T14 Armata skriðdreki Rússa, virðist taka langt fram því sem Rússar hafa áður haft til umráða

Umræðan um T14 skriðdrekann rússneska minnir mig dálítið á umræðu í Kalda-stríðinu, þegar Sovétríkin þróuðu MIG 25 og MIG 23 vélarnar. Á þeim tíma, var F4 megin vél Bandaríkjanna og NATO landa, Bretar notuðu BAC Lightning vélar þá enn, í Evrópu var Lockheed Starfighter mjög mikið notuð, og Frakkar Mirage III.
--Á þeim tíma er Sovétríkin voru að þróa sínar nýju vélar voru NATO týpurnar orðnar gamlar.

Til mótvægis, þróuðu Bandaríkin F14 - F15 - F16, Evrópa Panavia Tornado, Frakkar Mirage F1.

  • Punkturinn er sá, að eftir á að líta - reyndust hvorki MIG 23 né MIG 25 vera yfirburðavélar, miðað við hvað NATO lönd notuðu þarna á undan.
    --MIG 25 notuð sem "bomber interceptor" með hámarks hraða upp á MAC 2,8 þegar notuð sem orrustuvél, en MAC 3 þegar notuð sem óvopnuð könnunarvél. Málið er að þó hún hafi haft miðað við sinn tíma öflugan radar, þá hafi MIG 25 ekki verið hönnuð til að berjast við aðrar orrustuvélar í návígi, ekki haft næga lipurð til þess.
    --MIG 23 var miklu liprari vél, en þ.s. er mikilvægt þar, að tæknilega voru Sovétríkin á þeim tíma, fyrst og fremst að - jafna bilið, ekki taka því fram sem NATO átti fyrir.

Á hinn bóginn hafi báðar vélarnar verið mjög ofmetnar í umræðunni innan NATO á sínum tíma, sem hafi leitt til þess að stóraukinn kraftur var settur í þróun næstu kynslóðar véla.

Punkturinn er sá, að mig grunar að viss endurtekning sé í gangi, þegar kemur að umræðu innan NATO um svokallaðan - Armata skriðdreka!
--Þ.e. að hann sé ofmetinn!

En ef mark er tekið á umræðunni, þá segja þeir sem tala mest í paník tón, að Armata geri alla núverandi skriðdreka NATO landa -- úrrelta.
--Armata af slíku fólki gjarnan sagður, heilli kynslóð á undan!.

  • En þ.s. mig grunar er, að sama eigi við og er Sovétríkin þróuðu sínar nýju vélar upp úr 1970, eða rétt fyrir 1970, er nýju vélarnar voru sagðar taka öllu fram sem NATO lönd hefðu yfir að ráða.

Image result for t-14 armata

Eitt er a.m.k. víst að Armata skriðdrekinn er miklu betri en það sem Rússar hafa áður notað

Til samanburðar:

  1. M1 Abrams.
  2. Leopard 2.
  3. Challenger 2.
  4. AMX Leclerc.
  5. Ariete.
  6. K2 Black Panther.
  7. Type 90 Kyū-maru.
  8. Merkava.

Það sem vekur mesta athygli sérfræðinga - er varnarkerfi nýja rússneska skriðdrekans.

  1. Hann ræður yfir fullkomnum og öflugum radar, sem dregur 100km. Sem ásamt tölvustýrðu skotkerfi skriðdrekans - gerir honum mögulegt að skjóta niður með aðalvopni skriðdrekans, hvort tveggja þyrlur og flugvélar.
    Tæknilega geti sá radar haldið utan um allt að 40 skotmörk í lofti í einu, og 25 á jörðu.
    Skriðdrekinn geti að auki látið stjórnstöð vita, ef radar hans t.d. nemur staðsetningu stórskotaliðs er skýtur utan skotfæris skriðdrekans.
  2. Myndavélar eru síðan á turninum sem sjá fyrir áhöfnina, og veita "multispectrum" sýn í 360°C þ.e. frá infrarauðu út í útfjólublátt. Enda er turninn mannlaus, sem sker sig frá öðrum skriðdrekum er þekkjast. Áhöfnin staðsett í meginbúk skriðdrekans í brynvörðu rými. Það geri það að verkum væntanlega að ekki er þörf fyrir að turninn sé nándar nærri eins þung brynvarinn og tíðkast í öðrum skriðdrekum.
    --Enda Armata mun léttari en aðrir skriðdrekar í sambærilegum klassa.
  3. Mesta athygli vekur sérstakt varnarkerfi skriðdrekans, sem tengt er við svokallaðan "millimetra radar" m.ö.o. örbylgjuradar, en litlar bylgjur þarf til að radarinn geti numið með nægilegri nákvæmni -- skriðdrekaflaugar á leið að drekanum, stór-skot úr stórskotabyssum á leið að honum, og ekki síst - skot úr meginvopni annarra skriðdreka á leiðinni að honum.
    Skriðdrekinn er búinn skotpípum, sjá mynd "Hard Kill Launchers" sem þeita út eldflaugum á ógnarkrafti, á móti -- til að eyðileggja það sem ógnar!
    **Punkturinn er auðvitað sá --> Að þ.e. algerlega á huldu hversu skilvirkt þetta kerfi raunverulega er!
    __Þeir sem hafa mestar áhyggjur, halda að þetta varnarkerfi geti jafnvel -- tekið skot úr megin vopni skriðdreka og gert að engu.
    **Það virðist aftur á móti -- afar hæpið! A.m.k. þegar kemur að "kinetic penetrators" enda innihalda slíkir enga sprengihleðslu, er skotið af skriðdrekabyssu af ógnarkrafti --> Bandaríkin nota mikið "depleted uraninum" í slíka.

Þ.e. þetta tiltekna varnarkerfi sem er grunnurinn að baki áhyggjum sumra NATO sérfræðinga, að Armata geri alla aðra skriðdreka úrelta!

Á hinn bóginn, er ekket sem segir að Rússar segi nákvæmlega satt frá raunverulegri getu þessa varnarkerfis.

  1. Ég sé ekkert til fyrirstöðu að varnarflaugar geti tekið niður - aðrar eldflaugar þ.e. skriðdrekaflaugar.
  2. Það virðist a.m.k. hugsanlegt að "Hard Kill" kerfið geti virkjað sprengihleðslu skots með svokallaða "shaped charge" þ.e. sprengihleðslu sem ætlað er að granda skriðdreka.
    --Þannig hugsanlega dregið mjög út notkunarmöguleikum slíkra skota.
  3. En eins og ég sagði, ég á afar erfitt með að trúa -- að það geti ráðið við "kinetic penetrators" sem innihalda enga sprengihleðslu, heldur eru í eðli sínu málmstykki úr gríðarlega hörðu efni - sem skotið er í átt að drekanum af ógnarkrafti úr meginvopni annars skriðdreka.

Afleiðingin gæti þá orðið sú -- að auka áherslu á slík skot!

  • Ef maður gerir ráð fyrir því að "hard kill" kerfi Armata drekans hafi þessa rökréttu takmörkun!

Þá er ályktunin að heilt yfir sé Armata drekinn, ca. jafnoki vestrænna skriðdreka.
--En taki þeim ekki endilega klárlega fram!

 

Það verður síðan að koma í ljós hvort að Rússar geta staðið við áætlaða framleiðslu

Það má vera að Armata drekinn sé e-h ódýrari en dæmigerður Vestrænn dreki. Armata vegur t.d. rétt innan við 50 tonn, meðan flestir Vestrænir vega nær 70 tonnum.
--Vegna gríðarlegrar brynvarnar sem flestir Vestrænir drekar hafa.

M1 Abrams t.d. hefur margsannað getu til að taka skot úr skriðdrekabyssum eldri týpa rússneskra dreka, án þess að verða fyrir umtalsverðu tjóni.
--Óþekkt er hvort að ný byssa Armata sé mikið betri en eldri rússnesk skriðdrekavopn.

  • Vopnin t.d. geta verið sambærilega öflug!

Vestrænir skriðdrekar í dag eru það þungbrynvarðir, að þeir líklega geta tekið skot úr eigin vopnum, t.d. slysaskot - án þess að verða fyrir verulegu tjóni.

Þetta hefur auðvitað vakir spurningar um öflugri vopn -- bæði Rússar og Þjóðverjar virðast hafa þróað 150mm skriðdrekabyssu, en ekki ákveðið að taka slíka í notktun a.m.k. að sinni.

The Russian army plans to acquire 2.300 T-14s in the period 2015-2020.

  1. Höfum í huga, að Armata drekinn hlýtur samt að vera dýrasti skriðdreki sem Rússar hafa fjöldaframleitt.
  2. Þannig að það vakna virkilega spurningar hvort Rússar ráði efnahagslega við svo mikinn kostnað -- sem þetta mikil framleiðsla á svo dýru tæki væri á þetta skömmum tíma.
  • En enginn vafi vær um, að með þúsundir Armata dreka --> Yrði rússneski herinn, miklu mun hættulegri andstæðingur fyrir NATO heri, en fram að þessu.

Líkindi eru á því, að Armata drekinn leiði til framleiðslu nýrrar kynslóðar skriðdrekavopna í Evrópu og í Bandaríkjunum!

Eurocopter Tiger

File:Eurocopter Tiger der Bundeswehr.jpg

Þetta eintak af Eurocopter Tiger -- hefur radar og "optískan" búnað ofan á þyrlinum!
--Slíkur radar skynjara búnaður gerir "anti tank" þyrlu mögulegt að gægjast yfir hæð, án þess að taka áhættu á að vera skotin niður --> Flestar týpur skriðdrekaflauga hafa þó þann galla að verða að fljúga í beina línu, sem kallar á það að þyrlan lyfti sér snöggt yfir hæðina skjóti og stingi sér niður fyrir aftur til baka.
**Á hinn bóginn hafa Frakkar þróað kerfi sem heitir PARS 3 LR sem eru mun fullkomnari flaugar, sem unnt er að skjóta t.d. yfir hæð - þannig að þyrlan þarf aldrei að taka slíka áhættu, ef hún notar þetta nýlega kerfi - tekið í notkun 2011.

  • Það auðvitað dregur mjög úr möguleikum Armata drekans, að skjóta þyrluna niður, ef landslag er a.m.k. nægilega mishæðótt.
  • Svo auðvitað verður það alltaf takmörkunum háð, hve margar varnarflaugar hver skriðdreki geti borið.
  • T.d. ef skotið er 3. eða 4. skriðdrekaflaugum í einu? Eða meir?

 

Niðurstaða

Ég velti fyrir mér hvað Rússar raunverulega verja miklu fé til hermála. En ef virkilega stendur til að fjöldaframleiða Armata í yfir 2.000 eintökum á einungis 4-árum.
--Þá fer mann virkilega að gruna að raunveruleg hernaðarútgjöld séu miklu hærri, en opinberar tölur segja -- m.ö.o. að uppgefnar opinberar tölur Rússa séu ósannar!

  • Höfum í huga að Rússland er enn í efnahagssamdrætti í ár, samfellt nú í 3 ár.

Útgjöld til hermála hafa samt verið aukin - þó útgjöld til margra annarra þátta innan Rússlands, hafi verið minnkuð.

Höfum í huga að heildar-hagkerfi Rússlands, er svipað stórt mælt í dollurum og hagkerfi Ítalíu -- sbr: tölur frá 2013.

  • 2.097 milljarðar dollarar Rússland vs. 2.149 milljarðar dollara Ítalía.

Ég get ekki ímyndað mér forsætisráðherra Ítalíu - fyrirskipa svo mikla framleiðslu á Ariete skriðdrekum!

Þetta hljóma eins og framleiðslustærðir sem maður heyrði á tíma Kalda-stríðsins.
--Maður velti fyrir sér tilgangi Pútíns fyrir svo mikilli framleiðslu.

En innrásarhætta er augljóslega ekki fyrir hendi.
Þannig að svo öflugar skriðdrekasveitir - hafa engan augljósan varnar tilgang.

Nema auðvitað að Pútín án þess að segja nokkrum frá, sé orðinn logandi hræddur við Kína.
--En hugmyndir um fyrirhugaða NATO árás á Rússland -- eru fullkomlega absúrd!

  • Ef svo öflugum skriðdrekaher er ætlað að standa mótvægis NATO megin, samtímis og innrásarhætta frá NATO löndum er nákvæmlega engin -- þá er erfitt að koma auga á annan tilgang en þann, gera það að trúverðugri ógn --> Að Pútín geti fyrirskipað innrás í NATO lönd.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. september 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 224
  • Sl. viku: 377
  • Frá upphafi: 847018

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 357
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband