fram á hvernig skal skorið niður til að mæta tekjulækkun.
  2. Þegar tillögur koma fram þ.s. lagt er til að íbúar samþykki að útgjöld séu aukin til einhvers tiltekins málaflokks, eða að hafnar séu kostnaðarsamar framkvæmdir af einhverju tagi. Þá þurfi þeir sem leggja fram slíkar tillögur, einnig að koma fram með tillögur sem hluti af útgjaldaukningar tillögunni, um það hvernig hin auknu útgjöld skulu fjármögnuð, þ.e. hvaða gjöld skal hækka, eða útsvar eða skatta - eða hvað annað skal skera niður á móti.
  • Kenningin er sem sagt sú - að íbúar séu líklegri að taka skynsama ákvörðun þegar allar upplýsingar liggja fyrir, svo þeir geti fellt mat á heildaráhrif þeirra tillaga sem þeir standa frammi fyrir.

 

Þetta er örlítið flóknara þegar til staðar er fjárlagavandi og valkostir eru allir slæmir, þá má vera að það þurfi að hugsa þetta - öðruvísi:

  • Einn möguleiki er að íbúar fái valkosti - þ.e. niðurskurð vs. hækkun útgjalda, hækkun útsvars eða hækkun skatta.
  1. Það verði búið að áætla og fara yfir þær áætlanir af óháðri stofnun, hve mikið þarf að skera niður - ef vandann skal leysa með niðurskurði eingöngu.
  2. Að sama skapi, verði búið að áætla hve miklar hækkanir gjalda, útsvars eða skatta, þurfi til - ef vandann á að leysa með þeim hætti eingöngu.
  3. Það mætti hugsa sér að einnig væri boðið upp á þriðja valkostinn - blandaða leið.
  • Til þess að þetta gangi upp sem skildi - þarf trúverðugan matsaðila - spurning hvort Ríkisendurskoðun getur haft það hlutverk. 

 

Niðurstaða

Sumir hafa tilhneigingu til að vera dómharðir gagnvart hugmyndum um íbúalýðræði. Kastað er upp dæmum frá Bandar. þ.s. íbúalýðræði er víða hvar ástundað í miklu mun meira mæli en hér á landi.

Ég held að rétt sé að læra af Bandaríkjunum í þessu tilliti, þá á ég við með þeim hætti, að dreginn sé lærdómur um það - hvernig gallar slíks fyrirkomulags verði lágmarkaðir.

Ég held það sé vel mögulegt að lágmarka þá galla - að hámarka líkur á því að íbúar taki skynsamar ákvarðanir.

En ég er ekki þeirrar skoðunar að "meðalmaðurinn sé fífl."

Því miður virðist það svo að nokkur hópur sé einmitt á þeirri skoðun.

Vandinn snúist um rétta framsetningu og veitingu fullnægjandi upplýsinga.

Aukið íbúalýðræði hvort sem er í borgum og bægjum, eða Íslandi sem heild.

Sé mjög íhugunarverður valkostur.

En þá sé rétt að taka mið af reynslu t.d. Bandaríkjanna, sem hafa ástundað íbúalýðræði í yfir 100 ár. En þar má sjá mjög mörg dæmi um bæði kosti og ókosti þess. Þessa reynslu þarf að meta og draga lærdóm af, svo ókostirnir verði lágmarkaðir en kostirnir að sama skapi hámarkaðir.

Ég segi - vel skoðunar vert!

 

Kv.


Laun lækka treglega í Bandaríkjunum, skv. rannsókn starfsmanna San Fransico útibús Seðlabanka Bandaríkjanna!

Datt niður á þessa áhugaverðu rannsókn, sjá: Why Has Wage Growth Stayed Strong?. Það sem þessar rannsóknarniðurstöður sýna fram á, er að laun lækka treglega í Bandaríkjunum, í þeim greinum sem hafa lent í vandræðum í kreppunni núverand.

Þetta er áhugavert - því vinnumarkaður telst skv. flestum sérfræðirannsóknum í gegnum árin, vera sveigjanlegri í Bandaríkjunum en í Evrópu.

Og löndin í S-Evrópu standa öll með tölu frammi fyrir þörf á því að lækka "hrein" laun og það verulega, eitthvað í kringum 30% á Grikklandi, en kringum 20% á Spáni og á Ítalíu.

Og ef laun lækka treglega í Bandaríkjunum í vandræðagreinum eða vandræðasvæðum, hvaða von eiga löndin í S-Evrópu til að feta leið launalækkunar út úr vandræðum?

 

Samkvæmt mynd 1 virðist raun-launalækkun eiga sér fyrst og fremst stað í Bandaríkjunum, með þeirri aðferð að verðbólga raunlækki laun!

----------------------------------------------------------------

Figure 1
Inflation and wage growth through business cycles

Inflation and wage growth through business cycles

----------------------------------------------------------------

Takið eftr línunni "core inflation" en þegar verðólga er í nokkrum prósentum, geta atvinnurekendur "raunlækkað" laun, með því einu að frysta nafnvirðis-hækkanir á launum. 

Launafrysting virðist hafa skilað töluverðum raun-launalækkunum á 9. áratugnum, í þeirri umtalsverðu verðbólgu sem þá var í Bandaríkjunum.

En í kreppunni frá og með 2008, virðast mjög litlar raunlaunalækkanir eiga sér stað, en þó hefur verið verulegt atvinnuleysi í Bandaríkjunum í þessari kreppu - - en verðbólga eins og sest hefur verið lág.

Í lágri verðbólgu fæst mun síður fram raunlaunalækkun með því að frysta nafnvirðisthækkanir launa.

 

16% launþega skv. könnun, sýna enga breytingu á nafnvirði launa!

---------------------------------------------------------------- 

Figure 2
Distribution of observed nominal wage changes

Distribution of observed nominal wage changes

----------------------------------------------------------------

Rannsakendurnir vekja sérstaka athygli á súlunni sem gnæfir yfir á "0" punktinum.

Grafið er tekið árið 2011, og sýnir skv. upplýsingum "vinnumálastofnunar Bandaríkjanna" hafi það ár, 16% launþega verið í launafrystingu þ.e. engar nafnvirðis hækkanir launa.

En takið eftir því, lági staflinn fyrir aftan súluna, sýnir að lítill fj. launþega hefur orðið í reynd fyrir sára litlum launalækkunum - þ.e. rétt fyrir neðan "0%."

 

Mynd 3 sýnir þróun yfir tímabil í hlutfalli launa breytist ekki!

----------------------------------------------------------------

Figure 3
No wage changes: Hourly and nonhourly workers

No wage changes: Hourly and nonhourly workers

----------------------------------------------------------------

Takið eftir því hve hlutfall launa sem breytast/hækka ekki hefur rokið upp í kreppunni núna!

 

Laun háskólamenntaðra sýna einnig aukningu á ósveigjanleika!

----------------------------------------------------------------

Figure 4
No wage changes by education level

No wage changes by education level

----------------------------------------------------------------

Þessi mynd sýnir að aukinn ósveigjanleika launa gætir óháð menntun!

Skýring getur verið að kreppan er í fjármálaheiminum ekki síst í dag, og þar er hátt hlutfall háskólamenntaðra starfsm. - sem getur verið ástæða þess að laun þeirra séu undir þrýsingi.

 

Ósveigjanleiki launa eftir iðngreinum!

---------------------------------------------------------------- 

Figure 5
No wage changes by industry

No wage changes by industry

---------------------------------------------------------------- 

Eins og sést mælist aukning í ósveigjanleika í öllum greinum atvinnulífsins.

 

Hvað þíðir þetta?

Ég hugsa það komi mörgum á óvart að laun séu ósveigjanleg niður í Bandaríkjunum. En við nánari umhugsun ætti þetta ekki að vera svo óvænt. 

Ég mynni á þá atburðarás sem átti sér stað í kringum gjaldþrot General Motors og Crysler. En ástæða þess að farin var leið gjaldþrotsferlis var ekki síst sú, að ekki náðist samkomulag við samtök launþega í iðnaðinum, um nægilega miklar lækkanir kjara - svo þau fyrirtæki gætu borið sig.

Ekki síst var vandinn tengdur eftirlaunaþegum, en venjan í Bandaríkjunum er sá að fyrirtæki sjá sjálf um eigin eftirlaunasjóði - oft í samvinnu við launþegafélögin. Þessi kostnaður var orðinn mjög íþyngjandi fyrir GM og Crysler.

En ítrekaðar tilraunir til að fá sérstaklega eftirlaunaþega til að samþykkja lækkanir, mistókust.

Svo farin var sú leið að setja fyrirtækin í gjaldþrotsferli - þannig láta launþega og eftirlaunaþega standa frammi fyrir þeirri bjargbrún, að hætt yrði að greiða inn í sjóðina - sem voru og eru undirfjármagnaðir og hinsvegar að störfin myndu einfaldlega hverfa.

Ekki fyrr en aðilar stóðu á brún hengiflugsins náðist samkomulag sem gerði GM og Crysler það mögulegt, að halda starfsemi áfram í Bandaríkjunum.

-------------------------

Þ.s. þetta segir okkur er að launþegar eru einnig í Bandaríkjunum virkilega mjög tregir til að samþykkja lækkanir kjara með beinum hætti.

 

Niðurstaða

Niðurstaða þessarar rannsóknar bendir sterklega til þess að laun virkilega séu mjög treg-lækkanleg með beinum aðgerðum.

Það eru mjög slæmar fréttir fyrir S-Evrópu þ.s. beinar launalækkanir eru eina leiðin út úr núverandi kreppu, ef halda á evrunni.

Ef maður íhugar GM og Crysler vandræðin, þá gæti það verið ákveðin fyrirmynd fyrir framtíðina, þ.e. gefið vísbendingu þess efnis, að slíkur "brinkmanship" verði ef til vill algengur þegar stjórnendur eru að leitast við að knýja fram lækkanir launa.

---------------------------

Heildarafleiðing sem mig grunar

  1. að í lág-verðbólgu umhverfi eins og innan evrunnar þá sé ekki raunlækkun launa með frystingu, í reynd fær þ.e. að láta verðbólguna éta þau.
  2. Ef GM og Crysler dæmið er vísbending um vandann, þá verði hugsanlega slíkur "Brinkmanship" milli stjórnenda og launþega algengur.
  3. Mig grunar að auki, að algeng útkoma verði að fyrirtæki hætti störfum - störfin glatist, eða að þau hætti störfum, en nýir aðilar taki við en bjóði mun lægri kjör - en þá eru fyrri samningar ógildir.
  4. Það má meira að segja vera að gjaldþrot verði megin aðferðin til þess, að knýja fram raunlaunalækkanir.
  5. Þ.s. einhvern tíma tekur fyrir nýja aðila að endurreisa fyrri starfsemi, ekki víst þeir haldi sömu sölusamningum, eða öllum mikilvægum starfsmönnum - - þá sé hreint tjón fyrir hagkerfið töluvert.
  • Þ.s. komi þá í staðinn fyrir möguleikann á gengisfellingum, og því að verðbólgulækka laun.
  • Sé dýpri kreppur þegar þær verða, hærra hlutfall atvinnulausra, mun hærra hlutfall gjaldþrota.

Ef þetta er rétt hjá mér, þá í reynd eru þeir sem eru með fjármagn ekki endilega augljóst öruggari með sitt fjármagn í kerfi án gengisfellinga og mun lægri verðbólgu.

Því ef hrein töp verða verri í kreppum, þá finna þeir einnig fyrir því.

T.d. sjóðir eins og eftirlaunasjóðir, í stað þess að verða fyrir því að sjóðirnir skerðist í verðbólgu eða eignir þeirra það geri, fái í staðinn afskriftir þ.e. hreinar afskriftir þegar kreppur koma, og hlutafé verði verðlaust - en reikna má með því að hlutfall á tapinu lendir pottþétt á þeim.

Það kaldhæðnislega er - - að það má vera að þetta kerfi sé í reynd, minna stöðugt!

  • Það er, kreppur verði dýpri - atvinnuleysi meira, en á móti verði uppsveifla eftir kreppu sennilega einnig kröftugari.
  • Nettó útkoma einfaldlega sú - að í stað ókostanna verðbólgu og gengisfellinga - koma aðrir ókostir í staðinn; niðurstaða nokkurn vegin - - > jafnstaða hvað öryggi peninga varðar.

Þ.e. tap aðila sem eiga peninga verði heilt yfir í reynd nokkurn veginn það sama, og ef aðferðin við leiðréttingu væri áfram verðbólga og gengisfelling.

Launþegar verði ekki heldur neitt öruggari, því í staðinn fyrir raunlaunalækkanir með verðbólgu, komi meira atvinnuleysi og minna starfsöryggi að meðaltali.

 

Kv.


Túaregar í N-Mali lýsa yfir sjálfstæðu ríki - kallað Azawad

Þetta er stríð sem litla athygli hefur fengið á Íslandi, en skv. frétt Financial Times og Reuters hafa uppreisnarmenn Túarega í N-hluta Afríkuríkisins Mali, gefið út yfirlísingu um myndun sjálfstæðs ríkis í N-hlutanum. Nafnið Azawad.

 

Azawad - fann þetta kort á netinu, sjá vefslóð!

Map of Tuareg rebellion in Northern Mali (Azawad), showing towns controlled by the MNLA rebel group as of April 1, 2012

Miðað við fréttir Reuters og Financial Times virðist kortið passa við uppgefnar lýsingar.

""The Executive Committee of the MNLA calls on the entire international community to immediately recognize, in a spirit of justice and peace, the independent state of Azawad," Billal Ag Acherif, secretary-general of the Tuareg-led MNLA rebel group MNLA said on its www.mnlamov.net (sama síða í google translate)home page." - "The statement, which listed decades of Tuareg grievances over their treatment by the distant southern capital Bamako, said the group recognized borders with neighboring states and pledged to create a democratic state based on the principles of the United Nations charter."

Skv. fréttum erlendra fjölmiðla er nefndur óttinn um íslamisma, þ.e. vestrænum fjölmiðlum. En það er mjög dæmigert tal, þegar á sér stað órói af nokkru tagi í landi þ.s. íslam er meirihluta trúarbrögð.

Það sem virðist gerast er að málaliðaher Gaddhafis hafi að miklu leiti verið skipaður túareg málaliðum. Eftir að Gaddhafi var sigraður á sl. ári, voru málaliðarnir ekki lengur velkomnir í Lýbíu.

Þeir virðast hafa farið þá heim - en tekið vopnin með sér.

Þó svo ég hafi ekki mikla þekkingu á umkvörtunum túarega, við stjórnvöld í Bamako, þá eru túaregar að mörgu leiti kúrdar Afríku. Þ.e. þeir búa á Sahel svæðinu í Afríku, og sögulega séð sáu þeir um flutninga á varningi yfir Sahara auðnina á úlfaldalestum. En á seinni tíð hefur hefðbundinn lífsstandard þeirra orðið úreltur, og svæði sem þeir áður flökkuðu um að vild var skipt af nýlenduherrum og síðan hlutu sjálfstæði.

Túaregar virðast ekki í meirihluta í nokkru þeirra ríkja þ.e. Mali, Chad, Niger eða Máritaníu.

Sennilega hafa þeir því verið "afskiptir" - ég get skilið að sá draumur hafi myndast, að búa til sjálfstætt túarega land. Eins og kúrdum dreymir um Kúrdistan.

Ég hef einnig töluverða samúð með þeim draumi.

En hætta er á því, að þarna skapist nýtt Biafra stríð.

En líklegt er að ríki Afríku sameinist um það, að berja túaregana niður. En Mali er langt í frá eina landið sem búið var til án tillits til íbúa. Hinn klassíski ótti um upplausn - að opna einhvers konar Pandóru Box, getur gripið um sig.

 

Nýlendurherrarnir hafa þegar gefið út yfirlísingu - "French Defense Minister Gerard Longuet said Paris firmly rejected the declaration." - ""A unilateral declaration of independence which is not recognized by African states would not have any meaning for us," Longuet told Reuters."

Frakkar hafa fram á seinni ár, enn haft mjög mikil afskipti af sínum fyrri nýlendum.

Haft lengst af her í mörgum þeirra - þó það hafi minnkað á seinni árum.

Það kemur vart á óvart að stjv. í París, séu ekki til í að heimila fyrir sitt leiti klofning Mali í túarega land og síðan fjölmennara S-svæði, sem myndi áfram heita Mali.

En það voru Frakkar eftir allt saman, sem skópu þessi lönd þarna á svæðinu, fyrir utan Máritaníu.

Að sjálfsögðu án nokkurs tillits við íbúana.

Það væri því alveg nýtt, ef frakkar færu allt í einu að stjórna málum á svæðinu með tilliti til íbúa.

 

Niðurstaða

Sem íslendingur get ég ekki annað en haft vissa samúð með sjálfstæðisdraumum "undirokaðra" hópa í öðrum löndum. En íslendingar voru einu sinni íbúar danaveldis. Þó svo við hefðum aldrei verið beitt alvöru harðræði. Þá var okkar draumur um sjálfstæði í reynd ekki meir réttmætur en draumar t.d. tíbeta - kúrda eða túarega. Við vorum heppin, að danir voru okkur nægilega vinsamlegir.

Sjálfstæðisbarátta annarra þjóða hefur yfirleitt verið þyrnum stráð. Munum pólverja sem voru í 2 aldir undirokaðir af þjóðverjum og rússum. Munum finna sem þurftu að verja sjálfstæði sitt í Seinni Heimsstyrrjöld eða Eystrasaltlandanna sem voru hernumin af Rússum 1940 eftir stutt sjálfstæði, fengu það ekki aftur til baka fyrr en 1990.

Og sumum tekst ekki að knýja fram sjálfstæði sbr. ibo fólkið í S-Nígeríu.

Við skulum því ekki með sjálfvirkum hætti taka undir yfirlísingar gamla nýlenduveldisins.

 

Kv.


Evrukrýsan snýr til baka!

Á útmánuðum þessa árs hefur orðið eitt magnaðasta hækkunarskeið á mörkuðum sem sést hefur lengi, en frá og með cirka annarri viku í janúar hafa markaðir verið í nær samfelldu hækkunarferli í Evrópu. Á sama tíma, lækkaði vaxtakrafa bæði fyrir Spán og Ítalíu.

Bjartsýni hefur aukist á ný, og sumir meira að segja hafa verið að ganga svo langt, að halda því fram að evrukrýsan sé leyst - grikklandskrýsan sé frá vilja sumir meina, markaðir hafi róast í seinni tíð o.s.frv. 

Í Þýskalandi var bjartsýnisbylgjan ekki síst sterk, þ.s. hver mælingin eftir aðra á sýn atvinnurekenda á framtíðina, hefur mælt hærri tölur um bjartsýni - þýskir atvinnurekendur alls ekki að spá kreppu.

Innan Þýskalands hafi þeirri sýn skotið rótum, að sú formúla sem þar hafi verið haldið fram, sé raunveruleg lausn á vanda evrunnar, að síðustu mánuðir séu einmitt vísbending um það að mál séu á uppleið á ný.

 

Ekki er allt sem sýnist!

Margir óháðir hagfræðingar benda á, að lækkun vaxtakröfu fyrir Spán og Ítalíu, sé líklega að stórum hluta að þakka 1% neyðarlánum Mario Draghi Seðlabankastjóra Evrusvæðis veitt til 3 ára.

Tveir slíkir lánapakkar hafa verið veittir, samtals upp á rúmlega 1.000 milljarða evra, og mörg hundruð evópskir bankar í hvort skipti þ.e. desember og febrúar, öfluðu sér slíkra lána.

Skv. tölum þá var í kjölfarið veruleg aukning í eign bæði spænskra og ítalskra banka í formi ríkisskulda eigin lands, rúml. 20% aukning hjá spönskum bönkum skv. tölum frá fyrri hl. febrúar, og nokkru lægra hlutfall hjá ítölskum bönkum.

Ekki liggur enn fyrir hve mikið spanskir og ítalskir bankar keyptu af ríkisbréfum eigin landa í mars. En það má reikna með því að einnig í þeim mánuði hafi verið aukning á eign þeirra í ríkiskuldum.

------------------------------

Punkturinn er sá, að það virðist sem það sé raunverulega svo, að lækkun ávöxtunarkröfu á spænsk og ítölsk ríkisbréf, sé stórum hluta vegna útgáfu 3. ára neyðarlána Seðlabanka Evrópu á 1% vöxtum.

Þetta fé hafi að hluta farið í kaup á ríkisbréfum Spánar og Ítalíu.

Lækkun vaxtakröfu þessara landa geti því reynst - - tímabundin.

Þ.e. að hún gangi til baka, um leið og bankarnir verða orðnir uppiskroppa með það fé.

Spurning hvort einmitt þetta er farið að gerast?

Þetta hafi með öðrum orðum ekki verið vegna aukins trausts á Ítalíu og Spáni.

Bæði Ítalía og Spánn séu nú skv. öllum tölum í efnahagssamdrætti - og það ætti að hafa þveröfug áhrif, að draga úr trausti, hækka ávöxtunarkröfu á þeirra ríkisbréf.


Fjarar undan Mario Monti!

Að auki, virðist sem farið sé nokkuð að fjara undan Mario Monti, en hann er kominn í vandræði með breytingar á reglum, sem er ætlað að auka sveigjanleika á vinnumarkaði - - þ.e. öll ítalska verkalýðshreyfingin hefur risið upp á afturfæturna, andstaðan fer hratt vaxandi.

En Mario Monti vill leggja af reglu í lögum, sem í reynd bannar fyrirtækjum að reka fastráðna starfsmenn - en starfsm. geta áfríjað málinu til dómstóla og á meðan halda þeir fullum launum, og þar þarf fyrirtæki að verja það fyrir dómstóli að það þurfi að segja upp viðkomandi.

Þetta er e-h sem fæst fyrirtæki leggja í, svo á Ítalíu eru starfsm. í reynd æfiráðnir, um leið og þeir hafa fastráðningu.

Það þarf varla að taka fram, að fyrirtæki nýta sér mikið að ráða fólk í hlutastarf, en skv. reglum eru störf sem eru til 6 mánaða undanþegin þessum reglum, svo mjög mikið af fólki er ráðið til 6 mánaða í senn.

Þ.e. í reynd litill minnihluti starfsm. sem nýtur þessara frýðinda, nokkurs konar elíta vinnumarkaðarins, en þetta er samt bagalegt að geta ekki haft fólk í vinnu nema 6 mánuði í senn, þ.e. skapar óvissu bæði fyrir starfsm. og fyrirtæki.

En þetta ákvæði er varið með kjafti og klóm nú af ítölsku stéttarfélögunum. Skv. nýjustu fréttum, eru komnar vöflur á herra Monti, hann er farinn að bakka i málinu.

En þessi deila er nú búin að standa yfir í nokkrar vikur - og vísbendingar um hækkanir á vaxtakröfu Ítalíu sl. daga, getur gefið vísbendingu um það, að markaðurinn sé farinn að efast um það að Mario Monti nái að framkvæma þá umtalsverðu hagræðingu sem til stóð - Monti softens labour proposals.

Skv. nýjustu fréttum frá Ítalíu, eru ítalskir vinnuveitendur einnig komnir í fílu við herra Monti - Employers attack Italy’s labour reforms - en þ.e. vegna nýs frumvarps texta, þ.s. virðist að Monti hafi útvatnað fyrri tillögur um endurbætur á vinnumarkaðs löggjöfinni, sbr.:

"The government decided to revise its original plan,,,under the final draft, judges would have the possibility of ordering reinstatement if those economic justifications were found to be "manifestly baseless." A fast-track legal process would be established to deal with such cases."

Í staðinn fyrir að leggja af ákvæði 18. í vinnumarkaðslöggjöfinni, sé því breytt svo að slík dómsmál gangi hraðar fyrir sig og dómarar séu síður líklegir til að dæma fyrirtækið til að halda viðkomandi starfsm.

Ég skil alveg fílu vinnuveitenda, því skv. þessu verður áfram ákaflega erfitt að reka starfsm. með fulla ráðningu.

Sú skilvirkni sem til stóð að skapa, næst ekki fram nema að einhverjum litlum hluta.

  • Eftir að hafa heyrt þessar fréttir getur mjög vel verið - að markaðurinn sé að verðfella væntingar sínar um framvindu Ítalíu!

 

 

Síðan brást útboð á ríkisbréfum fyrir spönsk bréf á miðvikudag:

Spanish bonds hit by poor auction

Eftirspurnin reyndist ekki vera næg þ.e. 1 milljarð evra vantaði upp á fulla sölu.

Þetta hristi töluvert uppi í markaðinum, veruleg hækkun varð á vaxtakröfu Spánar og er að nálgast hæðir sem hún var í á sl. ári.

"The (Spanish) budget was pretty credible, but the international investors who have left the Spanish bond market will probably not come back," said Justin Knight, head of European rates stategy at UBS. "If this auction means that Spanish banks are running out of LTRO money and therefore stop buying as well, it could be serious news for the market."

Spanish yields rise to multi-month highs

"Spanish...10-year bond yields jumped to 5,81%, the highest since December 12...Spanish 10-year yields are up more than 7% this week, the worst since the week ending on January 6....They are also at fresh high since the ECB launched the first of its two three-year loan injections at the end of December. The ECB has pumped more than 1tn.€ into the region's financial system in the two loan tenders each of three years."

"Italian yealds...also jumped, sparking fears that the effects of the central's bank's emergency action, which triggered a powerful rally in the eurozone debt markets, is fading.

"Italian 10-year yields rose to 5,49%, meaning yields have jumped 6% this week, the worst since the end of November."

Athygli vekur samt að þetta er að gerast vikunni eftir að Mariano Rajoy kynnir til sögunnar - harðann niðurskurðar pakka.

  • Það virðist ljóst að niðurskurðarpakkinn sé ekki að auka trúverðugleika Spánar!

Harðlínumenn í Þýskalandi og innan stofnana ESB, munu sjálfsagt halda því fram að pakkinn hafi skort trúverðugleika - vegna þess að ekki sé nógu mikið skorið niður.

En Rajoy hvarf frá áður samþykktu viðmiði um halla þ.e. 4,4%, stefnir að 5,3% markmiði þetta ár í staðinn, þetta gerist í kjölfar þess að halli fór í 8,5% á sl. ári þegar tölur voru teknar saman um sl. áramót, og stefnir líklega í rúm 10% ef ekkert væri að gert þetta ár, vegna efnahagssamdráttarins sem nú er hafinn á Spáni. 

5,3% viðmið felur því í reynd í sér mjög harðann niðurskurð - en harðlínumennirnir vilja meina að með því að bakka frá 4,4% viðmiðinu þó svo miklu mun erfiðar sé að ná því í ljósi þess sem síðan hefur gerst; sé Mariano Rajoy að gengisfella Spán á mörkuðum - en harðlínumennirnir virðast einungis skoða dæmið út frá ríkishalla og skuldasöfnun, ekki það að þau atriði séu óveruleg að mikilvægi þá eru þau ekki einu atriðin sem máli skipta.

Það þarf einnig að íhuga áhrif sjálfs niðurskurðarins á framvindu mála í spænska hagkerfinu.

En meðal niðurskurður ráðuneyta og stofnana spánska ríkisins er víst kringum 17%, sem mér finnst ekki lítið - Spain’s bullfight with austerity.

  • Ég vil meina að niðurskurðarstefnan sjálf sé kolröng - en megin vandi Spánar sé ekki ríkishallinn heldur samdráttur í hagkerfinu.
  • Vegna þess að á Spáni ríkir efnahagssamdráttur - þurfi að fara mjög varlega í niðurskurði.
  • Því niðurskurður geti til skamms tíma ekki annað en aukið á þann samdrátt - sem auki atvinnuleysi sem þegar er rúml. 23%, og hækki að auki skuldir spænska ríkisins sem hlutfall af tekjum þess.
  • Skuldir spænska ríkisins eru enn innan við 70% af þjóðarframleiðslu, í reynd minni sem hlutfall þjóðarframleiðslu en skuldir þýska og franska ríkisins eru.
  • Punkturinn er sá, að með því að auka samdrátt - þá mun niðurskurðurinn a.m.k. framan-af, í reynd hækka skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu, þó svo að það dragi úr hækkun þeirra skulda þegar miðað er við upphæðirnar sjálfar.
  • En það verður að muna eftir gjaldþroti argentíska ríkisins 2000. Þegar kreppan í Argentínu hófst voru erlendar skuldir argentíska ríkisins ekki nema rúml. 50% af landsframleiðslu. En Argentíska hagkerfið féll um 25% eða þar um bil í kreppunni sem þá kom, og þá verður helmings aukning í virði erlendra skulda miðað við þjóðarframleiðslu, þ.e. 50% verður að 75-80%.
  • Það mun taka nokkrun tíma fyrir jákvæð áhrif af aðgerðum sem ætlað er að auka skilvirkni atvinnulífs að skila sér - sem útskýrir það af hverju OECD og AGS vara við mjög harkalegum niðurskurði í mjög þröngum tímaramma.
  • Um 70% skuldastaða, getur auðveldlega umhverfst í rúml 100%, án nokkurrar viðbótar við sjálfa upphæð skuldar - ef spænska hagkerfið lendir í sambærilegri hrignun og argentíska hagkerfið.
  • En þ.s. þ.e. halli, þá væntanlega aukast upphæðirnar einnig, svo að sambærileg minnkun spænska hagkerfisins, myndi geta skilað skuldastöðu spænska ríkisins upp í allt að 120%.
  • Það án þess að íhuga þá hina hugsanlegu hættu, að spænska bankakerfið geti riðað til falls, ef spænska hagkerfið fer í hratt dýpkandi kreppuástand.
  • Þannig að spænska ríkið geti neyðst til að koma því til aðstoðar - eins og írska ríkisstjórnin neyddist til að aðstoða írska banka.
  • Þetta er hrollvekja - því á Spáni var á sl. áratug síst minni húsnæðisbóla en á Írlandi, og óttast margir að mikið sé af slæmum skuldum innan spænska bankakerfisins - að þau kurl séu langt í frá öll komin til grafar.
  • Þá getur spánska ríkið sokkið mjög auðveldlega og það með ógnarhraða í mjög djúpu feni.

Mér sýnist því þessi niðurskurðarstefna vera ákaflega áhættusöm!

Spænska hagkerfið sé spilaborg - og það þurfi varfærna hönd á stýri til að leiða það út úr vanda.

Ég er á því, að spænska ríkið eigi að fara varlega í niðurskurð, en einbeita sér að því að auka skilvirkni hagkerfisins - þ.e. vinnumarkaðs aðgerðir - breytingar á skattalöggjöf og reglum, aðgerðum til að stuðla að nýfjárfestingum og hagvexti.

Harður niðurskurðir verði að bíða - þoli bið út þetta ár og það næsta.

Og það getur einmitt verið áhættan í tengslum við hina ný kynntu stefnu, sem markaðurinn er að tjá spönskum stjórnvöldum.

Ef þ.e. svo, þá mun vaxtakrafan sennilega halda áfram í hækkunarferli - þangað til að spönsk stjv. sannfæra markaðinn um það, að þau séu að beita sér fyrir hagvexti að nægilegum krafti.

Það mun einnig eiga við, ef spænskir bankar eru orðnir uppiskroppa með peningana frá Mario Draghi, og treysta sér ekki til að halda áfram að kaupa spönsk ríkisbréf skv. tilboðinu frá Seðlabanka Evrópu um peninga á 1% vöxtum.

 

Niðurstaða

Evrukrýsan hefur verið í lægð undanfarið, sá friður virðist fyrst og fremst hafa verið búinn til með aðgerðum Mario Draghi þ.e. 3 ára neyðarlánum á 1% vöxtum, sem mikill fj. evr. banka hefur nýtt sér í desember 2011 og febrúar 2012.

Áhrif þessara aðgerða eru augljóslega tímabundin, nema auðvitað Draghi haldi áfram að gefa út 3 ára lán á 1% vöxtum, t.d. að það verði 3 útgáfa slíkra í apríl.

Þá framlengjast áhrifin - en atburðarás sl. viku og þessarar, getur bent til þess að áhrif hins svokallaðar "LTRO" sé að fjara út.

Sérstaklega ætti útboð á spönskum bréfum sl. miðvikudag sem brást, að lyfta brúnum.

Áhugavert einnig, að það kemur í kjölfar þess að ríkisstjórn Spánar kynnti ný fjárlög sl. föstudag.

Hvað um það - - evrukrýsan minnir á sig, segir halló - hér er ég.

 

Kv.


Aðildarsinnaðir flokkar hrynja í fylgi!

Þetta virðist mér skýna í gegn í könnun Gallup sem kynnt var í fréttum á þriðjudag, en skv. frétt RÚV og skv. frétt MBL, þá er niðurstaðan eftirfarandi:

  1. Sjálfstæðisflokkur.....38%......28 þingmenn, bætir v. sig 12 þingmönnum.
  2. Framsóknarflokkur....13%.......9 þingmenn.
  3. Samfylking...............17%.....12 þingmenn, tapar 8 þingmönnum.
  4. Vinstri Græn.............11%......8 þingmenn,
  5. Samstaða...................9%......5 þingmenn.
  6. Björt Framtíð............<5%......kemst ekki á þing, fylgi rétt tæp 5%.
  7. Dögun......................<5%......kemst ekki á þing, fylgi rétt tæp 5%.

"Rétt er að nefna að skipting þingmanna samkvæmt þessum útreikningum tekur aðeins til kjördæmakjörinna manna þar sem tölurnar voru ekki nógu nákvæmar til að reikna hvernig jöfnunarmönnum hefði verið úthlutað."

Þetta er ábending frá Gallup, að uppbótarþingsæti vanti.

  1. Aðildarsinnaðir flokkar: 27% (ef Dögun telst aðildarsinnuð)
  2. Sjálfstæðissinnaðir flokkar:  73%.
  • Athygli vekur að Samfylking fékk 29,8% atkvæða í kosningunum vorið 2009.
  1. Aðildarsinnar hafa því ekki bætt við sig fylgi - með því að fjölga aðildarsinnuðum flokkum.
  2. Að auki, njóta ríkisstjórnarflokkarnir samanlagt einungis 28% fylgi.
  • Sjálfstæðisflokkur virðist með pálmann í höndunum, getur myndað 4 mismunandi meirihluta.
  • Framsóknarflokkurinn heldur sínu nokkurn veginn, fékk 14,8% í kosningunum 2009, má reikna með því að mismuninum verði náð og sennilega betur, í kosningabaráttu.

Virðist ljóst að hinir nýju flokkar eru ekki að taka fylgi frá Sjálfstæðisflokki né Framsóknarflokki.

Þetta er alveg í samræmi við þ.s. ég hef lengi talið fullvíst!

Hinn nýji flokkur Lilju, Samstaða er klárt með öruggt þingfylgi, og er líklega að taka það megni til af Vinstri Grænum. En fylgi VG minnkar miðað við kosningafylgi um 10,7%.

Samfylking tapar 12,8% ef þetta væru kosninganiðurstöður, en lagt saman nálgast fylgi Bjartrar Framtíðar og Dögunar 10% þ.e. sennilega um 9% ef báðir mælast rétt innan við 5%. Þetta getur verið sterk vísbending um fylgissveiflu frá Samfylkingu yfir til þessara tilteknu flokka.

Samfylking hlýtur að fara að bregðast við þessari nýju ógn frá þessum tveim nýstofnuðu flokkum, þ.e. að í stað þess að aðildarsinnar séu að stækka fylgisgrunn við aðild - eins og hugmyndin var að yrði raunin - virðast þeir þvert á móti míga í skóinn hjá hverjum öðrum.

Ég reikna með því, að Samfylking hljóti með tíð og tíma, að setja áróðursmaskínu sína í gang, til að verjast þessari ásókn í hennar fylgi.

Fari að hvetja aðildarsinna til að kjósa Samfylkingu, þannig að samkeppni aðildarsinna um hið augljósa takmarkaða fylgi við aðild, verði enn hlægilega skýrari :)

 

Niðurstaða

Þetta er allt að ganga eftir eins og ég spáði, þ.e. að þess í stað að fjölgun aðildarsinnaðra flokka, myndi kalla fram fjölda aðildarsinnaðra atkvæða sem væri til staðar í öðrum flokkum, þá séu aðildarsinnar einfaldlega að togast á um sömu atkvæðin. Svo að fjölgun aðildarsinnaðra flokka, þíði ekkert annað en það að búa til kraðak smárra aðildarsinnaðra flokka sem níða skóinn hver af öðrum. Klofning aðildarsinna þannig eins og var áður um klofning vinstrimanna, veiki aðildarsinna í reynd því atkvæðin nýtist síður.

Sérstaklega verður það gaman, að ef flokkur Guðmundar Steingrímss. myndi ekki ná 5% markinu, væri rétt undir. Þá falla þau atkvæði dauð. 

 

Kv.


Vísbendingar um dýpkandi kreppu í Evrópu!

Þetta á reyndar - nánar tiltekið - einkum við Evrusvæði. En á mánudag gaf fyrirtækið MARKIT út nýjar tölur, en það fyrirtæki sérhæfir sig í því að gefa út margvíslega tölfræði sem mjög víða er fylgst með.

  • Það sem ég fylgist nú reglulega með, er svokallaður PMI stuðull þ.e. "Purchasing Managers Index." 
  • En MARKIT reglulega gerir kannanir meðal pöntunarstjórar helstu fyrirtækja í einstökum Evrópuríkjum, og mælir "PMI" stuðullinn aukningu eða minnkun pantana.
  • Og aukning eða minnkun gefur sterka vísbendingu um þóun efnahagslífs næstu vikurnar á eftir.

Tölur yfir 50 er aukning - undir 50 er minnkun - en jafnt og 50 er stöðnun.

Countries ranked by Manufacturing PMI® (Mar.) - Markit Eurozone Manufacturing PMI

  1. Austria 51.5 3-month low
  2. Ireland 51.5 10-month high - NCB Republic of Ireland Manufacturing PMI
  3. Netherlands 49.6 2-month low - NEVI Netherlands Manufacturing PMI
  4. Germany 48.4 3-month low - Markit/BME Germany Manufacturing PMI® – final data
  5. Italy 47.9 6-month high - Markit/ADACI Italy Manufacturing PMI
  6. France 46.7 33-month low - Markit France Manufacturing PMI® – final data
  7. Spain 44.5 3-month low - Markit Spain Manufacturing PMI
  8. Greece 41.3 3-month high - Markit Greece Manufacturing PMI

Takið eftir, að pantanir á Grikklandi minnka um 8,7% miðað við mánuðinn á undan, en þetta kemur á hælana á mesta samdrætti í PMI fyrir fyrirtæki á Grikklandi sem MARKIT hefur mælt mánuðina 2 á undan.

  • Skýrslan um Grikkland er mjög "depressing" aflestrar - sjá hlekk að ofan.
  • Ég öfunda virkilega ekki þann sem er að leitast við að halda lífi í rekstri á Grikklandi. 

Það er þó enn áhugaverðara, að pantanir á Spáni minnka um 5,5% milli mánaða, og skv. MARKIT hafa nú pantanir minnkað samfellt í 11 mánuði á Spáni, en aldrei hafi minnkunin verið hraðari en síðustu 3 mánuði þ.e. upphaf þessa árs, og mars hafi verið sá versti af þeim þrem.

  • Spænka hagkerfið greinilega á niðurleið.
  • Og ríkisstjórn Spánar var í sl. viku að kynna mjög harðann niðurskurðarpakka.

Það vekur þó sérstaka athygli, tölur yfir pantanir í Frakklandi og Þýskalandi, en pantanir fyrirtækja minnka í báðum löndum í mars, í fyrsta sinn síðan í desember. Og minnkunin í Frakklandi er hreint ekki "óveruleg." Þ.e. meiri en þann mánuð á Ítalíu.

  • Spurning hvort kreppan í S-Evrópu sé farin nú loks að toga Þýskaland og Frakkland niður. 
  • Munum að pantanir segja til um samdrátt næstu vikna.
  • Með öðrum orðum - hvernig ástand verður í apríl.

Ítalía virðist sýna samdrátt í mars í pöntunum, fyrst og fremst vegna minnkunar í neyslu, meðan að í fyrsta sinn í nokkurn tíma, aukast pantanir erlendis frá. Sem eru góðar fréttir fyrir Mario Monti.

  • Á Ítalíu hefur þó PMI verið í minnkun nú samfellt síðan í október 2011. 

 

Til að kóróna allt saman hefur atvinnuleysi á evrusvæði aukist!

Euro area unemployment rate at 10.8%

Það er búin að vera stöðug aukning á atvinnuleysi á evrusvæði sl. 12 mánuði, skv. því sem fram kemur í tilkynnningu EUROSTAT.

Það stefnir hraðbyri í 11% og síðan þar yfir.

 

Niðurstaða

Því miður sé ég ekki annað framundan á evrusvæði en dýpkandi kreppu. En nær öll aðildarríki evrusvæðis hafa kynnt að til standi að grípa til útgjaldaniðurskurðar. Misjafnt eftir ríkjum hve harður sá er, en meira að segja Holland og Þýskaland, eru að herða að sér með útgjöld.

Þannig að ljóst er að Þýskaland hundsar gersamlega tilmæli frá AGS og OECD um að, gefa lausari taum til að draga úr heildarsamdrætti í eftirspurn á evrusvæði.

En öfugt við þýskmenntaða hagfræðinga, er ég ekki á því að aukinn hraði á útgjaldaniðurskurði sé rétta leiðin, til að skapa forsendur fyrir endurkomu hagvaxtar á næstu misserum.

Þvert á móti tel ég fullvíst, að þegar "samdráttaraðgerðir" ríkisstjórna aðildarrríkjanna fara að bíta enn frekar á næstu vikum og mánuðum, þá aukist efnaahagssamdrátturinn á evrusvæði enn frekar.

Að seinni hluti ársins verði verri en sá fyrri alveg eins og í fyrra, nema að nú er árið að byrja í kreppu.

Engin endurkoma hagvaxtar fyrir lok árs, eða snemma á því næsta.

 

Kv.


Þarf að búa til verðbólgu á evrusvæði! Hún þarf að vera yfir 5% cirka í áratug!

Þetta er áhugaverð niðurstaða sem lesa má út úr merkilegri ritgerð: The Euro’s Three Crises. Þetta er áhugaverð rannsóknar-ritgerð, sem sýnir m.a. fram á þann áhugaverða hlut.

  • Að það bæti mjög líkur á því, að lönd geti kostnaðarlækkað sig í samanburði við önnur lönd, ef meðalverðbólga er nægilega há.
  • En ef hún er mjög lág, þá verði ekki kostnaðarlækkun framkvænd, nema með mjög erfiðum efnahagsaðgerðum sem fylgi mjög erfiðar efnahagslegar hliðarverkanir.

Hann bendir á að eftir 10. áratuginn séu bara 3 dæmi um umtalsverða innri kostnaðaraðlögun landa, þ.e. Eistland cirka 7% raunlækkun, og Írland cirka 4%. Japan sé þriðja dæmið.

En áratugina 2 á undan, hafi fjölmörg dæmi verið um það, að lönd hafi hlutfallslega kostnaðarlækkað sig, með því einfaldlega að vera með lægri verðbólgu en samkeppnislöndin.

  • Þetta sé í eðli sínu til muna auðveldara í framkvæmd ef meðalverðbólga sé á bilinu hærri en 5%, en ef hún er milli 2-3% eins og tímabilið eftir 10. áratuginn.
  • En til að kostnaðarlækka, þarf land með of háan kostnað, að hafa lægri verðbólgu en þau lönd sem það hefur glatað samkeppnishæfni við yfir nægilega langt tímabil.

Hann gerir einnig samanburðarrannsókna á Bandaríkjunum, en  vegna þess að Bandaríkin eru stórt landsvæði með mörgum fylkjum og þau hafa verið til í meir en 100 ár með sameiginlegan gjaldmiðil, þá er unnt að rannsaka þetta all ítarlega með skoðun á Bandaríkjunum.

" Shambaugh (2012) uses price data for 27 U.S. metro areas from 1961 to 2010 (not all regions are available at the beginning of the sample) to see if metro areas can have falling prices relative to the rest of the U.S. currency union.32 Using the same standards for an internal devaluation, but comparing each metro area to the median inflation rate for the nation,

  • Table 1 shows that in the U.S., internal devaluations do take place prior to 1991, albeit rarely.
  • With 2 exceptions, though, they do not happen at all after the U.S. moved to a lower inflation period post 1990.33
  • U.S. inflation averaged over 5% from 1968 to 1990
  • but averaged 2.5% from 1991 to 2010.
  • There were also no internal devaluations in the period 1961-8 when inflation averaged just 1.7%."

Það ætti öllum að vera gersamlega augljóst, að ef verðbólgan er mjög lág eins og hún er á evrusvæði, þá er til mikilla muna erfiðara að hafa lægri meðalverðbólgu en önnur lönd innan sama svæðis, en ef verðbólga svæðisins að meðaltali væri töluvert hærri, þ.e. 8-10%.

 

Þetta sé ekki síst bagalegt, vegna þess hve stór kostnaðarvandi tiltekinna aðildarlanda evrusvæðis er:

  1. "Greek prices rose roughly 30% since 1999 relative to Germany (20% compared to the euro area ex-Germany). "
  2. "Spain’s prices rose by 20% and 10% respectively."
  • "To regain competitiveness at a rate of 5% over 3 years would require a decade of internal devaluation in Greece."

Veltið þessu fyrir ykkur:

  • Það þarf 30% verðhjöðnun í Grikklandi miðað við Þýskaland.
  • Það þarf 20% verðhjöðnun á Spáni miðað við Þýskaland. 

Og á sama tíma mun Þýskaland heimta að verðbólgu verði haldið innan við 3%, helst sem næst 2%.

Það verður virkilega stórt trix að framkvæma innri kostnaðaraðlögun í þetta lágu verðbólgu-umhverfi.

 

Niðurstaða

Það myndi bæta mjög líkur á því að lönd í vanda innan evrusvæðis, myndu gefa framkvæmt svokallaða innri kostnaðaraðlögun miðað við önnur lönd innan evrusvæði, ef verðbólga innan evrunnar myndi að meðaltali vera í heilann áratug yfir 5%.

Ef hún verður áfram innan við 3%, verður innir kostnaðaraðlögun hrikalega erfið í framkvæmd, sérstaklega þegar það er haft í huga hve stór hún þarf að vera í S-Evrópu.

Ég held að ég hafi rétt fyrir mér, þegar ég segi - að svo stórar kostnaðaraðlaganir hafi aldrei áður í hagsögu heimsins, verið framkvæmdar í þetta stórum löndum, í umhverfi þetta lágrar verðbólgu.

-------------------

Ég hvet alla til að lesa ritgerðina sem ég hlekkja á að ofan!

 

Kv.


Hvar á að gera jarðgöng?

Um þetta er reglulega rifist, og sitt sýnist hverjum. Vandinn er ekki síst að hvaða göng eru mikilvægust fer gersamlega eftir því út frá hvaða forsendum þú skoðar málið. Þú færð gersamlega ólíka röð í mikilvægi eftir því hvort þú raðar dæminu upp skv. efnahagslegum forsendum eða hvort þú raðar því upp eftir félagslegum forsendum.

 

Efnahagslegar forsendur

Í reynd sára einfalt, sníst um það hvar það skilar mestum þjóðhagslegum gróða að setja upp jarðgöng. Vanalega er hagkvæmara að tengja saman fjölmenna staði en fámenna. Þá er útgangspunkturinn - hvar er unnt að skapa gróðavænleg atvinnusvæði, eða gera slík sem fyrir eru enn öflugari.

Þarna er ekkert tillit tekið til félagslegra þarfa.

Þ.e. einmitt út frá þessu sjónarmiði sem jarðgöng undir Vaðlaheiði eru sigurvegarar. En mælt út frá félagslegum óþægindastuðli, eru þau í allt annarri forgangsröð - eins og sést á þeirri gagnrýni að svæðið þurfi mun minna á göngunum að halda en mörg önnur svæði.

Ef aftur væri horft á að hámarka fjárhasglegann ávinning af gangagerð, þá væru næstu göng í beinu framhaldi, göng undir Fjarðarheiði sem tengir Seyðisfjörð við Egilsstaði.

  • Það sem þá vinnst, er að hafa láglendisveg alla leið frá Seyðisfirði til Eyjafjarðar.
  • Það myndi þíða, að Seyðisfjörður yrði útflutningshöfn og innflutnings, fyrir allt svæðið frá Austfjörðum alla leið til Eyjafjarðar.
  • Í reynd væri þá komin staður eða svæði, sem gæti keppt við Reykjavík.

Ef svo væri haldið áfram að miða við þjóðhagslega hagkvæmni eingöngu, þá ætti í framhaldi af Fjarðarheiðargöngum, að gera flr. göng á Austfjörðum til að tengja svæðið betur við meginsvæðið - Seyðisfjörð/Egilsstaði - til að efla svæðið enn frekar.

 

Ef mælt út frá félagslegri þörf

Þá líklega þarf mest að gera göng á Vestfjörðum, því ekkert svæði hefur stærri óþægindi sem unnt er að taka af með gangagerð en Vestfirðir. En vegalengdir í sumum tilvikum margfaldast á vetrum, því láglendisvegir í tilvikum eru gríðarlega mikið lengri í km. talið. Í tilvikum lenging um meir en 100km. til að komast í þjónustu.

Þetta svæði er á hinn bóginn síðast í röðinni, ef mælikvarðinn er þjóðhagsleg arðsemi, sem ræðst af því hve Vestfirðir eru fámennir.

Vestfirðingum hlýtur að finnast þeir afskiptir - en vandinn er hjá þeim að í lýðræðissamfélagi, vinna oftast nær þeir sem eru fjölmennari yfir hagsmuni þeirra sem eru fámennari.

Þarna sést rifrildið um þörf vs. ávinning í hnotskurn.

Sannarlega eru göngin í gegnum Vaðlaheiði mjög aftarlega í forgangröð út frá félagslegum mælikvörðum.

En þau vega mun meir en göng á Vestfjörðum, ef miðað er við þjóðhagslegann ávinning, vegna þess að þau stækka fjölmennasta atvinnusvæðið á landsbyggðinni.

Það gerir þau göng mikilvægust út frá þjóðhagslegum ávinningi, sem mælir fyrst og fremst, hvað skilar mestum peningum.

 

Niðurstaða

Göng undir Vaðlaheiði verða næstu jarðgöng gerð á Íslandi, vegna þess að Eyjafjarðarsvæðið og Noðurland Eystra vill þessi göng, og það er fjölmennasta svæðið á landsbyggðinni.

Hefur því einnig mest pólitísk áhrif á Alþingi.

Í lýðræðisfyrirkomulagi, vanalega vinna hagsmunir þeirra fjölmennu yfir hagsmuni þeirra fámennu.

Ég spái því að Vestfyrðingar haldi áfram að vera aftarlega í röðinni, vegna þess hve fámennt það svæði er, þó svo að mælt út frá félagslegum mælikvarða, sé þörf þeirra fyrir jarðgöng langmest.

Virkilega hlýtur þeim að finnast þetta ósanngjarnt.

En heimurinn er ekki sanngjarn.

Hann hleður alltaf undir þá sterku - þá fjölmennu.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 46
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 547
  • Frá upphafi: 847268

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 522
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband