2.1.2019 | 22:54
Trump segir lokun bandaríska ríkisins standa eins lengi og þarf - 13 dagar í lokun frá með fimmtudegi
Endurtek þ.s. ég sagði síðast, að mér er slétt sama hvaða innflytjenda-stefnu Bandaríkin fylgja, og að auki hvort Bandaríkin verja milljörðum dollara til að reisa öflugari landamæragirðingar en áður, eins og Trump heimtar.
--Trump heimtar 5 milljarða dollara til þess að hefja byggingu þeirrar landamæragirðingar sem hann lofaði kjósendum sínum 2016 -- þekki ekki hvort þ.e. rétt, en Demókratar segja raunverulegan kostnað 23 milljarða dollara, 5 milljarðar sem DT talar um sé - einungis til að hefja verkið.
--Hinn bóginn er það gjarnan klassískur þáttur í slíkum deilum, hver kostnaður raunverulega er. Þeir sem eru á móti, nefna gjarnan hærri tölur en þeir sem vilja reisa e-h tiltekið.
Lengsta lokunin á bandaríska ríkinu var í tíð Bill Clinton - 21 dagur!
Trump pushes for border wall money as top lawmakers receive briefing
Democrats hatch plan to end shutdown and corner Trump
Demókratar ætla sér ekki að gefa eftir tommu.
Forsetinn segist ekki ætla sér það heldur.
--Demókratar voru að taka formlega við stjórn Fulltrúadeildar.
Þeir ætla sér að samþykkja frumvarp sem gerir ekki ráð fyrir fjármögnun-arkröfu forsetans.
Það virðist ljóst, að meirihluti Repúblikana í Öldungadeild, muni fella það frumvarp.
--Sem þíðir þá, að væntanlega er það þá sent aftur til baka til Fulltrúadeildar.
- Spurningin er hversu langan tíma þetta tekur.
- Því mér er það ekki augljóst - að Demókratar eða forsetinn, meti það skv. sínum hagsmunum að gefa eftir.
--Ef hvorugur það vill, heldur deilan einfaldlega áfram.
Deildir Bandaríkjaþings geta endurtekið sent frumvörp fram og til baka, ef þeim sýnist svo.
Impact on U.S. government widens on 12th day of shutdown
Það sem gerist á meðan hjá bandaríska ríkinu - að allt að 800þ. starfsmenn, annað af tvennu eru í launalausu leyfi - eða þurfa að vinna án launa, þ.s. þeir eru metnir of mikilvægir.
--T.d. starfsmenn við landamæra-eftirlit og þeir sem sinna eftirliti á hafinu.
--Sem verða þá að vinna án kaups.
Þeir sem þurfa að vinna auðvitað fá auðvitað greitt alltaf á endanum - bankar þekkja þetta vandamál, og líklega veita fólki aukna heimild. Það er að sjálfsögðu ekki án kostnaðar.
--Hinn bóginn, fyrir þá flesta sem ekki eru metnir þetta mikilvægir, þá er þetta að sjálfsögðu óþægileg blóðtaka - m.ö.o. fá auðvitað ekki laun fyrir launalaust leyfi
Síðan auðvitað er margvísleg þjónusta er ríkið veitir í lágmarki.
- Hinn bóginn, ágerast lokanirnar smám saman - eftir því sem það fé sem lausafé ríkisins skreppur saman.
- Á enda, fer það að hafa tilfinnanleg áhrif fyrir almenning.
Hingað til hefur þetta alltaf sloppið fyrir horn - þannig séð, að almenningur hefur ekki mikið orðið þessa var, að þjónusta ríkisins sé í lágmarki um stuttan tíma.
Hinn bóginn, má vera að núverandi lokun verði að öðruvísi atburði en hingað til.
Enda virðist, gagnkvæm andúð - meiri ef e-h er, en áður.
--Þó hún hafi virst ærin áður, virðist mér gjáin milli fylkinga innan Bandaríkjanna, aldrei hafa verið víðari en nú.
- Þess vegna er alveg hugsanlegt að þessi lokun verði að sögulegum atburði.
- Að hún rjúfi metið frá tíð Clintons.
Eða kannski gefur einhver eftir -- treysti mér ekki til að giska hvor aðila.
Möguleiki er alveg til staðar ef almenningur fer að verða fyrir tilfinnanlegum áhrifum - t.d. ef elli- og örorkubætur berast ekki, að upp spretti mótmæli.
En hvort þau mundu mótmæla forsetanum, eða þing-demókrötum mundi á þá eftir að koma í ljós.
Hugsanlega gætu báðar fylkingar staðið fyrir slíkum sennum, fólki hugsanlega orðið heitt í hamsi á götum Washington.
--Hvort dramað rís það hátt kemur allt í ljós síðar.
Niðurstaða
Ég bý ekki í Bandaríkjunum, þannig að þessi deila um landamærin þar - snertir mig nákvæmlega ekki neitt. Mér er þannig séð einnig sama, hvernig bandaríska þjóðin er samsett, þ.e. hvort hún er meir enskumælandi eða hvort spænska smám saman taki yfir - eins og sumir óttast.
--Hinn bóginn skilst mér, að fleiri innflytjendur komi til Bandaríkjanna frá Asíulöndum - en frá S-Ameríku. Hinn bóginn, að innflytjendur frá Asíu séu yfirleitt menntaðri síður fátækir.
Samsetning bandarísku þjóðarinnar sé að breytast, en akkúrat hvernig sé enginn fasti.
Hinn bóginn eru Bandaríkin mikilvæg, stórar pólitískar deilur þar geta haft áhrif út fyrir landamæri þeirra.
Það sé því full ástæða að fylgjast með.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Nýjustu athugasemdir
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Einar, getur þú sagt okkur hver efnahagsstefna Harris var? 8.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: 1: USA geta alveg verið sjálfu sér næg um allt, ef þau vilja. ... 8.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Sammála þér Einar en það mætti bæta við að Trump er algjör meis... 7.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Grímur Kjartansson , nema að Trump fer akkúrat öfugt að -- tala... 6.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Þú hefur heyrt um speak softly and carry a big stick Ef sölu... 6.11.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 677
- Frá upphafi: 855956
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 629
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikilvægi Bandaríkjanna, er að hverfa ... hægt er að segja að öll pólitík, sem bandaríkin hafa rekið síðan 2000 eru mistök, á mistök ofan.
Hugmynd trumps, að reyna að bjarga þessu er af góðum sprota kominn ... en ekki raunsæ, því Trump er sjálfur úr þeim hópi ríkra einstaklinga sem hagnast á að rífa niður. Allar viðræður hans við Kína og önnur riki, byggjast því á því að ná "hagnaði" fyrir Bandaríkin, og því verður Evrópa sá aðili sem fær að borga brúsann. En einhvers staðar, verða peningarnir að koma.
Sem dæmi, að verð á hlutum eykst, er dæmi um að efnahags kerfi þjóða er á hausnum. Í dæmum eins og Svíþjóð, þar sem verð eykst ekki ... heldur minkar hagnaður kaupmanna.
Hvað varðar múrinn, þá er bygginst hans sett í lög ... en influtningur manna úr Mexíkó, er ein af ástæðum þess að Bandaríkin hafa verið á niðurleið undanfarna áratugi. Almenningur Bandaríkjanna "VILL" loka landamærunum, en Trump og aðrir ríkisbubbar landsins, vilja hafa stjórn á honum ... meðan róttækir vinstri menn, sem í raun óska algers hruns Bandaríkjanna, vilja hafa hann al opinn.
Örn Einar Hansen, 3.1.2019 kl. 20:00
Einar Það vilja öll ríki hafa lokuð landamæri og tæknilega eru þau það á Íslandi en málið er að fararækin hingað eru opin og öllum frjálst að komast til landsins.
Þetta er menning sem kom með ESB. Viljum við þetta. Nei allir eiga rétt á að hafa sín landamæri lokuð þar með bandaríkin sem aðrar þjóðir. Einar þú verður að hafa skoðun á því.
Hvor vinnur Pelósý eða Trump en ég er hræddur um að Pelósi sem kann bara að segja NEI hver svo sem rökin eru. Reyndar getur hún ekki hugsað lengur og er eins og róbot.
Valdimar Samúelsson, 4.1.2019 kl. 10:06
Valdimar Samúelsson, ég held að ekkert land í heimssögunni - hafi getað viðhaldið algerlega lokuðum landamærum. Meira að segja ef þú tekur múrinn sem var í kalda-stríðinu milli Austur og Vestur Þýskalands - þ.e. 2-faldar girðingar - jarðsprengjusvæði milli girðinga, verðir með hríðskotavopn og skipanir að skjóta -- sluppu sem einhver tugir þúsunda yfir til V-Þýskalands á þeim árum sem múrinn stóð.
--Ég held að draumurinn um "lokuð landamæri" sé óraunhæfur.
--Þú getir gert þau -- það sem við getum kallað, hæg-lek, þ.e. minnkað lekann með dýrum aðgerðum.
--Spurningin sé þá, hversu miklu fé vill landið til kosta - ár hvert - til að lágmarka lekann á landamærunum?
Raunverulega spurningin er um kostnað - að mínu mati - þ.e. hve marga landamæraverði er þjóðin til í að borga, hve umfangsmikil mannvirki - muna þau þurfa viðhald, einnig stöðugt eftirlit til að forða þau séu skemmd.
--Þessu fylgir mikill kostnaður.
Í öllum löndum er mikil keppni um þann pening sem ríkið hefur til umráða.
--Einföld þumalfingursregla, að því minni leka þú vilt, því meiri verður kostnaðurinn.
Þannig, lekinn er í takt við það -- fé sem þú ert tilbúinn að verja til þess af almannafé, að halda lekanum við landamærin í lágmarki.
--Fæst lönd, tíma að verja það miklu fé til landamæra-eftirlits og víggirðinga, til að gera þau raunverulega ófær þeim sem vilja leggja það á sig að laumast yfir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.1.2019 kl. 18:51
Þakka Einar Þetta er ekki spurning um peninga í Bandaríkjunum. Þeir hafa eytt margfalt þessari upphæð í stríðsrekstur heldur er þetta spurning um nú í þessu tilfelli að láta Trump ná ætlunarverki sínu. Bandaríkjamenn hjálpuðu Mexico við að byggja suður langamærin. Ég sé að Mexico mun hjálpa Bandaríkjamönnum þegar þeir eru búnir að koma þessu í gang. Það verða allir að hafa virk landamæri og öll jaðarlönd gera þetta.
Valdimar Samúelsson, 5.1.2019 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning