Elon Musk eigandi SpaceX og Tezla, segist ætla senda 100 manns til Mars 2025

Ég held að enginn trúi því að raunverulegur möguleiki sé að slík ferð væri farin það ár. Þannig að spurningin er frekar -- hvort hugmyndir Musk séu praktískar yfir höfuð!

Höfum í huga að áhættan af ferðalagi til Mars, er í háu margfeldi samanborið við - þróun rafbíla eða þróun endurnýtanlegra eldflauga.
--Elon Musk ætlar að senda tilraunafar til Mars 2018, NASA tekur þátt í kostnaðinum við þá tilraun, sem á að prófa að búa til eldsneyti á yfirborði Mars.
--Sem er auðvitað lykilatriði í því, að gera mannaðar ferðir til Mars praktískar.

  • A.m.k. hafandi í huga, að Elon Musk virðist ekki gera ráð fyrir eldneyti til heimferðar, nema að því marki -- sem það væri unnið með búnaði sem væri búið að koma fyrir á yfirborði Mars.

Elon Musk Wants to Put a Million People on Mars

Elon Musk unveils ambitious Mars colonization plan

Raptor (rocket engine)

Space sector questions whether Musk mission to Mars will lift off

comparing ITS to Saturn V

Mín persónulega skoðun er að hugmyndin sé það áhættusöm að vera gersamlega geggjuð!

Eldflaugin sjálf, á að vera enn stærri en Saturn V flaug Apollo áætlunar NASA.

  1. 122 metra á hæð, 12 metra breit -- vs. 111m. og 10m.
  2. Kraftur 13.000 tonna knýr vs. 3.500 tonna kný.
  3. Hreyflar 42 nefndir Raptor, vs. 5 Rocketdyne F-1.
  4. Burðargeta, 5oo tonn, vs. 130 tonn - upp á sporbaug Jarðar.
  5. Geimfarið skal bera 100 manns, vs. 3 persónur.

Geimfarið sem Elon Musk planleggur, kvá þó það þungt - að þessi lyftigeta dugar ekki; þannig að geimfarið sjálft þarf að brenna eldsneyti til að klára leiðina upp á sporbaug.
--Sem væntanlega þíði, að þyngd þess sé umfram 500tonn með tanka fulla.

Síðan mun þurfa að senda eldsneyti upp, til að fylla tanka þess að nýju -- og auk ferða sem þarf til að koma fólkinu þangað upp.

 

Geggjaðasti hlutinn er þó eftir!

Geimfarið á ekki að fara á sporbaug um Mars - síðan senda lendingarför niður, eins og í hinni frábæru Mars mynd - Martian.
--Heldur er hugmyndin sett þannig fram, að allt farið lendi í heild - þ.e. 50 metra langt, og 19 metra breitt, á yfirborði Mars.

  1. Það þarf varla að taka fram, að fram að þessu hefur ekkert far nægilega stórt til að bera - einn lifandi farþega, lent á Mars.
  2. Andrúmsloftið á Mars ca. 1/100 af þéttni lofthjúps Jarðar -- er það þunnt, að jafnvel þó notast væri við lofthjúpinn til að hægja á.
  3. Þá dugar það hvergi nærri, heldur mun þurfa að auki - að nota eldflaugahreyfla í rassinum á farinu, sem brenna eldsneyti og senda knýinn beint niður - til að hægja á farinu.

Vandinn er -- að þetta er miklu hættulegra en að lenda á Tunglinu, þ.s. ekkert er loft.
En málið er, þegar mörg þúsund gráða knýr er notaður með þessum hætti í andrúmslofti - þó það sé mjög þunnt!

Þá mundi það leiða til þess, að þeir um borð mundu upplifa ástand sambærilegt við það, þegar fólk upplifir óróa í loftinu um borð í flugvél!
--Þ.e. eldurinn frá hreyflunum -- ofurhitar loftið sem mætir farinu á leið niður.
--Það þenst út að sjálfsögðu og það fremur harkalega, vegna þess hve hitunin er mikil.
--Og farið mundi titra og skjálfa út frá höggunum sem það mundi fá, og farþegarnir einnig.

Vegna þess að þetta hefur aldrei verið reynt--veit enginn hversu harkaleg slík ferð niður í gegnum þunnt loftið með knýinn á undan sér, mundi reynast vera.

  • Ef farið bilar á þessum punkti -- farast allir!

 

Margt fleira afar áhættusamt!

Eins og ég sagði að ofan, þá planleggur hann að farið hafi einungis eldneyti fyrir ferðalag í aðra átt! Hugmynd hans er að þetta sé -"settlement"- þ.e. að fólkið taki sér bólfestu á Mars - geri Mars að þeirra heimili.

Farið á samt að vera -"reusable"- þ.e. íbúarnir, en enn á eftir að ákveða hvernig þeir búa á Mars, hvort heimilin væru niðurgrafin t.d. eða ekki; munu fylla tankana á Mars - svo farið geti hafið sig aftur til flugs frá Mars og þaðan til Jarðar.

Væntanlega þíðir það, að það snúi mannlaust til baka!

  1. Flugtak er í sjálfu sér, einfaldari aðgerð -- en lendingin.
  2. En um leið og farið er farið --> Er ekkert sem unnt væri að gera fyrir íbúana 100, ef alvarleg tæknibilun yrði t.d. - engin leið væri að bjarga þeim.
  3. Sama gerist auðvitað, ef e-h gerist í flugtaki og farið eyðileggst, þá eru íbúarnir 100 strandaðir -- óvisst hve lengi tæki að smíða annað far.
  4. Á plánetu án lofts sem fólk getur andað að sér -- þó tæknilega eigi að vera unnt að framleiða loft, með því að ná upp ís sem vitað er að til er á Mars, og kljúfa vatnið í súrefni og vetni.
  5. Þar er auðvitað töluvert krítískur tæknibúnaður á ferð.
  6. Svo er það -- geislun. En geislun er mun meiri á yfirborði Mars en á yfirborði Jarðar - þó Mars sé fjær Sólinni en Jörðin, og þ.e. engin vörn gegn - geimgeislum.
  7. Augljóslega þurfa híbýli að vera -- vel geislavarin. Einfaldast að nota - vatn. Þ.e. hafa neisluvatns birgðir í tönkum ofan á híbýlum. Og helst, að grafa þau að auki - niður.
  8. Samt munu íbúar verða fyrir verulega meiri geislun en hér á Jörðu - ef maður gerir ráð fyrir að þeir verji tíma á hverjum degi - utan híbýla.
  9. Öðru hvoru koma Sólgos, og þau verða miklu hættulegri á yfirborði Mars. Ég held að gera verði ráð fyrir -- niðurgröfnum híbýlum.
  • Þess fyrir utan, eru Sólgos einnig afar hættuleg - meðan á 6-mánaða eða svo geimferð stendur.
    --Geimgeislun er þó ekki alvarlegt vandamál til í þeim tímaramma.

Þ.e. talið að menn geti verið á Mars í 1-ár og farið strax til baka, án þess að taka lífshættulega geislun --> En vandinn er mun stærri með viðvarandi búsetu.

 

Mín skoðun er að hugmyndin sé gersamlega snargeggjuð

Mjög veruleg hætta mundi vera á því að -- allir 100 talsins mundu farast. Sem getur gerst á ýmsum stigum.
--Ef það gerist, mundi tel ég "outcry" frá almenningi verða mjög umtalsvert.

Líkur væru þá verulegar á því - að umtalsverðar takmarkanir frá löggjafanum, mundu verða settar á mannaðar geimferðir -- hugsanlega umfram þ.s. rökrétt varfærni mundi krefjast.

Útkoman gæti skaðað mannaðar ferðir til langs tíma á eftir.

  1. Ég vil fókusa á aðra hluti, t.d. eru áform uppi um að hefja námuvinnslu í geimnum, hefja hana á "near Earth asteroids" -- sem eru á sporbaugum sem fara nærri Jörðu.
  2. Höfum einnig í huga, að starfsemi í geimnum nærri Jarðar/Túngl kerfinu, mundi ekki vera -- nærri eins fjarlæg mögulegri björgun.
  3. Síðan er kostnaður ekkert í á þeim skala, sem hugmynd Elon Musk mundi kosta.
  4. Að auki, mundi hugmynd Elon Musk kosta stöðugt á hverju gríðarlegar upphæðir og mjög mörg ár mundi taka áður en - tæknilega mögulega Mars gæti farið að skila einhverju verulegu til baka, ef maður gerir ráð fyrir að málin heilt yfir gangi upp.
  5. Meðan að vinnsla á dýrum efnum í geimnum sem væri farið að skorta á Jörðinni -- getur borgað sig fremur fljótt upp --> Og þ.s. meira er, skilað hvatningu þá til baka til fjárfesta, um að verja frekar fé til að auka við þá vinnslu.

Punkturinn er sá, að ég tel að leggja eigi áherslu á uppbyggingu hagkerfis í geimnum, er mundi vinna í náinni samvinnu við hagkerfi Jarðar -- þjóna því.
--Þannig smám saman getur byggst upp verulega umfangsmikil starfsemi í geimnum!
--Og samtímis smám saman batnar tæknin, og margvísleg mál sem í dag eru afar erfið -- verða minna erfið eftir því sem tæknin batnar!

  • Á einhverjum enda, fara menn til Mars!
    --Á því væri enginn vafi, ef menn starta sjálfbæru hagkerfi sem virkar, smám saman stækka umsvif þess, og útbreiðsla þeirra umsvifa.
  • Þannig að á endanum verða Jarðarbúar búnir að heimsækja alla staði í Sólkerfinu.
    --Um leið og snjóboltinn fer af stað, fylgi allt hitt á eftir -- innan tíðar.

Það sem menn mega ekki gera!
--Er að reyna að hlaupa, áður en þeir hafa almennilega lært að skríða.

 

Niðurstaða

Elon Musk er reyndar stórum hluta að tala um að hætta sínu eigin fé. En á hinn bóginn hafandi í huga óhugnanlega áhættu sem 100 manns mundu taka. Hafandi í huga, miklar líkur á að þeir allir mundu farast. Þá held ég að -- rangt væri að leyfa Elon Musk að hrinda þessu í verk nokkurs staðar nærri þeim tímaramma sem hann talar um.

Miklu meiri reynsla þarf að vera komin á mannaðar geimferðir, áður en hættandi sé á "Mars settlement."

 

Kv.


Bloggfærslur 30. september 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 25
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 269
  • Frá upphafi: 847383

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 266
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband