Trump varar við óeirðum ef Repúblikanaflokkurinn reynir að hindra hann í því að verða forsetaframbjóðandi þeirra - bandaríska þingið gæti svipt Trump embætti

Það má virkilega túlka slíka -aðvörun- einnig sem hugsanlega -hótun.- En ítrekað virðist Trump mana fylgismenn sína, til að beita andstæðinga sína - harðræði.
Að auki virðist Trump sífellt ganga lengra, en t.d. segja fjölmiðlar nú frá því að Trump sé að íhuga að -þrengja að rétti fjölmiðla til að gagnrýna hann persónulega, ef hann nær kjöri- en skv. lögum í dag innan Bandaríkjanna er réttur fjölmiðla til gagnrýni á hvern þann sem gegnir opinberu embætti innan Bandaríkjanna - afar mikill.
Að mörgu leiti ganga Bandaríkin skrefinu lengra en flest Evrópulönd, í því hve langt Bandaríkin heimila fjölmiðlum að ganga - í slíkri gagnrýni þegar svokallaðir "public figures" eiga í hlut.

"If elected president, Mr Trump has vowed to use the office to restrict he first amendment free speech rights of publications he deems hostile."

Að auki virðist sá réttur einnig ákaflega víðtækur þegar -þekktir einstaklingar- eiga í hlut.

  • Í viðtali var Trump spurður að því - hversu viss hann væri um að verða útnefndur, ef svo fer að hann hafi ekki nægilega mikinn fjölda fulltrúa á flokksþinginu, til þess að 1-atkvæðagreiðsla fulltrúa sé bindandi.
  • Skv. svari sínu, vill Trump meina að hann fái útnefninguna - ef hann verður langsamlega efstur frambjóðenda, þó hann nái ekki bindandi meirihluta.

"I don't think you can say that we don't get it automatically. I think you'd have riots. I think you'd have riots. I'm representing many, many millions of people."

Trump warns of riots, pulls plug on Republican presidential debate

Trump warns of ‘riots’ if denied Republican nomination

635934730864156190-Trump.JPG

Vegna þess hve Trump virðist víðtækt hataður meðal Repúblikana í Washington, má vel vera að þingið verði honum ekki þægur ljár

En öllu að jafnaði - ætti þingið að vera Repúblikana forseta, vinveitt.
En það þarf langt í frá að vera svo gagnvart Trump - eins og mál líta nú.

En ráðandi öfl innan flokksins, róa að því er séð verður - öllum árum að skaða framboð hans. Jafnvel vangaveltur uppi, um að - láta einhvern bjóða sem fram gegn honum sem óháðan frambjóðanda -- til að kljúfa hægri fylgið.
Til þess eins að hindra kjör hans.

  1. Ef Trump nær kjöri - virðist mér raunhæfur möguleiki að Trump, mundi beita fylgismönnum fyrir sinn vagn -- til að beita einstaka þingmenn þrýstingi jafnvel hótunum, undir rós.
  2. Ef eins og mig grunar að geti hugsanlega farið - að Repúblikana þingmenn, ákveða að vinna ekki með Trump.
  • Þá geti vel farið svo - að þingið hindri Trump í því að hrinda í verk því prógrammi, sem hann yfirlýst segist ætla að koma á rekspöl.

T.d. þá er það þingið - ekki forsetinn, sem getur sagt upp formlega staðfestum af þinginu, viðskiptasamningum við aðrar þjóðir.
Þannig að þingið t.d. -- gæti fullkomlega neitað að samþykkja, að opna alþjóðlega viðskiptasamninga, sem Trump vill eða segist vilja nokkurn veginn alla með tölu opna upp á gátt að nýju.

Ég sé það vel fyrir mér - að þá haldi Trump ræður á torgum.
Með miklum fjölda fylgismanna - þar sem hann hvetji fylgismenn sína, til að halda áfram baráttunni gegn "the establishment" eins og hann sjálfsagt mundi orða það.

Á sama tíma, væri sennilegt - að andstæðingar hans, mundu samtímis - stefna fólki einnig til Washington.

Ég sé m.ö.o. fyrir mér möguleika -- á miklu sundurþykki innan bandarísks samfélags.

Jafnvel fjölmennum óeirðum.

 

Bandaríska þingið hefur vald til þess að formlega ákæra forsetann, eins og það á sínum tíma gerði við Richard Nixon - þá fer fram ákaflega opinbert réttarhald!

Einungis þingið hefur rétt til þess að svipta forsetann embætti.
En þá einnig verður að fara fram - réttarhald.

Þetta sáu allir á sínum tíma, þegar réttað var í þingsal yfir Nixon, af þingmönnum sjálfum.
Allt í beinni útsendingu.

Það yrði að sjálfsögðu að vera sama aðferð.

  1. Ég nefni þetta sem möguleika - en sjálfsagt þarf mjög mikið að ganga á, áður en þingmenn Repúblikana og Demókrata, mundu ákveða að vinna saman í því að koma Donald Trump frá -- þ.e. að ákæra hann.
  2. En ég sé það fyrir mér, að líklega hafi á þeim punkti eða a.m.k. mögulega - Trump sjálfur, í tilraunum til að beita þingmenn þrýstingi með beitingu fylgismanna -- hafa skaffað þinginu nægar ástæður fyrir "impeachment."

Trump gæti tekist það sem undir Obama hefur virst ómögulegt.

Að fá þingmenn Repúblikana og Demókrata til að vinna saman.

Ef slík atburðarás mundi fara fram -- þá gætu staðið yfir fjölmennar óeirðir í ekki einungis bara Washington, heldur að auki - fjölda borga innan Bandaríkjanna.

Átökin um Trump -- gætu klofið bandarískt samfélag meir en nokkuð annað hefur um áratugi.

 

Niðurstaða

Ég varpa fram þeim möguleika að þingið í Bandaríkjunum, ef Trump nær kjöri, muni hindra Trump að mestu leiti í því að ná fram þeim breytingum sem hann mun þurfa að ná fram, ef hann ætlar að fylgja fram því prógrammi sem hann talar um við sína fylgismenn.

Þá gætu hafist átök milli fylgismanna Trumps og hópa andstæða Trump, bæði innan Repúblikana flokksins og meðal Demókrata -- er gætu valdið mesta klofningi innan bandarísks samfélags í áratugi.

Það gæti farið svo - að Trump mundi ekki ná einu sinni að sitja heilt kjörtímabil.
M.ö.o. að hann verði ekki myrtur eins ég hef heyrt stöku spár um, heldur að svo geti farið að hann verði fyrir rest eins og Nixon á sínum tíma - tekinn í bakaríið af þinginu sjálfu.

En þingið í Bandaríkjunum raunverulega má það!
Taka af kjörnum forseta embættið.
Þó einungis að afloknu formlegu réttarhaldi af hálfu þingsins.


Kv.


Bloggfærslur 17. mars 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 256
  • Frá upphafi: 847397

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 253
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband