Bandamaður Pútíns líklegur kaupandi að stórum hlut í Aeroflot

Hafandi í huga - að af sumum a.m.k. er því haldið fram að Pútín hafi dregið úr spillingu í Rússlandi --> Er áhugavert hvernig vinur Pútíns, Arkady Rotenberg - hefur safnað sínum auði.

Putin ally said to be eyeing stake in Russian carrier Aeroflot

  • "A childhood friend and judo sparring partner of Russian president Vladimir Putin is looking to buy half of the state’s controlling stake in airline monopoly Aeroflot,..."

Erfitt að vera nánari Pútín en þetta.

  • "Mr Rotenberg and his brother Boris amassed fortunes during Mr Putin’s presidency by winning contracts for major state projects, often through opaque, no-bid tenders. In the past five years, Russia has awarded a total of Rbs1tn in contracts to Rotenberg-controlled groups,..."

Pútín hefur hjálpað vini sínum að auðgast.

  • "Mr Rotenberg is also the operator of a new road toll that sparked mass protests by truckers last year."

Sonur hans fær að tolla hringveginn um Moskvu.

  • "Last month, the government transferred a 68 per cent stake in Sheremetyevo airport, Aeroflot’s Moscow hub, to TPS Avia, a company jointly owned by Mr Rotenberg. That essentially gave the airport to TPS Avia for free in exchange for investing $840m to upgrade the airport, which has fallen behind crosstown rival Domodedovo in terms of passenger traffic."

Takið eftir - Rotenberg borgaði ekki eina rúbblu fyrir flugvöllinn.

  • "However, the state could continue to wield large influence over Aeroflot after a sale. About 51 per cent of Aeroflot is held by the state property management agency. Another 35 per cent is held by the National Settlement Depository."

Og Rotenburg náinn vinur Pútíns.

  • "To keep the budget deficit within the planned 3 per cent, the government must bridge a shortfall of up to Rbs1.5tn, with up to two-thirds of that potentially financed by selling state assets."

Hin fyrirhugaða sala á hlut í Aeroflot -- gefur sennilega tóninn fyrir hina væntanlegu -sölur.-
Að Pútín muni velja út einhverja af vinum sínum -- sem hafa auðgast stórfellt, á þeim bitlingum sem Pútín hefur veitt þeirra fyrirtækjum í gegnum árin.

Ég kem ekki auga á það að spillingin í ríki Pútíns sé greinilega minni en hún var áður.

 

Niðurstaða

Vísbendingar virðast í þá átt, að þær hinar svokölluðu -einkavæðingar- á stórum ríkisfyrirtækjum í Rússlandi, sem Pútín lísti yfir fyrr á árinu - fari ekki til einhverra erlendra fjárfesta.
Heldur til náinna vina Pútíns - sem hann persónulega treystir, og sem hann hefur heimilað að auðgast stórkostlega undir hans vernd.

Innherjar í ríki Pútíns - fái skipun um að kaupa. Eða þeir gera slíkt, af greiðasemi við Pútín -- en munurinn milli greiða og skipana getur verið óljós.

 

Kv.


Virðist hugsanlegt að Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum klofni

Sá áhugaverða umfjöllun: Why Republicans hate the Republican Party so much. Þar fjallar Bill Schneider um þann flokk sem virðist vera að klofna milli Donald Trumps og fylkingar sem virðist leita logandi ljósi að einhverjum sem getur staðið á móti Trump.

Nú virðist Ted Cruz sá eini sem hangir í Trump -- með kringum 300 fulltrúa meðan Trump er með nærri 400. Rubio 3-langt að baki, með um 150.

  • Á næstu dögum fara fram prófkjör í fylkjum þ.s. reglan er að -sá sem sigrar fær alla fulltrúa- í stað þess að þeir skiptist í hlutfalli við atkvæði.

Þá getur farið að skilja verulega í sundur!

15. mars verður kosið í Florida, Ohio, Illinois og Missouri.

  • Dýr auglýsingaherferð gegn Trump er í gangi í öllum 4.

Góð spurning hvort sú er líklegri til að fæla frá eða laða að atkvæði fyrir Trump.

  1. En ef marka má Schneider -- er Repúblikanaflokkurinn nú klofinn milli aðila sem stjórna flokknum, sem hata Obama - fyrir að hafa sigrað þá.
  2. Og þeirra sem hata núverandi hópa er ráða innan Repúblikanaflokksins, fyrir að hafa tapað fyrir Obama í fyrsta lagi.

Atkvæði margra úr grasrótinni - virðist ekki síst gagnrýni á forystu flokksins, sem að mati grasrótarinnar sé spillt og duglaus.
Sá hópur virðist hafa sameinast um -- Donald Trump, skv. Schneider.

Þarna séu dæmigerðu reiðu hvítu mennirnir, sem kjósa alltaf Repúblikana.
En nú hundsi þeir frambjóðendur forystunnar -- sína henni fingurinn með því að velja Trump.

  • Einhvern veginn virðist Trump hafa skinjað sinn vitjunartíma, og eys upp gagnríni á "Washington establishment" sem í augum grasrótarinnar í Repúblikna-flokknum, sé ekki síður forysta þeirra flokks.
  • Og hann virðist einnig hafa skynjað víðtæka reiði vegna þess ástands í Bandaríkjunum, að mörgum fyrrum framleiðslusvæðum þar hefur hnignað -- störf færst til Asíu --- gagnrýni Trumps á Kína eða Japan eða S-Kóru, fyrir meinta eða raunverulega ósanngjarna samkeppni, sé sem tónlist fyrir þá hópa.
    Mikið af fólki sem áður tilheyrði millistétt - hefur tapað sínum upphaflegu störfum og orðið að sætta sig við verr launuð þjónustustörf, og mikla vinnu.

 

Það bendi margt til þess að forysta flokksins sé að plotta að fella Trump á flokksþinginu, þegar forkosningum er lokið

Það gæti gerst, ef Trump nær ekki hreinum meirihluta fulltrúa -- þannig að bindandi kjör þeirra leiði hann til forystu í 1-atkvæðagreiðslu.
Þá tæknilega geta fulltrúar -skilst mér- kosið annan.

Þetta a.m.k. sagði Romney um daginn - án þess að blikna.

  1. Það sem Schneider bendi á -- sé að þá geti flokkurinn hreinlega klofnað:
    "Suppose Trump goes to the convention with the largest primary vote and the largest number of delegates, even if it’s not a majority. Does anyone believe Trump would stand by and watch the party nominate a candidate who did worse than he did?"
    "The Trump army would protest that the party establishment is rigging the game and rejecting the people’s choice. That way lies pandemonium. Trump supporters would disrupt the convention and possibly walk out."
  2. Schneider bendir á annan klofningsmöguleika:
    "Some anti-Trump Republicans are talking about splitting the party and running another GOP candidate in November if Trump becomes the party nominee."

Það skipti ekki megin máli - hvor klofningurinn á sér stað.
Hitt sé alveg öruggt - að ef Repúblikana framboð verða 2.

Þá siglir Clinton til sigurs -- líklegs "landslide."

 

 

Niðurstaða

Það má vera að Repúblikanaflokkurinn leysist upp nk. haust. Ef það gerist, að flokkurinn klofnar - það verða 2-framboð, sem mjög sennilega fullkomlega útilokar aðra útkomu en sigur Clintons.
Þá mundi líklega hefjast innan flokksins - hjaðningavíg, í pólitískum skilningi, þ.e. hver höndin upp á móti annarri.
Útkoman gæti orðið -- upplausn flokksins, ekki bara klofningur.

Hvað síðar meir mundi koma út - getur sagan ein sagt frá.

 

Kv.


Bloggfærslur 9. mars 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 271
  • Frá upphafi: 847385

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 268
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband