Líkur á samdrætti í olíuframleiðslu í Rússlandi á nk. árum

Sá þessa áhugaverðu umfjöllun í NewYork-Times: Russia, Light on Cash, Weighs Risks of a Heavy Tax on Oil Giants.
Skv. því sem fram hefur komið í fjölmiðlum, þá virðist hallinn á rússn. ríkinu í ár stefna í að vera um 10%, eða langt umfram - þ.s. rússn. lög segja að hann megi hámarki vera, þ.e. 3%.
Ástæða - lægri olíuverð.

Eitt af þvi sem verið er að ræða -- er að skattleggja framtíðarsjóði olíufélaganna, sem enn þann dag í dag innihalda skv. umfjöllun 90 milljarða Dollara.
En þeir eru til staðar svo þau geti lagt í stórar fjárfestingar í t.d. nýjum olíusvæðum, án þess að þurfa að taka hugsanlega áhættusöm - erlend lán.
Við núverandi olíuverð - þá halda félögin að sér höndum, ekkert nýtt svæði hafi verið opnað til vinnslu síðan 2014.

  • "This year, new taxes will cost oil companies about 200 billion rubles, or about $2.9 billion. But a far larger tax, reported by Russian news media to be up to $11 billion, is under consideration for the 2017 budget."

Á sama tíma - þá sé tekjustreymi félaganna að frédregnum sköttum, með tilliti til nýrra skatta, það minnsta sem hafi verið í langan tíma.

  • "The higher the price, the more Russia’s oil companies paid in taxes. At an oil price of $100 a barrel, for example, the companies were paying taxes of $74, according to Renaissance, a Moscow investment bank. When oil prices collapsed, the government took most of the loss in diminished tax receipts. With oil at $35 a barrel, the tax is about $17, leaving $18 a barrel for the companies — not too much less than the $30 a barrel they made at the peak."

Við þessar aðstæður sé ekki undarlegt, að þau sinni fyrst og fremst viðhaldi.

  1. En vandinn við það sé sá að -- meginsvæði Rússlands séu í hægri hnignun.
  2. Þau svæði sem þarf að nýta í framtíðinni -- séu öll því marki brennd, að þau krefjist verulegs fjármagns - svo unnt sé að hefja vinnslu.
  3. Það borgi sig ekki nema - olíuverð hækki umtalsvert.
  • "Yevgeny G. Yasin, a former minister of economy, said in an interview." - "“The United States is successfully developing shale oil so that even if prices go up, it will only lead to more shale oil production” that would compete with new Russian output coming online years from now..."

Fram hefur komið í fjölmiðlum, að kostnaður við dælingu á olíuleirsteins svæðum innan Bandaríkjanna -- sé milli 50-60 dollarar.
Sem þíðir, að um leið og verð nær ca. 60 dollurum - þá hefjast að nýju fjárfestingar í þeim geira bandarísks olíuiðnaðar, og framleiðslan þá vex þar að nýju.

Það er mjög góð spurning -- hversu kostnaðarsöm tæknilega mögulega vinnanleg svæði í Rússlandi í N-Síberíu eru -- en Rússar eiga mjög stórt svæði alveg nyst í Síberíu: "Fracking" getur framlengt olíuævintýri Rússa um nokkra áratugi til viðbótar!.

Svæðið markast af bláu línunum!

File:USGS - Bazhenov Formation Oil Reservoir.png

En þarna eru gríðarlegar vetrarhörkur, og auðvitað - freðmýri.

Punkturinn er auðvitað sá -- að ef kostnaður við dælingu verður hærri á þeim svæðum, þannig að "brake even point" sé yfir 50-60 dollurum.

Getur vel verið að bandaríski olíuiðnaðurinn, með því að hefja að nýju fjárfestingar - þegar verð aftur nær ca. 60 dollurum; hindri Rússa í því að endurnýja sína framleiðslu.

Þannig -- að við taki stöðug en samt sem áður, örugg hnignun framleiðslu.

  • "A study leaked from the Ministry of Energy, seen as allied with the oil industry, and published last week in the business daily Vedomosti, presented a doomsday scenario. Russia, the analysis predicted, could cease to be an oil power, with output plummeting to half the current level by 2035."
  • "Output in what is today the Russian Federation fell to about 8.8 barrels in 1991 from about 11 million barrels a day in 1988, according to “Collapse of an Empire: Lessons for Modern Russia,” by a former prime minister, Yegor T. Gaidar, who argued that oil prices and not the arms race with the United States ended the Soviet Union."

Ef þessi svartsýna sýn -- er rétt.

Þá mundi efnahag Rússlands hraka jafnt og þétt á nk. árum - - hnignunaráin rétt að hefjast.

 

Niðurstaða

Þó að framleiðslukostnaður á núverandi megin vinnslusvæðum Rússlands sé ekki það hár -- "The average cost of producing and transporting a barrel of oil is about $15." -- Þannig að rússneski iðnaðurinn er ekki rekinn með tapi. Eins og sá norski t.d. án nokkurs minnsta vafa er.
Þá er veikleiki Rússlands líklega - dýrleiki þeirra svæða sem þarf að nýta í framtíðinni, ef Rússland á að geta haldið sinni stöðu sem ein af stærstu olíuframleiðsluþjóðum heims.
Þ.e. þá virkilega mikilvæg spurning, hver vinnslukostnaðurinn verður á svæðum allra nyrst í Síberíu - þ.s. án nokkurs minnsta vafa er dýrara að vinna olíu og að auki flutningskostnaður meiri.

En bandaríski olíu-leirsteins-iðnaðurinn, fer aftur á kreik af fullum dampi, um leið og verð ná aftur ca. 60 dollurum.
Bandarísku fyrirtækin eru ekki að starfa í freðmýri eða nærri eins miklum vetrarhörkum, né eru bandarísku vinnslusvæðin alveg þetta afskekkt - sbr. flutningskotnaður.
Ef kostnaður á nyrstu svæðum Síberíu er meiri en það sem bandarísku fyrirtækin að lágmarki þurfa til að bera sig -- þá einfaldlega borgar sig ekki að vinna þá olíu í N-Síberíu, svo lengi sem olíuleirsteins svæðin í Bandaríkjunum geta annað þeirri umframeftirspurn sem heimurinn þarf á að halda.
Að öðrum framleiðendum slepptum.

"Fracking"-ævintýrið í Bandaríkjunum getur vel enst a.m.k. 20 ár.
Það leiddi til mikil hnignunar rússn. framleiðslu - ef svo lengi væri ekki unnt að setja ný svæði í Rússlandi á koppinn.

Ef sú svartsýni mundi koma fram -- þá væri hnignun Rússlands efnahagslega séð rétt nú að hefjast!

 

Kv.


Bloggfærslur 24. mars 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 271
  • Frá upphafi: 847385

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 268
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband