Demókratar eru enn færir um að tapa kosningunum nk. haust

Punkturinn er sá - að ef Demókratar standa saman, meðan að Repúblikanar virðast sundraðir, ættu Demókratar rökrétt vinna.
Pælið í þessu - Trump hefur stefnu sem hrekur frá sér atkvæði minnihlutahópa, t.d. hefur enginn orðið forseti sl. aldarfjórðung sem fær minna en helming atkvæða spænsk ættaðra Bandaríkjamanna.
Ef maður pælir í Cruz - þá virðist hans stefna, um últra lága skatta og að skera niður vernd fyrir þá sem minna mega sín -- nánast klæðskerasaumað til að hrekja lægri tekjuhópa ásamt lægri millistétt til Demókrata.

  • Með slíka andstæðinga -- ætti sigur Demókrata að vera öruggur!


Hvernig geta Demókratar þó samt tapað?

Með því að sameinast ekki um sinn frambjóðanda!

  1. Það er mjög merkileg þessi vinsæla afstaða kjósenda í dag!
  2. Á það að frambjóðendur meini það sem þeir segja!

Margir eru tortryggnir gagnvart t.d. Clinton, vegna þess að - já, hún er atvinnupólitíkus, og mjög sennilega meinar hún langt í frá nærri allt sem hún segir.
Heyrst hafa raddir meðal a.m.k. hluta stuðningsmanna Bernie Sanders -- að í augum sumra þeirra, sé Trump skárri - því hann meini það sem hann segir.

En -- meinti t.d. Adolf Hitler ekki það sem hann sagði?

Eða -- meinti Pútín það ekki, er hann sagði fyrir nokkrum árum, að hrun Járntjaldsins hefði verið áfall fyrir Rússland!

Nú er allt í einu, eins og það sé mikilvægara í augum kjósenda - a.m.k. sumra!
Að menn meini það sem þeir segja!
En hvort að sennilegt sé að þeir séu sæmilega góðir landstjórnendur!
--Eða jafnvel, hættulegir æsingamenn!

 

Clinton forseti var oft ósannsögull -- en samt góður landstjórnandi!

Jamm, hann var lygalaupur hinn versti -- en í hans tíð lækkuðu ríkisskuldir Bandaríkjanna.
Það var hagvöxtur nærri sérhvert ár meðan hann var við völd.
Atvinnuleysi var lítið -- hann fór í engin óvinsæl stríð.

Engin augljós hagstjórnarmistök voru framkvæmd!
Mest umdeilda atriðið í utanríkismálum - var hvort hann hefði átt að bregðast fyrr við í Rúvanda!

  • Það er alls enginn vafi í mínu huga, að Trump mundi reynast algerlega herfilegur landstjórnandi.
  • Hann virðist nærri fullkomlega misskilja grunnhagfræði.
  • Hans hugmyndir -ef komast til framkvæmda- líklega leiða til kreppu og verulegrar aukningar atvinnuleysis, sem og lækkunar kjara.

Þannig að raunverulega er það mjög sennilega gegnt hagsmunum lægri launaðra hópa, og þeirra sem eru í lægri millistétt -- að kjósa hann.
En merkilega margir í þeim hópum, samt styðja hann!

  1. Og auðvitað, hann er nánast fullkomin andstæða stefnu Demókrata.
  2. Sérstaklega er hann nánast fullkomlega á kannt við stefnu Bernie Sanders.
  • Sanders hefur sjálfur margoft fordæmt Trump.

 

Það er eins og að til staðar sé hreyfing meðal kjósenda -- sem sé gegnt því að menn kjósi með heilabúinu!

En menn eins og Trump -- þeirra framboð snýst um að ala á reiði. Hann er klassískur æsingaframbjóðandi -- þ.e. hann leitast við að æsa upp tilfinningahita.

  • En málið er, að einungis með því að æsa upp tilfinningahita kjósenda, geti hann unnið.

Því hann þarf á því að halda, að kjósendur -- kjósi ekki með heilanum.
--En málið er, að þegar menn eru reiðir, þá eru þeir ekki íhugulir -- þú gerir sjaldan eins mörg mistök, eða ert líklegur til þess -- þegar þú tekur ákvörðun í reiði.

--Þ.e. þannig sem hættulegir pópúlistar komast til valda, þegar kjósendur eru reiðir og því hugsa ekki - ekki neitt.

 

Niðurstaða

Ef fylgismenn Sanders annað af tvennu, sitja heima - eða jafnvel í einhverju hlutalli kjósa Trump nk. haust. Þá geta þeir með þeim hætti, orðið til þess að Trump nái kjöri eða á hina hliðina - gert kosninguna spennandi þegar hún hefði ekki þurft vera það.
-------------------

Skv. tölfræðinni, þá eru 56% kjósenda að meðaltali á móti frú Clinton, meðan að 65% þeirra eru á móti Trump. U.þ.b. 2/3 kvenna hafa neikvæða sýn á Trump - meðan að rétt rúmlega helmingur karla er sömu skoðunar. Helmingur hvítra kvenna segist ætla að styðja frú Clinton - meðan að einungis 39% þeirra segist ætla að styðja Trump.

  • Þessi tölfræði segir að Clinton ætti að vinna!

En ef flestir Repúblikanar sem eru andvígir Trump - sitja heima.
Samtímis að fylgismenn Bernie Sanders sitja flestir heima, og einverjir þeirra kjósa jafnvel Trump -- vegna þess að hann sé, sannsögull að þeirra mati.

Þá virðist það eini möguleikinn á sigri Trump.
--Nema auðvitað að Sanders færi í sérframboð.

Á hinn bóginn virðist það mjög ósennilegt!
--Hann gæti á hinn bóginn, neitað að lísa yfir stuðningi við Clinton.

Sem gæti verið séð af hans stuðningsmönnum sem hvatning til að sitja heima!
Ef hlutir æxlast þannig - gæti Sanders orðið til þess að Trump nái kjöri, þó Trump sé í mjög mörgum þáttum á allt öðrum kannti stefnulega!

  • Eins og ég sagði, geta Demókratar skapað sinn ósigur - þeir geta fært Trump sigurinn sem hann annars mundi ólíklegt ná fram!

 

Kv.


Bloggfærslur 29. apríl 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 464
  • Frá upphafi: 847115

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 440
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband