Xi Jinping leiðtogi Kína -- fyrirmynd Erdogans?

Ég velti þessu fyrir mér - er ég veitti athygli hvert sjónum Erdogans hefur nýjast verið beint, í þeim hreinsunum sem eru í gangi innan Tyrklands. En síðan Xi Jinping komst til valda innan Kína, hefur hann einmitt stundað umfangsmiklar hreinsanir -- í því formi að fjöldi aðila tengdir keppinautum innan valdaflokksins, hafa verið ákærðir fyrir spillingu.
--Þetta væri ekki grunsamlegt, ef það virtist ekki svo - að línan sé á þann veg, að þetta hendi eingöngu aðila sem hafa stutt þá fylkingu innan valdaflokksins er var á undan við völd, eða aðila er virðast hafa orðið undir í valdabaráttunni innan flokksins.

  • En punkturinn í þessu tilviki - snýr að þrýstingi sem markaðs-greinendur innan Kína urðu fyrir - fyrir nokkrum mánuðum; er víðtæk hræðsla var til staðar þess efnis að skammt væri í bólusprengingu innan efnahagslífsins innan Kína.
  • Þá virtist sem að - hver sá sem birti fréttir eða greiningar á markaðnum innan Kína, sem túlkaðar voru af aðilum nærri Xi Jinping - sem neikvæðar; ættu það á hættu að verða handteknir.

Recep Tayyip Erdogan’s purge extends from soldiers to a stock analyst

 

En skv. nýjustu fréttum, er Erdogan einmitt að beita markaðsgreinendur þrýstingi og hótunum um lögsókn!

  • "Mert Ulker, head of research at Ak Investment, the brokerage arm of Turkey’s second-biggest bank, was stripped of his licence by the Capital Markets Board over a research report he issued to investors after the July 15 putsch."
  1. "Mr Ulker’s report featured the standard predictions for the lira, the stock exchange and other economic indicators."
  2. "It also offered his analysis of the coup’s potential political impact and theories behind the perpetrators."
  • "In punishing Mr Ulker...the board...cited laws against insulting the institution of the presidency."
  • Other Turkish brokerage houses say they have also been asked to hand over copies of their client research in what one official said was an attempt to determine whether they had damaged the country’s market credibility."

En, ef menn virkilega vilja vera ósanngjarnir - geta þeir ákveðið að mistúlka sérhverja efasemd í greiningum greinenda um framtíðarhorfur í efnahagsmálum Tyrklands -- sem tilraun til að skaða hagsmuni landsins -- sem gæti t.d. hugsanlega flokkast undir landráð.

Og samtímis, sérhverja tilraun til að greina áhrifin af valdaránstilrauninni og þeim hreinsunum sem eru í gangi - á efnahag Tyrklands; sem árás á forsetann.

  • Þ.e. ein klassísk aðferð í einræðislöndum - að hafa t.d. lög um landráð, óljóst orðuð -> Þannig að því sé haldið afskaplega opnu, hvað geti talist slíkt.
  • Innan Tyrklands virðist meiðyrðalöggjöfin gagnvart embætti forseta - orðin afskaplega opin með sambærilegum hætti, þannig að unnt sé að túlka nánast hvaða skrif sem er, sem ekki fela í sér lof um forsetann; sem brot á þeim.

______Ég sé ekki endilega í þessum hreinsunum sannanir þess efnis, að Erdogan sé á leiðinni að gera Tyrkland að -- klerkaveldi.

_____Eiginlega svipar þessum hreinsunum til þess sem oft hefur áður gerst - einfaldlega í einræðislöndum, sbr. hvernig þeim um sumt svipar til hreinsana Xi Jinping.

En hann hefur beitt dómskerfinu í Kína -- að því er best verður séð, óspart til að klekkja á pólitískum andstæðingum, og sérhverjum þeim sem honum er í nöp við - nánast óháð tilefni að því er best verður séð.

 

Niðurstaða

Er Erdogan að breyta Tyrklandi í einræðisíki? Vísbendingum í þá átt fer hratt fjölgandi.
Á hinn bóginn, hafandi í huga að nálgun hans svipar til nálgunar einræðisherra almennt, sem og hegðunar - flokkseinræðislanda.
--Þá bendi þetta ekki endilega til þess að hann fyrirhugi klerkaveldi, eins og sumir halda fram.

 

Kv.


Bloggfærslur 28. júlí 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 287
  • Frá upphafi: 847463

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 284
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband