Verður Grikkland að misheppnuðu ríki? 10 Evrópuríki hafa ákveðið að stöðva för flóttamanna Norður

Það er virkilega mögnuð atburðarás nú skyndilega hafin, eftir ákvörðun Austuríkis og 9 annarra ríkja, að loka að miklu leiti á flæði flóttamanna til Norður Evrópu.
En mér virðist það augljóst leiða til þess - að flóttamenn hljóta að safnast upp innan Grikklands, í landi sem enn er djúpt í viðjum skuldakrísu - landi sem ekki hefur fjármagn til umráða til að styðja við mikinn fjölda flóttamanna, og land sem enn í dag er ákaflega efnahagslega viðkvæmt.

Ríkin virðast skilgreina Sýrlendinga og Íraka - - sem flóttamenn sem geta fengið hæli.
En loka almennt á flóttamenn úr öðrum áttum.
Síðan skilgreina þau hvaða upplýsingar eða sannanir flóttamenn þurfa að hafa í farteskinu, til að fá að ferðast til þeirra landa.

With E.U. Paralyzed, 10 Nations Try to Stem Migrant Flow

EU warns of migrant humanitarian crisis in Greece and Balkans

"A spokesperson for Médecins Sans Frontières said Greece’s reception facilities could be filled to capacity within eight days if the restrictions on Afghans remained in place."

http://www.ezilon.com/maps/images/europe/Greece-map.gif

Vandinn er sá að mér virðist augljóst að það stefni í að Grikkland verði á skömmum tíma ofurliði borið!

En flestir flóttamenn streyma að í gegnum Grikkland -- sem enn býr við það ástand að N-Evr. ríki þverneita að afskrifa ca. 200% af þjóðarframleiðslu opinberar skuldir Grikklands.
Jafnvel þó að AGS -- hafi á sl. sumri sagt þá skuldastöðu ósjálfbæra.

Að auki blasir við, að ef það ætti að vera mögulegt fyrir áætlun ríkjanna 10-að virka, þá er ætlast til þess að Grikkland - - komi á fót skipulögðum búðum fyrir flóttamenn.
Þar sem þeir bíða, meðan að umsóknir þeirra -- fá sína meðferð í löndunum 10.

Vandinn er að Grikkland ræður ekkert við það hlutverk, að verða -- allsherjar biðstofa fyrir flóttamenn fyrir Evrópu alla <--> Á sama tíma og enn er þess krafist að Grikkland endurgreiði óviðráðanlegar skuldir, sem þíðir að enn er krafist frekari samdráttar í útgjöldum gríska ríkisins.

  1. Að auki blasir að auki við að Grikkland ræður ekki heldur við það hlutverk, að sjá þessum flóttamönnum -- jafnvel fyrir brýnustu nauðsynjum.
  2. Þannig að alvarleg krísa er augljóst yfirvofandi - jafnvel meiriháttar mannlegur harmleikur.

Vandamálið er ekki síst -- að flest bendi til þess að þetta verði fullkomlega óviðráðanlegt fyrir Grikkland -- á einungis örfáum vikum.

Hvað síðan gerist -- ég verð að segja, að ég óttast virkilega það versta.

 

Niðurstaða

Það sem virðist í gangi nú innan ESB - sé að hvert ríki virðist ætla að sinna sínum hagsmunum. Með vissum hætti er unnt að skilja að þjóðirnar fyrir Norðan Grikkland vilji takmarka fjölda aðkomumanna til sín.
Á hinn bóginn virðist engin tilraun gerð til þess að koma til móts við þarfir Grikklands.
Á sama tíma og stefnan í skuldamálum Grikklands, ásamt kröfunni um frekari niðurskurð grískra ríkisútgjalda er enn óbreytt -- Grikkland miklu leiti stjórnað af eigendum skulda þess.

Rökrétt niðurstaða virðist mér að innan örfárra vikna verði til staðar í Grikklandi fullkomlega stjórnlaust neyðarástand, ásamt mannlegum harmleik.

Þetta mun að sjálfsögðu gera að engu - tilraunir til efnahagslegrar uppbyggingar í Grikklandi.

Það stefni þá hratt í að Grikkland verði -- misheppnað ríki.

 

Kv.


Repúblikanar viðhafa enn eitt af sínum stórskrítnu pólitísku leikritum, í kjölfar láts Antonin Scalia er var dómari við æðsta dómstól Bandaríkjanna

Höfum í huga að hin eðlilega málsmeðferð er sú - að sitjandi forseti Bandaríkjanna í kjölfar láts dómara við æðsta dómstól Bandaríkjanna, leggi fyrir Bandaríkjaþing formlega tillögu um kandidata um þann stól við æðsta dómsól Bandaríkjanna sem hefur losnað.
Síðan tekur þingið við því verki - þ.s. kandidat fær tækifæri að ræða við þingið, og síðan tekur þingið afstöðu til viðkomandi - hafnar eða samþykkir.
Þetta ferli oft tekur nokkurn tíma - gjarnan hafnar þingið fleiri en einum, en á endanum hefur hingað til alltaf þingi og forseta tekist að ná fram meirihluta um einhvern kandídat.

Senate Republicans Lose Their Minds on a Supreme Court Seat

 

Meirihluti Repúblikana í báðum þingdeildum, hefur tekið þá algerlega einstöku ákvörðun - að neita að ræða við nokkurn þann kandídat sem Obama leggur til!

Þeir segjast m.ö.o. ætla að setja embættisveitingu við æðsta dómstól Bandaríkjanna -- í djúpfrysti þangað til að nýr forseti hefur tekið við í janúar 2017.

Það eru enn 10-mánuðir eftir af kjörtímabili Obama.
Og því yfrið nægur tími til að afgreiða þessa embættisveitingu.

  1. En þ.e. eins og að þingmeirihluti Repúblikana hafi ákveðið, að hætta öllu samstarfi við forsetaembættið -- út restina af kjörtímailinu.
  2. Ég man ekki þess dæmi, að samskipti þings og Hvítahússins hafi náð sambærilegri lægð.

Senator Mitch McConnell of Kentucky...In a statement dripping with sarcasm, Mr. McConnell said that Mr. Obama “has every right to nominate someone,” and “even if doing so will inevitably plunge our nation into another bitter and avoidable struggle, that is his right. Even if he never expects that nominee to actually be confirmed but rather to wield as an electoral cudgel, that is his right.

Þarna snýr Repúblikaninn málinu upp á Obama - að ef hann leggur fram tillögu um kandídat fyrir embætti dómara við æðsta dómstól Bandaríkjanna.
Sem skv. hefð og lögum er einmitt embættisskylda Obama - hvorki meira né minna.

Þá væri Obama að skapa kljúfa þjóðina.

  1. Það er auðvitað rétt -- að ef, sem sannarlega má reikna með að Obama leggi fyrir þingið tillögur um einstaklinga fyrir viðkomandi embætti, að þá auðvitað mun skapst -- fjölmiðlacirkus, ef Repúblikanar - þverneita að ræða við viðkomandi, án þess að gefa upp nokkra aðra ástæðu en þá, að þær ætli ekki ræða við nokkurn kandídat.
  2. En það má virkilega velta því fyrir sér -- hver lítur verr út.

En reikna má fastlega með því -- að Obama gæti þess að bjóða einungis upp á kandídata sem eru dómarar með langa starfsreynslu og með uppsafnaða virðingu í starfi.
Og að auki einstaklinga sem séu ekki -- augljósir vinstri menn.

Því hann mun láta á það reyna -- hvort Repúblikanar standa við það að neita að ræða við nokkurn kandídat.

Ef Obama þannig leggur til -- hvern virtan dómarann á fætum öðrum, einstaklinga ekki í neinum augljósum pólitískum tengslum við Demókrata --> Þá efa ég að Repúbliknar græði á þessu pólitískt.

 

Niðurstaða

Embættistíð Obama hefur einkennskt af margvíslegum og gjarnan yfirgengilegum pólitískum leikritum meirihluta Repúblikana - sem a.m.k. í 2-skipti héldu alríkinu í gíslingu út af svokölluðu -skuldaþaki.- Og þannig sköpuðu vangaveltur um það hvort að Repúblikanar ætluðu að ýta alríkinu út í tæknilegt greiðsluþrot.
Það var auðvitað háskaleikur með orðspor Bandaríkjanna -- að veði.
En Bandaríkjaþing hefði orðið algerlega að atlægi -- ef bandaríska alríkið hefði ekki getað greitt af skuldbindingum sínum, vegna neitunar meirihluta Repúblikana.

En það virðist a.m.k. öruggt, að þetta átti þátt í því að efla efnahagslega óvissu - á sama tíma og Bandaríkin voru að ganga í gegnum viðkvæmt efnahagslegt tímabil, og getur því hafa skaðað bandarískan efnahag.

Í ljósi nýjasta útspils meirihluta Repúblikana -- spyr maður sjálfan sig, hvað næst?
Á virkilega að viðhalda leikritinu -við hötum Obama- kjörtímabilið til enda?


Kv.


Bloggfærslur 25. febrúar 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 841
  • Frá upphafi: 848995

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 772
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband