Helstu olíuframleiðendur heims -fyrir utan Íran- segjast ætla að frysta olíuframleiðslu miðað við janúar 2016

Sá þetta á vef Financial Times -- en skv. því virðist að Saudi Arabía og Rússland, í samvinnu við OPEC lönd önnur en Íran. Hafi gefist upp á tilraunum til þess, að fá Íran til að taka þátt í -- frystingu olíuframleiðslu, miðað við framleiðslu við upphaf þessa árs!

Saudi Arabia will freeze oil output without Iran, says Opec delegate

 

Þessi yfirlýsing virðist þó ærið villandi!

En eins og áður hefur komið fram í fréttum, þá þíðir frysting framleiðslu miðað við framleiðslu í jan. 2016 -- að Saudi Arabía og Rússland, frysta framleiðslu ca. við sína hámarks framleiðslu.

  • Þ.e. því auðvelt fyrir þau ríki, að kynna frystingu -- þegar þau geta hvort sem er ekki framleitt meira.
  • Þessi yfirlýsing virðist því meir - táknræn!

Á hinn bóginn, virðist skv. frétt að -- andinn á olíumörkuðum hafi breyst, og að spákaupmenn séu nú farnir að spá hækkun frekar en lækkun.

Brent Crude komið í 40 dollara.
En fyrr á árinu var það oftast nær í rúmlega 30 dollurum.

  • Líklegt virðist að efasemdir hafi vaknað um -- fyrirhugaða framleiðslu-aukningu Írans.

En þegar Íranar sögðust ætla auka framleiðslu um helming, fóru verð um tíma svo langt niður sem í 27 dollara fatið af olíu.
T.d. nýverið neyddust írönsk stjórnvöld til að -- fresta útboði á eignum til erlendra fyrirtækja, sem var fyrirhugað.
Vegna þess að andstæðingar erlendra fjárfestinga í olíuvinnslu -- sökuðu stjórnvöld um svik við þjóðina, eða, e-h í þá átt.

En erlend fyrirtæki fást vart til þess að koma með sitt fé, nema að þau fái fyrir sinn snúð.
Eftir áratugi af refsiaðgerðum þarf mikið að endurnýja af tækjum og búnaði.

Þessi andstaða getur líka verið hluti af innanlandspólitík - að andstæðingar forseta Írans innan íransks samfélags --  reyni að bregða fæti fyrir tilraun hans til að auka framleiðslu, í von um að -- þeir geti síðan sagt að áætlun hans hafi ekki skilað þeim árangri sem hann hafði lofað -- þ.e. bætt kjör - auknar tekjur.

  • Mig grunar að efasemdir á markaðnum um framleiðslu-aukningu Írans, sé sennilegri skýring þess að olíuverð hefur aftur farið nokkuð upp.
  • Frekar en að þessi -- hlægilega frysting framleiðanda á sinni hámarks framleiðslu, sé að hafa þau áhrif.


Niðurstaða

Íranar hafa sína einangrunarsinna, andstæðingar opnunar Írans gagnvart útlöndum - hafa enn hávært og áhrifamíkið "lobbý." Þeir virðast vera gera sitt besta, til að bregða fæti fyrir tilraun stjórnvalda Írans -- til að hrinda í verk fyrirhugaðri framleiðslu-aukningu upp á helming.

Það getur verið að þeim takist að þæfa/tefja málið nægilega til þess að annað af tvennu, komi aukningin ekki inn í ár, eða verði minni í ár en sú 50% aukning sem olíumálaráðherra Írans lofaði.

Sennilegt virðist að ívið hærra olíuverð upp á síðkastið sé í ljósi efasemda um hina fyrirhuguðu framleiðslu-aukningu, sem Íran áður lýsti yfir.

  • Þ.e. rökrétt ef markaðir trúa ekki lengur á þá aukningu í ár, eða að hún verði minni en til stóð -- að þá hækki verð að einhverju marki aftur.
  • Sem auðvitað þíðir, að ef Íranar losa þessa innanlandspólitísku klemmu, og hrinda aukningunni úr vör - þá væntanlega lækka verðin að nýju.

 

Kv.


Bloggfærslur 23. mars 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 256
  • Frá upphafi: 847397

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 253
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband