Hvernig Bandaríkin geta tryggt sér áframhald yfirráða á heimshöfunum?

Bandaríkin hafa hleypt af stokkunum áhugaverðu herskipi sem nefnist Zumwalt. Einungis 3-skip verða byggð a.m.k. að sinni, þ.e. Zumwalt hleypt af stokkunum 2013, en tilbúið til notkunar í ár, og Michael Moore tilbúið til notkunar 2018 - 3-ja skipið Lyndon B. Johnson er óvíst að verði fullfjármagnað, en gæti verið tilbúið til notkunar 2021.

  • Stærð....14.564 tonn.
  • Lengd....180 m.
  • Breidd...24,6m.
  • Rystir....8,4m.

Í framtíðinni eru áætlanir um að búa þessi skip "railguns" eða sporabyssum.
Ákvörðunin að smíða ekki fleiri að sinni - þarf ekki að vera meitluð í stein.
Michael Moore, verður líklega búið sporabyssu í tilraunaskyni -- en það vopnakerfi er ekki enn fullþróað!
Og verður ekki í nokkur ár enn!

  • Annars eru þessi skip búin 155mm. byssu, sem skýtur eldflaug, drægið með eldflauginni er 154km.
    ---En líklega er sprengjuhleðsla ekki mjög stór, þegar meður dregur þyngd eldflaugarinnar og eldsneytis hennar frá.
  • En með sporabyssu eða "railgun" væri drægi meira en 160km., það án þess að gera ráð fyrir að skotið hafi eigin eldsneyti og mótor til að framlengja drægið frekar.

File:Future USS Zumwalt's first underway at sea.jpg

Hvaða hæfni gætu þessi skip haft - ef maður gerir ráð fyrir því að "sporabyssan" öðlist alla þá eiginleiga sem til stendur?

Skotið frá sporabyssunni - fer út úr hlaupinu á MAC 7 -- DAHLGREN.
Hvort skip mundi geta borið 1-slíka, miðað við þá orku sem Zumwalt getur í dag framleitt.Þetta eru einu skip bandaríska flotans, sem framleiða nægilegt rafmagn til að geta knúið sporabyssur -- fyrir utan kjarnorkuknúin flugmóðurskip.
--Í dag geta tilraunavopnin skotið allt að 400 skotum, áður en skipta þarf um hlaup, en stefnt að því að fljótlega ná 1.000 skotum.
--Líklega væri skotið allt að 6-sinnum per mínútu.

  1. Það sem er ekki síst áhugavert við þessi vopn --> Er sennileg geta þeirra til að skjóta niður eldflaugar.
  2. En stefnt er að því að þróa skot, með "guidance" þ.e. hæfni til að breyta um stefnu eftir að því hefur verið skotið --> Þannig búa til alfarið nýtt vopn fært um að eyða eldflaugum skotið að bandarískum flota á hafi úti.
  • En eftir að sínt væri fram á að slíkt vopn virkaði --> Væri ekkert sem hindraði að því væri einnig komið fyrir á landstöðvum.
  • T.d. nýverið komu Bandaríkin upp landstöð í Rúmeníu, þaðan sem unnt er að skjóta gagn-eldflaugum, sem upphaflega voru hannaðar til að skjóta niður eldflaugar fyrir bandaríska flotann: Rússar óhressir með nýtt eldflaugavarnakerfi í Rúmeníu.

Kína hefur t.d. látið mikið af eldflaug sem þeir hafa hannað og framleitt í einhverjum fjölda, sem að sögn Kínverja eiga að geta grandað -- flugmóðurskipum: Is China's "Carrier-Killer" Really a Threat to the U.S. Navy?.

  1. Þannig séð má líta á Zumwalt class - skipin, sem svar Bandaríkjanna við þessari tækni Kínverja, þó að umdeilt sé hversu vel flaugar Kínverja raunverulega virka.
  2. Ef byssan á Zumwalt og systurskipum nær 6-skotum per mínútu, og maður gerir ráð fyrir því að á endanum verði fleiri skip smíðuð, eftir að vopnið er fullþróað.
  3. Þá t.d. geta 4-slík skip grandað 24-eldflaugum per mínútu.
  4. Ef maður gerir ráð fyrir -- 1. stk. sporabyssu per skip.
  5. En ef unnt er að koma 2-slíkum per skip, yrðu það 48-flaugar per mínútu.
  • Höfum í huga að Bandaríkin eru ekkert að fara að taka AEGIS eldflaugakerfið úr notkun, þannig að bandaríski flotinn verður enn búinn -- langdrægum gagneldflaugum, sem geta grandað eldflaugum í -- meiri fjarlægð.
  • Heldur væru sporabyssu-skipin, viðbótarlag af vörn.

Höfum að auki í huga -- að sem landkerfi, gætu slíkar byssur verið mjög öflug vernd fyrir borgir gegn eldflauga-árás.
En einnig fyrir NATO-herstöðvar á landi.

  • Og þ.e. ekkert sem hindrar þessar byssur í að granda flugvélum.

Áhugavert er að bera útlit Zumwalt saman við útlit 19. aldar franskra bryn-herskipa - Reoutable frá 1889.
En á tímabili -- var algengt að stefnin hölluðu fram eins og sést á mynd!
--En einnig var algengt á frönskum skipum á þeim tíma, að hliðarnar hölluðu inn "tumblehome" - sem sést einnig á myndinni að neðan!
Þessi tegund af skrokkhönnun - hefur ekki þekkst síðan!

File:Le Redoutable (1889).jpg

Niðurstaða

Framtíðin getur borið með sér - endurkomu orrustuskipa. En Zumwalt eru svipað stór og orrustuskip gjarnan voru upp milli 1880-1890. Á sama tímabili var töluvert um skip með framhallandi stefni og hliðum er hölluðu inn.
--Síðan stækkuðu þau, og sama þróun blasir einnig við - því að framtíðar kynslóðir sporabyssa með drægi allt að 300km., og enn meiri hraða á kúlunni út úr hlaupinu.
Mundu krefjast verulega meiri orku, og þar með hugsanlega 2-falt til 3-falt stærri skipa.

  • Slík skip gætu jafnvel hugsanlegs skotið niður gerfihnetti með vopnum sínum.
  • Og auðvitað sökkt hverju sem er - - sem hætti sér yfir sjóndeildarhringinn.

Þetta er hugsanlega hvernig Bandaríkin halda forskoti á keppinauta sína - með því að innleiða nýja tækni, sem geri öll þeirra fyrirhuguðu skip - þegar úrelt.


Kv.


Bloggfærslur 2. júní 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 514
  • Frá upphafi: 847169

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 490
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband