Spurning hvort næsta þing verður stutt - en ekki þó með þeim hætti sem Píratar segjast vilja

Ég hjó eftir því aðspurður sagði Ólafur Ragnar eitthvað á þá leið, er hann svaraði spurningu fréttamanns um hlutverk forseta við stjórnarmyndun - að það væri á ábyrgð nýkjörins meirihluta að mynda stjórn, sem allir kannast við að sé rétt; en á hinn bóginn - að ef þingmeirihluti ekki getur myndað stjórn, þá færist ábyrgðin yfir á forseta!
http://risanmedia.com/wp-content/uploads/2014/05/Grimsson_Interview.jpg
Mér finnst það áhugavert að Ólafur hafi tekið þetta fram!
Atburðarásin gæti þá ca. verið á þá leið --> að 2-mánuðum eftir kosningar, skipi Ólafur Ragnar utanþingsstjórn, ef stjórnarmyndun virðist ekki að þeim tíma liðnum líklegri en fyrstu dagana eftir kosningar.

Ekkert er því til fyrirstöðu að þingmeirihluti haldi áfram tilraunum til stjórnarmyndunar samt sem áður -- felli síðar utanþingsstjórn með vantrausti.
  1. En ímyndum okkur að utanþingsstjórn sitji í 3-mánuði, að þeim tíma liðnum bóli enn ekkert á því að tilraunir þingmeirihluta til stjórnarmyndunar gangi.
  2. Þá væri því ekkert til fyrirstöðu, að Ólafur Ragnar og utanþingsforsætisráðherra, ákveði að kjósa að nýju. 
  3. Sérstaklega ef skoðanakannanir eru í einhverjum skilningi hagstæðar, sem þær sannarlega mundu geta verið ef heilir 5-6 mánuðir væru liðnir án þess að meirihluta þings væri fært að mynda stjórn!
 
Með þessum hætti gæti næsta þing orðið stutt - án þess að það væri í samræmi við yfirlýstar hugmyndir Pírata!
 
  1. Bendi á að Ólafur Ragnar getur ekkert gert, ef stjórn er mynduð innan fáeinna vikna frá kosningum.
     
  2. Sama gildir einnig ef meirihluti getur myndað stjórn - fljótlega eftir að utanþingsstjórn tekur formlega við, og fellir utanþingsstjórn með vantrausti!
  • Mál geta einungis spilast með ofangreindum hætti -- ef þingmeirihlutanum sannarlega reynist ókleyft að mynda stjórn!
    -- Þá kannski eiga þeir það skilið, að verða sópað burt með nýjun kosningum innan 8-9 mánaða frá kjördegi!
  • Þannig að þetta má skoðast sem svipa á nýkjörinn meirihluta að afloknum nk. kosningum -- að láta stjórnarmyndun virka!
--Þetta er ekki sama sviðsmynd og Próf. Svanur var að tala um, en hann hélt því fram að forseti geti rekið sitjandi forsætisráðherra, sem enn hefur traustan meirihluta!
Sem sé að sjálfsögðu af og frá!
  • En forseti hefur aftur á móti raunverulega mikil völd - ef það reynist kjörnum meirihluta ómögulegt að mynda stjórn -- > En ofangreind sviðsmynd er ekki brot á þingræðisreglu "meðan að hugmynd Svans sannarlega var það."
 

Niðurstaða
Mín tilfinning er sú að Ólafur Ragnar meti stöðuna með þeim hætti - að líkur séu á erfiðri stjórnarmyndun eftir nk. kosningar.
Hugsanleg utanþingsstjórn á auðvitað eitt fordæmi frá tíð Sveins Björnssonar - í Seinni Styrrjöld. Þannig að Ólafur væri ekki að feta algerlega ótroðnar slóðir.
--Ef allt bregst hjá nýjum þingmeirihluta.
--Meirihlutinn getur ekki myndað ríkisstjórn, þrátt fyrir margra mánaða tilraunir.
Þá mundi sennilega fylgi við Pírata að mestu hverfa!
Hægri flokkarnir gætu aftur fengið nýja fylgissveiflu - - þ.e. innan við ári frá nk. þingkosningum!
Eða að eitthvert nýtt stjórnmála-afl kemur fram, sem sópar borðið.
 
 
Kv.

Bloggfærslur 19. apríl 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 847116

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 441
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband