4,8 milljónir starfa mundu tapast ef Trump fer í viðskiptastríð við Kína og Mexíkó

Þetta kemur fram í mjög áhugaverðri skýrslu - þ.s. höfundar leggja út frá hótunum Trumps um háa tolla á Kína, og háa tolla á Mexikó.
--Skýrsluhöfundar teikna upp 3-sviðsmyndir.
Ef maður miðar við sennilega sviðsmynd þ.s. Trump fyrirskipar háa tolla skv. nýlegum hótunum.
Og Mexíkó og Kína - svara með sömu tollum á móti á bandarískar vörur.

Er niðurstaða skýrslunnar um afleiðingar - eftirfarandi!

Assessing Trade Agendas in the US Presidential Campaign

  1. "In the  full trade war scenario, employment in 2019, the trough of the recession, falls by nearly 4.8 million private  sector  jobs, more than 4 percent below  baseline  private sector employment."
  2. In absolute terms, the largest job losses occur in nontrade service sectors, such as wholesale and retail distribution and sales, restaurants, and health care..." - "...fall in employment and income ripples through the community, depressing demand for cars, home improvements, restaurant meals, and purchases of nonessential goods..." - "Establishments providing those goods and services cut hours or lay off employees, causing millions of people whose jobs are not associated with international trade to lose their  jobs. The devastating effect on nonbusiness services sectors would inflict disproportionate hardship on low- skill, low-income workers."
  3. "Washington State is the worst affected, with 5 percent  private sector job loss, followed by California, Massachusetts, and Michigan in the 4.5–5 percent range. A  broad swath of states that includes Connecticut, Illinois, Indiana, Kentucky, Maryland, Minnesota, New  Hampshire, New Mexico, New York, North Carolina, Ohio, Pennsylvania, Rhode Island, Texas, Wiscon- sin, and Utah experience private sector employment declines of more than 4 percent."

Þær iðngreinar er verða fyrir mestu tjóni í formi fækkaðra starfa!

  1. High-speed drives and gear manufacturing 10.2%
  2. Construction equipment manufacturing 10%
  3. Iron and other metal ore mining 10%
  4. Semiconductor equipment manufacturing 9.7%
  5. Other metalwork  manufacturing 9.6%
  6. Fluid power equipment manufacturing 9.6%
  7. Plastics equipment manufacturing 9.6%
  8. Turbine manufacturing 9.5%
  9. Truck trailer manufacturing 9.5%
  10. Compressor manufacturing 9.4%
  11. Industrial furnace and oven  manufacturing 9.4%
  12. Aluminum production 9.4%
  13. Power, transmission, and transformer equipment manufacturing 9.4%

 

Má vera að það komi einhverjum á óvart - stærð efnahagstjónsins

  • Skv. skýrslunni - þá eru Mexikó og Kína samanlagt -- 1/3 allra heildarviðskipta Bandaríkjanna.

Efnahagshöggið skýrist þá af því.

  1. Þegar Trump setur háa tolla á varning frá þeim löndum -- hækkar verðið á þeim varningi innan Bandaríkjanna -- það eitt hefur áhrif til þess að minnka neyslu innan Bandaríkjanna, og þar með - fækka störfum í verslunar- og þjónustugeirunum.
  2. Þegar löndin 2-leggja háa tolla á móti á varning frá Bandaríkjunum -- þá verður við það högg sem lendir á fjölda bandarískra framleiðslufyrirtækja -- sem þá verða að skera niður, minnka við sig - hvort tveggja tapa Bandaríkin útflutningstekjum, og fjöldi fólks tapar vinnunni hjá útflutningsfyrirtækjunum sjálfum.
    --Það leiðir síðan yfir í neyslu, að hún dregst saman -- aftur með þessum hætti.
    --Sem aftur leiði til frekari fækkunar starfa í verslun og þjónustu.
    Þau viðbótar töpuðu störf auka frekar á höggið á hagkerfið - heilt yfir.
  3. Samdráttur verður þá í eftirspurn innan hagkerfisins -- eftir nánast öllu.
    --Sem birtist í töflum í skýrslunni sem samdráttur fyrirtækja í mjög margvíslegum greinum.
  4. Skatttekjur og útsvar -- eðlilega minnka í slíku ástandi. Sem þíðir hallarekstur sveitafélaga sem og ríkjanna - og auðvitað, alríkisstjórnarinnar að auki.
    --Skuldir alríkisins vaxa þá hratt, væntanlega!

Hafkerfið réttir aftur við sér -- síðar: Hagkerfið tekur nokkur ár að endurskipuleggja sig, og síðan snýr það aftur til hagvaxtar að þeim nokkrum árum liðnum.

  1. Hinn bóginn -- meðan að tollarnir sem Trump mundi setja, eru enn til staðar.
  2. Þá viðhaldast - hærri verð sem þeir tollar skapa.
  3. Sem viðheldur þá svo lengi sem þeir tollar eru til - minni neyslu af þeirra völdum en annars er til staðar, ef þeir tollar væru aflagðir.
  • Þannig færri störfum í sumum greinum, þ.e. verslun og þjónustu, en annars verða.

--Þannig mundu tollarnir halda áfram að -- raska hagkerfis ástandinu.
--Þó að hagkerfið mundi læra að lifa við tollana -- og snúa aftur til vaxtar, nokkrum árum síðar.

Ég held þó að ósennilegt væri að Trump forseti næði endurkjöri!
Vegna þess að ólíklegt væri að viðsnúningur mundi hefjast - innan tímaramma er gagnaðist honum til endurkjörs.
--Það sé af og frá - að sennilegt sé að breyting þessi skapi, nettó betra ástand í því síðar!

 

Niðurstaða

Þá erum við með áætlun um það, grófa þó, hversu djúpa kreppu innan Bandaríkjanna - Donald Trump skapar ef maður miðar út frá - fullu viðskiptastríði við Mexikó og Kína.
--Ath. ekki er tekið tillit til hugsanlegra viðskiptastríða við önnur lönd en þessi 2.

Þá er mið tekið af hótunum Trumps um tolla, þeim tölum um tolla sem hann sjálfur hefur nefnt.
--Og gefið að hann muni einmitt nota þær hótanir þ.e. setja tolla skv. akkúrat þeim hótunum.
--Síðan gefið að löndin 2-svari þeim tollum, með algerlega samskonar tollum á móti á framleiðslu frá Bandaríkjunum.

Svo er tjónið áætlað skv. því!

  1. Ég einfaldlega trúi því ekki að Trump haldi vinsældum sínum, í hagkerfisafleiðingum af þessu tagi.
  2. Heldur reikna ég fastlega með, hruni vinsælda - þar með að í kjölfarið verði hann ákaflega óvinsæll. Kannski að hann setji met í óvinsældum, jafnvel.

 

Kv.


Bloggfærslur 25. janúar 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 37
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 316
  • Frá upphafi: 847309

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 307
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband