Moskva segist sammála ummælum Trumps, að NATO sé úrelt!

Ætti ekki að koma nokkrum á óvart, en í seinni tíð undir Pútín, er NATO skilgreint sem - fjandsamlegt samband, og að auki - leyfar af Kalda-stríðinu.
--Þetta auðvitað flokkast undir fyrirbærið, áróður!

En ummæli Trumps, að sögn hans sjálfs í viðtali sl. sunnudag, stafa af því - ef marka má það viðtal; að NATO komi að hans mati ekki að gagni, í baráttu gegn hryðjuverkum.
--Mig grunar að Trump meini --> ISIS, er hann talar um slíka baráttu.

Germany says NATO concerned about Trump 'obsolete' remark

 

Fyrst varðandi áróðurinn frá Rússlandi!

  1. Þá einfaldlega - hrundi Varsjárbandalagið.
  2. En síðan Pútín hefur ríkt í Rússlandi, hefur verið haldið uppi þeim áróðri - að NATO hefði átt að leggja niður samtímis. En þá er eiginlega verið að íja að því, að Varsjárbandalagið hefði verið - lagt niður. Sem einfaldlega er - lýgi.
  3. En NATO hrundi ekki --> Enda er NATO gerólík stofnun Varsjárbandalaginu, þ.e. að ástæða þess að Varsjárbandalagið hrundi, er að það var stofnun sem haldið var saman með valdi.
    --En stofnanir sem haldið er saman með valdi - hrynja ef valdið sem heldur þeim saman, er hrunið.
    --Þar sem að NATO er ekki haldið saman með valdi, heldur sameiginlegum vilja meðlima-landa, þá var engin ástæða til þess að NATO hætti --> Þ.s. hinn sameiginlegi vilji aðildarlandanna að halda áfram með NATO, hefur aldrei þorrið.

Skilgreining Rússlands á NATO sem - fjandsamlegt samband!
--Er einnig áróður!

  1. En Rússlandi stafar ekki hin minnsta hætta frá NATO.
  2. Það sé algerlega - bandbrjálað að halda öðru fram. Þá meina ég - jaðrar við geðsýki.

Sú ábending að NATO hafi ráðist að einhverjum í fortíðinni.
Breyti engu þar um!

  • Lykilatriðið er -- að Rússland ræður yfir það miklum birgðum kjarnavopna, að notkun Rússa einna á öllum sínum vopnum - mundi duga til að eyða öllu lífi á Jörðinni.
  • Sem þíði, að menn þurfa að vera alvarlega geðsjúkir, til að ætla að ráðst af fyrra bragði með hernaði á Rússland.

Það þíði -- að þeir sem halda því fram, að NATO sé ógn við Rússland, því það geti verið að NATO íhugi að ráðast á Rússland af fyrra bragði.
--Eru þá í reynd að halda því fram, að stjórnvöldum NATO landa --> Sé stjórnað af geðsjúklingum.

Sem ég er fremur viss, að ekki er reyndin.
--En menn þurfa að vera fullkomlega "irrational" að fyrirhuga slíka árás af fyrra bragði.

  • Það þíði, að tal stjórnvalda Pútíns - og netverja er styðja Pútín - reglulega um ógnina frá NATO fyrir rússland --> Er einfaldlega, áróður!
    --Það sé það jákvæðast sem unnt sé að kalla það, geðveikistal.

 

NATO úrelt?

  1. Tilgangur NATO - er að verja landamæri og landsvæði þeirra landa, sem tilheyra NATO.
  2. Það er í reynd - allt og sumt.

Til þess þar af leiðandi að NATO sé úrelt --> Þarf það að vera orðið fullkomlega óhugsandi, eða afskaplega fjarstæðukennt --> Að það geti gerst að landsvæðum eða landamærum NATO landa - sé ógnað með hernaðarárás.

  • Ég mundi ekki vera sammála því, að það sé rétt -- að ástand það sem NATO stendur frammi fyrir, sé það friðsamt - að slíkt árás á NATO land eða lönd af fyrra bragði, sé fullkomlega óhugsandi eða ákaflega ólíkleg.

Því miður mundi ég einmitt líta svo á að Rússland Pútíns - sé einmitt slík ógn.

  1. En við höfum orðið vitni af innrás Pútíns í Georgíu fyrir rúmlega áratug.
  2. Síðan 2-innrásir Pútíns í Úkraínu, þ.e. Krím-skaga og síðan með málaliðum í A-Úkraínu.
  • Það sé algerlega hugsanlegt, að Pútín geri slíkar tilraunir víðar.

En ég sem áhorfandi af verkum Pútíns í langan tíma!
--Hef veitt ákveðinni, stigmögnun athygli.

Þ.e. næsta aðgerð Pútíns - gegn landi.
Virðist gjarnan ganga lengra - en aðgerðin á undan.

  • Ég er að tala um - Evrópulönd.

Þar sem að öryggisógn frá Rússlandi er bersýnilega til staðar!
Er NATO greinilega ekki úrelt, þ.s. hlutverk NATO er að verja NATO lönd.

 

Þeir sem sjá um hryðjuverk!

Eru lögreglusveitir landanna, þ.e. NATO landa - ásamt leyniþjónustum og öðrum öryggis stofnunum.

  • Hlutverk herja er að fást við - ógnanir af hernaðarsviðinu.

Til þess að hryðjuverkaógn komi á svið herja, þarf hún m.ö.o. verða svo stór í sniðum, að lögreglusveitir og aðrar öryggissveitir ráði ekki við málið.

Slíkt á oftast nær við, ef það skellur á -- eiginlegt stríð.
En ef ekki er um innrás að ræða, þá á ég við -- skæruátök.

Mér virðist ekki ógnun sú sem Evrópa stendur frammi fyrir frá ISIS -- vera af þeim skala á umráðasvæði NATO landa; að það flokkist undir -- stríð af því tagi sem herir verða að fást við.

--Þetta sé lögreglumál!
Þar af leiðandi falli ummæli Trump að NATO sé ekki að virka gegn hryðjuverkum -- um sjálf sig.
Þar sem að barátta gegn hryðjuverkum - er ekki hlutverk hersveita NATO landa.
Heldur lögreglusveita NATO landa og leyniþjónusta.

T.d. Europol er samstarfsvettvangur lögreglusveita í Evrópu m.a. gegn hryðjuverkum.

 

Niðurstaða

Það hefur lengi verið draumur Pútíns - að losna við NATO. Líklega virðist mér vegna einmitt þess, að Pútín horfir löngunaraugum til landa er í dag tilheyra NATO.
--Tilvist NATO hindri Pútín í því að fá þeirri löngun svalað.

M.ö.o. að NATO sé vörn fyrir þau lönd, sem Pútín vill að tilheyri rússnesku yfirráðasvæði sem í dag eru meðlimir að NATO.
--Tal Pútíns um NATO sem fjandsamlegan hóp --> Lýsi líklega einna helst, vonbrigðum hans að fá ekki löngun sinni fullnægt.

Hann plotti þó stöðugt um að fá þeim draumum fullnægt.
En hafi ekki haft erindi sem erfiði fram að þessu.

  • En fullnæging þeirrar ánægju, mundi örugglega fela það í sér - að Pútín þvingaði með hervaldi þau tilteknu lönd sem hann vill meina að með réttu - tilheyri Rússlandi.

Málið sé að Pútín virði ekki sjálfsákvörðunarrétt þjóða!
Hann hafi enn í dag sömu stórveldis hugsunaina er einkenndi Stalín á sínum tíma.

Draumur hans um að losna við NATO - snúist um að komast yfir þau tilteknu lönd.

 

Kv.


Bloggfærslur 17. janúar 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 243
  • Frá upphafi: 847325

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 239
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband