Reykavíkurfundur Trumps og Pútíns?

Ef marka má SundayTimes, SputnikNews, RussiaToday, IcelandMintor - þá segist Donald Trump ætla að ræða við Pútín í Reykjavík og það innan skamms.
--Einhvern veginn grunar mig að Drump hafi ekki talað við nokkurn mann á Íslandi um málið :)

Trump wants Putin summit in Reykjavik

Trump wants to hold summit with Putin in Reykjavik

Trump wants Reykjavik summit with Putin

Trump plans to hold summit with Putin in Reykjavik

Grunar að Trump sé með góða sýn á það dramatíska, með valið á Reykjavík!

Reykjavíkurfundurinn frægi, okt. 1986 - Reagan vs. Gorbachev, var haldinn skv. því fyrir rúmlega 30 árum. Í dag telja margir að sá fundur hafi markað upphafið að endalokum Kaldastríðsins.
--Þannig að með því að velja Reykjavík, er Trump væntanlega að notfæra sér það til að skapa aukna spennu eða væntingar í kringum fund hans með Pútín.
--Sem enginn getur auðvitað vitað til hvers leiðir eða þá nokkurs.

"Sources close to the Russian Embassy in London said to The Sunday Times that Moscow would agree to a summit between Putin and Trump."

Skv. því eru yfirgnæfandi líkur að Pútín samþykki að mæta.

En þ.e. auðvitað viðbótar hlið á því að velja Reykjavík, að þá gefur hann í skyn að Pútín sé jafn mikilvægur og Gorbachev var á sínum tíma.
--Sem auðvitað er það hvað Pútín vill heyra - en skv. orðrómi er hann haldinn nokkurri minnimáttarkennd, vegna hraps landsins í mikilvægi í kjölfar hruns Sovétríkjanna 1991.

  1. M.ö.o. megi þar af leiðandi segja, að Donald Trump tryggi að Pútín mæti til leiks, einmitt með því að nota Reykjavík - sem strax setur fundinn í samhengi fundarins fyrir 30 árum í augum margra.
  2. Og Pútín mun að sjálfsögðu vilja baða sig í því sviðsljósi, burtséð frá því hvort nokkurt kemur úr fundinum.

Svo það má sennilega slá því sem öruggu, að Pútín mæti.

"The meeting with Vladimir Putin is set to become Donald Trump’s first foreign trip..."

Það þíðir að Trump geri þetta, áður en hann fer í sína fyrstu opinberu heimsókn.
--Sem væntanlega þíðir, að fundurinn verði -- fyrri hluta þessa árs!

  • M.ö.o. erum við sennilega að tala um innan nk. 2-ja mánaða!

Að sjálfsögðu þarf ekki að óttast að stjórnvöld á Íslandi - þybbist við, þó Trump hafi láðst að senda nokkra orðsendingu hingað fyrst - áður en hann ákvað þetta :)
--Að einhverju leiti gæti þetta einnig verið tækifæri að hitta Trump, sem líklega annars skapast ekki svo auðveldlega - fyrir ráðamann af pínulitla Íslandi!

  1. Auðvitað beinir þetta athygli fjölmiðla að Íslandi.
  2. Verður fyrsta flokks landkynning, og allt það.
  3. Gæti fjölgað ferðamönnum enn meir -- kannski 2-milljónir á nk. ári.

 

Niðurstaða

Ég get ekki komið auga á nokkra ástæðu að mislíka við það að Trump ákveði einhliða að funda með Pútín hér í Reykjavík - fyrir 30 árum þá var þetta einnig svipað, að Ísland var ekki í reynd spurt! Þó auðvitað formlegar orðsendingar væru sendar, eftir að leiðtogarnir 2-höfðu ákveðið að hittast hérna!
--Þetta er einfaldlega svona - að vera pínulítið peð.

Ég á ekki endilega von á að fundur Trumps og Pútíns leiði til samkomulags. Þó það sé auðvitað alveg hugsanlegt!
--En með því að halda fundinn í Reykjavík, þá sleikir Trump - Pútín upp nokkuð, með því að kalla fram samanburðinn við hinn fyrri fund fyrir 30 árum. Sem ætti a.m.k. að koma Pútín í sæmilega gott skap fyrir fundinn.
--Það gæti verið tilraun til "manipulation" af hálfu Trumps. Að láta sem Pútín sé jafn mikilvægur og Gorbachev fyrir 30 árum.

 

Kv.


Bloggfærslur 15. janúar 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 397
  • Sl. sólarhring: 611
  • Sl. viku: 870
  • Frá upphafi: 848142

Annað

  • Innlit í dag: 387
  • Innlit sl. viku: 846
  • Gestir í dag: 375
  • IP-tölur í dag: 367

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband