Mariano Rajoy ítrekar andstöðu við þá hugmynd að Skotland einhvernveginn haldist innan ESB þó Bretland yfirgefi sambandið

Nicola Sturgeon fékk fund með Jean-Claude Juncker, þ.s. hún ræddi hugmynd sína að Skotland fái að vera áfram meðlimur að ESB -- þó Bretland yfirgefi sambandið.

"After Mr Juncker met with Ms Sturgeon on Wednesday evening, a commission spokesperson offered qualified support: “The president respects Scottish democracy and the result in Scotland; However, this is an issue that pertains to the constitutional order of the United Kingdom and will have to be dealt with in this context.” "

Á hinn bóginn, þ.s. allar æfingar í slíka átt mundu þurfa samþykki allra aðildarríkja -- þá auðvitað skiptir skoðun Mariano Rajoy miklu máli.

"Spanish prime minister, Mariano Rajoy, said: “I am radically against it, the treaties are radically against it, and I think everyone else is radically against it.”" - “If the United Kingdom leaves [the EU], so does Scotland,” - “Scotland has no competences to negotiate with the EU. The Spanish government rejects any negotiation with anyone other than the United Kingdom.”

Vegna þess að það hefur engin fordæmi að hérað fái að haldast meðlimur að ESB -- ef heimalandið fer; þá þarf að sjálfsögðu - samþykki allra meðlimalanda.

Þess vegna þá skiptir mun minna máli, að t.d. forsætisráðherra Írlands - talaði máli Nicola Sturgeon við einhverja ónefnda samleiðtoga ESB landa.

"Irish leader Enda Kenny revealed that he spoke on behalf of Ms Sturgeon during Tuesday’s meeting of heads of government in Brussels, repeating her message that Scotland should not be “dragged” out of the EU against its will."

Það virðist rétt vera að Skotar séu mjög hlinntir áframhaldandi veru í ESB.
Að einhverju leiti er það þá þeirra tragedía - að lenda utan sambandsins, ef Bretar ganga út.
En ég sé ekki að þeir eigi nokkra von um að haldast innan sambandsins; nema að Bretar sjálfir hætti við - Brexit.

  1. Mariano Rajoy - getur ekki hugsað sér að gefa fordæmi af þessu tagi, þegar Katalónía stefnir að sjálfstæði, og hefur sambærilegan áhuga og Skotland að haldast innan ESB.
  2. Ef slíkt fordæmi væri gefið -- gæti það opnað nokkuð Pandórubox; en Flæmingjar og Vallónar hafa lengi eldað grátt silfur, og má vel vera að þeir gætu hugsað sér slíka lausn, þ.e. að slíta belgíska sambandinu og verða - beinir meðlimir að ESB.
  3. Það eru auðvitað héröð víðar t.d. í ítalska Tíról, síðan má nefna að Bæheimur í Þýskalandi hafði nærri 1000 ára sögu sjálfstæðis, fyrir stofnun þýska sambandsins um 1870 -- Bæjarar hafa um nokkurt skeið verið svolítið sér á parti meðal þýskra sambandsríkja.

___Þannig að vilji Skota er m.ö.o. fangi hagsmuna aðildarríkja sem glíma við áhuga eigin héraða til sjálfstæðis.

 

Niðurstaða

Staða Skota er einfaldlega sú að þeir geta ekki fengið að vera meðlimir að ESB - ef Bretland gengur út. Það væri ekki í boði að veita þeim sérstöðu - sem héraðs sem vill vera áfram. Eða heimila þeim að vera áfram meðlimir að ESB - ef þeir yfirgefa breska sambandið áður en BREXIT tekur formlega gildi.
M.ö.o. þeir yrðu að ganga úr breska sambandinu - síðan óska eftir aðild, ganga í gegnum aðildarferli - evruna síðan fengu þeir ekki nema skv. gildandi reglum, að uppfylla stöðugleika skilyrðin.

  • Á hinn bóginn gætu samningar við Bretland um skil að skiptum reynst tafsamir.
    Ósennilegt að Bretar mundu ljúka þeim áður en þeir sjálfir klára sín vandamál gagnvart ESB.

Kv.


Frakkar gætu fengið sína eigin þjóðaratkvæðagreiðslu

Sú er reyndar ekki líkleg að vera um -- FREXIT. Þó að Marine Le Pen tali nú fyrir slíkri atkvæðagreiðslu.
--En athygli hefur vakið að nokkrir þekktir stjórnmálamenn hafa hálf-lofað þjóðaratkvæðagreiðslum.

Þeir vilja meina að næsta stóra sáttmálabreyting - verði að fá stuðning almennings innan Frakklands, til að skapa þeim lögmæti í augum franks almennings.
--Á sama tíma, vilja þeir gjarnan einnig - sínar stórstígu sáttmálabreytingar!

French politicians promise their own referendums on a new Europe

"Mr Juppé, a candidate for the centre-right presidential nomination..." - "...the people have the feeling that the EU has been built without them," - "We will have to hold a referendum, not just in France but in all the countries, at some point in the European construction.”

"...economy minister Emmanuel Macron." - “We have never had the courage to organise a real European referendum,” - “This next project has to give it the strength.”

Bæði Juppe og Sarkozy -- vilja búa til fjármálaráðuneyti evrusvæðis.
Og auka á hlutfall skatttekna sem renna í sameiginlega sjóði - meðal aðildarríkja evru.
Hefja m.ö.o. það ferli að evrusvæði þróist í átt að því að vera ríki.

Sarkozy hefur þó ekki tekið undir hugmyndir um -- þjóðaratkvæðagreiðslu.

  • Alan Juppe væri þá skv. því að binda sig til að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu, um breytingar af slíku tagi - ef þær næðust fram.

 

Spurning hvernig þetta allt kemur út fyrir Marine Le Pen?

En hún hefur fagnað atkvæðagreiðslunni í Bretlandi, niðurstöðu hennar - kallað hana hugrakka og sigur lýðræðis. Og vill halda FREXIT atkvæðagreiðslu.

Hún mun án nokkurs vafa snúast öndverð gagnvart hugmyndum forsvarsmanna stóru flokkanna þ.e. Sarkozy og Macron, ásamt Juppe -- að draga úr sjálfstæði Frakklands, með því að færa aukið vald yfir fjárlögum yfir til sameiginlegs fjárlagaráðuneytis - evrusvæðis.

Fyrir utan að hún hefur áður lofað því að taka Frakkland út úr evrunni!

Svo má vel vera að hún geti grætt pólitískt á þeirri afstöðu stóru gömlu frönsku flokkanna -- að ganga mjög hart fram gegn Bretlandi!
--Sem hún mun að sjálfsögðu túlka sem - tilraun til að refsa breskum kjósendum, fyrir að kjósa rangt.

  1. Þ.e. auðvitað áhugavert að sumir af sömu frönsku stjórnmálamönnunum og fordæma David Cameron fyrir að heimila BREXIT atkvæðagreiðslu.
  2. Skuli sjálfir a.m.k. hálf lofa atkvæðagreiðslu heima fyrir.

Það má því velta því fyrir sér -- hversu mikil alvara sé að baki þeirra ummælum, um þörf á lögmætingu sáttmálabreytinga - með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Á hinn bóginn, mun Marine Le Pen án nokkurs vafa hamast á þeim.
Og gera þeim þar með mjög erfitt með að sleppa við að standa við slík loforð.

  1. En hún mun örugglega á sama tíma -- höfða til allra þeirra Frakka, sem ekki vilja frekari tilfærslur á sjálfsforræði Frakklands til sameiginlega stofnana.
  2. Og gera kröfur um stóraukinn rétt Frakklands um að ákveða hvert flæði flóttamanna til Frakklands verður.
  3. Auk þess að árétta loforð um endurreisn Frankans.
  4. Og að Frakkland fái eigin FREXIT atkvæðagreiðslu.

Skv. spám er henni spáð inn í 2-umferð frönsku forsetakosninganna 2017.
Þar sem hún líklegast mætir Sarkozy!

  • Fyrrum forseta Frakklands -- en ekkert dæmi þekki ég þess að fyrrum forseti Frakklands, nái síðar meir aftur kjöri.

Skv. því er alls ekki hægt að afskrifa fyrirfram þann möguleika að hún nái kjöri 2017.

 

Niðurstaða

Hvað gerist í kjölfar Brexit atkvæðagreiðslunnar getur haft áhrif á fylgi Front Nationale og Marine Le Pen - nánar tiltekið. En einn möguleiki er sannarlega sá, að í það muni fara í gang - löng störukeppni milli nýrrar forystu Íhaldsflokksins breska nk. haust; og aðildarlanda ESB.
En skv. lögum ESB getur Bretland einungis með því að virkja ekki lögformlegt ferli skv. Grein 50 í lögum sambandsins -- fyrr en í lengstu lög; haft áhrif á það hvaða meðferð meðlimalöndin veita Bretlandi.
Það getur auðvitað vel farið svo að meðlimalöndin neita að ræða óformlega við nýja stjórnendur Bretlandseyja -- samtímis og þeir neita að virkja Gr. 50.

Þ.e. auðvelt að sjá með hvaða hætti slík störukeppni gæti orðið vatn á myllu FN og Marine Le Pen - það síðan ofan í hugmyndir Juppe - Sarkozy og núverandi stjórnarflokks Frakklans, um verulegar valdatilfærslur yfir til evrusvæðis; sem Marine Le Pen mun auðvitað veita andstöðu og höfða til allra Frakka andstæða frekari valdatilfærslum til sameiginlegra stofnana.

  • Með allt þetta í huga - gæti Marine Le Pen staðið fyrir mjög vænlegri stöðu fyrir forsetakosningarnar 2017.

Hún mun leitast til að tala upp einhvers konar kjósenda uppreisn gegn hugmyndum stóru flokkanna gömlu -- um slíkar viðbótar valdatilfærslur, meðan að hún lofar almenningi þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvægustu framtíðarmál landsins - leitast þannig til að slá sig til riddara sem lýðræðissinna.

Það gæti ofan í deilur um innflytjendamal - hreinlega einfaldlega virkað!

 

Kv.


Bloggfærslur 29. júní 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 33
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 519
  • Frá upphafi: 847174

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 494
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband