Ólafur Ragnar skapar opnar á nýja möguleika til beitingar neitunarvalds forseta

Eins og kom fram á þriðjudag - þá tók Ólafur Ragnar Grímsson nýja sögulega ákvörðun er forseti Íslands í fyrsta sinn í lýðveldissögunni, hafnaði því að veita starfandi forsætisráðherra þingrofsbréf.

Punkturinn sem ég ætla að koma að er sá - að það eru töluvert fleiri ákvarðanir sem forseti getur mögulega beitt neitunarvaldi um.

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

 

Það er auðvitað einstök ákvörðun að neita Sigmundi Davíð um þingrofsbréf!

Flest bendi til þess að SDG hafi ætlað sér að beita hótun um þingrof, sem lið í samningatækni við Sjálfstæðisflokk - og hugsanlega sem svipu á eigin þingmenn, sbr. áhugaverð orð sem koma fram í facebook færslu SDG sjálfs:

SDG - "Jafnframt fór ég yfir það með formanni Sjálfstæðisflokksins að ef þingmenn flokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta."

SDG virðist tvísaga í málinu - þegar hann heldur síðar fram að hann hafi ekki lagt fram formlega tillögu um þingrof fyrir forseta.
En þessa færslu lagði SDG fram skv. því sem ég hef heyrt í bílnum á leið til fundar við forseta.

Að sögn forseta: Ekki hægt að nota forsetaembættið í aflraunum - er skýrt sagt að SDG ætlaði sér að afla sér þingrofsbréfs.
Og forseti virðist hafa séð einmitt þann tilgang SDG - að nota slíkt bréf sem svipu í samningum.

Viðbrögð Bjarna Ben eru áhugaverð í samhenginu -- Segir Sigmund hafa séð tvo kosti í stöðunni

"Bjarni þakkaði forsetanum fyrir að hafa brugðist við þeim hætti sem hann gerði í hádeginu í dag." - "Bjarni sagði einnig að Sigmundur hefði verið afar skýr á því við sig að hann teldi aðeins tvo kosti í stöðunni - annaðhvort yrði yfirlýstur óskoraður stuðningur við ríkisstjórnina með hann í forystu eða boðað yrði til kosninga."

Það virðist blasa við að SDG hafi ætlað sér beitingu þingrofsbréfs til að knýja Sjálfstæðisflokkinn til þess -- að halda áfram stjórnarsamstarfinu með honum.

Forseti hafi með ákvörðun sinni -- í reynd hafnað SDG.
Og fært Sjálfstæðisflokknum mögulega -- forsætisráðuneytið.

 

 

En það eru fleiri tegundir ákvarðana sem forseti getur mögulega beitt neitunarvaldi!

  1. 15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
  2. 20. gr. Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla.
    Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það.
    Forseti getur flutt embættismenn úr einu embætti í annað, enda missi þeir einskis í af embættistekjum sínum, og sé þeim veittur kostur á að kjósa um embættaskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum eða lögmæltum ellistyrk.
  3. 21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki.
  4. 28. gr. Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum].1) Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný].1)

_____________________Tekið beint úr stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands!

  • Hingað til er sú venja að stjórnmálaflokkar leggja fram lista yfir ráðherra til formlegs samþykkis forseta.
  • Og hingað til hefur forseti alltaf samþykkt slíka lista.
  1. En ég sé það vel fyrir mér t.d. að forseti leggi fram fyrirspurnir t.d. um hæfi einstakra aðila.
  2. Hann spyrjist fyrir um það - í hverju hæfi viðkomandi til að gefna viðkomandi starfi felist.
  3. Forseti gæti tekið sér umþóttunartíma til að íhuga hugsanleg svör.
  4. Og hann gæti tæknilega - hafnað einstökum nöfnum.
  5. Eða jafnvel hafnað - heilum lista. Þó það væri afar ósennileg aðgerð.
  • Hingað til er sú venja að forseti skipar þann embættismann sem ráðherra leggur fram tillögu um.
  • En það hefur gjarnan gerst að hæfi einstaklinga hefur verið umdeilt - deilt um hvort sá hæfasti sé ráðinn - jafnvel grunað að einstaklingur sé valinn vegna annarra sjónarmiða en hæfni.
  1. Það mætti vel hugsa sér það, ef það eru efasemdir um það hvort hæfasti hafi verið valinn, eða ráðning sé pólitísk frekar en fagleg.
  2. Að forseti óski eftir frekari rökstuðningi ráðherra - og taki sér umþóttunartíma.
  3. Að auki gæti forseti haft sér til ráðgjafar nefnd fagaðila til að aðstoða hann við matið.
  4. --ég sé ekkert tæknilega því til fyrirstöðu, að ef forseti mundi meta það svo að -reglur um embættisveitingu hafi verið brotnar, eða, ef forseti metur að efasemdir séu um hæfi viðkomandi, eða, ef forseti metur að annar hafi líklega verið hæfari.
  5. Að forseti -- beiti neitunarvaldi á tillögu ráðherra um veitingu viðkomandi embættis.
    __Sama gildi um aðrar ákvarðanir sbr. að flytja til embættismenn, að forseti ætti að geta tekið sig til að kanna sjálfur málið og kasta á það eigið mat með aðstoð fagaðila og síðan haft í myndinni að hafna ósk ráðherra.
    _Og einnig sama gildi um tillögu ráðherra um brottrekstur embættismanns.
  • Vanalega reglan er sú að forseti grípur ekki fram fyrir hendur á ríkisstjórn eða Alþingi, um gerð samninga við önnur ríki.
  1. Ég hugsa að það væri sennilega óheppilegt að forseti færi að skipta sér af þessum málaflokki, því það mundi skapa óvissu um það - hver fer með samninga við aðrar þjóðir.
  2. Að rétt sé að forseti eingöngu beiti neitunarvaldi um - innanlandsmál, nema í því tilviki sem heimilar að þjóðin skori á forseta sinn, þ.e. 26. gr.
  • Eina sögulega skiptið þegar forseti skrifaði ekki undir bráðabirgðalög samstundis, var þegar Vigdís Finnbogadóttir tók sér nokkurra klukkutíma umþóttunartíma á sjálfan Kvennafrýdaginn, þegar ráðherra heimtaði að hún undirritaði lög til að banna verkfall flugfreyja.
  • En ég sé í sjálfu sér ekkert athugavert við það - að forseti íhugi það hvort að framlögð bráðabirgðalög séu raunverulega nauðsynleg framkvæmd -- en þ.e. til staðar heimild um að kalla Alþingi til starfa aukalega ef brýn þörf kemur upp og það hefur verið í frýi.
  • En bráðabirgðalög þurfa að vera sannarlega brýn - m.ö.o. það þarf að liggja á, vera mikilvægir þjóðhagslegir hagsmunir í húfi.

Mér finnst t.d. þetta einmitt - íhugunarefni, ef ríkisstjórn vill t.d. setja bráðabirgðalög á verkfall eða verkföll.
__En mér finnst að það ætti að fara fyrir Alþingi frekar en í gegnum þessa leið.

Það sem ég er að tala um - er að útfæra embætti forseta í meira mæli sem aðhald við ríkisstjórn hvers tíma.
Beiting forseta - ætti ávalt að vera eins ópólitísk og mögulegt er, þ.e. snúast um fagleg sjónarmið.En aukið aðhald af t.d. veitingum embætta - gæti verið raunverulega gagnlegur hlutur.

 

Niðurstaða

Punkturinn er auðvitað sá að stjórnarskráin veitir í raun og veru forseta mjög mikið svigrúm til að þróa embættið frekar.
Ég er alls alls ekki að leggja til það að skipt verði yfir í forsetaræði.
En það viðbótar aðhald að ríkisstjórnum hvers tíma sem ég bendi á - væri í engu bein ógn við þingræðisreglu.
Það tekur ekki völdin af Alþingi - ekki heldur af ríkisstjórn.
Einungs setur þrýsting á stjórnvöld eða ráðandi þingmeirihluta um að - rökstyðja betur tilteknar ákvarðanir, vanda þær frekar og ekki síst á það við um beitingu valds forseta er snýr að embættisveitingum.

 

Kv.


Bloggfærslur 5. apríl 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 469
  • Frá upphafi: 847120

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 445
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband